Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
B
ent Larsen var bjartsýnis-
maður og hann hafði fulla
ástæðu til að vera bjart-
sýnn fyrir við upphaf ein-
vígisins gegn Bobby Fischer í áskor-
endakeppninni í júlí 1971. Hann
hafði unnið sannfærandi sigur yfir
Uhlmann í fyrstu umferð og árang-
ur hans í einvígjum var almennt séð
góður; sigur yfir Portisch 1968 og
stórsigrar gegn Tal og Kavalek 1969
og 1970. Hann var sigursælasti
mótaskákmaður heims og hafði unn-
ið innbyrðis viðureign við Fischer á
millisvæðamótinu í Palma 1970.
Hann mætti til Denver ásamt Lizzie
konu sinni. Sem fyrr stólaði Fischer
á Ed Edmondson. Ég veit ekki
hvaða skýringar Larsen gaf á hrak-
förum Taimanovs en varla hefur
honum vafist tunga um tönn. En
sagan endurtók sig; Fischer vann
aftur 6:0.
Öll viðtöl við Larsen eftir einvígið
snerust um þau áhrif sem hann taldi
að hitabylgjan mikla sem gekk yfir
Denver hefði haft á taflmennsku
sína. Nú er það svo að loftkæling á
vettvangi, hvort heldur á keppnis-
stað eða hóteli, var með besta móti
og fyrstu tvær skákirnar voru góðar
baráttuskákir. Mér finnst eiginlega
blasa við að Larsen hafi brotnað nið-
ur þegar hann áttaði sig á því hvert
stefndi. Bjartsýnin vék fyrir doða og
drunga. Eftir fjórðu skákina fékk
hann að læknisráði nokkurra daga
frí. Um það leyti birti Berlingske
tidende viðtal við kappann undir fyr-
irsögninni: „Jeg vil hjem.“
Fyrsta skákin var hápunktur ein-
vígisins. „Vélarnar“ leiða ýmislegt í
ljós sem áður var hulið: „afleikirnir“
voru ekki afleikir en ónákvæmir
kóngsleikir Larsens réðu mestu um
það hvernig fór:
Denver 1971; 1. einvígisskák:
Bobby Fischer – Bent Larsen
Frönsk vörn
1. e4 e6
Misheppnað leynivopn. Franska
vörnin hafði aldrei áður komið fyrir í
skákum Larsens.
2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5.
a3 Bxc3 6. bxc3 c5 7. a4 Rbc6 8. Rf3
Bd7 9. Bd3 Dc7 10. 0-0 c4 11. Be2 f6
12. He1!
Fischer hafði áður leikið 12. Ba3.
12. … Rg6 13. Ba3 fxe5 14. dxe5
Rcxe5 15. Rxe5 Rxe5 16. Dd4 Rg6
17. Bh5 Kf7 18. f4 Hhe8 19. f5 exf5
20. Dxd5+ Kf6
Þessi staða kallaði fram miklar
vangaveltur skákskýrenda. Niður-
staða „vélanna“ er sú að 21. Bd6! sé
best og vinnur þvingað. En Fischer
lék …
21. Bf3 Re5! 22. Dd4 Kg6 23.
Hxe5!
Býður upp á ævintýralegar svipt-
ingar.
23. … Dxe5 24. Dxd7 Had8 25.
Dxb7 De3+ 26. Kf1 Hd2 27. Dc6+
He6 28. Bc5!
Hindrar mátið en Larsen hafði
séð þetta fyrir …
28. … Hf2+ 29. Kg1 Hxg2+! 30.
Kxg2 Dd2+ 31. Kh1 Hxc6 32. Bxc6
Dxc3
Drottningin berst við hrók og tvo
biskupa. Margir töldu þennan leik
ónákvæman.
33. Hg1+ Kf6?
Það er hvergi skjól! Best var 33.
… Kh5 34. Bxa7 g5! og staðan er í
jafnvægi.
34. Bxa7 f4 35. Bb6 Dxc2 36. a5
Db2 37. Bd8+
36. leikur Fischers var ónákvæm-
ur og hér gat Larsen haldið jafn-
vægi með réttum kóngsleik, 37. …
Kf5!, t.d. 38. a6 Dd4! sem stöðvar a-
peðið.
37. … Ke6 38. a6 Da3 39. Bb7
Dc5 40. Hb1 c3 41. Bb6
– og Larsen gafst upp.
„Kraftaverk hefur gerst“ var
fyrirsögn „Sovetsky sport“. Fischer
var nú búinn að vinna 19 kappskákir
í röð. Í vissum skilningi var hann nú
kominn upp á geigvæna brún. Þátt-
taka hans í skákviðburðum hafði
stundum hangið á bláþræði en
hvern gat órað fyrir að ferli hans
lyki ári síðar? Lokaeinvígi hans við
Tigran Petrosjan var valinn staður í
Buenos Aires í Argentínu.
Fischer gegn
Larsen, Denver
Colorado, júlí 1971
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/USCF
Kaflaskil Fischer og Larsen við
taflið í Denver.
Ásta Kristín Árnadóttir fædd-
ist árið 1883 í Ytri-Njarðvík,
dóttir hjónanna Sigríðar Magn-
úsdóttur og Árna Pálssonar
barnakennara. Þegar faðir henn-
ar lést fyrir aldur fram varð hún
að finna vinnu. Hefðbundin
kvennastörf gáfu lítt í aðra hönd,
svo Ásta ákvað að reyna að kom-
ast á samning í húsamálun. Held-
ur gekk það illa þar til hún kom
til hins danska Nikolaj Berthel-
sen, sem ákvað að gefa henni
tækifæri. Næstu árin vann Ásta
með Nikolaj, en svo f’ór hún til
Kaupmannahafnar til náms.
Skóli danska Tæknifélagsins
neitaði konum alfarið um inn-
göngu en Ásta fékk leiðsögn hjá
málurum og sótti tíma við Kon-
unglega listaskólann. Árið 1907
lauk hún sveinsprófi í húsa-
málun, fyrst kvenna í Danmörku,
og þá fór hún til Hamborgar.
Hún lauk meistaranámi í mál-
araiðn árið 1910, fyrst allra Ís-
lendinga, og einnig fyrsta konan í
Þýskalandi með þessa nafnbót.
Afrekið vakti mikla athygli en
þrátt fyrir það gat Ásta ekki
stofnað fyrirtæki í Þýskalandi,
bæði vegna þess að hún var kona
og erlend í þokkabót. Eftir stutt
stopp í Danmörku fór hún til Ís-
lands þar sem hún varð vinsæll
málari í Reykjavík.
Ásta fluttist til Bandaríkjanna
1920 og giftist Jakob Thoni og
þau áttu tvö börn. Eftir að hann
lést átti hún tvö börn með seinni
manni sínum, Jóhanni Norman.
Ásta lést 4. febrúar 1955.
Merkir Íslendingar
Ásta málari
Ástin er svo dýr-
mæt og þakkarverð
gjöf. En vissulega
vandmeðfarin. Hvað
veist þú annars betra
en vera umvafin ást,
umvefjandi kærleika,
umhyggju og hlýju.
Jafnvel að fá að hvíla
í örmum þess sem þú
elskar. Í örmum þess
sem þig elskar. Þú
finnur þá fljótt hvað kærleikurinn
og ástin eru stór, sterk og und-
ursamleg öfl. Þú finnur að þú ert
hluti af einhverju. Einhverju
meira og dýpra en þú ert sjálf eða
sjálfur. Það er bæði ljúft en getur
líka verið sárt á stundum en svo
óendanlega þakkarvert þegar allt
kemur til alls. Þú ert gefandi og
þú ert þiggjandi. Þú ert í hlut-
verki sem þú kannt ekki og ræður
ekki endilega mjög vel við en skalt
samt endilega takast á við og láta
eftir þér að njóta af ástríðu.
Viðkvæm og vandmeðfarin
Ástin er nefnilega ekki umbúðir
eða útlit. Og alls ekki eingöngu
bara einhver girnd eða losti. Held-
ur bál sem kviknar. Því báli þarf
stöðugt að halda við og leggja í
það mikla, þroskandi og heilbrigða
vinnu svo glóðin kulni ekki og
slokkni.
Ástinni má mögulega einnig
líkja við ákveðinn galdur. Galdur
sem við skiljum ekki en getum
upplifað, meðtekið og þegið. Hvílt
í, notið og gefið.
Ástin er nefnilega allt í senn svo
viðkvæm og vand-
meðfarin, brothætt og
sár. En jafnframt svo
vermandi og falleg.
Ljúf og sönn, djúp,
gefandi og varanleg.
Ástin er skjól, vígi
og skjöldur. Hún um-
ber, er þolinmóð,
styður, uppörvar og
hvetur.
Sönn ást tekur
samtalið, setur sig í
spor, tekur tillit og
breiðir yfir lesti og bresti. Hún er
gegnheil og svíkur ekki. Hún gefst
ekki upp og yfirgefur ekki. Því
sönn ást fellur aldrei úr gildi.
Hamingja ástarinnar er nefnilega
líklega þegar allt kemur til alls
fólgin í því að vera saman, standa
saman og njóta uppskerunnar
saman.
Til hamingju með ástina. Stofn-
um til hennar, ef við á annað borð
finnum okkur í því. Ræktum hana
svo vel. Hlúum að henni, vökvum
og virðum svo hún virki eins og til
var sáð sem best og lengst.
Með vonarríkri sumar-, kær-
leiks- og friðarkveðju.
- Lifi lífið!
Ástin er svo dýrmæt
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
»Hamingja ástarinnar
er líklega þegar allt
kemur til alls fólgin í því
að vera saman, standa
saman og njóta upp-
skerunnar saman.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is
Atvinna