Morgunblaðið - 03.07.2021, Side 38
á sumrin. „Við vorum á Hólum í
Hjaltadal í 18 ár, en kaupum nýbýlið
Ytra-Skörðugil III árið 1995, en þá var
þar bara land en við byggðum svo
íbúðarhús þar árið 2000 og höfum búið
þar síðan.“
Eitt ár dvöldu hjónin í bænum
Guelph í Ontario í Kanada. „Það var
búið til samband milli bændaskólanna
og háskólans í Guelph, að undirlagi
Vestur-Íslendings, sem var prófessor í
Kanada, og við Bryndís ásamt öðrum
hjónum vorum þau fyrstu sem fórum
út. Bryndís fór í háskólann á ferða-
málabraut sem gestastúdent en ég
ætlaði að vinna við rafvirkjun, en þá
var atvinnuleysi í greininni. Svo frétti
ég af Vestur-Íslendingum sem væru
með 100 íslensk hross og vantaði
tamningamann, svo ég tók það að mér,
myndi lána mér hest til að fara með.
Ég var svolítið áhrifagjarn á þessum
árum og hlustaði kannski meira á fé-
lagana, en það blundaði alltaf í mér
þessi draumur. Þegar Jón Bjarnason,
fv. ráðherra, flytur í Hóla 1981 og tek-
ur við skólastjórastöðunni fór ég að
hugsa um að kannski ætti ég að láta til
skarar skríða. Þá voru líka breytingar
yfirvofandi hjá Rarik, svo það lagðist
allt á eitt.
Ég þekkti náttúrulega Jón og við
fórum heim á Hóla og þá vantaði hann
akkúrat manneskju í eldhúsið, svo
konan mín tók það að sér og síðar
kenndi hún á ferðamálabraut skólans
þegar hún var sett í gang.“ Eftir að
Ágúst lauk við Bændaskólann, var
hann í þrjá vetur við hirðingu og tamn-
ingu á vetrum en vann hjá rafverktaka
Á
gúst Jónsson fæddist í
Stykkishólmi 3. júlí 1951.
„Það var gott að alast
upp í Stykkishólmi og
mikið fjör enda vorum
við sex systkinin á heimilinu og móð-
uramma mín bjó líka með okkur og
hjálpaði mömmu. Æskuheimili mitt
stendur við Maðkavík og það var mikill
leikvöllur hjá manni og ég hef örugg-
lega dottið 100 sinnum í sjóinn og var
alltaf skammaður fyrir. Pabbi var
skipstjóri og var með fiskibát þegar ég
var ungur og maður var alinn upp á
ýsu og lýsi og grjónagraut.
Ágúst var í sveit á sumrin, fyrst í
þrjú sumur á Staðarbakka í Helga-
fellssveit og síðan á Ytri-Kóngsbakka í
sömu sveit hjá frænda sínum. „Ég hef
alltaf kallað það mitt annað heimili, því
ég var svo mikið á Ytri-Kóngsbakka
alla tíð. Þar byrja ég að fá áhuga á
hestamennsku. Það var sem sagt ekki
bara fólkið sem dró mig að bænum,
heldur hrossin líka.“
Ágúst gekk í Grunnskólann í Stykk-
ishólmi og eftir gagnfræðaprófið fór
hann á sjó á línubátnum Arney. „Við
fórum í útilegu við Austur-Grænland
að veiða þorsk og svo um sumarið á
grálúðu við Kolbeinsey. Maður var að-
eins sjóveikur svona fyrst, en svo eltist
það af manni. Það var sérstakt að vera
við Grænland því við þurftum stundum
að flýja undan rekís, svo þetta var mik-
ið ævintýri.“
Sautján ára gamall kynntist hann
Bryndísi eiginkonu sinni. „Við byrj-
uðum saman ung, en hún er frá Búð-
ardal þar sem pabbi hennar var hér-
aðsráðunautur og við kynntumst þar á
balli.“ Ágúst hafði ekki áhuga á því að
gera sjómennskuna að ævistarfi og
fannst rafvirkjanám spennandi og
praktískt. Vorið 1975 fæddist dóttir
þeirra, Alma, og þá um haustið fluttu
þau til Reykjavíkur og hófu búskap.
Ágúst hóf nám í rafvirkjun hjá Skipa-
smíðastöðinni í Skipavík og rafmagns-
iðnfræði í Tækniskóla Íslands í
Reykjavík og útskrifaðist 1978. Þá fór
hann að vinna hjá Rarík og var þar til
ársins 1982. Þá ákvað fjölskyldan að
breyta til og flytja norður í land.
„Frændi minn á Ytri-Kóngsbakka
var búinn að liggja svolítið í mér alla
tíð að fara í Bændaskólann, og sagðist
auk þess að temja íslenska hesta í
Guelp. Þarna björguðu hrossin mér.“
Ágúst segir að dvölin í Kanada hafi
verið góð, en borgin sé svipuð að stærð
og Reykjavík, um 100 km austan við
Toronto, en á vetrum er iðulega 24
gráðu frost og andvari. Hjónin notuðu
tækifærið og skoðuðu Niagara-fossana
auk þess að heimsækja stórborgina.
Auk þess að temja hefur Ágúst
starfað mest hjá Rarík, verið starfandi
rafverktaki, unnið hjá öðrum rafverk-
tökum og hjá Landsvirkjun, þar sem
hann hefur unnið í virkjunum og
spennistöðvum víða um land.
„Ég hef verið lánsamur eftir að ég
kom til Landsvirkjunar að fá skemmti-
leg verkefni og svolítið frjálsar hend-
ur.“
Þegar Ágúst er ekki að sinna hesta-
Ágúst Jónsson rafmagnsiðnfræðingur og hestamaður – 70 ára
Hjónin Prúðbúin og kát í stúdentsveislu Helgu dótturdóttur sinnar.
Maður er alinn upp á ýsu og lýsi
Árlegur reiðtúr Ágúst vestur í Döl-
um í árlegum reiðtúr þeirra hjóna.
Veiðikló Ágúst með fenginn úti á
sundunum úti í Stykkishólmi.
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
FC 7
Premium
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
50 ÁRA Rannveig fæddist á Land-
spítalanum í Reykjavík 3. júlí 1971.
„Ég ólst upp í Hafnarfirði og gekk í
Lækjarskóla til 11 ára aldurs. Flutti
þá til Gainesville í Flórída í Banda-
ríkjunum þar sem pabbi stundaði
nám við University of Florida.“ Árið
1988 flutti Rannveig heim og eftir
Flensborg fór hún í lyfjafræði í Há-
skóla Íslands og útskrifaðist 1996. Ég
starfaði frá útskrift til 2000 sem lyfja-
fræðingur í gæðatryggingadeild hjá
Delta hf. í Hafnarfirði (síðar Actavis
og nú Teva), en þurfti þá að láta af
störfum vegna veikinda.“ Árin 2010-
2020 starfaði Rannveig sem verk-
efnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni
á sviði lífrænnar vottunar.
„Mitt helsta áhugamál er garð-
yrkja og hef ég haldið úti vefsíðunni
www.gardaflora.is frá árinu 2009. Í
mars 2021 stofnaði ég félagið Garða-
flóra slf. utan um starfsemina og hef-
ur það verkefni átt hug minn allan
síðan.“
FJÖLSKYLDA Rannveig er trúlof-
uð Sigurjóni Ingvasyni, f. 18.7. 1964,
og þau búa í Hafnarfirði. Sigurjón á
tvö börn úr fyrra hjónabandi, Alex-
ander Sigurjónsson, f. 28.10. 1995, og
Evu Katrínu Sigurjónsdóttur, f. 28.9.
1997. Rannveig á tvær dætur úr fyrra
hjónabandi, þær Selmu Rún Bjarna-
dóttur, f. 28.9. 1998, og Hildi Evu
Bjarnadóttur, f. 14.1. 2003.
Foreldrar hennar eru dr. Guðleifur
M. Kristmundsson, f. 29.3. 1949, og
Hildur Baldursdóttir, f. 24.9. 1949.
Rannveig Guðleifsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ímyndunaraflið er af hinu góða ef
menn kunna að hafa á því hemil og gera
greinarmun á draumi og veruleika. Haltu
einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.
20. apríl - 20. maí +
Naut Reiddu þig ekki um of á aðstoð ann-
arra. Ekki taka fleiri verkefni að þér fyrr en
borðið er tómt. Vertu óhrædd/ur við að
leita aðstoðar á þeim sviðum, sem ekki eru
á þínu áhugasviði.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Bílamál geta tafið för þína í dag.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Þú sérð hlutina í
nýju ljósi.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Eitthvað óvænt og ánægjulegt gæti
komið í þinn hlut. Haltu fast utan um budd-
una. Þú lest ýmislegt á milli línanna.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það hefnir sín að slá slöku við í
vinnunni og eyða þar tíma í vangaveltur um
persónuleg mál.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér væri nær að líta í eigin barm í
stað þess að reyna að skella skuldinni á
aðra. Ekki stinga höfðinu í sandinn, horfstu
í augu við það sem þú óttast.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur hleypt einhverjum of nærri
þér án þess að vita hvern mann viðkom-
andi hefur að geyma. Þú gengur með
skemmtilega hugmynd í maganum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þið ættuð ekki að hika við að
beita gömlum ráðum gegn nýjum vanda-
málum. Óveðurský hrannast upp í ástamál-
unum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Notaðu daginn til þess að
sinna viðgerðum á heimilinu og lagaðu það
sem er bilað.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ekki hika við að hrinda hug-
myndum í framkvæmd sem þig langar
virkilega til að verði að veruleika. Þol-
inmæði þín er af skornum skammti þessa
dagana.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er alltaf affarasælast að
leita samkomulags um framkvæmd mála.
Hvað getur þú gert til þess að auka á
ánægju fjölskyldunnar?
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Gættu þess að leyndarmál þín liggi
ekki á borðum þeirra sem kunna ekki með
þau að fara. Spennandi möguleikar á ferða-
lögum/námi gætu boðist.
Til hamingju með daginn
Þau leiðu mistök urðu í afmælisgrein um Rósamundu Kristínu Káradóttur frá
Hrísey, þriðjudaginn 29. júní sl., að nafn eins sonar hennar datt út. Rósa á sex
börn og þar vantaði Emil Örn, f. 27.1. 1972, tæknifræðing, sem var kvæntur Theo-
dóru Torfadóttur og þeirra sonur er Magnús Ýmir, f. 22.8. 2007. Þau skildu.
LEIÐRÉTT