Morgunblaðið - 19.07.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
Hestbak Í tilefni af degi íslenska fjárhundsins var fjölbreytt dagskrá í Árbæjarsafni í gær og börnin gátu m.a. farið á hestbak og höfðu mikla ánægju af.
Sigurður Unnar Ragnarsson
„Síðustu hundrað ár-
in hefur [Kínverski
kommúnistaflokk-
urinn] sameinað Kín-
verja og leitt þá gegn-
um magnaðasta kafla
árþúsundalangrar
sögu kínversku þjóð-
arinnar,“ lýsti Xi Jinp-
ing Kínaforseti yfir í
ræðu sinni á hundrað
ára afmælishátíð
flokksins, þar sem
hann lagði áherslu á þátt flokksins í
farsæld landsins, þar á meðal efna-
hagslegum uppgangi þess. Hagsaga
Kínverska kommúnistaflokksins er
hins vegar köflótt í reynd, og jafnvel
þeim, sem það vita, yfirsést gjarnan,
að sömu hornsteinarnir eru þar
grundvöllur sigra og ósigra.
Xi hefur lög að mæla að því leyt-
inu til, að Kína hefur tekið sögulegt
stökk undir stjórn flokksins, frá því
að vera eitt af fátækustu ríkjum ver-
aldar með „tiltölulega takmarkað
framleiðsluafl“ yfir í millitekjuríki
með næststærsta hagkerfi heims.
Hins vegar nefndi hann ekki, að veg-
ferðin sú er mörkuð afhroðum á borð
við Stökkið mikla (1958-62), sem
varð kveikjan að mestu hungurs-
neyð í sögu mannkynsins og undan-
fari áratuga af strangri barneigna-
löggjöf, orsök vaxandi lýðfræði-
legrar neyðar.
Bolmagn kommúnistaflokksins til
að hagnýta framleiðslugetuna af
skilvirkni hefur komið þjóðinni vel
og drifið þróunina áfram. Eins ber
að líta til umfangsmikilla fjárfest-
inga flokksins á vettvangi heil-
brigðis- og menntamála allt frá önd-
verðum sjötta áratugnum, sem juku
lífslíkur varanlega úr
35-40 árum við fæðingu
árið 1949, í 77,3 ár nú á
dögum og á sér vart
hliðstæðu. Enn fremur
jókst skólavist umtals-
vert, úr 20 prósentum í
nær almenna á grunn-
skólastigi og úr sex
prósentum í um 88 pró-
sent í framhalds-
skólum. Læsi jókst úr
20 prósentum árið 1949
í 97 prósent nú til dags.
Kjarnaofnar og háspennukerfi
Á viðreisnartímabilinu eftir 1978
fjárfesti kínverska ríkið í sam-
göngum og endurnýjanlegri orku.
Lengd kínverskra hraðbrauta sex-
faldaðist árabilið 1988 til 2019 og er
samanlögð lengd þeirra nú meiri en
bandaríska þjóðvegakerfisins. Auk
þess hafa Kínverjar byggt 50 þriðju-
kynslóðarkjarnorkuver og votta nú
sex til átta nýja kjarnaofna ár hvert,
auk þess að hafa kynnt til sögunnar
nýtt rafmagnsdreifikerfi með ofur-
háspennu. Mótunarafl þessarar upp-
byggingar er sú metnaðarfulla yfir-
lýsing Kínverja, að árið 2030 standi
vindur, vatn og sólskin undir fjórð-
ungi orkunotkunar þjóðarinnar.
Þetta bolmagn til að hagnýta
framleiðslugetuna af skilvirkni í
þágu almennings er einn helsti
styrkur Kínverska kommúnista-
flokksins. Valdastaða hans gerir
honum kleift að standa undir efna-
hagslegum framkvæmdum, sem
tryggja almennan vöxt á sviðum þar
sem fjárfestingar einkageirans væru
ólíklegri til árangurs.
Óumdeilt er, að heilsugæsla,
menntun, endurnýjanleg orka og
innviðir stuðla að hagvexti og skapa
ómælda félagslega velferð. Þeir sem
græða eru þó ekki ávallt þeir sömu
og greiða. Þótt menntað og heilbrigt
fólk stuðli almennt að meiri fram-
leiðni, er ekki gefið, að það séu þeir
sömu og stóðu á bak við nauðsyn-
legar fjárfestingar í upphafi, sem
njóta uppskerunnar. Endurnýjanleg
orka kemur framtíðarkynslóðum til
góða, en veldur búsifjum hjá þeim
staðbundnu hagkerfum sem nú á
tímum eru háð kolum. Nýir vegir
nýtast þeim sem öðlast nýja sam-
göngumöguleika, en bóndinn sem
missir ræktarland sitt undir malbik
situr eftir með sárt ennið.
Afleiðingar frjósemisáætlana
Allt eru þetta skólabókardæmi um
hvernig gjáin milli einkalegs og fé-
lagslegs verðmætamats getur orsak-
að óarðbærar fjárfestingar. Án að-
komu stjórnvalda verða fjárfest-
ingar ónógar. Í sumum ríkjum geta
talsmenn einkageirans fengið sínu
framgengt á meðan Kínverski
kommúnistaflokkurinn hefur völd
sem tryggja honum framgang sinna
stefnumála í Kína. Á sama hátt og
ákvarðanir stjórnmálaleiðtoga eru
oft affarasælar eru kínversk stefnu-
mál svo mikil að umfangi og fram-
kvæmd, að þegar ákvarðanir reyn-
ast rangar geta afleiðingarnar orðið
skelfilegar.
Þetta gerðist í Stökkinu mikla
þegar samyrkjubúskapur þvingaði
bændur til að rækta matjurtir án
nokkurs endurgjalds eða eignar-
réttar. Sá takmarkaði hvati dró úr
framleiðslu auk þess sem örðugt
reyndist að kortleggja framleiðslu-
getu ólíkra svæða. Hungursneyðin
mikla, sem fylgdi í kjölfarið, kostaði
22-45 milljónir mannslífa á aðeins
tveggja ára tímabili og hagkerfið
hökti, sem kostaði Kínverja tveggja
áratuga neikvæðan hagvöxt.
Stefna Kínverja í barneignar-
málum kallar á annan alvarlegan
vanda. Við stofnun Alþýðulýðveld-
isins Kína árið 1949 voru íbúarnir
540 milljónir. Þá tók flokkurinn upp
framsækna frjósemisáætlun, sem
fólst meðal annars í því að takmarka
aðgang almennings að getnaðar-
vörnum, og árið 1971 voru Kínverjar
841 milljón.
Þar sem þjóðin hafði þá nýlega
upplifað hungursneyð, breytti flokk-
urinn um stefnu og tók að takmarka
barneignir með þeirri öfgakenndu
einsbarnsreglu sem gilti tímabilið
1979 til 2016. Þjóðinni fjölgaði áfram
á sama tíma og telur í dag 1,4 millj-
arða. Stefnan um eitt barn á fjöl-
skyldu hækkaði hlutfall aldraðra af
þjóðinni verulega auk þess sem karl-
mönnum fjölgaði hlutfallslega.
Afskipti til óþurftar
Stökkið mikla og barneignastefn-
ur Kínverska kommúnistaflokksins
– eins og fjárfestingar hans á sviði
heilbrigðismála, menntamála, end-
urnýjanlegrar orku eða áþreifan-
legra innviða – var háð getu flokks-
ins til að tryggja almenningi aðföng í
því augnamiði að sannfæra fylgj-
endur og snupra hina villuráfandi.
En grunnstoðir hagfræðinnar hvíla
á þýðingarmikilli aðgreiningu.
Stærstur hluti landbúnaðarafurða
nýtist þeim sem greiða fyrir þær,
gildi hins félagslega og einkalega
eru keimlík. Ríkisvaldið þarf sáralít-
ið að skipta sér af þeim þörfum ein-
staklingsins sem hann á sameigin-
legar með fjöldanum. Bætum við
þetta þeim áskorunum sem tengjast
grundvallarþörfum – svo sem að
reikna út hve mikil matvæli bóndi
skuli framleiða eða hve mörg börn
skuli tilheyra fjölskyldu – og öll rík-
isafskipti verða ekki aðeins til
óþurftar, þau eru líka rándýr.
Í ræðu sinni á afmælishátíðinni
lagði Xi þunga áherslu á framtíðar-
áætlanir flokksins og það markmið
hans að „byggja Kína upp sem stór-
kostlegt og nútímalegt alhliða jafn-
aðarríki“ þegar árið 2049 rennur
upp, hundrað ára afmæli alþýðu-
lýðveldisins. Svo þetta markmið
megi nást þarf Kínverski komm-
únistaflokkurinn að notfæra sér vald
sitt til að ryðja hagstefnu sinni
braut. Leyfum okkur samt sem áður
að vona, að valdinu verði beitt af
réttlæti, með hliðsjón af félagslegum
fremur en einkalegum gildum og að
aðrir þættir verði undir þjóðinni
komnir.
Eftir Nancy Qian » Á sama hátt og
ákvarðanir stjórn-
málaleiðtoga eru oft af-
farasælar eru kínversk
stefnumál svo mikil að
umfangi og fram-
kvæmd, að þegar
ákvarðanir reynast
rangar geta afleiðing-
arnar orðið skelfilegar.Nancy Qian
Höfundur er prófessor í stjórnunar-
hagfræði og ákvörðunarvísindum við
Kellogg-rekstrarskólann í North-
western-háskólanum og forstöðu-
maður Rannsóknarstofnunar kín-
verskra hagfræða og Stofnunar
Northwestern-háskólans í kínversk-
um fræðum.
Ávöxtur og áföll Kínverja í ljósi hagfræðinnar