Morgunblaðið - 03.07.2021, Side 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
VIÐTAL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Minning Jóhanns Jóhannssonar
tónskálds, sem lést í ársbyrjun 2018,
lifir um allan heim enda hefur hann
snert marga og ferillinn aðdáunar-
verður. Orri Jónsson, ljósmyndari
og tónlistarmaður, og Davíð Hörg-
dal Stefánsson rithöfundur hafa ráð-
ist í umfangsmikið verkefni, sem
ber heitið The Creative Space of Jó-
hann Jóhannsson, til þess að gera
starfi hans sem listamanns skil, með
gerð heimildar-
myndar og um-
fangsmikils bók-
verks. Þeir
stefna á að komin
verði mynd á
verkin tvö undir
lok næsta árs.
Hugmyndin
kviknaði í árs-
byrjun 2019. Þá
hafði Kristín
Björk Kristjánsdóttir, Kira Kira,
samband við Orra og stakk upp á
því að þau myndu gera heimild-
armynd um Jóhann, en þau voru
bæði lengi vinir hans og samstarfs-
félagar. „Þessi hugmynd þurfti að
setjast aðeins í kollinn á mér. Það
var frekar stutt liðið frá því hann
lést og ég var hikandi við að ráðast í
þetta,“ segir Orri og heldur áfram:
„Svo ég benti henni á að tala við
Davíð vin minn, sem hafði lengi
fylgst með Jóa og hans ferli, og í
rauninni með markvissari hætti
heldur en ég. Við Kristín vorum inn-
anbúðarfólk en Davíð þekkti hann
ekki og hans nálgun var í gegnum
tónlistina hans. Þau tvö hittust og
ákváðu að fara af stað með verk-
efnið og króuðu mig svo af og fengu
mig aftur með sér í þetta.“
Orri segir þau hafa lengi velt fyrir
sér hvort, og þá hvernig, best væri
að gera þetta. „Við byrjuðum á að
tala við fjölskyldu hans, vini og sam-
starfsfólk upp á hvernig fólki litist á
þetta. Og það var eftir svona um það
bil ár af þreifingum og ótal samtöl
við fólk sem við endanlega fundum
leið til þess að nálgast þetta og dýfð-
um okkur alveg á bólakaf í þessa
rannsóknarvinnu. Á þeim tíma-
punkti ákveður Kristín að stíga út
úr verkefninu, henni fannst hún
standa óþægilega nærri viðfangs-
efninu, þannig að við Davíð héldum
áfram.“
Þeir Orri og Davíð hafa því tveir
haldið áfram með verkefnið en segj-
ast þó njóta stuðnings úr ýmsum
áttum. „Við lítum svolítið á það sem
svo að við séum að vinna þetta með
samfélagi Jóhanns, vegna þess að
við erum í mjög miklu samstarfi við
fjölskyldu hans, nánasta samstarfs-
fólk og vini.“
Afkastamikill og fjölhæfur
Rannsóknarvinnan fyrir heimild-
armyndina reyndist gríðarlega um-
fangsmikil. „Við áttuðum okkur
smám saman á því að þrátt fyrir að
Jóhann hefði látist langt fyrir aldur
fram var ferill hans óvenjulangur,
hann byrjaði mjög snemma að gera
tónlist og var ótrúlega afkastamikill
og fjölhæfur, angar hans og sam-
starfsnet liggja því um allan heim
og yfir þessi rúmlega þrjátíu ár,“
segir Orri. „Hann byrjaði mjög
snemma, í kringum 1985, að þreifa
sig inn í músík hér heima með indí-
rokki en svo fór hann mjög fljótt að
stækka hljóðheiminn og vann í öllu
mögulegu; í diskói, stofnaði fönk-
hljómsveitir, samdi pönklög, var í
þungarokkhljómsveit, gerði leik-
hústónlist og kenndi sjálfum sér
orkestrasjón.“
Sumar af þeim heimildum sem
þeir Davíð rákust á voru að þeirra
mati mjög mikilvægar en þess eðlis
að þær hentuðu ekki vel í kvik-
myndaformið. Þá fór að hvarfla að
þeim að gera bókverk. „Sumir
myndu lýsa Jóhanni sem feimnum
eða hlédrægum, jafnvel lokuðum, en
það er mikil einföldun, hann bara
hleypti ekki öllum að sér og hann
átti sér ákveðin tjáningarform sem
voru honum eðlislæg og það var
kannski ekki að tala mikið. Hann
tjáði sig alveg gríðarlega mikið og
vel í gegnum texta, m.a. í bréfa-
samskiptum við vini og samstarfs-
fólk og alls konar textum sem hann
skrifaði í sinni rannsóknarvinnu.
Það er dæmi um efni sem hentar
miklu betur í bók en í mynd.
Þegar hann var að vinna að tón-
list þá sökkti hann sér gjarnan í
margra mánaða, og stundum
margra ára, rannsóknarvinnu. Hann
skrifaði gríðarlega mikið af textum í
stílabækur fyrir sjálfan sig en líka
hálfgerð manifestó eða gróf handrit
að því sem hann var að gera og
þessir textar eru svo lýsandi fyrir
hans sköpunarferli. Sumir af vinum
hans og samstarfsfólki hafa auk
þess deilt með okkur
tölvupóstsamskiptum og öðru slíku.
Þetta segir alveg gríðarlega mikið
um það hvernig hann nálgaðist
hluti, sem var á margan hátt óvenju-
legt. Þetta er mjög spennandi efni
og lýsandi fyrir sköpunarkraftinn
sem bjó í honum, og það væri algjör
synd að skilja það eftir.“
Þeir ákváðu því að skella í bók
auk kvikmyndarinnar, en þó ekki
fyrr en eftir miklar vangaveltur.
Orri segir það að gera heimildar-
mynd taka algerlega yfir líf manns,
svo að bæta við bók hafi í fyrstu
virkað afleit hugmynd. Það hafi þó
verið ákveðinn léttir því það að
vinna samhliða með tvo miðla auð-
veldi vinnuna við hvorn fyrir sig. „Í
bókinni gefst miklu meiri tími til
þess að fara nákvæmar ofan í kons-
epthugsun Jóa, rannsóknaraðferðir
og nálgun hans á tónlist á meðan
kvikmyndaformið býður upp á að
sýna meira,“ segir Orri.
Einstaklingur og samfélag
„Útgangspunkturinn er listamað-
urinn Jóhann og portrett af honum
sem skapandi einstaklingi. Í fyrstu
ætluðum við mjög markvisst að
sneiða fram hjá öllum ævisöguleg-
um atriðum en svo þegar maður fer
að vinna þetta efni þá verður ekki
hjá því komist að snerta stundum á
tilteknum atriðum í lífi hans sem
augljóslega höfðu mjög mótandi
áhrif á hvernig hann skapaði, hugs-
aði og vann.“
Orri segir að verkin tvö verði
portrett af listamanninum en ekki
síður samfélaginu sem hann óx úr,
því það sé ekki sanngjarnt að fjalla
um einstaklinginn Jóhann sem eitt-
hvert eyland. „Það er ekki hægt að
aftengja einstaklinginn því samfél-
agi sem hann sprettur úr, því list-
ræna samfélagi sem þrífst í kring-
um hann og nærði hann. Rauður
þráður hjá okkur er einmitt að fjalla
um þennan tiltekna einstakling í
samhengi við það samfélag sem
hann óx úr, vegna þess að það er svo
augljóst, í tilfelli allra sem standa
upp úr og eru kallaðir snillingar, að
þeir þrífast ekki í einhverju tóma-
rúmi. Þeir nærast á því samfélagi
sem þeir verða til í, en stór hluti af
því samfélagi gleymist og fær aldrei
kredit. Þetta skekkir mjög þá mynd
sem almenningur kann að hafa af
þessu listræna ferli og nærir þessa
hæpnu hugmynd um „snillinginn“.
Okkur langar svolítið að stinga á
þetta og erum í mjög góðri aðstöðu
til þess, vegna þess að bæði ég og
Kristín Björk vorum vinir hans og
við vitum hversu mikið hann og
hans sköpun þreifst á samstarfi og
samtali við annað skapandi fólk. Ef
Jói var snillingur í einhverju þá var
það einmitt í því að finna gott fólk til
þess að vinna með og það hefur ver-
ið ótrúlega skemmtileg hliðarafurð
af þessari rannsóknarvinnu að finna
það að allir sem við nálgumst, sem
unnu með honum, eru alveg ótrú-
lega miklir öðlingar, eldklárt, örlátt
og hlýtt fólk og klárt og skapandi
fólk. Okkur langar að teikna stærri
mynd, setja Jóhann í forgrunn en
inn í þetta samhengi.“
Á eigin forsendum
Orri leggur áherslu á þá sérstöðu
Jóhanns að vera að mestu leyti
sjálfmenntaður listamaður. „Það er
mjög áhugaverður vinkill á hans
hugsun og sköpunarferli. Það hafði
greinilega mjög mótandi áhrif á
hvernig hann vann. Ég held að það
hafi litað mikið hvernig hann náði að
koma sér á óvenjulegan hátt inn í
Hollywood, algjörlega á sínum eigin
forsendum. Sköpunarferlið hans er
heillandi og ótrúlega skemmtilegt
að sjá hvaða leiðir hann fór.“
Heimildarvinnan sem liggur að
baki er gríðarleg, að sögn Orra. „Í
rúm tvö ár héldum við áfram að elta
nýjar vísbendingar og endalaust
hrösuðum við um nýja þræði þannig
að þetta hefur verið reglulega yfir-
þyrmandi verkefni á köflum. Allt
þar til bara mjög nýlega, þá fannst
okkur loksins eins og við sæjum til
lands. Við teljum okkur hafa nokkuð
góða yfirsýn núna.“
Auk þess að gera kvikmynd og
bókverk er markmið Orra og Davíðs
með þessari rannsóknarvinnu að
safna saman gagnasafni um Jóhann
og samfélagið í kringum hann. Efni
sem verður flokkað og skrásett, af-
hent dóttur Jóhanns til eignar, en
einnig varðveitt hjá The Jóhann
Jóhannsson Foundation og gert að-
gengilegt fræðimönnum og listafólki
framtíðarinnar.
Draga fram heillandi sköpunarferli
- Orri Jónsson og Davíð Hörgdal Stefánsson gera heimildarmynd og bókverk um starf Jóhanns
Jóhannssonar tónskálds - Portrett af skapandi einstaklingi og því samfélagi sem hann óx úr
Glaðbeittur Jóhann Jóhannsson á tónleikum KEXP-útvarpsstöðvarinnar árið 2014.
Tónelskur Jóhann ungur með gítar.
Snemma beygist krókurinn.
Orri Jónsson