Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 24

Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ákvarðanir um kvóta á fiskiteg- undum vekja ávallt viðbrögð og sjaldnast er kvartað undan því að aflamarkið sé of hátt. Í viðtali 200 mílna í Morg- unblaðinu á fimmtudag við Guðmund Þórðarson, sviðsstjóra botn- sjávarsviðs Hafrannsókna- stofnunar, veitir hann svör við þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið, og skýrir margt. Ein ástæðan fyrir gagnrýn- inni er að stærð þorskstofns- ins var ofmetin og höfðu skapast væntingar um að leyfðar yrðu meiri veiðar en raunin varð. Fyrir þessu ofmati voru ýmsar ástæður, sem meðal annars má rekja til aðferða og varð þessi skekkja víðar en hér við land. Eitt af því sem gagnrýn- endur hafa bent á er að þrátt fyrir að ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar hafi verið fylgt gefi þorskstofninn ekki meira af sér en þegar kvóta- kerfinu var komið á 1984 og er Guðmundur spurður hvort eitthvað sé hæft í þeirri gagn- rýni. „Það er rétt að afli er nú mun lægri en þegar veiðar voru óheftar, það hins vegar þarf að halda því til haga að ekki er dregið verulega úr þorskafla fyrr en aflareglan kemur fram um miðjan tíunda áratuginn,“ svarar Guðmund- ur. „Ef litið er á stofnþróun frá lokum sjötta áratugarins til þess tíunda sést að viðmið- unarstofninn fór úr um 1.800 þúsund tonnum í um 600 þús- und tonn. Veiðar á þessum tíma voru því langt umfram af- rakstursgetu stofnsins. Það sem hins vegar flækir málið er að fram- an af komu göng- ur frá Grænlandi inn á Íslandsmið sem héldu uppi afla hér við land. Þorskstofninn við Grænland hrundi á áttunda áratugnum og síðan hafa ekki komið stór- ar göngur þaðan inn í ís- lenska stofninn.“ Hann segir hins vegar að góðar horfur séu með stofn- inn og lítur björtum augum til áranna 2023 og 2024. Höfin geyma marga leynd- ardóma og þrátt fyrir viða- miklar rannsóknir munu vís- indin seint gefa fulla mynd af lífríki þeirra. Eftir því sem þekkingin eykst breytast að- ferðirnar og niðurstöðurnar verða nákvæmari. Í viðtalinu við Guðmund kemur skýrt fram að stöðug endurskoðun og endurmat fer fram á vett- vangi hafrannsókna, bæði hér á landi og á alþjóðlegum vett- vangi. Ekki skal dregið úr því að glöggt er sjómanns augað og þeir vita sínu nefi, sem oft hafa sótt miðin. Á hinn bóg- inn stendur sjávarútvegur styrkum fótum og er það ekki síst að þakka því kerfi, sem nú er við lýði. Vitaskuld á að ræða haf- rannsóknir og gagnrýni á full- an rétt á sér, en um leið má ekki gleyma því að betri að- ferðir eða traustari eru ekki til staðar. Ætlunin er að tryggja öflugan sjávarútveg til framtíðar og snar þáttur í að ná því marki er að fylgja leiðsögn vísindanna. Ætlunin er að tryggja öflugan sjáv- arútveg til framtíðar og snar þáttur í að ná því marki er að fylgja leiðsögn vís- indanna} Mælingar og aflamark Ástandið í Foss- vogsskóla hef- ur verið fyrir neð- an allar hellur um langt skeið. Í vik- unni kom fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um ástandið á skólanum og tekur það af allan vafa um að óboðlegt er að reka þar skólastarfsemi. Mikið hefur verið fjallað um að börnum hafi ekki verið vært í skólanum vegna myglu. Það er allt staðfest í skýrsl- unni og segir að skólinn þurfi allsherjaryfirhalningu því ekki dugi neinn bútasaumur til að koma honum í lag. Hætt er hins vegar við að mörgum ofbjóði það sem kem- ur fram í skýrslunni um að skólp leki úr lögnum við hlið eldhúss og matsal- ar barnanna í kjallara eins húss- ins. Ástand Foss- vogsskóla hefur verið óboðlegt lengi. Borgar- yfirvöld hafa hins vegar skotið sér undan því að axla ábyrgð á því og allt of hægt hefur geng- ið að bregðast við. Það sem gert hefur verið hefur lítið sem ekkert dugað. Formaður foreldrafélags Fossvogsskóla sendi skýrsluna til foreldra barna í skólanum undir heit- inu „Tjöldin falla í Fossvogs- skóla“. Segir hann samskipti foreldra við borgaryfirvöld ekki vekja vonir um að ein- hver axli ábyrgð á stöðunni. Tjöldin falla og sviðið stendur autt. Skólpið flæddi við hliðina á matsal barnanna} Tjöldin falla og sviðið er autt B orgarlína í forgangi. Miklabraut í stokk. Sundabraut áfram í ösku- stó. Þetta eru áherslumál flokk- anna sem skipa meirihlutann í borgarstjórn. Enda þótt valinkunnir sérfræðingar fylli Morgunblaðið með greinum um umferðarmál rituðum af skynsamlegu viti virðist sem trúar- sannfæring fulltrúa meirihlutaflokkanna hagg- ist ekki. Fram hafa komið markverðar upplýsingar um öll þessi framkvæmdamál sem ættu að leiða til stefnubreytingar og að samgöngusáttmáli ríkisins og sex sveitarfélaga verði endurskoð- aður. Í umferðarspá Mannvits og Cowi kemur fram að hlutur almenningssamgangna vex að- eins um rúmlega 1% á tímabilinu 2019-2034 þrátt fyrir uppbyggingu borgarlínu. Þetta seg- ir Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur jafngilda því að tilkoma borgarlínu muni leiða til þess að bílaumferð 2034 verði aðeins um 2% minni en ella. Þessar tölur liggi innan skekkjumarka í spánni. Tölur umferðarlíkansins eru sláandi í ljósi þeirra 50 milljarða króna sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að rík- issjóður leggi til borgarlínu og Keldnalandið að auki. Allt þetta fé og nýir skattar til að auka hlut almennings- samgangna um 1% og ná bílaumferð niður um 2%? Fyrir liggja tillögur hópsins Áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS) um létta útgáfu borgarlínu. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köfl- um þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Kostn- aður er metinn 20 milljarðar króna borið sam- an við áætlun um 100 milljarða króna kostnað við borgarlínu. Engar skýringar hafa komið fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tekur að sér að fjármagna úr ríkissjóði kosningamál vinstri flokka. Þá getur Viðreisn ekki vikið sér undan ábyrgð á stefnumörkun meiri hluta borgar- stjórnar í umferðarmálum. Engin rekstraráætlun liggur fyrir um borg- arlínu. Kannski þykir fylgismönnum verkefn- isins feimnismál að það verður fólkið sem situr pikkfast í teppunni sem borgarlínan leiðir af sér, þegar tvær akreinar hafa verið teknar undir hana, sem borgar rekstrarkostnaðinn með hugvitssamlegri skattlagningu. Miklubrautarstokkur á að kosta 21,8 millj- arða króna eftir því sem segir í fram- kvæmdaáætlun samgöngusáttmálans. Fyrir þá fjármuni fæst engin samgöngubót, aðeins öngþveiti og tafir á fram- kvæmdatíma. Sundabrautin verður lyftistöng fyrir allt landið. Hún greiðir leið milli höfuðborgarsvæðisins og Vestur- og Norðurlands, stóreykur umferðaröryggi, styttir leiðina á Kjalarnes, dregur úr álagi á Ártúnsbrekku og bætir þar með umferð austur fyrir fjall og kemur til góða íbúum í Grafarvogi og Grafarholti. Landsmenn eiga ekki að þurfa að bíða lengur eftir framkvæmdum við Sundabraut. olafurisl@althingi.is Ólafur Ísleifsson Pistill Allt pikkfast í umferðinni Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Í sland er í öðrum flokki banda- ríska utanríkisráðuneytisins yfir þau lönd sem taka hvað harðast á málum er tengjast mansali. Ísland uppfyllir þannig ekki skilyrði nægilega til að geta talist til fyrsta flokks ríkja þegar kemur að því að sporna við mansali. Raunar hafa Ís- lendingar verið annars flokks síðan árið 2016, þegar við féllum úr fyrsta flokki og niður í annan. Annars flokks ríki sýna viðleitni til þess að gera endurbætur á meðferð mansalsmála í gervöllu réttarvörslukerfinu, en láta ekki kné fylgja kviði með nægilegum krafti. Meðal ríkja í fyrsta flokki eru Bretland, Svíþjóð, Finnland, Frakk- land, Spánn, Eistland, Georgía og fleiri Evrópuríki. Bandaríkin sjálf, Kanada, Argentína og Síle teljast einnig til fyrsta flokks. Ísland skipar sér þannig sess með öðrum annars flokks ríkjum; Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Tyrk- landi, nær öllum Balkanskaganum, Egyptalandi, Sádi-Arabíu, Írak, Ind- landi, Bangladess og Mongólíu, svo eitthvað sé nefnt. Gott en ekki nóg Í 644 blaðsíðna skýrslu, sem Ant- hony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti í vikunni, er farið rækilega yfir hvernig bæta má réttarvörsluumhverfi um mansal hér á landi. Þótt í skýrslunni séu reifaðar alls kyns fjárveitingar dómsmálaráðu- neytisins síðustu ára til málaflokksins, er einnig að finna þar lýsingar á því hvernig gera má enn betur. Í skýrslunni segir meðal annars að á síðasta ári hafi hér verið fleiri yfirheyrðir vegna mansalsmála en áð- ur, fleiri voru sigtaðir út í markvissri leit að mögulegum þolendum mansals, hin ýmsu úrræði voru stofnsett og miðlægur gagnagrunnur um mansals- mál er nýttur. Hins vegar segir einnig að upp á vanti þegar kemur að hlutverki ákæruvalds. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir aðild að mansali í tíu ár. Í fyrra hófu yfirvöld 22 rannsóknir, átta sem tengdust kyn- lífsánauð, 10 sem tengdust vinnuman- sali og fjórar almenns eðlis, sem er fjölgun frá fimm rannsóknum árið 2019 og 15 rannsóknum árið áður. Þrátt fyrir þetta hefur enginn verið ákærður fyrir mansal í áratug, eins og fyrr segir. Í skýrslunni segir að of langar yfirheyrslur, léleg söfnun sönn- unargagna og of ströng skilyrði til ákæru um aðild að mansali hafi leitt ákæruvaldið til þess að ákæra frekar fyrir minniháttar glæpi, eins og smygl. Sérfræðingar, sem unnu að gerð skýrslunnar, segja að skorti á skýrri stefnu í málaflokknum og sam- vinnu þvert á stofnanir sé um að kenna. Hvað er til ráða? Meðal þess sem skýrsluhöf- undar segja að hægt sé að gera í til- felli í Íslands er: a) Stóraukin áhersla á að það náist að ákæra og sakfella þá sem grunaðir eru um mansal, b) Stór- auka vilja og getu lögreglunnar til að taka mansalsmál til rannsóknar og efnislegrar meðferðar, c) Reyna bet- ur að skilgreina þá sem verða fyrir mansali sem þolendur og koma þeim til hjálpar með viðeigandi úrræð- um, d) Skima fyrir mögulegum þolendum mansals meðal jaðar- settra hópa, s.s. hælisleitenda, farandverkamanna og fylgdar- lausra barna, og e) Stórauka þjálfun lögreglu, saksóknara og dómara um allar hliðar mansals, sérstaklega þegar kemur að skimunum fyrir mögulegum þol- endum þess. Gerum ekki nóg til að sporna við mansali Þeir, sem vinna hér á landi en eru með skráða búsetu erlend- is, eru í sérstaklega mikilli hættu á að verða fyrir vinnu- mansali, að því er segir í skýrsl- unni. Það er vegna þess að þeir sem stunda mansalið borga þeim gjarnan laun í heimalandi þeirra. Þetta gerir það að verk- um að hérlend skattayfirvöld og fulltrúar verkalýðsfélaga hafa minni yfirsýn yfir hvort verið sé að brjóta á kjörum og réttindum þessara þolenda mansals. Hins vegar hefur verkalýðshreyf- ingin, að því er segir í skýrsl- unni, tekið eftir mun minna af þess háttar farandverka- mönnum hér á landi vegna faraldursins. Slíkir farandverka- menn eru enda sagðir gjarnan vinna í ferðaþjónustu- og veitingageiranum. Verkafólk í meiri hættu VINNUÞRÆLKUN Á ÍSLANDI Anthony Blinken Morgunblaðið/Hari Mansal Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir mansal í áratug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.