Morgunblaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Handknattleikskonan sigursæla
Hanna Guðrún Stefánsdóttir hefur
framlengt samning sinn við Stjörn-
una um tvö ár, eða til vorsins 2023,
en hún er 42 ára gömul og varð
fyrst Íslandsmeistari með Haukum
fyrir 25 árum, eða árið 1996. Hún
hefur unnið fimm Íslandsmeist-
aratitla og sex bikarmeistaratitla
með Haukum og Stjörnunni, þrisv-
ar verið leikmaður ársins í deild-
inni og þrisvar markahæst. Þá er
Hanna næstleikjahæst og næst-
markahæst í íslenska landsliðinu
frá upphafi.
Hanna heldur
áfram í tvö ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reynd Hanna Guðrún Stefánsdóttir
varð fyrst meistari fyrir 25 árum.
Flest efnilegasta frjálsíþróttafólk
landsins verður saman komið á Sel-
fossi um helgina en þar fer fram í
dag og á morgun Meistaramót Ís-
lands fyrir 15 til 22 ára. Þar keppir
m.a. Erna Sóley Gunnarsdóttir, Ís-
landsmeistari fullorðinna í kúlu-
varpi kvenna, hlaupararnir Tiana
Ósk Whitworth og Þórdís Eva
Steinsdóttir og hin fjölhæfa Glódís
Edda Þuríðardóttir sem er Íslands-
methafi í sjöþraut og vann þrjár
hlaupagreinar á Meistaramóti full-
orðinna á Akureyri fyrr í sumar.
Hún er skráð til leiks í sjö greinum.
Þau efnilegustu
keppa á Selfossi
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fjölhæf Glódís Edda Þuríðardóttir
keppir í sjö greinum um helgina.
JÚNÍ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Ég er þokkalega sáttur. Það hefði
verið sætt að enda þetta á sigri á
móti ÍA en við náðum sjö stigum,“
sagði Magnús Þór Magnússon, fyr-
irliði knattspyrnuliðs Keflavíkur, í
samtali við Morgunblaðið. Magnús
er leikmaður júnímánaðar í Pepsi
Max-deild karla að mati Morg-
unblaðsins.
Magnús lék stórt hlutverk hjá ný-
liðunum sem náðu í sjö stig af níu
mögulegum og héldu tvisvar hreinu
í júní. Keflavík fagnaði heimasigr-
um á HK og Leikni frá Reykjavík,
1:0 og 2:0, og gerði svo 2:2-jafntefli
við ÍA á útivelli eftir að Skagamenn
komust í 2:0. Magnús tryggði Kefla-
vík stig með skallamarki í upphafi
seinni hálfleiks. Keflavík gerði góð-
an júnímánuð svo enn betri með því
að vinna 2:0-sigur á Breiðabliki í
Mjólkurbikarnum. „Það er frábært
að fara líka áfram í bikarnum. Sig-
urinn á Breiðabliki gaf okkur meiri
orku. Það er alls ekki hægt að
kvarta yfir neinu,“ bætti Magnús
við.
Stressið í byrjun farið
Keflavík fór illa af stað í deildinni
og tapaði fimm af fyrstu sex leikj-
unum. Liðið fékk mikið af mörkum
á sig í leiðinni og leit ekki vel út.
Magnús viðurkennir að það hafi
tekið nýliðana tíma að aðlagast líf-
inu í deild þeirra bestu.
„Það var smá spenna í byrjun að
koma í efstu deild en svo hefur okk-
ur farið að líða betur inni á vell-
inum. Við höldum boltanum betur
og höfum lært inn á deildina. Við
höfum þroskast og þekkjum okkur
sjálfa betur þegar við spilum fót-
bolta. Þetta stress sem var í byrjun
er farið. Við horfum bara upp á
við.“
Keflavík er nú í tíunda sæti með
tíu stig, fjórum stigum meira en HK
og ÍA sem eru í fallsætunum. Kefl-
víkingar eiga leik til góða á liðin
fyrir ofan sig og geta því farið ofar í
töfluna. „Okkur líður vel og ætlum
að klifra upp töfluna,“ sagði fyrirlið-
inn.
Skoraði aftur á Skaganum
Mark miðvarðarins gegn ÍA var
annað markið í 40 leikjum í efstu
deild og það fyrsta frá árinu 2013.
Hann man vel eftir fyrra markinu
sem kom einmitt á sama velli. „Það
var 2013 á móti ÍA. Það var sig-
urmarkið. Það er mjög gott að
skora á Skaganum,“ sagði Magnús.
Keflavík lék sex deildarleiki í maí,
tapaði fimm þeirra og fékk á sig 15
mörk í leiðinni. Síðan þá hefur liðið
haldið hreinu í tveimur af þremur
deildarleikjum og safnað sjö stigum.
„Við þéttuðum aðeins miðjuna. Í
byrjun vorum við að tapa boltanum
á hættulegum stöðum og fá mikið af
skyndisóknum á okkur sem við höf-
um lagað í seinustu leikjum. Við
töpum boltanum ekki á þeim stöð-
um sem við vorum að gera og við
lítum betur út í vörninni. Menn eru
öruggari á boltanum og ekki að
gera sömu gloríur sem við gátum
gert í 1. deildinni, en við getum ekki
í efstu deild því þá er okkur refsað.“
Vill festa sig í sessi
Keflvíkingurinn hefur leikið 149
leiki í deild og bikar hér á landi. Í
efstu deild eru leikirnir 40, 47 í B-
deild og 42 í C-deild. Hann stundaði
nám við Embry-Riddle-háskólann í
Flórída og var í knattspyrnuliði
skólans á meðan hann lék með
Njarðvík frá 2013 til 2017. Magnús
fór síðan aftur í Keflavík að námi
loknu.
„Rétt eftir markið mitt 2013 fer
ég út til Bandaríkjanna í skóla. Á
meðan ég var í skólanum var ég í
Njarðvík og spilaði slatta af leikjum
á sumrin. Ég kom svo heim og var
eitt ár hjá Njarðvík og fór svo aftur
til Keflavíkur. Þetta eru Keflavík og
Njarðvík sem ég hef spilað með.
Vonandi festir maður sig í sessi í
efstu deild núna með Keflavík,“
sagði hann.
Lenti í erfiðum meiðslum
Vegna meiðsla kom Magnús að-
eins við sögu í fjórum deildar-
leikjum síðasta sumar. Á meðan
tryggðu liðsfélagar hans sér sigur í
1. deild og sætið í úrvalsdeildinni.
Hann missti svo af fyrstu leikjum
sumarsins í ár, einnig vegna
meiðsla. Þrátt fyrir það er hann aft-
ur kominn í byrjunarliðið og kominn
með fyrirliðabandið í deild þeirra
bestu.
„Ég fékk beinmar í bikarleik rétt
fyrir mót og náði bara fjórum leikj-
um í fyrra og var ekki í góðu standi.
Beinmarið er alveg farið en svo
fékk ég í kálfann rétt fyrir mótið í
sumar en núna er ég kominn á skrið
og byrjaður að finna mitt gamla
form sem ég sýndi 2019 þegar ég
átti gott tímabil. Það er komið aftur
og sjálfstraustið með því. Ég fann
alltaf traustið. Eysteinn Húni þjálf-
ari þekkir mig vel og ég er uppalinn
í Keflavík. Ég hef alltaf fundið þetta
traust og ég er þakklátur fyrir það,“
sagði Magnús Þór.
Ekki hægt að kvarta yfir neinu
- Magnús Þór heldur hreinu og skorar með Keflavík - Var að glíma við erfið
meiðsli - Töpuðu ekki leik í júní eftir erfiða byrjun - Ætla sér upp töfluna
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon hefur verið í stóru hlutverki hjá Kefl-
víkingum að undanförnu og fékk fjögur M fyrir leiki liðsins í júní.
Magnús Þór Magnússon, miðvörður og fyrirliði Keflvíkinga, var besti leik-
maður júnímánaðar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að mati Morgun-
blaðsins. Magnús Þór var einn af átta leikmönnum sem fengu fjögur M
samtals í einkunn hjá blaðinu í júnímánuði en Keflvíkingar léku samt að-
eins þrjá leiki í júní á meðan flest önnur lið léku fjóra eða jafnvel fimm leiki
í mánuðinum.
Þá skoraði Magnús mikilvægt jöfnunarmark gegn ÍA á Akranesi, 2:2, og
sá til þess að Keflvíkingar væru ósigraðir í júní en þeir fengu sjö stig af níu
mögulegum, lyftu sér upp af botni deildarinnar, og slógu auk þess Breiða-
blik út í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar.
Hansen sá eini sem er aftur í liði mánaðarins
Magnús er að sjálfsögðu í úrvalsliði Morgunblaðsins fyrir júnímánuði
sem sjá má hér til hliðar. Danski framherjinn Nikolaj Hansen úr Víkingi,
markahæsti leikmaður deildarinnar, er sá eini sem valinn hefur verið í ell-
efu manna úrvalslið Morgunblaðsins tvo fyrstu mánuði mótsins en hann
var einnig í úrvalsliðinu í maí.
Kristinn Steindórsson, sóknarmaður úr Breiðabliki, og Steinþór Már
Auðunsson markvörður KA sem báðir voru í byrjunarliðinu í maí eru í hópi
sjö varamanna í júníliðinu. Orri Hrafn Kjartansson, miðjumaður Fylkis,
var varamaður í maíliðinu en er í byrjunarliðinu í júní.
Liðin í deildinni léku þrjá til fimm leiki í mánuðinum, Keflavík og KA að-
eins þrjá leiki en Valur og Stjarnan fimm leiki. Stjarnan fékk flest M sam-
anlagt, eða 27, en síðan komu Breiðablik með 25 og Valur með 21 M sam-
anlagt. Fæst M í júní fengu KA og Leiknir, 15 hvort, og ÍA sem fékk aðeins
12 M í fjórum leikjum sínum í mánuðinum. vs@mbl.is
Lið júnímánaðar hjá Morgunblaðinu
í Pepsi Max-deild karla 2021
VARAMENN:
Steinþór Már Auðunsson 2 1 KA
HeiðarÆgisson 3 1 Stjarnan
Orri Sveinn Stefánsson 3 1 Fylkir
Gísli Eyjólfsson 3 1 Breiðablik
Ísak Snær Þorvaldsson 3 1 ÍA
Kristinn Steindórsson 3 1 Breiðablik
Kristján Flóki Finnbogason 3 1 KR
4-3-3 Hversu oft leikmaður hefur
verið valinn í lið umferðarinnar
2
Fjöldi sem leik-
maður hefur fengið
2
Hannes Þór Halldórsson
Valur
Magnús Þór
Magnússon
Keflavík
Sebastian
Hedlund
Valur
Kennie Chopart
KR
Davíð Ingvarsson
Breiðablik
Eyjólfur Héðinsson
Stjarnan Viktor Karl
Einarsson
Breiðablik
Nikolaj Hansen
Víkingur R.
Orri Hrafn
Kjartansson
Fylkir
Árni Vilhjálmsson
Breiðablik
Joey Gibbs
Keflavík
1 1
1 1
1
1
1
1
3
4 3
4 4
4 4
4 3
4
3
Magnús Þór besti
leikmaðurinn í júní
Á þessum degi fyrir fimm ár-
um, 3. júlí árið 2016, voru fimm
þjóðir eftir í úrslitakeppni Evr-
ópumóts karla í fótbolta í Frakk-
landi.
Þýskaland, Portúgal, Wales,
Frakkland og Ísland voru þau
fimm lið sem enn áttu mögu-
leika á að vinna Evrópumeist-
aratitilinn 2016.
Kvöldið áður höfðu Þjóð-
verjar lagt Ítali í vítakeppni, Wa-
les hafði skellt Belgíu degi fyrr
og Portúgal unnið Pólland í víta-
keppni í fyrsta leik átta liða úr-
slitanna.
Áður höfðu sterkar þjóðir
eins og Spánn, Króatía og Sviss
helst úr lestinni.
Ísland og Frakkland léku
þetta kvöld á Stade de France
og þar mætti íslenska liðið loks-
ins ofjörlum sínum og tapaði
verðskuldað 5:2 fyrir ógn-
arsterkum gestgjöfunum.
Sýndi samt karakter með
því að vinna seinni hálfleikinn
2:1 og lauk með því keppni með
sóma. Augu alheimsins voru á
þessari 350 þúsund manna þjóð
sem hafði sigrað England og
Austurríki og gert jafntefli við
Portúgal og Ungverjaland í fyrri
fjórum leikjum sínum í keppn-
inni.
Nú standa yfir átta liða úr-
slitin á EM og rétt eins og árið
2016 lýkur þeim 3. júlí. Sjáum
við þar einhverja þjóð sem hef-
ur sýnt eins ævintýralega fram-
göngu og Ísland gerði fyrir
fimm árum? Ég hélt ekki.
Kannski Úkraína? Tja, þar búa
40 milljónir og Dynamo Kiev
hefur tvisvar orðið Evrópumeist-
ari bikarhafa.
Norður-Makedónía var
eina þjóðin á mótinu sem
mögulega mátti á einhvern hátt
setja í spor Íslands. En tapaði
því miður öllum leikjum og féll
fyrst allra úr keppni.
Ég held að við eigum eftir
að sjá afrek Íslands frá árinu
2016 í stöðugt áhugaverðara
ljósi eftir því sem lengra líður á
21. öldina. Það var auðvitað gal-
ið að við skyldum eiga lið í átta
liða úrslitum á EM.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is