Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 21
síðustu jól heima hjá Bubbu syst- ur hennar í skötuveislu Orra frænda, móðurbróður míns og föðurbróður hennar. Hún var kát og skemmtileg eins og hennar var vandi og þegar ég mundi eft- ir veikindunum og spurði hana út í stöðu mála afgreiddi hún það hratt og ákveðið, hafði meiri áhuga á að sýna mér myndir af nýja húsinu sem þau hjónin höfðu byggt á Djúpavogi. Úr stofunni þar var eitthvert besta útsýni á Íslandi og Elísabet var viss um að hún ætti eftir að njóta þess um langa tíð. Á þeim bjart- sýnu nótum kvaddi ég frænku mína og við ræddum um hversu gaman yrði þegar ég kæmi í heimsókn til hennar í nýja húsið. Með Elísabetu frænku minni er gengin harðdugleg og heil- steypt manneskja. Það er skarð fyrir skildi í hópnum okkar og erfitt að sætta sig við að hún hafi farið svona snemma. En þannig er það og okkar verður að heiðra minningu hennar með því að gera allt hið besta úr öllu því sem við erum að fást við. Þannig var hún frænka mín og það er frá- bært að hafa fengið að kynnast henni og fjölskyldunni hennar. Hugur minn er hjá þeim, guð gefi þeim styrk og þrek. Illugi Gunnarsson. Elsku Elísabet. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst alltaf svo ræktarsöm við okkur fjölskylduna og boðin og búin að aðstoða ef eitthvað stóð fyrir dyrum eða ef eitthvað kom upp á. Þú varst okkur ómet- anlegur stuðningur þegar Guðný Helga féll frá og þegar dætur hennar fermdust varst þú – og systkini þín auðvitað líka – fremst í flokki að hjálpa til, alltaf svo yfirveguð en um leið drífandi. Okkur langar líka að nefna sér- staklega hvað þú tókst vel utan um hana Kamillu þegar mamma hennar féll frá. Kamilla talaði einmitt um þig sem eina af þrem- ur manneskjum sem að ein- hverju leyti fylltu skarðið sem mamma hennar skildi eftir sig. Henni þótti alltaf svo gott að leita til þín og spjalla við þig, enda var sama hvar maður hitti á þig, þú gafst þér alltaf tíma til að skrafa (meira að segja gafstu þér alltaf tíma til að líta inn í Borg- argarð á aðfangadag og það var orðinn hluti af jólahefðinni að þú kíktir við og andaðir að þér hangikjötsilminum). Þú hafðir líka svo skemmtilega húmoríska sýn á lífið og við eigum alltaf eftir að muna smitandi hláturinn en líka þinn mikla innri styrk sem hjálpaði þér að takast á við erfið veikindi af miklu og aðdáunar- verðu æðruleysi. Þín verður sárt saknað. Elsku Emil, Guðmunda, Fanný, Sibba og fjölskyldan öll, megið þið finna styrk hvert hjá öðru í sorginni. Þínar frænkur, Svandís og Anna Heiður. Elsku Elísabet, hve sárt það er að þú sért farin á annan stað svo snemma. Þú hefur verið mér efst í huga undanfarna daga. Þú varst einstök og tókst mig hálf- partinn að þér eftir að mamma dó og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Minningarnar eru margar og dýrmætar, eins og þegar ég var hjá ykkur sumarið 2016 í Miðtúni. Þú að hjálpa mér að reyna skilja stærðfræði. Ég og Fanný að stelast í súkkulaðið þitt eftir skóla. Símtölin okkar sem voru aldrei styttri en klukkutími og þá var talað út í eitt um allt og ekkert. Eins og ég segi eru þessar minningar dýr- mætar og þær verða varðveittar þar til minn tími kemur. Ég lof- aði þér á spítalanum að standa með og styrkja Fanný alla tíð og það skal ég svo sannarlega gera. Takk fyrir allt, elsku Elísabet. Kærleikskveðja, Kamilla Marín. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 ✝ Ásdís Jón- asdóttir fædd- ist í Stykkishólmi 4. júní 1941. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í Reykja- vík 24. júní 2021. Foreldrar hennar voru Jónas Pálsson, f. 24.9. 1904, d. 13.9. 1988, og Dagbjört H. Níelsdóttir, f. 6.2. 1906, d. 14.5. 2002. Systur Ásdísar eru: Ástríð- ur Helga, f. 14.11. 1930, d. 28.3. 2018; Unnur Lára, f. 30.3. 1935, d. 30.11. 2019, og Jóhanna, f. 6.6. 1937. Eiginmaður Ásdísar var Frið- þjófur Max Karlsson, f. 6.5. 1937, d. 26.10. 2015. Foreldrar hans voru Regína Jónasdóttir, f. 24.7. 1909, d. 24.4. 1943, og Karl Ferd- inand Schulz, f. 12.7. 1902, d. 6.2. er fjölskyldan flutti í Stykk- ishólm. Hún gekk í Barnaskól- ann í Stykkishólmi og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Þar vann hún meðal annars í mat- vöruversluninni Jónsbúð í Blönduhlíð. Veturinn 1958 til 1959 var hún í Húsmæðraskól- anum í Reykjavík á Sólvallagötu 12, sem þá var heimavistarskóli. Ásdís stofnaði ung fjölskyldu og var framan af heimavinnandi húsmóðir. Hún vann síðar meir mismunandi skrifstofustörf í Framkvæmdastofnun ríkisins, sem síðar varð Byggðastofnun og hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR). Árin 2001-2004 bjó Ásdís ásamt eiginmanni sín- um, Friðþjófi, á Sauðárkróki og unnu þau bæði hjá Byggða- stofnun, en stofnunin fluttist á Sauðárkrók árið 2001. Þau hjón- in fluttu svo til baka til Reykja- víkur 2004. Ásdís verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, 19. júlí 2021, klukkan 15. 1940. Ásdís og Frið- þjófur giftust 14.11. 1959. Börn Ásdísar eru 1) Sigurlaug Regína Friðþjófs- dóttir, f. 10.9. 1961. Dóttir hennar er Birta Marlen Lamm, f. 15.3. 1991, sem er gift Bárði Ís- leifssyni, f. 25.8. 1991. Dóttir þeirra er Lóa Máney, f. 19.3. 2021. 2) Jónas Gauti Frið- þjófsson, f. 17.7. 1966. Sambýlis- kona Jónasar Gauta er Ragn- hildur Georgsdóttir, f. 6.1. 1980. Sonur Jónasar er Maximilian Mikolaj Gauti Klimko, f. 24.4. 1994. Sonur Jónasar og Ragn- hildar er Júlían Georg Metúsal- em, f. 13.2. 2021. Ásdís ólst upp í Elliðaey á Breiðafirði til fimm ára aldurs, Tengdamóðir mín, Ásdís Jón- asdóttir, hefur kvatt þessa jarð- vist og mig langar að minnast hennar og þakka henni samfylgd- ina með nokkrum orðum. Ég kynntist Ásdísi, eða Dísu, fyrir tæpum 12 árum þegar við Jónas fórum að vera saman. Dísa hafði ákveðna eiginleka sem gerðu það að verkum að auðvelt var að kynn- ast henni og tengjast. Hún kom til dyranna nákvæmlega eins og hún var klædd og var auk þess létt í skapi og hlý. Til marks um hlýju hennar hafði ég aldrei fengið betri og innilegri knús en hjá henni og ég fullyrði að slík knús eru vand- fundin. Ég mun sakna þeirra inni- lega en á jafnframt auðvelt með að rifja tilfinninguna upp í huganum. Annar kostur Dísu var einstök gjafmildi hennar. Hún bauð rausnarlega út að borða, gaf fínar gjafir og jafnvel gaukaði að manni einhverju af sínum eigum. Heimili þeirra hjóna, Dísu og Diddós, var líka einstaklega hlýlegt og maður fann þar einstaka ró og stemmn- ingu. Fallegir munir, hlýleg ljós og persónulegur stíll umvöfðu mann. Dísa sjálf var alltaf vel til- höfð og fín og ekki minnist ég hennar öðruvísi en með nýlakkað- ar táneglur. Ekki er hægt að minnast Dísu án þess að minnast á æskuna í Elliðaey og Stykkis- hólmi. Að alast upp í slíkri teng- ingu við náttúruna er alveg hreint stórkostlegt. Ég man sögu af Dísu lítilli að klappa æðarkollu! Ævin- týralegur heimur en hin miskunn- arlausu náttúruöfl samt svo nálæg líka. Ákveðin örlagatrú og æðru- leysi sem ég skynjaði hjá tengda- móður minni hefur án efa mótast þarna í þessu samspili manns og náttúru. Dísa var ung þegar hún kynntist manninum sínum og þau höfðu greinilega lifað innihalds- ríku lífi saman. Eignast tvö börn og barnabörn sem þau voru ákaf- lega stolt af. Notið samvista við vini og vandamenn. Sumrin í Stykkishólmi og ferðirnar fram í Elliðaey. Utanlandsferðir um all- an heim. Dvöl í Þýskalandi á 8. áratugnum og tímabundnir flutn- ingar til Sauðárkróks í upphafi nýrrar aldar. Svo margt brallað. Dísa missti mikið þegar Diddó dó og einnig var höggið þungt þegar Helga systir hennar lést. Dísa hafði þá á orði að sér liði hálfpart- inn eins og hún hefði verið skilin eftir. Nú hefur hún fengið hvíldina og ég vil trúa að hún sé nú umvafin sínum nánustu í annarri vídd. Ég þakka Dísu innilega fyrir sam- fylgdina og faðma hana að mér í huganum og hjartanu. Ragnhildur S. Georgsdóttir. Ég sit á litlum palli við þvotta- húsdyrnar í Ási og græt. Hjarta mitt er fullt af sorg og söknuði. Þá kemur unglingsstúlka gangandi og sest hjá mér, tekur utan um mig og spyr mig af hverju ég sé að gráta. Með ekkasogum segi ég – nú á ég enga systur lengur, hún Sigga mín er farin og það er svo leiðinlegt. Dísa mín tekur mig í fangið og segir: ég skal vera systir þín, elsku Dadda mín. Þessi fallega og góða frænka mín stóð við orð sín, ég fékk frá henni jólagjafir og afmælisgjafir, hún heimsótti okkur oft og ég veit að mömmu var hún mikil huggun og henni þótt mjög vænt um Dísu eins og allar fallegu systurnar á Staðarfelli. Ásdís var yngst og hún var afar glæsileg og ég var stolt af því að eiga hana fyrir frænku. Við vorum systkinabörn í báðar ættir. Það voru fjögur systkini úr Sel- látri sem giftust fjórum systkinum úr Höskuldsey. Af þessu fólki lifir nú aðeins ein kona af hverjum legg. Breiðfirðingar í báðar ættir. Jónas og Dagbjört voru mjög náin pabba og mömmu og var mikill samgangur á milli fjölskyldanna. Ég var alltaf aufúsugestur á Stað- arfelli og þær systur ólatar að passa mig og leika við mig. Þær lánuðu mér og gáfu barnabækur sem þær voru búnar að lesa þegar þær fundu út lestrarsýki frænku sinnar. Helga var farin að heiman þegar ég man eftir mér, en kom oft í Hólminn með strákana sína. Þær Unnur, Jóhanna og Ásdís voru heima við. Dísa fór að heiman ung en sendi mér alltaf jólakort og þegar hún kom í heimsókn í Hólm- inn hitti ég hana alltaf. Hún giftist svo Friðþjófi og fór að búa í Reykjavík. Við mamma gistum oft á Baldursgötunni þar sem þau bjuggu fyrst. Þangað var ég send þegar ég fór í fyrsta sinn ein til Reykjavíkur, þurfti að hitta augn- lækninn minn, sem ég gerði ár- lega. Dísa og Diddó mættu niður að rútu og sóttu mig og Dísa fór með mér til augnlæknisins. Merkilegast var í þeirri ferð að ég fór í Tívolí sem þá var í Vatnsmýr- inni, með stelpu sem var nýflutt úr Stykkishólmi og bjó stutt frá. Dísa leyfði það og gaf mér aura svo ég gæti farið í nokkur tæki. Samband okkar minnkaði eftir því sem lífið fór að þvælast fyrir okkur. En alltaf var samband okk- ar á milli og svo eignuðust þau Sigurlaugu Regínu og seinna Jón- as Gauta sem var jafnaldri eldri sonar míns. Þau eignuðust síðar lítið hús í Stykkishólmi og þar dvaldi Dísa oft og var gaman að heimsækja hana þar. Hafði á til- finningunni að Dalakofinn væri hennar griðastaður. Friðþjófur andaðist svo fyrir nokkrum árum og síðustu árunum eyddi Dísa í íbúð fyrir aldraða. Ég held að hennar tími hafi verið kominn og hún hafi verið sátt við að fara. Hún andaðist eftir stutta sjúkrahús- legu. Gott var að heyra að Jó- hanna systir hennar gat kvatt hana á dánarbeði. Ég óska Ásdísi Jónasdóttur góðrar ferðar á haf minninganna og landtöku í gróð- ursælum reit, í dalakofa Dísu minnar. Sigurlaugu, Jónasi og fjölskyldum þeirra sendi ég kær- leikskveðjur. Einnig Jóhönnu sem nú lifir ein fallegu systranna frá Elliðaey og Staðarfelli í Stykkis- hólmi. Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Vináttan er vorsins ljómi vináttan er lífið manns, jafnt í æsku og aldurdómi, er hún máttur kærleikans. (Rósa B. Blöndals) Það var á haustmánuðum 1958 að hópur ungra stúlkna hittist í Húsmæðraskólanum í Reykjavík en á þeim tíma var húsmæðra- skólavist talin góður undirbúning- ur fyrir lífið. Framundan var 9 mánaða samvera hópsins okkar í heimavist skólans. Ein stúlkan var hin 17 ára Ásdís Jónasdóttir frá Stykkishólmi og var hún trúlofuð Friðþjófi Max Karlssyni (Diddó). Það að búa svo lengi saman í heimavist varð til þess að mörgum vinafræjum var sáð sem urðu afar dýrmæt með árunum og hafa nú lifað góðu lífi í yfir 60 ár. Eftir út- skrift hópsins árið 1959 giftust Dísa og Diddó og stofnuðu heimili. Árið 1961 fæðist þeim Sigurlaug Regína (Silló) og árið 1966 Jónas. Dísa og Diddó voru alltaf afar stolt af börnunum sínum og studdu þau í námi og starfi. Fljót- lega eftir að húsmæðranáminu lauk stofnaði árgangurinn okkar saumaklúbb. Allar voru velkomn- ar en eins og gengur varð eftir hópur sem hefur hist á tveggja vikna fresti í öll þessi ár. Þegar börnin okkar fóru að vaxa úr grasi var stofnaður ferðaklúbbur og voru eiginmennirnir teknir með. Við leigðum okkur rútu hjá Aust- urleið og fengum frábæran bíl- stjóra, Jón Sigurjónsson, sem varð bílstjóri okkar í ótal ferðum um landið bæði í byggðum og óbyggðum. Þessar ferðir voru mjög vel skipulagðar og ógleym- anlegar. Dísa og Diddó voru alltaf með og miklir gleðigjafar. Einnig fórum við nokkrar ferðir til út- landa og þar á meðal skipulagði Diddó mjög vel heppnaða ferð til Þýskalands. Árin liðu og því miður fór að fækka í góða hópnum okk- ar. Krabbameinið tók stóran toll og aðrir sjúkdómar. Dísa og Diddó voru afar samtaka í öllu og erfitt að nefna annað án þess að nefna hitt. Margar veislurnar höf- um við setið á þeirra fallegu heim- ilum. Dísa var mikill fagurkeri og var heimili þeirra prýtt fallegum munum sem hún kom alls staðar fallega fyrir. Síðustu stórveisluna sátum við eftir að þau fluttu í glæsilega íbúð í Mörkinni. Diddó veiktist síðan af alzheimer og tók- ust þau á við það saman eins og allt annað með hjálp barna sinna. Hann lést í október árið 2005. Það var Dísu afar erfitt því sjálf var hún orðin lasin. Alltaf reyndi hún að koma í saumaklúbb og þegar hún treysti sér ekki lengur til að hafa saumaklúbb heima, bauð hún okkur af miklum rausnarskap út að borða. Hún elskaði börnin sín og barnabörnin þrjú og nýlega eignaðist hún fyrstu langömmus- telpuna sem hún náði ekki að hitta þar sem hún býr í Danmörku. Dísa varð síðust af okkur í sauma- klúbbnum til að verða 80 ára þann 4. júní sl. Hún treysti sér ekki út en átti gott kvöld með börnunum sínum. Örfáum dögum síðar var hún flutt á spítala og þar uppgötv- aðist að hún var miklu veikari en nokkur vissi. Þar sofnaði þessi kæra vinkona okkar 24. júní sl. Við vottum Silló, Jónasi og fjöl- skyldum innilega samúð. Einnig Jóhönnu systur hennar og fjöl- skyldum. Við vitum að nú er elsku Dísa komin í fangið á Diddó og líð- ur vel. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Árný J. Guðjohnsen. Ásdís Jónasdóttir ✝ Inga ísaks- dóttir fæddist í Ási í Ásahreppi 19. júlí 1927. Hún and- aðist 9. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Kristín Þuríður Sigurðar- dóttir frá Selalæk, f. Helli í Ásahreppi 25.12. 1905, d. 6.3. 2002, og Ísak Jakob Eiríksson, bóndi í Ási í Ásahreppi og síðar útibús- stjóri Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk, f. á Stokkseyri 8.3. 1899, d. 1.5. 1977. Systkini Ingu eru Eiríkur f. 24.6. 1931, d. 18.5. 2008, Sigurður, f. 16.8. 1934, og Fríða, f. 16.1. 1937. Inga giftist 29. desember 1956 Matthíasi Jónssyni frá Lækjarbotnum í Landssveit, f. 21. september 1918, d. 20. október 2006. Börn: 1) Friðrik Axel Þorsteinsson, f. 23. nóvember 1947, d. 19. nóvember 2011. Faðir Þorsteinn E.V. Einarsson, f. 5. júní 1927, d. 27. október 2) Steinunn Jóna Matthías- dóttir, f. 13. júní 1957. 3) Ísak Jakob Matthíasson, f. 25. júní 1963. Maki Hulda Gunnarsdóttir, f. 13. júlí 1962. Börn: a) Matthías Orri, f. 16. desember 1991. Maki Rut Ingvarsdóttir, f. 1. mars 1992. Börn: Ronja Sif, f. 31. desember 2013, Bjartey Mía, f. 17. sept- ember 2020. b) Steinar, f. 16. september 1995 c) Inga, f. 22. ágúst 2002. Inga lauk fullnaðarprófi og gekk í Kvennaskólann á Hvera- bökkum í Hveragerði. Inga og Matthías flytja til Reykjavíkur 1955 og ganga í hjónaband 29. desember 1956. Kaupa sína fyrstu íbúð á Rauðarárstíg árið 1957 og búa þar til ársins 1968 þegar þau flytja í raðhús í Brúnalandi í Fossvogi. Árið 1997 flytja þau í Hæðargarð 33. Inga var lengst af húsmóðir en vann síðar við ýmis félagsstörf og framreiðslu- störf. Hún var liðtæk á orgel og hafði gaman af því að yrkja vís- ur. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, mánudaginn 19. júlí, klukkan 13. 2010. Eiginkona Helga Þ. Einars- dóttir, f. 7. júlí 1948. Börn: a) Matt- hías Örn f. 18. febr- úar 1970. Eigin- kona Svafa Grönfeldt, f. 29. mars 1965, börn Viktor Grönfeldt Steinþórsson, f. 17. maí 1994, og Tinna Grönfeldt, f. 27. apríl 2002. b) Bjarki Hrafn Frið- riksson, f. 13. apríl 1975, eigin- kona Bryndís Guðmundsdóttir, f. 22. apríl 1974, synir þeirra eru Friðrik Örn, f. 31. ágúst 2001, Anton Ari, f. 8. apríl 2004, Arn- ar Darri, f. 24. janúar 2008 og Helena Björk, f. 10. ágúst 2014 c) Ingibjörg Dröfn Friðriks- dóttir, f. 7 júlí 1979, eiginmaður hennar er Gunnar Hafsteinsson, f. 20. september 1976, börn þeirra eru Hafsteinn Orri, f. 18. júlí 2006, Helga Dögg, f. 26. maí 2010, og Friðrika María, f. 17. júlí 2014. Elskuleg tengdamóðir mín, Inga Ísaksdóttir, hefði orðið 94 ára í dag, en hún kvaddi tíu dög- um fyrir afmælið, þann 9. júlí sl. Ég kynntist Ingu í júní árið 1983 þegar ég og Ísak vorum að byrja saman. Ég var afar stressuð og feimin en hann leiddi mig upp í stofu til hennar þar sem hún var að lesa blöðin og leggja kapal. Ísak kynnti mig fyrir mömmu sinni og hún tók mér opnum örm- um og bauð mig hjartanlega vel- komna í fjölskylduna. Inga var falleg kona, ávallt róleg í fasi, vandvirk, félagslynd og mikil hannyrðakona. Hún hafði gaman af því að hitta fólk og spjalla um daginn og veginn en hún hafði líka gaman af ættfræði og spurði gjarnan um uppruna. Hún var fædd og uppalin í Ási í Ásahreppi og var elst af fjórum systkinum. Í bernsku aðstoðaði hún við heim- ilishaldið og búskapinn eins og þá var til siðs. Hún fór síðar að vinna í kaupfélaginu á Rauðalæk þar sem faðir hennar var útibússtjóri. Hún hafði gaman af því starfi, allt- af að hitta sveitunga sem áttu er- indi í kaupfélagið og nóg að gera. Inga eignaðist soninn Friðrik Ax- el tvítug að aldri og bjuggu þau mæðgin hjá foreldrum hennar fyrstu árin. Inga var áhugasöm um ferðalög og greip tækifærið þegar Ungmennafélag Íslands bauð upp á ferð til Norður- landanna árið 1953 og sagði hún oft frá þeirri ferð sem var henni afar minnisstæð. Hún kynntist Matthíasi Jónssyni frá Lækjar- botnum í Landsveit skömmu síðar og gengu þau í hjónaband árið 1956. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og hóf búskap á Rauðarárstíg 30. Þar fæddist þeim dóttirin Steinunn árið 1957 og sex árum síðar sonurinn Ísak. Inga og Matthías byggðu raðhús í Brúnalandi í Fossvogi og fluttu þau þangað árið 1968. Matthías vann um áratugaskeið sem bíl- stjóri, lengst af hjá BSR meðan Inga sá um heimilið og börnin en hún var alltaf natin og góð hús- móðir. Þau hjónin ferðuðust mikið innanlands og fóru einnig til sólar- stranda í góðra vina hópi. Síðar á ævinni vann Inga við framreiðslu í veislum og á mannamótum en það starf hentaði henni vel, enda hafði hún gaman af því að hitta fólk. Inga samdi ótal vísur um sam- ferðamenn sína, börnin sín og barnabörnin en var lítið fyrir að flíka hæfni sinni í þessari skemmtilegu kúnst sem vísnagerð er. Inga gekk í gegnum margt á langri ævi en það sem stóð henni alltaf næst var fjölskyldan; hún var afar stolt af hópnum sínum og hrósaði öllum óspart. Hún glímdi við heyrnarleysi sem gerði henni erfitt fyrir hin síðari ár en alltaf var stutt í brosið og hún þráði ekkert frekar en að vera innan um aðra þó svo að hún gæti ekki heyrt það sem fram fór. Ég kveð tengdamóður mína með hlýju og einlægri þökk fyrir samfylgdina og læt hér fylgja með vísu sem hún orti til mín er ég var á leið í nám til Frakklands. Hafðu það nú Hulda mín helst sem allra best. Mundu að gleði og gæfa þín gefst þér heima mest. Úr Fossvoginum ferðu nú fararheilla njóttu. Til ættlandsins þú aftur snú á heiðri sumarnóttu. Á sama hátt óska ég henni góðrar heimferðar í sumarlandið. Hvíl í friði, elsku Inga. Hulda. Inga Ísaksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.