Morgunblaðið - 03.07.2021, Síða 36
✝
Gísli Sumar-
liðason fæddist
á Bjargi í Borg-
arnesi 15. maí
1939. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 21. júní 2021.
Foreldrar Gísla
voru Guðríður
Halldórsdóttir frá
Kjalvararstöðum, f.
12.12. 1899, d. 24.2.
1990, og Sumarliði
Sigmundsson frá Gróf í Reyk-
holtsdal, f. 26.10. 1904, d. 9.7.
1982.
Bræður Gísla: Aðalsteinn
Björnsson, f. 26.12. 1925, d.
31.7. 1984, og Sigfús Sum-
arliðason, f. 24.10. 1932, d.
23.10. 2001.
Gísli ólst upp í Borgarnesi á
Borgarbraut 63.
Hinn 14.7. 1962 kvæntist Gísli
Elsu Fríðu Arnbergsdóttur, f.
8.1. 1936. Foreldrar hennar
voru Arnbergur Stefánsson, f.
9.10. 1897, d. 19.12. 1992, og
Þorgerður Hallmundardóttir, f.
13.10. 1899, d. 9.4. 1990.
Gísli og Elsa eignuðust tvo
syni, Garðar Þór, f. 1.10. 1959,
eiginkona Theodóra Gunn-
arsdóttir, f. 10.7. 1960, börn
þeirra eru:
Edda, f. 15.9. 1984, eigin-
maður hennar er Sigurbjörn
Þórsson, börn
þeirra eru Una
Dögg og Freyja
María. Ari, f. 7.4.
1994.
Arnar Már, f.
26.3. 1963, eigin-
kona Sigurbjörg
Sigmundsdóttir, f.
27.8. 1966, börn
þeirra eru:
Gísli Már, f. 21.3.
1986, sambýliskona
hans er Sigríður Dóra Sigur-
geirsdóttir, börn þeirra, Emilía
Ýr, Embla Björg og Dagrún
Birta.
Þórdís Sif, f. 2.7. 1992, sam-
býlismaður hennar er Sveinn
Ólafur Melsted, börn Bríet Líf
og Óliver Aron.
Gísli útskrifaðist frá Grunn-
skóla Borgarness 14.5. 1954 og
hóf störf hjá Kaupfélagi Borg-
firðinga í matvöruverslun í Eng-
lendingavík, en var síðan versl-
unarstjóri í búsáhalda-, leik-
fanga- og raftækjadeild kaup-
félagsins við Egilsgötu í Borgar-
nesi frá 1962 til 1988. Eftir það
hjá Byggingarfélaginu Borg í
Borgarnesi, Áferð ehf. í Kópa-
vogi og Geirabakaríi í Borg-
arnesi. Gísli var alla tíð virkur
félagi í Lionsklúbbi Borgarness.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Elsku Gísli, ég vil fá að þakka
þér fyrir öll árin sem við áttum
saman, en þau eru orðin 64 árin
síðan við kynntumst fyrst, og 14.
júlí næstkomandi höfum við verið
gift í 59 ár.
Með þessum orðum vil ég
kveðja þig hinstu kveðju.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja‘ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Með ást og virðingu, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Guð blessi þig og varðveiti.
Þín
Elsa.
Gísli
Sumarliðason
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Það var engin
tilviljun að Guðjón
Guðmundsson var
ætíð nálægur þeg-
ar lagt var upp með miklvæg
verkefni á sviði fræðslumála á
Suðurnesjum. Hvort það var
viðbygging við Fjölbrautaskól-
ann, stofnun Miðstöðvar sí-
menntunar á Suðurnesjum eða
Fisktækniskólans í Grindavík –
þá var gott að hafa Guðjón með
í ráðum. Það var ekki bara af
því að hann var framkvæmda-
stjóri Sambands sveitarfélaga
og sum málin að einhverju leyti
tengd hans verksviði – það var
vegna þess að Guðjón var ein-
lægur áhugamaður um eflingu
menntunar og þegar hann tjáði
sig um málefnið – var það af
einlægni og vel ígrunduðu máli.
Hann naut trausts. Það var
styrkur í hans málflutningi og
það var styrkur í hans liðsinni.
Þannig var Guðjón.
Guðjón var á fyrsta kynning-
arfundi í Þorbirninum í Grinda-
Guðjón
Guðmundsson
✝
Guðjón Guð-
mundsson
fæddist 8. ágúst
1949. Hann lést 18.
júní 2021.
Útför Guðjóns
fór fram 30. júní
2021.
vík – um stofnun
Fisktækniskóla Ís-
lands. Hann kom
að stofnun undir-
búningsfélags að
stofnun skólans og
var fulltrúi SSS í
stjórn frá upphafi.
Eftir að Guðjón lét
af störfum sem
framkvæmdastjóri
SSS árið 2015 og
umsvif skólans
fóru að aukast – varð það lán
okkar að fá hann sem fjármála-
stjóra við skólann. Þau hjónin –
Guðjón og Agnes – voru virkir
þátttakendur í félagsskap og
ferðum starfsmanna. Það var
mikil sorg þegar Agnes féll frá
– en starfsfólk samgladdist
Guðjóni þegar hann fann síðan
ástina að nýju. Guðjón var
traustur og góður starfsmaður.
Hann var góður félagi. Öllum
þótti afar vænt um Guðjón
Guðmundsson – hans verður
saknað.
Við hjónin vottum ættingjum
og vinum innilega samúð við
fráfall Guðjóns – og megi minn-
ing um góðan dreng og félaga
vera huggun okkar allra.
Skólameistari Fisktækni-
skóla Íslands,
Ólafur Jón
Arnbjörnsson.
Kæri Gunnar! Að
leiðarlokum við ég
þakka þér fyrir alla
góðvild í minn garð
og ekki síður í garð
fósturföður míns, Hallgríms Ott-
óssonar. Ég vil kveðja þig með
Gunnar Þórðarson
✝
Gunnar Þórð-
arson fæddist
9. ágúst 1922. Hann
lést 12. maí 2021.
Útför Gunnars
fór fram 29. maí
2021.
ljóði Herdísar
Andrésdóttur frá
Flatey á Breiðafirði:
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
feginn hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn
frið,
gleddu’ og blessaðu
þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
Jón Kr. Ólafsson.
Elsku mamma,
það er ótrúlega
skrítið að geta ekki
tekið upp símann og bjallað á þig
til að segja þér frá deginum eins
og orðið var venjan hjá okkur. Ég
hef oft tekið upp símann til að
segja þér eitthvað sniðugt eða
leyfa þér að fylgjast með fréttum
af strákunum þeim Breka og Lu-
cien eða bara lífinu og tilverunni
hérna á Suðurgötunni. Oft byrj-
uðu símtölin „Komdu sæl frú Sig-
ríður, tilkynningarskyldan hér“.
Alltaf varst þú tilbúin að hlusta,
hversu innihaldslítið eða –mikið
erindið var. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa átt þig fyrir mömmu
og nú á seinni árum mína bestu
vinkonu. Alltaf svo blíð, þolinmóð
og tilbúin að hlusta og styðja í
gegnum súrt og sætt.
Síðasta sumar er ógleyman-
legt og fullt af skemmtilegum
Sigríður Sjöfn
Guðbjartsdóttir
✝
Sigríður Sjöfn
Guðbjarts-
dóttir fæddist 25.
september 1941.
Hún lést 11. júní
2021.
Útför Sigríðar
fór fram 23. júní
2021.
minningum sem við
pabbi búum nú að.
Ég hélt aldrei að ég
mundi segja þetta,
en ég þakka fyrir at-
vinnuleysið á tímum
Covid, því það gaf
mér svo dýrmætan
tíma með þér og
pabba. Suður-
ströndin þar sem ég
dró ykkur á alla
helstu túristastaði
og svo hringferðin okkar með
góðum stoppum í Mjóafirði og
heima í firðinum okkar fagra,
Norðfirði. Það var mikið áfall að
fá fréttirnar um veikindin þín í
endaðan febrúar og ég bjóst í
raun við meiri tíma með þér.
Þrátt fyrir það er ég þakklát fyrir
þann tíma sem við fengum þó og
við nýttum hann vel. Þú tókst á
við þetta af æðruleysi, bjartsýni
og jafnaðargeði eins og þín var
von og vísa. Húmorinn þinn var
heldur aldrei langt undan.
Elsku mamma mín, ég elska
þig og sakna, góða ferð og ég bið
að heilsa Bjarti bróður.
Strákarnir senda kveðju og við
pössum pabba.
Þín
Bryndís.
Elsku vinkona.
Bifröst! Já, hver
kynntist þér ekki á
Bifröst sem á ann-
að borð var þar? Lífsglöð,
skemmtileg og sæt, smitandi
hláturinn þinn, laðaði alla að
sem hann heyrðu. Tala ekki um
orkuna, kraftinn og fram-
kvæmdagleðina sem þú hafðir
með þér, alveg ótrúlega dugleg
og flott alltaf. Bifröst hefur sam-
einað marga og er ég þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og njóta nærveru þinnar.
Strax og ég kynntist þér heill-
aðist ég af því hversu opinská,
hreinskilin og óhrædd þú varst,
alltaf til í að upplifa og búa til
skemmtilegar minningar. Alltaf
til í að hoppa af stað og gera
eitthvað hressandi, keyra af
stað, labba og skoða það sem
fyrir augu bar eða bara setjast í
Sólveig Katrín
Hallgrímsdóttir
✝
Sólveig Katrín
Hallgríms-
dóttir fæddist 21.
júní 1977. Hún lést
17. júní 2021.
Útför Sólveigar
fór fram 1. júlí
2021.
grasið og spjalla.
Við ræddum fossas-
íðuna þína, hvernig
hún átti að vera,
stráka, já það var
tímafrekt umræðu-
efni hjá okkur,
vinnu, húsið þitt og
Sölva, alls konar af
öllu enda náðum við
vel saman. Þegar
ég hugsa til þín
elsku vinkona þá
eru það minningar um okkur
hlæjandi, já það gerðum við svo
sannarlega mikið af. Bílferðirn-
ar, sumarbústaðarferðirnar og
allar þær samkomur þar sem
okkur var boðið í var alltaf stuð
með þér Solla.
Það er mjög þungbært að
kveðja þig elsku Solla mín, erf-
iðara en orð fá lýst. Hefði viljað
seinka þessari kveðjustund
verulega. Sorgin heltekur bæði
líkama og sál og enginn skiln-
ingur fyrir því hversu grimmur
og óréttlátur þessi heimur getur
verið. Þú varst búin að standast
svo mörg próf og búin með svo
mikið af verkefnum lífsins, varst
komin á góðan stað. Með áræðni
þinni vaktir þú aðdáun hjá öðr-
um og skilur eftir stórt fótspor í
hjörtum þeirra sem þér kynnt-
ust.
Árlegi hittingurinn minn
verður snauður að ári vegna
þinnar fjarveru. Þú hélst uppi
fjörinu eins og þín var von og
vísa. Elsku litríki stuðboltinn
minn sem komst alltaf með góða
skapið og hláturinn með þér
eins og Ajax-stormsveipur,
þannig minnist ég þín elsku
Solla mín.
Hvíl í friði, elska þig.
Þín vinkona,
Sandra Björk.
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæru
KRISTÍNAR RAGNHILDAR
DANÍELSDÓTTUR,
Öddu,
frá Tirðilmýri,
Hlíf 2, Ísafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og sjúkrahússins
á Ísafirði fyrir einstaka umönnun.
Engilbert Ingvarsson
Kristina Karlsson
Daníel Engilbertsson
Ingvar Engilbertsson Hulda Steingrímsdóttir
Jón Hallfreð Engilbertsson Helga S. Snorradóttir
Ólafur J. Engilbertsson Gyða S. Björnsdóttir
Atli Viðar Engilbertsson
Salbjörg Engilbertsdóttir Sverrir Guðbrandsson
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar
ÞORVALDAR JÓHANNESAR
ELBERGSSONAR,
Grundarfirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki og
íbúum á Dvalarheimilinu Stykkishólmi og starfsfólki
Sjúkrahúss Stykkishólms fyrir einstaka alúð og vináttu.
Fyrir hönd ættingja,
Ragnar Elbergsson Matthildur S. Guðmundsdóttir
Elberg Þorvaldsson Margrét H. Stefánsdóttir
og börn
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
SVEINN BERGMANN STEINGRÍMSSON,
Kaplaskjólsvegi 63,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu 16. júní.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 5. júlí klukkan 13.
Halldóra Sigríður Sveinsd. Stefán Ívar Ívarsson
Halldór Ívar Stefánsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar og
tengdaföður,
EGILS HALLGRÍMSSONAR,
sóknarprests í Skálholtsprestakalli.
Ólafía Sigurjónsdóttir
Sóley Linda Egilsdóttir Viðar Stefánsson
Hallgrímur Davíð Egilsson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is