Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.07.2021, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 ✝ Stefanía Guð- rún Andrés- dóttir fæddist 13. febrúar 1930 á Drangsnesi í Strandasýslu. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands í Hólma- vík 19. júní 2021. Foreldrar hennar voru: Andrés Guð- björn Magnússon, f. 8.9. 1906, d. 12.12. 1979, og Guðmundína Arndís Guð- mundsdóttir, f. 20.9. 1911, d. 28.9. 1976. Systkinin voru 15. Látin eru Anna Guðmunda, Hulda, Haraldur Vignir, Frið- rik og Marel. Eftirlifandi eru: Magnús, Anna Guðmunda, Guðrún, Ingólfur, Herdís Ól- ína, Efemía Guðbjörg, Bjarni, Ríkey og Hrefna. Eftirlifandi maki Stefaníu er Jón Loftsson, f. 17.12. 1927. Þau gengu í hjónaband 31.12. 1954. Börn Stefaníu og Jóns eru: 1) Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir. Börn þeirra eru: a) Harpa Hlín, dóttir hennar er: Diljá Hörn. b) Guðmundína Arndís, maki hennar er Hlynur Gunn- arsson, börn þeirra eru: Arn- dís Írena og Haraldur Örn. c) Árný Huld, maki hennar er Baldvin Smárason, börn þeirra eru: Hrafnhildur Sara, Hafrún Magnea og Smári Hlíðar. d) Jón Örn, maki hans er Magnea Dröfn Hlynsdóttir, sonur þeirra er: Haraldur Orri. Stefanía ólst upp á Drangsnesi en fluttist til Hólmavíkur er hún og Jón hófu búskap. Hún sótti barna- skóla á Drangsnesi en fór í Húsmæðraskólann á Löngu- mýri 1947. Þau bjuggu allan sinn búskap á Hólmavík. Hún var heimavinnandi fyrstu bú- skaparárin en vann svo í fisk- vinnslu og rækjuvinnslu á Hólmavík. Einnig vann hún mörg haust í sláturhúsi Kaup- félags Steingrímsfjarðar. Um tíma var hún í stjórn Verka- lýðsfélagsins á staðnum. Útför fer fram frá Hólma- víkurkirkju í dag, 3. júlí 2021, kl. 14. Streymt verður frá út- förinni á Facebook-síðu Hrannar Jónsdóttur. Hrönn, f. 5.11. 1952, maki Hall- dór Sigurjónsson. Börn þeirra eru: a) Stefanía Guðrún, maki hennar er Snorri Árnason, börn þeirra eru: Hall- dór Þór, Árni og Katrín Aagot. b) Halldór Hrannar, maki hans er Inga Rósa Sigurðardóttir, börn þeirra eru: Sunneva Hrönn, Sigurður Ingi og Hafdís Rut. c) Svandís Helga, maki hennar er Oliver Claxton, börn þeirra eru: Hrönn, Dagur og Birkir. 2) Andrés Guðbjörn, f. 4.1. 1956, maki hans er Ester Kristinsdóttir. Börn þeirra eru: a) Íris Hrönn, maki Teit- ur Þór Ingvarsson, börn þeirra eru: Andrea Tinna og Embla Hrönn. b) Andri Þór. 3) Haraldur Vignir Andr- ésson, f. 12.3. 1961, maki Amma fæddist á Drangsnesi 13. febrúar 1930. Hún sagði mér að það hefði staðið tæpt þegar hún fæddist, ljósmóðirin sem hét Katrín hefði skírt hana skemmri skírn þar sem óttast var að hún myndi ekki hafa þetta af. Katrín og Guðmundína, móðir ömmu, skírðu hana eftir Guðrúnu Stef- ánsdóttur, móðurömmu Guð- mundínu. Nafnið var víst fundið í flýti. Þegar ég var skírð hélt amma mér undir skírn og áður en hún fór í kirkjuna sagði hún við afa að það yrði nú verra ef hún myndi ekki nafnið á barninu og segði sitt eigið nafn. Afi andvarpaði því óg- urlega þegar amma sagði „Stef- anía Guðrún“ þegar presturinn spurði hvað barnið ætti að heita. Amma var nefnilega mikill húm- oristi og við hlógum saman að allskonar útúrsnúningum og sög- um. Þegar við svo hættum að hlæja horfðumst við stundum í augu og þá sagði hún „horfast í augu grámyglur tvær“. Amma las mikið og við ræddum oft bækur og greinar, svo lásum við alltaf Strandapóstinn saman. Hún mundi allt og gat sagt manni ýms- ar sögur, bæði frá því áður og af líðandi stundu. Ég hafði líka gaman af því að heyra hvernig ævi hennar hafði verið. Hún ólst upp á Drangsnesi og gekk svo í Húsmæðraskólann á Löngumýri. Þær voru fjórar stúlkur sem fóru frá Drangsnesi með strandferðaskipi í september 1947 til Sauðárkróks og svo var farið með bíl fram á Löngumýri. Hún hafði tekið sjálf ákvörðun um að fara í húsmæðraskólann, en hún hafði heyrt að þetta væri góður skóli. Hún hafði áhuga á matseld og heimilishaldi. Á Löngumýri voru 34 stúlkur í skól- anum og var þeim skipt í 3 flokka sem skiptust á að fara í sauma, vefnað og eldhús. Í eldhúshópn- um fylgdi maturinn, baksturinn og þvottarnir. Þær fóru með þvottana upp að Varmahlíð og þvoðu þar í heitri laug inni í smá kofa en ráðsmaður keyrði þvott- inn í kerru með hesta á undan. Eitthvað var brasað í eldhúsinu og skipst á uppskriftum. Þegar amma kom til baka til Drangsness kynntist hún afa, hann hafði tekið Gullfoss frá Hólmavík á Drangsnes og þau hittust. Hún kom svo til Hólma- víkur til að passa börn hjá frænku sinni og þá byrjuðu þau saman. Amma var fyrirmyndarhúsmóðir alla tíð, með þrjár fullar frysti- kistur og margar sortir í hverjum kaffitíma. Ég var mikið hjá ömmu og afa, bæði sem krakki og unglingur og líka eftir að ég varð fullorðin og komin með mín eigin börn. Við fjölskyldan vorum oft á Hólma- vík, sátum í eldhúsinu hjá ömmu að borða kökur og spjalla, hún tók líka þátt í stóru viðburðunum í lífi okkar, var vottur þegar við Snorri giftum okkur. Á afmælisdögum bakaði hún pönnukökur. Ég gerði líka tilraunir til að læra af henni listina að baka kökur, brúnkökur, tertur, vatnsdeigsbollur og klein- ur. Hún prjónaði líka fallegustu peysurnar og gaf krökkunum. Ég er heppin að hafa fengið að eiga hana ömmu svona stóran hluta af minni ævi og að hafa fengið að eiga vinkonu eins og hana. Ég er þakklát fyrir allan tímann sem við fengum, fyrir allt spjallið, fyrir að við skildum alltaf hvor aðra. Minningin um ömmu lifir áfram. Elsku amma, hvíl í friði. Stefanía Guðrún Halldórsdóttir. Stefanía systir okkar er látin eftir skammvinn veikindi. Hún var elst okkar og má segja að eftir andlát móður okkar árið 1978 höf- um við systkinin litið á Stebbu sem móður okkar. Alltaf þegar við heyrðumst spurðum við fyrst: „Hefurðu heyrt í Stebbu?“ Hún var alla tíð til staðar fyrir okkur öll. Stebba var ákveðin og skoð- anaföst og gat látið í sér heyra ef því var að skipta, eins og fleiri í fjölskyldunni, en var með hlýtt og gott hjarta. Hún stóð vaktina í eldhúsinu og þar var ætíð veislu- borð opið öllum, sem leið áttu um og þeir voru margir. Það verður skrýtið að koma á Strandirnar þegar Stebba systir tekur ekki lengur á móti okkur með opinn faðminn. Að leiðarlokum þökkum við langa og góða samfylgd og biðjum guð að blessa minningu Stebbu systur. Við vottum Jóni og börn- unum okkar dýpstu samúð. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fyrir hönd systkinanna frá Háafelli, Bjarni Andrésson. Stefanía Guðrún Andrésdóttir mágkona mín er látin á nítugasta og öðru aldursári. Hún var búin að dvelja á Sjúkrahúsinu á Hólmavík í rúma tvo mánuði er hún lést. Margs er að minnast þegar maður hugsar aftur í tím- ann. Fjölskyldur okkar hafa átt samleið í 70 ár. Ég man eftir því þá þrettán ára gamall þegar ég spurði Jón bróður minn hvað hann væri að gera úti á Drangs- nesi, ég er að heimsækja stúlku þar, sagði hann. Árin liðu og okk- ar samvinna var alltaf að aukast, meðal annars rákum við saman fjárbú, verslun og umboð fyrir Olís. Þessi samvinna okkar varði í tuttugu ár. Stefanía var dugleg kona, starfaði í sláturhúsinu á haustin og í frystihúsinu við rækjuvinnslu og fiskverkun. Fjölskyldur okkar áttu heima í sama húsi, sem er nú Hafnar- braut 37 og það var oft gest- kvæmt hjá Jóni og Stefaníu, allt- af veislumatur og veislukaffi á borðum. Árið 1966 fluttu þau af Hafnarbraut 37 og á Hafnar- braut 35 og þar hefur verið þeirra heimili síðan. Dugnaður hennar Stefaníu við að baka og elda mat hefur verið einstakur. Hún hefur í mörg ár eldað fyrir smala á Innra-Ósi á haustin, þá oftast tíu til fimmtán manns, og síðast í fyrrahaust. Ég minnist þess þeg- ar við bræður vorum að heyja fyrir bústofninum okkar hvað konurnar okkar voru duglegar, við sóttum heyskap upp í Steina- dal, inn að Hólum og upp í Þið- riksvalladal og á fleiri staði. Við Valdís mín og okkar fjölskyldur þökkum Stefaníu samfylgdina, og vottum Jóni bróður, Hrönn og fjölskyldu, Andrési og fjölskyldu og Haraldi og fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur. Karl E. Loftsson. Í dag kveðjum við frábæra og góða konu, Stebbu hans Nonna frænda. Ég var svo heppin að fá að alast upp í mikilli nálægð við Stebbu og Nonna. Stebba er mág- kona pabba. Þau bjuggu í næsta húsi við okkur, það var margt sem þessar tvær fjölskyldur gerðu og störfuðu við í sameiningu. Þau áttu fjárbú, ráku verslun og svo var fjölskyldan mikið saman. Ef það var ekki góður matur heima hjá okkur gat ég athugað hvað var í matinn hjá Stebbu. Ef það var betra þar þá borðaði ég þar. Stebba var snillingur í að baka alls konar bakkelsi og dags dag- lega alla tíð voru nokkrar sortir á borðum hjá henni, kleinur, lag- kaka og brúnkaka, jólakaka og vínarbrauð. Ég tala nú ekki um þegar tilefni var til að halda veislu, þá voru borðin hlaðin af öllum heimsins bestu kökum. Þegar ég keypti mér uppskrifta- bók sem ung kona, fór ég fyrst til Stebbu til að fá hennar bestu upp- skriftir til að skrifa í bókina. Stebba var hörkustarfskraftur í vinnu. Hún starfaði mörg ár í frystihúsinu og sláturhúsinu og oft vann hún þar karlmannsstörf. Ég vann við hlið hennar í frysti- húsinu nokkur sumur. Hún var alltaf hvetjandi og til í að aðstoða ef þörf var á. Stebba las mikið, það var gott að spyrja hana hvaða bækur væru skemmtilegar, hún fékk alltaf margar bækur í jóla- gjöf, þá man ég sérstaklega eftir öllum Sögusafn heimilanna bók- unum sem hún átti. Stebba var líka mikil prjónakona og einnig hafði hún mikinn áhuga á ætt- fræði, að finna út hverra manna fólk var sem hún hitti eða heyrði um. Hún hafði líka mjög ákveðnar skoðanir á ýmsum málefnum og lét það í ljós þegar maður spjall- aði við hana. Ég fór ekki til Hólmavíkur án þess að heim- sækja Stebbu til að spjalla og smakka heimabakað bakkelsi og svo hringdi ég alltaf í hana á af- mælisdaginn hennar og þá spurði hún um mína hagi. Hún var áhugasöm um hvernig gengi hjá mér og mínum, eins og öllum sem tengdust henni nánum böndum. Alveg til hins síðasta fylgdist hún vel með öllu og öllum í hennar umhverfi. Þegar ég heimsótti hana stuttu áður en hún kvaddi, þá mundi hún, 92 ára konan, það sem ég gat ómögulega munað. Það er dýrmætt fyrir mig að eiga allar þessar góðu minningar um Stebbu og það sem hún gaf mér af visku og verkviti. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Nonni frændi, Hrönn, Andrés, Haddi og fjölskyldur, ég og Gunnar, Smári og Grímur vottum ykkur innilega samúð. Blessuð sé minning yndislegrar kraftakonu sem Stebba var. Minningin lifir sem ljós í hjarta okkar. Ragna Þóra Karlsdóttir. Stefanía Guðrún Andrésdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG G. KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bolungarvík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 5. júlí klukkan 11. Athöfninni verður streymt á www.streyma.is/utfor. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Rannveig Stefánsdóttir Ögmundur Gunnarsson Tryggvi Stefánsson Sirrý Halla Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBIL HÓLM AGNARSDÓTTIR, Víðimýri 4, Sauðárkróki, lést föstudaginn 25. júní á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 5. júlí klukkan 14. Jarðsett verður í Hólakirkjugarði. Sérstakar þakkir færum við fjölskyldan starfsfólki á skurðlækningadeild FSA fyrir góða umönnun. Hlekkur á streymi er: Útför – Marsibil Hólm Agnarsdóttir – You Tube. Helga Sigríður Árnadóttir Þórður Grétar Andrésson Agnar Ástmar Geirfinnsson Hafdís Alda Njálsdóttir Ástvaldur Jóhannesson Stefanía Guðrún Guðjónsd. Bjarni Friðrik Jóhannesson Bjarney Sigríður Snævarsd. Sigfús Jóhannesson Guðleif Sigrún Jóhannesd. Sturla Eiðsson Ásta Agnes Jóhannesdóttir Páll Gíslason Una Herdís Jóhannesdóttir Björn Guðsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN VALGARÐUR DANÍELSSON, Hábæ 40, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 30. júní. Jarðarför fer fram frá Árbæjar- kirkju föstudaginn 9. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Guðbjörg Ágústsdóttir Ágúst Erling Gíslason Rósalind María Gunnarsdóttir Daníel Gunnars Jónsson Guðrún Stefánsdóttir Svavar Jónsson Erna Kristín Valdimarsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, MARGRÉT INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Víðigrund 6, Sauðárkróki, lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 23. júní. Útförin verður frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 6. júlí klukkan 14 og jarðsett í Reykjakirkjugarði. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Sauðárkrókskirkju. Sólborg Jóhanna Þórarinsd. Hávarður Sigurjónsson Hörður Þórarinsson Hafdís Halldóra Steinarsdóttir Hrefna Þórarinsdóttir Þorsteinn Kárason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN BJARNADÓTTIR húsmóðir, lést sunnudaginn 13. júní á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Útför fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. júlí klukkan 13. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun. Sigríður Hermannsdóttir Árni Róbertsson Guðmundur Hermannsson Guðrún Bjarnþórsdóttir Sváfnir Hermannsson Katrín Jónsdóttir Jón Ágúst Hermannsson Birna Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.