Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 21
– Nú hefur verið umræða í Banda-
ríkjunum um að vegna breyttra
neysluhátta, sem leiða af því að sam-
félagið er að opnast á ný, verði mögu-
lega samdráttur í vissum geirum sem
hafa upplifað blómaskeið í faraldrinum
en aukning í öðrum. Gæti það haft
áhrif á verðlagsþróun í Bandaríkj-
unum og vegið á móti þessum verð-
bólguþrýstingi?
„Þá vegna breytingar á samsetn-
ingu eftirspurnar?“
– Já.
„Það verður að hluta til um að ræða
varanlegar breytingar á neyslu-
mynstrinu. Menn læra inn á nýja
tækni og venjast nýjum vinnubrögð-
um. Zoom-fundir munu til dæmis ekki
leggjast af. Svo má hugsa sér fundi er-
lendis, sem bæði starfsfólk í einka-
geira og hjá hinu opinbera sækir í út-
löndum og dagpeningana sem því
fylgja. Þar er mikið svigrúm til sparn-
aðar.“
– Hvað með verðbólguþróunina hér
á Íslandi?
„Nú höfum við lítið líkan af Banda-
ríkjunum hér á Íslandi. Hér eru svip-
aðir kraftar að verki; ferðaþjónustan
fór niður og innlenda verslunin fór
upp. Sömuleiðis jukust ýmsar við-
haldsframkvæmdir innanlands. Svo
opnast hagkerfið og ferðaþjónustan
fer í gang og eftirspurn Íslendinga
færist að einhverju leyti til útlanda.
Hvaða áhrif það hefur á verðbólgu og
launaþróun á eftir að koma í ljós. Nú
er misvægi í hagkerfinu. Það er at-
vinnuleysi í sumum greinum og mikil
eftirspurn í öðrum.
Dregur úr misvæginu
Þegar landamæri opnast þá skapast
eftirspurn eftir fólki sem er án vinnu
og þá dregur úr þessu misvægi. Þegar
landið opnast má reikna með að Ís-
lendingar beini eftirspurn sinni í meira
mæli til útlanda og væntanlega verður
dregið úr ríkisútgjöldum [enda minni
þörf fyrir að örva hagkerfið] og skatt-
tekjur ríkissjóðs aukast. Hvernig
þetta misvægi þróast er ein stærsta
spurningin sem við stöndum frammi
fyrir í efnahagsmálum,“ segir Gylfi.
Hann segir aðspurður að sökum
þess að kórónukreppan muni að lík-
indum vara skemur en útlit var fyrir
muni langtímaáhrifin verða minni.
„Það verður þá minna um að fyrirtæki
séu varanlega löskuð vegna krepp-
unnar og sömuleiðis eru þá minni líkur
á að þeir sem misstu vinnuna verði
fyrir heilsufarstjóni eða venjist því að
vera ekki á vinnumarkaði.“
2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
80%
60%
40%
20%
0%
Skuldir ríkissjóðs frá ársbyrjun 2014, ma.kr.
1.600
1.200
800
400
0
Hreinar skuldir
Heildarskuldir
Heildarskuldir sem% af VLF
Hreinar skuldir sem% af VLF
Maí 2021Feb. 2020
Heimild: Markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
OLVO XC90
T8 INSCRIPTION
TWIN ENGINE
Raðnúmer 396729
Árgerð 2018
Ekinn 45 Þ.KM
Nýskráður 3/2018
Næsta skoðun 2022
Verð kr. 9.490.000
Aðfellanlegir hliðarspeglar
Aðgerðahnappar í stýri
Aksturstölva
Álfelgur
Bakkmyndavél
Bluetooth hljóðtengi
Filmur
Fjarlægðarskynjarar
Hiti í framrúðu
Hraðastillir
Hraðatakmarkari
Leðuráklæði
Leðurklætt stýri
Leiðsögukerfi
Loftkæling
Lykillaus ræsing
Lykillaust aðgengi
Minni í framsætum
Nálægðarskynjarar
Rafdrifið lok farangursrýmis
Rafdrifin framsæti
Rafdrifnir hliðarspeglar
Stafrænt mælaborð
Topplúga
V
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Greint var frá því í fyrradag að fjár-
tæknifélagið Rapyd hefði náð sam-
komulagi við Arion banka um kaup á
Valitor. Rapyd greiðir 100 milljónir
bandaríkjadala fyrir Valitor en það
samsvarar rúmlega 12,3 milljörðum
króna á núverandi gengi.
Rapyd hóf innreið sína með fjár-
tækni á Íslandi í fyrra.
Fram kom í tilkynningu að gert sé
ráð fyrir að gengið verði frá kaup-
unum í árslok en þau séu gerð með
fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila.
Ítarlega var rætt við Herdísi
Fjeldsted, forstjóra Valitors, í Við-
skiptaMogganum 17. mars sl.
Félagið endurskipulagt
Þar kom meðal annars fram að við
endurskipulagningu Valitors hefði
starfsfólki fækkað úr ríflega 400 í
ríflega 200. Það væri að miklu leyti
tengt sölu fyrirtækja í Danmörku og
Bretlandi. Þá var haft eftir Arik
Shtilman, forstjóra og stofnanda Ra-
pyd, í tilkynningu vegna kaupanna á
Valitor í fyrradag að ætlunin sé að
gera Ísland að miðstöð greiðslu-
miðlunar samstæðunnar fyrir
Evrópu. Þá stefni fyrirtækið á að
verða einn stærsti alþjóðlegi vinnu-
veitandi landsins. Spurð um þessi
áform segir Herdís að með nýjum
eigendum muni staða félagsins
styrkjast enn frekar á Íslandi.
„Við erum búin að endur-
skipuleggja félagið sem gerði það
áhugavert fyrir Rapyd að kaupa
það. Ég sé fyrir mér að kaup Rapyd
muni styrkja félagið enn frekar á Ís-
landi og í Evrópu,“ segir Herdís.
Varðandi fjölda starfsmanna segir
Herdís að um 160 starfsmenn séu
hjá Valitor á Íslandi en um 50 í Bret-
landi, alls 210 starfsmenn.
Starfsfólki mun ekki fækka
„Áform nýrra eigenda eru að
styrkja starfsemina á Íslandi.
Starfsfólki mun ekki fækka,“ segir
Herdís um fyrirhuguð umsvif Rapyd
á Íslandi. Spurð hvernig starfsemin
á Íslandi muni breytast með alþjóð-
legum verkefnum hins alþjóðlega
fjártæknifyrirtækis rifjar Herdís
upp að salan sé háð samþykki eftir-
litsaðila en markmiðin eru að auka
við vöruframboðið og halda áfram að
efla þjónustuna. Eftir atvikum sé því
ekki hægt að ræða áformin að sinni.
„Þar til kaupin ganga í gegn mun
Valitor verða rekið eins og það er í
dag. Þangað til er erfitt að svara
slíkum spurningum,“ segir Herdís.
Valitor var stofnað 1983 og er al-
þjóðlegt greiðslulausnafyrirtæki.
Macquarie Capital, Logos og Mörk-
in voru Arion banka til ráðgjafar við
söluna og Gornitzky, PwC, Jakob
Ásmundsson og BBA/Fjeldco voru
Rapyd til ráðgjafar við kaupin á Val-
itor, að því er sagði í tilkynningu.
Kaup Rapyd á Valitor
muni styrkja félagið
- Forstjóri Valitors segir nýja eigendur sjá tækifæri hér
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forstjóri Valitors Herdís Fjeldsted segir mikil tækifæri í fjártækni.