Morgunblaðið - 19.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Landhelgisgæslan hefur mátt
berjast við Reykjavíkurborg
um tilveru sína á Reykjavíkur-
flugvelli og alls óljóst hvernig sú
rimma fer. Þetta hefur lengi verið
ljóst með vinstri meirihlutann við
stjórnvöl-
inn í borg-
inni en
komst upp
á yfirborðið
nýlega þeg-
ar Gæslan
þurfti að
bæta aðstöðu sína til að koma fyrir
bættum þyrlukosti ásamt öðrum
tækjabúnaði. Borgarfulltrúi Við-
reisnar segir að afstaðan sé að
Reykjavíkurflugvöllur fari og vill
Gæsluna í Hvassahraun!
- - -
Nú hefur verið sótt um leyfi til
að byggja nýtt flugskýli fyrir
Landhelgisgæsluna á Reykjavíkur-
flugvelli og verður fróðlegt að sjá
hvernig þeirri umsókn reiðir af.
- - -
En það er ekki bara Landhelgis-
gæslan sem meirihlutinn í
borginni reynir að koma annað. Ey-
þór Arnalds, oddviti sjálfstæðis-
manna í borginni, benti á það á dög-
unum að ástæðan fyrir því að
Tækniskólinn væri að flytja til
Hafnarfjarðar væri sú að borgin
hefði ekki boðið raunhæfa lóð.
- - -
Eyþór nefndi fleiri dæmi: „Við
höfum haft fréttir af því að
borgin sé að skoða möguleika á að
flytja malbikunarstöðina sem hún
rekur í Hafnarfjörð því hún hefur
átt í erfiðleikum með að finna henni
stað í borginni. Mörg fyrirtæki eins
og Björgun sem voru að sinna hús-
næðismarkaðnum eru bara með
enga lóð og enga starfsemi. Íslands-
banki fór af Kirkjusandi yfir í
Kópavoginn, Tryggingastofnun fór
af Hlemmi sem átti að vera besti
staðurinn fyrir almennings-
samgöngur í Kópavoginn líka og
svo sjáum við Tækniskólann núna
fylgja á eftir. Þetta er of mikið.“
„Þetta er of mikið“
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið
ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykja-
víkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstilling-
arnefndar að framboðslista flokksins í kjördæm-
inu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.
„Listinn sem uppstillingarnefnd leggur fram
er felldur af félagsmönnum og þar með er þetta
úr höndum nefndarinnar og stjórn Reykjavíkur
suður þarf að taka ákvörðun um hvað við gerum,“
segir Anna Björg Hjartardóttir, formaður Mið-
flokksfélags Reykjavíkur suður.
Anna segir nokkrar leiðir færar en til þess að
gera þetta sem „handhægast fyrir alla um há-
sumar“ hafi verið tekin sú ákvörðun að fara í svo-
kallað oddvitakjör, þar sem eingöngu er kosið um
þá sem sóttust eftir fyrsta sætinu. Síðan verður á
félagsfundi eftir viku, þegar niðurstaðan er feng-
in, listinn lagður fram sem ein heild til sam-
þykktar félagsmanna. „Þar sem það var enginn
ágreiningur um listann í heild, aðeins oddvitasæt-
ið, verður aðeins kosið um það,“ segir Anna en
stuðningsmenn Þorsteins Sæmundssonar sættu
sig ekki við að hann væri ekki í oddvitasætinu í
tillögu uppstillingarnefndar. Tillaga var gerð
um Fjólu Hrund Björnsdóttur.
„Þó svo að það standi að þetta sé ráðgefandi
kosning þá er það vegna þess að það er ekki
nógu mikill lagastuðningur við það. Í lögum fé-
lagsins er ekkert nákvæmlega um þetta og þá
er þetta kallað ráðgefandi en að sjálfsögðu er
uppstillingarnefndin að fara eftir vilja félags-
manna um hvað þeir kjósa,“ segir Anna enn
fremur.
Boða oddvitakjör í borginni
- Miðflokksmenn kjósa aðeins um oddvitasætið - Ráðgefandi kosningar
Bandaríska herskipið USS Roose-
velt kom hingað til lands í morgun
og liggur nú við Skarfabakka.
Ríkislögreglustjóri ákvað að
setja bann á að fljúga dróna innan
400 metra radíuss frá skipinu,
bæði meðan það er á sjó innan ís-
lenskrar landhelgi og við höfnina.
Bannið gildir til 22. júlí og má því
ætla að skipið verði hér þangað til.
Skipið er hluti af skipaflota
bandaríska sjóhersins og var nefnt
í höfuðið á Franklin D. Roosevelt,
fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og
konu hans, Eleanor. Skipið er
tundurspillir og var það þrítugasta
af sinni tegund þegar það var tek-
ið í notkun árið 2000.
„Það er ekki óvanalegt að er-
lend herskip komi við hjá Íslandi á
siglingu um Norður-Atlantshaf,“
segir Sveinn H. Guðmarsson, upp-
lýsingafulltrúi utanríkisráðuneyt-
isins. Þau komi oft til að taka vist-
ir eða áhafnaskipti fari fram.
Skipin komi alltaf hingað með
leyfi íslenskra stjórnvalda.
ari@mbl.is
Roosevelt kominn til
Reykjavíkurhafnar
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Forseti Skipið er nefnt eftir hjónunum Franklin D. og Eleanor Roosevelt.