Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 39

Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 39
mennskunni og hrossaræktinni er að- aláhugamálið að fara á sjó. „Við bræð- urnir eigum saman bátinn Hrímni SH 714 og höfum gaman af því að skottast þarna á sundunum heima á sjóstöng. Ef veður leyfir mun ég fara á afmæl- inu út á sjó.“ Einnig hefur Ágúst verið í Karlakórnum Heimi í 32 ár og ferðast með honum bæði innanlands og utan. Fjölskylda Eiginkona Ágústs er Bryndís Bjarnadóttir hússtjórnarkennari, f. 27.12. 1953, og þau búa á Ytra- Skörðugili III. Foreldar Bryndísar eru Bjarni Fanndal Finnbogason ráðu- nautur, f. 27.2. 1918, d. 11.1. 1975, og Sigurlaug Indriðadóttir, verkakona í Búðardal, f. 29.1. 1928, d. 26.4. 2014. Dætur Ágústs og Bryndísar eru 1) Alma, tölvunarfræðingur á Akureyri, f. 12.5. 1975. Maki hennar er Benedikt Sigurgeirsson, f. 1966, og eiga þau börnin Jón Pétur, f. 1994, og Helgu, f. 1998. 2) Þórdís, gjörgæsluhjúkr- unarfræðingur í Gautaborg, f. 23.3. 1989. Maki hennar er Óskar Bjarki Helgason, f. 1989. Dætur Sigurlaug Lilja, f. 2013, og Andrea Alda, f. 2016. Systkini Ágústs eru Agnar Olsen byggingaverkfræðingur, f. 9.3. 1943; Kristín Sigurbjörg Jónsdóttir banka- starfsmaður, f. 14.7. 1948; Níels Breið- fjörð Jónsson efnafræðingur, f. 19.6. 1950; Svanhildur Jónsdóttir sjúkraliði, f. 16.12. 1955, og Sigurður Jónsson, vélfræðingur með skipstjóraréttindi og vinnur í skipatryggingum hjá DM, f. 9.3. 1958. Foreldrar Ágústs eru hjónin Jón Dalbú Ágústsson skipstjóri, f. 16.9. 1922, d. 7.2. 2002, og Laufey Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 9.8. 1920, d. 13.2. 2003. Þau voru búsett í Stykkishólmi. Ágúst Jónsson Petrúnella Pétursdóttir húsfreyja í Torfum í Eyjafirði Gunnar Pálsson bóndi í Torfum í Eyjafirði Kristín Gunnarsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði Sigurður Einarsson smiður á Fáskrúðsfirði Laufey Sigurðardóttir húsfreyja í Stykkishólmi Björg Jóhannsdóttir húsfreyja á Djúpavogi Einar Sigurðsson bóndi á Djúpavogi Dagbjört H. Jónsdóttir húsfreyja í Sellátri á Breiðafirði Níels Breiðfjörð Jónsson bóndi og sjómaður í Sellátri á Breiðafirði Magðalena Níelsdóttir húsfreyja í Stykkishólmi Hannes Ágúst Pálsson skipstjóri og útgerðarmaður í Stykkishólmi Ástríður Helga Jónasdóttir húsfreyja í Höskuldsey á Breiðafirði Metúsalem Páll Guðmundsson bóndi og formaður í Höskuldsey á Breiðafirði Úr frændgarði Ágústs Jónssonar Jón Dalbú Ágústsson skipstjóri í Stykkishólmi DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÁTUNARKLEFARNIR ERU UPPTEKNIR. KRJÚPTU BARA Á BAK VIÐ BINDISREKKANN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrsta stefnumótið sem ekki er á netinu. SENDIRÐU JÓLASVEIN- INUM TÖLVUPÓSTINN? JEBBS LAUGSTU UM AÐ VERA GÓÐUR? „… OG SVO BJARGAÐI ÉG HVOLPUM ÚT ÚR BRENNANDI DÝRAATHVARFI …“ ÉG „ÝKTI“ BLESS, BLESS! BLESS, BLESS! ÞETTA ER EIGINKONA HERTOGANS! ÉG RÆNDI KASTALANN ÞEIRRA Í SÍÐUSTU VIKU! HÆ! HÆ! BIRGIR? LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPIÐ. JÁ, OG HÚN ER YNDISLEGASTA MANNESKJA SEM ÉG HEF NOKKURN TÍMANN HITT! HÚN SAGÐI AÐ KÁPAN FARI MÉR MIKLU BETUR EN HÚN FÓR HENNI NOKKURN TÍMANN! Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Í þeim geng ég alla daga. Eru máski í skónum þínum. Útslitnar ég í þær staga. Á þeim ligg á beði mínum. Hér er svar frá kennara sem alltaf les Vísnahornið og þakkar fyrir þessa daglegu skemmtun. Hún tíndi af sér spjör fyrir spjör. Spjör er í skónum þínum. Hún stagar spjör úr sprungnum hör. Spjör er á beði mínum. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Sperrtur ber ég spjarir fínar. Spjarirnar í skónum hef ég. Rifnar spjarir rimpa mínar. Í rúminu á spjörum sef ég. Þá er limra: Konan var áfjáð og klúr, uns karlinn í bragði súr ei viðnám gat veitt, því vífið harðskeytt spurði hann spjörunum úr. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Sólin skín um sumardag, syngur fuglinn kátur, rammfalskur ég raula brag og reyni að semja gátur: Á nóttinni er þarfaþing, Þroskamerki á strákaling. Er þar margt af ýmsu skráð. Efla hag í lengd og bráð. Ingólfur Ómar lumaði að mér vísu og sagði: „Þannig er mál með vexti að ég skrapp alla leið norður í Þing- eyjarsýslu, nánar tiltekið í Keldu- hverfi á slóðir Kristjáns Fjallaskálds en hann var fæddur í Krossdal í Kelduhverfi 13. júní 1842 en þar kom þessi vísa upp í hugann“: Fann í æðum funa blóð fannst mér þarft að ljóða. Frjáls og glaður fór um slóð fjallaskáldsins góða. „Misskilningur“ minnisstætt smá- ljóð eftir Kristján: Misskilur heimur mig, misskil ég einnig hann, sig skilið síst hann fær, sjálfan skil ég mig ei; furða er því ei þótt okkar hvorugur skilji skaparann. Þórarinn Sveinsson í Kílakoti orti: Minningar um æskuást ævi langa geymast, - einkanlega ef hún brást. En æskubrekin gleymast. Örðugan ég átti gang yfir hraun og klungur, Einatt lá mér fjall í fang frá því ég var ungur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Spaks manns spjarir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.