Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 12
Tilboðsfrestur er 6. ágúst 2021
Sótt er um lóð á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina
sem er kr. 98.000.670. Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild. Tilboð í lóð ásamt öllum
fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 13 föstudaginn 6. ágúst. Sama dag á sama tíma verða
tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar á:
hafnarfjordur.is
H
ja
lla
b
ra
u
t
4
9
Einstök lóð fyrir tíu sérbýli á jaðri útivistarsvæðis viðVíðistaðatún
Hafnarfjarðarbæ auglýsir eftir tilboðum í lóð á rótgrónum og fjölskylduvænum stað í norðurbæ Hafnarfjarðar. Á lóðinni er
heimilt að byggja þrjú einbýlishús á einni hæð og tvö tveggja hæða raðhús, annað með þremur íbúðum og hitt með fjórum.
Samtals tíu sérbýli í skjólsælli og aðlaðandi vistgötu. Stutt er í alla verslun, þjónustu og menningu. Staðsetningin er einstök, við
norðvestur jaðarVíðistaðatúns sem er vinsælt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar.
12 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Eigendur yfir 20 jarða í Kelduhverfi
eiga í deilu við ríkið um eignarhald á
mörgum hundruðum hektara lands
sem þeir telja vera hluta jarða sinna.
Nú rúmum þremur árum eftir að rík-
ið stefndi bændunum er málið aftur
komið á byrj-
unarreit.
Hjörleifur B.
Kvaran er lög-
maður hluta land-
eigenda. Hann
sagði að bændur í
Kelduneshreppi
hafi árið 1939 af-
salað Sand-
græðslu ríkisins,
síðar Land-
græðslu ríkisins,
lítt grónu landi til uppgræðslu. Land-
spildunum sem ríkið fékk var aldrei
skipt út úr viðkomandi jörðum og
hafa landeigendur greitt af þeim op-
inber gjöld alla tíð.
Uppgræðslan tókst ágætlega og
árið 1967 afhenti landgræðslustjóri
nokkrum jarðeigendum aftur alls 209
hektara fullgróins lands. Fjár-
málaráðuneytið lét meta landið sem
þá var afhent og var virði þess metið
vera 1,5 milljónir króna. Deilt hefur
verið um hvort landinu hafi verið skil-
að eða það einungis afhent til afnota.
Ríkið stefndi yfir 20 eigendum
jarða í apríl 2018 og krafðist þess að
staðfestur yrði eignarréttur ríkisins á
landinu sem bændurnir afsöluðu
Sandgræðslunni til uppræðslu.
Nokkrir jarðeigendur gagnstefndu
ríkinu til viðurkenningar á því að þeir
ættu landið sem þeim var afhent eftir
uppgræðsluna.
Verulegt jarðsig varð á þessu
svæði í jarðskjálftum 1975-1976. Stór
hluti uppgræðslusvæðisins fór undir
Skjáfltavatn og þar á meðal var 141
hektari sem hafði verið afhentur
bændum 1967. „Ríkið krefst þess nú
að vera eigandi vatnsins, sem til varð
í náttúruhamförum, en vatnið gefur
af sér smá tekjur í formi seldra veiði-
leyfa,“ sagði Hjörleifur.
Seinagangur í dómskerfinu
Fyrsta aðalmeðferð málsins fyrir
Héraðsdómi Norðurlands eystra
hófst með vettvangsgöngu 1. sept-
ember 2019. Næstu daga fóru fram
skýrslutökur og málfutningur. Málið
var þá dómtekið en dómarinn kvað
ekki upp dóm innan tilskilins frests.
Málið var því endurflutt 26. nóv-
ember 2019. Dómarinn vísaði kröfu-
gerð ríkisins frá dómi en sýknaði rík-
ið í gagnsakarmálinu.
Ríkið kærði frávísunarúrskurðinn
til Landsréttar sem felldi hann úr
gildi og lagði fyrir dóminn að taka
málið til efnismeðferðar. Dómarinn
var þá farinn í leyfi og nýr dómari
fékk málið. Hann tók málið aldrei fyr-
ir það ár sem það var í hans umsjá.
Fyrri dómarinn kom úr leyfinu og var
málið endurflutt 24. febrúar sl. Dóm-
arinn kvað ekki upp dóm innan tilskil-
ins frests og því hefði þurft að flytja
málið í fjórða sinn fyrir sama dóm-
aranum. Áður en til þess kom fór
dómarinn aftur í leyfi. Nú hefur mál-
inu verið úthlutað til nýs dómara sem
boðar til nýrrar aðalmeðferðar í
haust.
Varakrafa jarðeigenda í gagnsak-
armálinu var að viðurkenndur yrði
kaupréttur þeirra á því landi sem var
afhent ríkinu á sínum tíma. Kauprétt-
urinn var staðfestur bæði í héraðs-
dómi og Landsrétti. Undir rekstri
málsins kom fram að í fjárlögum væri
heimild fjármálaráðherra til að selja
jarðeigendum aftur landið sem þeir
höfðu látið til uppgræðslu. Nokkrir
jarðeigendur óskuðu eftir að kaupa
aftur landið sem þeim hafði verið af-
hent 1967. Fjármálaráðuneytið aflaði
þá fyrrnefndrar matsgerðar. Jarðeig-
endurnir óskuðu eftir að gengið yrði
frá kaupsamningi á grundvelli mats-
ins.
Þá tilkynnti fjármálaráðuneytið að
af sölu gæti ekki orðið þar sem í lög-
um sé lagt bann við sölu lands sé það
að hluta til eða öllu leyti á náttúru-
verndarsvæði. Lönd jarðeigenda eru
nú á skilgreindu náttúruverndar-
svæði og var sú ákvörðun tekin án
nokkurs samráðs við jarðeigendur.
„Ríkið neitar því að selja jarðeig-
endum landið aftur þrátt fyrir að
kaupréttarákvæði hafi verið í samn-
ingi þeim sem var gerður 1939 þegar
ríkinu var afhent landið til upp-
græðslu,“ sagði Hjörleifur.
Ríkið ásælist land í Kelduhverfi
- Landeigendur afsöluðu landi til uppgræðslu 1939 - Landgræðslustjóri afhenti landeigendum 209
uppgróna hektara 1967 - Ríkið hefur stefnt jarðeigendum og krefst staðfestingar á eignarhaldi sínu
Morgunblaðið/Einar Falur
Skjálftavatn Hluti landsins sem um er deilt sökk í kaf þegar Skjálftavatn myndaðist og er nú vatnsbotn.
Hjörleifur B.
Kvaran