Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 Mávabraut 1a, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 5 herbergja íbúð á 1. hæð í fjórbýli, ásamt bílskúr, á eftirsóttum stað í Keflavík. Skólar, íþróttamannvirki og þjónusta í göngufæri. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 41.900.000 Birt stærð eignar er 123,7 m2 auk bílskúrs 23,95 m2 H vernig blörrar maður heila sin- fóníu?“ spurði menningarviti í útvarpinu. „Nú bregst íslenskan mér,“ sagði annar; síðan kom útlent orð. Þetta er nýtt tilbrigði við „ef ég má sletta“. Sletturnar (stundum lagaðar að íslenskum beyg- ingum) flæða nú yfir, ekki síst í menningarþáttum af ýmsu tagi: kanall (rás), kans- ellera, sikk, sorrí, prósess, kasjúal, rípleisa, intensíf, dí- rekt, triggera, opsjón, pól- aríserandi. Enn er þó til fólk, sem tal- ar íslensku. Guðni Ágústs- son, fyrrverandi ráðherra, er einn slíkur. Hann var í vik- unni fararstjóri í ferð á Njáluslóðir og átti alla at- hygli þátttakenda. Hann er enn rammur sveitamaður í sér, laus við slettur og aðra tilgerð eða tepruskap í máli. Ráðherrann tengdi hegð- un Hallgerðar erfiðleikum hennar í æsku, enda hefur hann í bókinni Hallgerður (2014) komist að því að hún hafi verið misnotuð af Þjó- stólfi fóstra sínum. Sá sami þrjótur drap síðan Glúm, eina manninn sem hún elskaði. Og eftir að hún giftist Gunnari á Hlíð- arenda var hún lögð í einelti að Guðna sögn, fjarri ættingjum. Guðni hefur veitt þessari hötuðustu konu Íslandssögunnar uppreist æru; og í ferðinni á Njáluslóðir talaði hann um hana sem frumkvöðul og fyrirmynd kvenna, konuna sem lét ekki bugast. Hann bætti því við að konur hefðu stjórnað framvindu Njáls sögu og nefndi í því sambandi einnig Bergþóru og Hildigunni, ekkju Höskulds Hvítanessgoða. Það var reyndar hatrið sem knúði þær áfram og mótaði atburðarás sög- unnar. Guðni Ágústsson er hluti af Njálu. Hann þekkir allar persónur henn- ar og hefur rætt við sumar þeirra, m.a. Hallgerði þar sem hún sat á litlum hól í Laugarnesinu, en þar var hún grafin fyrir þúsund árum, vinalaus og heillum horfin. Í rútuferðinni blandaði Guðni einmitt saman nútíð og fortíð. Við gátum t.d. ekki vitað með vissu hvort bændurnir á Rangárvöllum, þeir Jón óði, Jón góði, Jón fróði og Jón sóði, væru per- sónur úr Njálu eða seinna til komnir. Þegar álitamál tengd Njáls sögu hafa komið upp, hefur Guðni gjarn- an verið kallaður til. Eitt sinn fundust í túnfætinum á Hlíðarenda tvær hauskúpur, önnur stór, hin lítil. Guðni var spurður álits um þennan fund. Guðni: „Ekki nokkur vafi; þetta er hauskúpa Gunnars á Hlíðarenda.“ „En hvað um litlu kúpuna?“ var þá spurt. „Nú, hún er unglingurinn Gunnar,“ svaraði Guðni. Þegar svo umræðan fór að snúast um hver hefði skrifað þessa frægu sögu voru auðvitað nefndir bæði Snorri og Sturla. – Í rútunni var af- dankaður prófessor sem hefur alla ævi verið að leita að höfundi Njálu því að sannarlega langaði hann alltaf til að verða „nafn í fræðunum“. Þennan dag rann loks upp fyrir honum ljós. Hann kvað: Eftir ógnarlanga leit á lærdómssviði hálu ég fundið hef, það Herrann veit, höfundinn að Njálu. „Það var ekki Snorri og ekki Sturla,“ sagði proffinn fyrrverandi, „það er Guðni Ágústsson.“ Guðni og Hallgerður Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Guðni Ágústsson á leið á Njáluslóðir. S tjórnarflokkarnir sigla inn í kosningabar- áttuna í meðvindi eftir ákvörðun fyrir viku um að afnema takmarkanir vegna farald- ursins. Öllum er að vísu ljóst að ekki er hægt að útiloka bakslag meðan veiran er í fullum gangi í öðrum löndum en sá árangur sem hér hef- ur náðst fer ekki fram hjá neinum. Stjórnarflokk- arnir njóta góðs af því. Stjórnarandstaðan hefur aldrei náð fótfestu í umræðum um viðbrögð við faraldrinum og til- raunir hennar til þess ekki verið upp á marga fiska. Þá berast fréttir um það úr VG að þar sé nú vaxandi áhugi á því að halda samstarfi núverandi stjórnarflokka áfram. Lykillinn að því er hið góða samstarf sem hefur tekizt á milli Katrínar Jak- obsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Stutt er síð- an Sigurður Ingi fjallaði mjög jákvætt um stjórn- arsamstarfið á fundi í flokki sínum en fyrir tæpu ári bárust fréttir af því að hann væri far- inn að horfa til vinstri. Enn er hins vegar ekki komið í ljós hver verða helztu mál kosningabarátt- unnar. Mörgum finnst að það eigi að verða heilbrigðismálin. Hafi menn ekki áttað sig á því áður er það alveg ljóst nú að heilbrigðiskerfið er kjarninn í velferð- arkerfi okkar og umræður um það hljóta að taka mið af því. Það stóðst þessa áraun með glæsibrag. Eldri kynslóðir eru eðlilega þeir þjóðfélagshópar sem mest þurfa að leita til þess og þá blandast ýmiss konar félagsleg þjónusta inn í það. Að und- anförnu hefur staða hjúkrunarheimila verið mjög til umræðu og þau greinilega fjársvelt. Enginn tel- ur sig bera ábyrgð á því. Það hefur lengi verið kennisetning, sem allir flokkar hafa tekið undir að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að gamla fólkið búi sem lengst heima hjá sér. En þegar kemur að því að tryggja þá þjónustu sem gerir það mögulegt kemur babb í bátinn. Sennilega er þetta skýringin á því hjá hinni öldnu sveit að þar er hreyfing fyrir því að bjóða fram til þings í haust. Það skortir ekkert á fögur fyrirheit en það er minna um efndir. Sú staða hefur svo lengi verið lítið breytt að það er komin upp reiði hjá gamla fólkinu. Hver er þessi hópur? Þetta er kynslóð kalda stríðsins, sem stóð í þeirri baráttu daglega í fjóra áratugi. Hún er hert í þeim átökum. Unga kyn- slóðin sem nú stjórnar landinu ætti að varast að umgangast þetta fólk af gáleysi. Ef svo skyldi fara að núverandi stjórnarflokkar haldi velli og vilji halda áfram getum við hins veg- ar verið á leið inn í stöðugleika í pólitíkinni sem líkist Viðreisnarárunum. Það er að mörgu leyti æskilegt að ná hér slíkum pólitískum stöðugleika næstu árin. Mörg mál eru óafgreidd frá hruni. Þeim hefur einfaldlega verið ýtt til hliðar. Þess vegna væri jákvætt ef aðstæður sköpuðust til endanlegs uppgjörs. Öðrum stórum málum hefur verið stungið ofan í skúffu vegna þess að að flokkarnir hafa ekki haft bolmagn til þess að höggva á hnútinn. Þau stærstu þeirra varða fiskveiðistjórnun. Það verður aldrei sátt í þessu samfélagi að óbreyttu í þeim efnum. Í raun og veru má segja að pólitíkin hafi aldrei náð áttum frá því allt fór úr böndum síðustu árin fyrir hrun, þegar stjórnmálamennirnir misstu tök- in í hendur manna, sem enginn hafði kjörið til þess að fara með landsstjórnina. Auðvitað væri æskilegt að þau mál öll kæmu til umræðu í kosn- ingabaráttunni enda nægilega langur tími liðinn til þess að hægt sé að ræða þau opið. Við hvað er átt? Síðustu árin fyrir hrun voru völdin komin í raun í hendur fjármálamanna, sem voru svo fljótir að missa þau út úr höndunum á sér. Eftir hrun mátti fljótt sjá að stjórnmálamenn- irnir voru orðnir hræddir við öfluga hags- munahópa og mikilvægt að Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri vakti athygli á því, þótt hann notaði önnur orð um. Það má því velta því fyrir sér hvort komin sé upp svipuð staða og fyrir hrun og að verkefnið nú sé að grípa í taumana nógu snemma. Kjósendur eiga heimtingu á að frambjóðendur í kosningunum í haust ræði þessi mál og gefi skýr svör um af sinni hálfu. Spurningar eins þessar hafa áður vaknað hjá þeim sem áhuga hafa á okkar samfélagsmálum en þá var staðan skýrari og ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Nú er öldin önnur. Okkar litla lýðræðisríki stendur á margan hátt á veikum grunni. Þeim sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands hefur áreiðanlega ekki dottið í hug að til þess gæti komið að umræður sem þessar færu fram um Alþingi. En þær þurfa að fara fram. Situr hnípin og hrædd hjörð kjörinna fulltrúa á Alþingi? Eru þeir um þessar mundir að velta því fyrir sér hvort þessi eða hinn hagsmunaaðilinn muni snúast gegn þeim persónulega í kosningunum í haust? Ein aðferð til þess að sprengja svona hagsmuna- bandalög í loft upp er að ræða þessi mál opið og af hreinskilni. Á þann veg er líklegast að þingmenn fái þann opinbera stuðning fólksins í landinu sem dugar til þess að hnekkja með afgerandi hætti þessari atlögu að lýðræðinu. Og það þarf að gerast núna bæði innan flokka og utan. Stjórnarflokkarnir í meðvindi Situr á Alþingi hnípin og hrædd hjörð? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Mér varð hugsað til þess, þegar ég las nýlega óvandaða rit- gerð þeirra Ragnheiðar Kristjáns- dóttur og Pontusar Järvstads um andfasisma á Íslandi í enskri bók, að brýnt var fyrir mér í heimspekinámi endur fyrir löngu að nota orð ná- kvæmlega. Fasismi er eitt þeirra orða, sem nú er aðallega merking- arsnautt skammaryrði, en ætti að hafa um sögulegt fyrirbæri (sem kann auðvitað að eiga sér einhverjar nútímahliðstæður). Sjálfum finnst mér skilgreining bandaríska sagnfræðingsins Stanl- eys Paynes á fasisma skýrust. Hann einkennist af þrennu, segir Payne: andstöðu við frjálslyndisstefnu, íhaldsstefnu og kommúnisma; til- raun til að taka stjórn á öllum svið- um þjóðlífsins og beina kröftum að ágengri utanríkisstefnu; róm- antískri dýrkun á ofbeldi, karl- mennsku, æskufjöri og umfram allt öflugum leiðtogum, sem virkjað gætu fjöldann til samvirkrar fram- ningar. Samkvæmt því voru Mússól- íni og Hitler fasistar, þótt nasismi Hitlers hefði að auki ýmis þýsk sér- kenni (svo sem stækt gyðingahatur). En langsóttara er að kalla Salazar í Portúgal, Franco á Spáni og Horthy í Ungverjalandi fasista, þótt vissu- lega styddust þeir allir við fasískar hreyfingar. Þeir voru frekar aft- urhaldsmenn, en fasismi er í eðli sínu umrótsstefna. Payne bendir á, að fasismi á ým- islegt sameiginlegt með komm- únisma, þótt hann sé myndaður í andstöðu við hann. Það er greinilegt ættarmót með þessum tveimur al- ræðisstefnum, enda hafði Mússólíni verið hefðbundinn sósíalisti, áður en hann hafnaði alþjóðahyggju og varð þjóðernissinni. Hið sama er að segja um fasistaleiðtogana Mosley í Bret- landi, Doriot í Frakklandi og Flyg í Svíþjóð. Hitler kallaði sig beinlínis sósíalista, þjóðernissósíalista. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað er fasismi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.