Morgunblaðið - 19.07.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 g Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061g Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 g alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
alnabaer.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Viðbrögð fólks sem hefur komið
hingað í nýja miðbæinn á Selfossi
síðustu daga eru sterk og já-
kvæð. Við lítum á þessa opnun
sem eins konar generalprufu,
eins og sagt er í leikhúsum. Hún
heppnaðist vel. Ýmis frágangur á
svæðinu er þó eftir og formleg
opnun verður þegar nær dregur
hausti,“ segir Vignir Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Sigtúns þró-
unarfélags. Félagið stendur að
uppbyggingu í nýjum miðbæ á
Selfossi; þangað hafa þúsundir
lagt leið sína eftir að svæðið með
fjölda nýrra húsa var opnað á
laugardegi fyrir rúmri viku.
Í fyrsta áfanga miðbæjar-
verkefnins eru þrettán hús, öll
byggð samkvæmt fyrirmyndum
frá fyrri tíð. Þar ber hæst nýja
mathöll í húsi sem er reist eftir
svipsterkri teikningu að bygg-
ingu Mjólkurbús Flóamanna, sem
var reist 1929 og rifin 1956. Þá
hafa verið byggð þrjú timburhús,
eftirlíkingar af byggingum sem
forðum daga stóðu á Selfossi.
Þetta eru timburhús með risþaki
og kvistum; en mikill fjöldi slíkra
bygginga var á fyrri hluta 20.
aldarinnar reistur til dæmis í
Flóanum. Slík mega teljast dæmi-
gerð Suðurlandshús. Sömuleiðis
er verið að leggja lokahönd á eft-
irgerð Friðriksgáfu; amtmanns-
hússins á Möðruvöllum í Hörg-
árdal sem brann 1874.
Fjölmargar verslanir
Átta veitingastaðir, með
ólíkar áherslur í matargerð, eru
í nýja Mjólkurbúinu í miðbæ Sel-
foss. Fimm verslanir hafa þegar
verið opnaðar; Penninn – Ey-
mundsson, Tiger, Listasel, 1905
Blómahús og Mistilteinn. Fleiri
verslanir og veitingastaðir verða
opnuð á næstu vikum, svo sem
Motivo, Kjörís og Joe & the
Juice.
„Alveg frá því fyrstu hug-
að tillaga að deiliskipulagi mið-
bæjarins var samþykkt í kosn-
ingum meðal Árborgarbúa síð-
sumars 2018 kom ég inn í þetta
verkefni af fullum krafti í aðal-
starfi,“ segir Vignir.
Fimmtungur fermetra
Kostnaður við fyrsta áfanga
framkvæmda í nýja miðbænum á
Selfossi er áætlaður um 3,5 millj-
arðar króna. Á næstu mánuðum
hefjast svo framkvæmdir við
annan áfanga, en kostnaður við
verkefnið í heild er áætlaður 10-
12 milljarðar króna. „Byggðin
sem nú er búið að reisa er um
fimmtungur af heildarfjölda fer-
metra á svæðinu,“ segir Vignir.
Áætlað er að hefja framkvæmdir
við næsta áfanga í haust. Sama
fyrirkomulag verður þar og í
fyrri áfanga. Verslunar- og þjón-
usturými í eigu Sigtúns þróun-
arfélags verða á jarðhæð bygg-
inga, en íbúðir sem verða seldar
á efri hæðum.
Húsin sem til stendur að
reisa á næstu misserum eru
stærri og íburðarmeiri en þau
sem nú eru komin. Þar má nefna
Amtmannshúsið, eftir fyrirmynd
byggingar sem stóð við Ingólfs-
stræti í Reykjavík og var rifin
1972. Þá verður reist hús með
svip Hótels Íslands, sem stóð við
Aðalstræti, og Glasgow, sem var
stærsta bygging á Íslandi þegar
hún var reist árið 1862.
Hressilegt áhlaup
Vignir segir að það hafi ver-
ið mikið afrek að ná að opna
miðbæinn nýja á Selfossi aðra
helgina í júlí. „Það þurfti hressi-
legt áhlaup til að þetta gengi. En
allir lögðust á eitt, jafnt iðnaðar-
menn á okkar vegum, veitinga-
fólk, kaupmenn og svo starfs-
menn ýmissa stofnana sem unnu
hratt og vel við að ljúka öllum
úttektum og veita leyfi fyrir opn-
un. Kunnum við þessu fólki öllu
saman bestu þakkir fyrir,“ segir
Vignir að endingu.
myndir að þessu verkefni voru
settar fram árið 2015 hefur al-
menningur átt þess kost að
kynna sér málin og koma með at-
hugasemdir,“ segir Vignir. „Eftir
föngum höfum við tekið tillit til
slíkra sjónarmiða. Mörgu sem
var á upphaflegu teikningunum
eða fyrirkomulagi var breytt eft-
ir að framkvæmdir hófst. Leið-
arljósið var alltaf að hér við
reisuleg húsin yrði hlýlegt um-
hverfi sem tæki utan um gesti og
gangandi og Brúartorg – mið-
punktur svæðisins og mannlífsins
– yrði vinsæll samkomustaður.
Slíkt gekk eftir strax á fyrsta
degi.“
Markaðsmál,
ásýnd og stefna
Stofnendur Sigtúns þróunar-
félags eru Leó Árnason og Guð-
jón Arngrímsson, lengi upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, og er
Vignir sonur þess síðarnefnda.
„Sjö eða átta ár eru síðan leiðir
pabba og Leós lágu saman og
fyrstu hugmyndir að verkefninu
tóku að fæðast. Þá vorum við all-
ir í öðrum störfum og unnum að
framþróun þessa verkefnis í hjá-
verkum. Ég fór fyrst að skipta
mér af málum sem snúa að mark-
aðsmálum, ásýnd og stefnu. Eftir
Selfoss hefur öðlast nýjan svip með byggingum Sigtúns þróunarfélags sem ætlar að reisa enn fleiri í næsta áfanga
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Uppbygging Leiðarljósið að hér við húsin yrði hlýlegt umhverfi sem tæki
utan um gesti. Vignir Guðjónsson stýrir Sigtúni þróunarfélagi.
Miðpunktur bæjarins frá fyrsta degi
- Vignir Guðjónsson fæddist
árið 1982. Hann er með MS-
gráðu í markaðsfræði og al-
þjóðaviðskiptum frá Háskóla Ís-
lands. Hefur starfað við mark-
aðsmál í ferðaþjónustu lengst
af, þar af í sex ár hjá Bláa lóninu
eða þar til hann hóf störf hjá
Sigtúni þróunarfélagi árið 2018.
Framkvæmdastjóri þess félags
frá 2019.
- Vignir býr í Kópavogi, er
kvæntur Steinunni Dúu Jóns-
dóttur og eiga þau tvö börn.
Hver er hann?
Ljósmynd/Christopher Lund
Selfoss Mikið fjölmenni og hátíð í bæ á opnunardeginum nýlega.
Húnavaka var haldin nú um
helgina, en dagskrá stóð yfir frá
fimmtudegi og fram á sunnudag.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir,
skipuleggjandi hátíðarinnar, segir
hana hafa heppnast afar vel. „Þetta
gekk eiginlega vonum framar,“
segir hún. Færa þurfti viðburði
föstudagsins inn sökum rigningar
en Kristín segir það ekki hafa skipt
sköpum. Veðrið tók heldur betur
við sér á laugardeginum. „Laug-
ardagurinn var frábær, við fengum
bara bongóblíðu og svo náði hátíðin
hápunkti í brekkusöngnum á laug-
ardagskvöldinu,“ en Jónsi í Í svört-
um fötum stýrði brekkusöngnum.
Kristín hefur skipulagt hátíðina
undanfarin ár og segir að slegið
hafi verið fjöldamet í ár. Telur hún
að á milli fjögur og fimm hundruð
manns hafi sótt dansleikinn á laug-
ardagskvöld. Kristín missti þó í
raun af hátíðinni, en hún fékk upp-
hringingu þess efnis á miðvikudag
að hún þyrfti að fara í sjö daga
sóttkví. Bróðir hennar stökk þá inn
og stóð hennar vakt.
Brekkusöngurinn
hápunktur Húnavöku
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson