Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 26
FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik og KR náðu ekki að saxa verulega á forskot Vals á toppi Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta þar sem þau skildu jöfn, 1:1, á heimavelli KR- inga í Frostaskjóli í gærkvöldi. Vals- menn eru því enn með fjögurra stiga forskot, þrátt fyrir óvænt tap fyrir ÍA. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 48. mínútu með skalla af stuttu færi en Höskuldur Gunn- laugsson jafnaði fyrir Breiðablik með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 67. mínútu og þar við sat. Eftir jöfn- unarmarkið litu fá færi dagsins ljós og virtust liðin hugsa fyrst og fremst um að koma í veg fyrir tap. „Liðin sættust á jafnan hlut, þótt hvorugt þeirra sé eflaust sátt við eitt stig hvort enda gerir jafntefli lítið fyr- ir þau í baráttunni í efri hluta deild- arinnar. Sigur hefði hjálpað báðum liðum að saxa á forskot Vals, sem er í toppsætinu og tapaði leik sínum gegn ÍA í gær. Breiðablik fer með jafn- teflinu upp fyrir Víking úr Reykjavík og er nú í öðru sætinu, en KR heldur kyrru fyrir í fjórða sæti,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. um leikinn á mbl.is. _ Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fjórða mark í sumar en hann fékk einnig sitt fjórða gula spjald og er því kominn í leikbann. _ Árni Vilhjálmsson lék sinn 100. keppnisleik hér á landi. 84 hafa komið í efstu deild, átta í B-deild og átta í bikarkeppni. Langþráður sigur FH FH vann sinn fyrsta sigur í deild- inni frá 17. maí er liðið hafði betur gegn Fylki á heimavelli, 1:0. Rétt eins og í Evrópuleikjum FH gegn írska liðinu Sligo Rovers var Steven Len- non hetjan en Skotinn skoraði sig- urmarkið á 78. mínútu. Sigurinn lyfti FH úr tíunda sæti og upp í það sjötta og er liðið aðeins búið að fjarlægjast fallsætin. Fylkisliðið hefur tapað tveimur af síðustu þremur og er enn í fallbaráttu, þrátt fyrir að vera í sjö- unda sæti, en fjögur stig skilja að ell- efta sæti og það sjöunda. „Leikurinn í kvöld var kannski í ágætis takti við erfitt gengi beggja liða undanfarið, þótt FH-ingar hafi að vísu unnið tvo sigra í Sambandsdeild Evrópu nýlega. Bestu menn vallarins voru markverðirnir; Aron Snær Frið- riksson var frábær í marki Fylkis og Gunnar Nielsen kom sömuleiðis heimamönnum nokkrum sinnum til bjargar og var valinn maður leiksins af FH-ingum,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is. _ Ólafur Guðmundsson lék sinn fyrsta leik með FH og sinn fyrsta leik í efstu deild. Hann kom til FH frá Breiðabliki eftir að hafa verið að láni hjá Grindavík. _ Guðmann Þórisson lék sinn 150. leik í efstu deild. Leikirnir hafa verið með Breiðabliki, FH og KA. _ Morten Beck Guldsmed lék sinn fyrsta leik fyrir FH á tímabilinu. Hann var að láni hjá ÍA fyrri hluta leiktíðarinnar. Fyrsti leikur KA á Akureyri KA hafði betur gegn HK, 2:0. Leik- urinn var sá fyrsti á Akureyri í deild- inni í sumar, þar sem KA lék fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvíkurvelli. Greifavöllurinn er hins vegar klár og KA-mönnum líður vel á eigin heima- velli. Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson héldu upp á tilefnið með að skora sitt glæsimarkið hvor í ann- ars jöfnum leik. Spilað var við kjör- aðstæður þótt völlurinn væri ekki al- veg kominn í sitt besta stand. Sólin skein og hitinn lá í 20°C og var vel mætt á Greifavöllinn. Allir tengdir KA virtust himinlifandi með að vera komnir heim á nýjan leik. „Það sem gerði gæfumuninn í leiknum var að KA nýtti sín fáu færi en HK gerði það ekki. Mjög fá færi litu dagsins ljós og aðeins góðar af- greiðslur Ásgeirs og Daníels skiluðu tveimur glæsimörkum,“ skrifaði Ein- ar Sigtryggsson m.a. um leikinn á mbl.is. _ Daninn Mikkel Qvist lék sinn fyrsta leik með KA á tímabilinu. Hann kom að láni á dögunum en hann var einnig með KA í fyrra í láni og lék 15 deildarleiki. Botnliðið vann toppliðið Gríðarlega óvænt úrslit litu dags- ins ljós á Akranesi á laugardag er botnlið ÍA gerði sér lítið fyrir og vann topplið Vals, 2:1. Fyrir leikinn hafði Valur aðeins tapað einum deildarleik í sumar en ÍA hafði tapað sex af síð- ustu sjö og unnið einn leik. Þrátt fyrir það var sigur Skagamanna gegn and- lausum Valsmönnum algjörlega verð- skuldaður. ÍA virtist hafa töluvert meiri áhuga á að spila leikinn en Valsmenn virtust ekki nenna því að mæta á heimavöll botnliðsins á milli Evrópuleikja. Vals- menn monta sig lítið af því að skora öll mörkin en bæði mörk Skaga- manna skráðust sem sjálfsmörk. Kaj Leo í Bartalsstovu kom sterkur af bekknum hjá Val og skoraði mark Ís- landmeistaranna sem dugði skammt. „Sigurinn var sá fyrsti í deildinni síðan 21. maí og var því kærkominn og nauðsynlegur fyrir Skagamenn. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti í staðinn fyrir sex og sig- ur á toppliðinu ætti að gefa öllum á Skaganum aukna orku í fallbarátt- unni,“ skrifaði undirritaður m.a. um leikinn á mbl.is. Nýttu sér ekki óvænt tap Vals Morgunblaðið/Sigurður Unnar Vesturbærinn KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sækir að Viktori Orra Margeirssyni úr Breiðabliki á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær. - Jafnt hjá Breiðabliki og KR - Loks- ins vann FH - KA líður vel á Akureyri 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 Pepsi Max-deild karla ÍA – Valur.................................................. 2:1 KA – HK.................................................... 2:0 FH – Fylkir............................................... 1:0 KR – Breiðablik........................................ 1:1 Staðan: Valur 13 8 3 2 22:13 27 Breiðablik 12 7 2 3 29:16 23 Víkingur R. 12 6 5 1 17:9 23 KR 13 6 4 3 20:14 22 KA 12 6 2 4 18:9 20 FH 12 4 3 5 15:17 15 Fylkir 13 3 5 5 17:21 14 Leiknir R. 12 4 2 6 13:18 14 Keflavík 11 4 1 6 14:20 13 Stjarnan 12 3 4 5 12:18 13 HK 13 2 4 7 14:23 10 ÍA 13 2 3 8 13:26 9 Lengjudeild karla Vestri – Þróttur R .................................... 2:1 Staðan: Fram 12 10 2 0 34:10 32 ÍBV 12 7 2 3 21:12 23 Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22 Grindavík 12 5 5 2 24:22 20 Vestri 12 6 1 5 18:22 19 Grótta 12 5 2 5 23:20 17 Fjölnir 12 5 2 5 14:14 17 Þór 12 4 4 4 25:20 16 Afturelding 12 4 4 4 27:24 16 Selfoss 12 2 3 7 19:28 9 Þróttur R. 12 2 1 9 21:30 7 Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2 2. deild karla Haukar – Leiknir F.................................. 3:0 Fjarðabyggð – Þróttur V......................... 0:4 Njarðvík – Magni ..................................... 1:1 KF – Reynir S........................................... 3:0 ÍR – Völsungur ......................................... 1:3 Staðan: Þróttur V. 12 8 3 1 29:11 27 KV 12 6 4 2 24:16 22 Njarðvík 12 5 6 1 27:13 21 KF 12 6 2 4 23:17 20 Völsungur 12 6 2 4 25:24 20 Haukar 12 5 3 4 28:24 18 ÍR 12 4 4 4 23:21 16 Reynir S. 12 4 3 5 22:24 15 Magni 12 3 5 4 22:25 14 Leiknir F. 12 4 0 8 17:30 12 Kári 12 1 3 8 15:28 6 Fjarðabyggð 12 0 5 7 6:28 5 3. deild karla KFS – Víðir ............................................... 3:2 Elliði – Sindri ............................................ 2:1 KFG – Einherji......................................... 2:1 Höttur/Huginn – Tindastóll .................... 2:0 Dalvík/Reynir – ÍH .................................. 5:1 Staðan: Höttur/Huginn 12 8 2 2 19:13 26 KFG 12 6 4 2 19:15 22 Elliði 12 7 0 5 28:17 21 Augnablik 12 6 3 3 27:18 21 Ægir 12 5 5 2 18:12 20 Sindri 12 5 3 4 24:19 18 Dalvík/Reynir 12 5 2 5 23:17 17 Víðir 12 3 4 5 18:22 13 KFS 12 4 1 7 16:28 13 ÍH 12 2 5 5 17:28 11 Tindastóll 12 2 4 6 22:25 10 Einherji 12 2 1 9 15:32 7 2. deild kvenna Álftanes – Sindri....................................... 0:2 Einherji – KH........................................... 1:3 Fjölnir – Hamrarnir................................. 1:1 Fjarðab/Höttur/Leiknir – SR ................. 8:1 Hamar – Völsungur.................................. 1:1 Staðan: FHL 9 8 0 1 43:12 24 Völsungur 9 7 1 1 22:10 22 KH 8 7 0 1 30:5 21 Fram 8 6 0 2 23:11 18 Fjölnir 8 5 1 2 32:10 16 Hamrarnir 9 3 2 4 21:19 11 ÍR 8 3 1 4 17:19 10 Hamar 8 2 3 3 14:18 9 Sindri 7 3 0 4 14:18 9 Einherji 8 1 3 4 6:15 6 SR 8 1 1 6 15:20 4 Álftanes 8 1 0 7 6:16 3 KM 8 0 0 8 1:71 0 Danmörk AGF – Bröndby ........................................ 1:1 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 72 mínúturnar með AGF og skoraði. Köbenhavn – AaB.................................... 2:2 - Hákon Arnar Haraldsson var ekki í leik- mannahópi Köbenhavn. Lettland Spartaks Jürmala – Riga........................ 2:3 - Axel Óskar Andrésson lék ekki með Riga vegna meiðsla. Bandaríkin Atlanta United – New England ............. 0:1 - Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 82. mínútu hjá New England. Columbus Crew – New York City ......... 2:1 - Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 66 mínúturnar með New York. CF Montréal – Cincinnati ....................... 5:4 - Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leik- mannahópi Montréal. _ Efst í austurdeild: New England 27, Philadelphia 23, Orlando 22, Montreal 22, Nashville 22, Columbus 20. North Carolina – Houston Dash ............ 1:2 - Andrea Rán Hauksdóttir var ekki í leik- mannahópi Houston. 50$99(/:+0$ ÍA – VALUR 2:1 1:0 sjálfsmark 49. 2:0 sjálfsmark 65. 2:1 Kaj Leo í Bartalsstovu 73. M Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Sindri Snær Magnússon (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Alexander Davey (ÍA) Viktor Jónsson (ÍA) Elias Tamburini (ÍA) Birkir Már Sævarsson (Val) Kaj Leo í Bartalsstovu (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8. Áhorfendur: 311. KA – HK 2:0 1:0 Ásgeir Sigurgeirsson 29. 2:0 Daníel Hafsteinsson 50. M Steinþór Már Auðunsson (KA) Dusan Brkovic (KA) Mikkel Qvist (KA) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Arnþór Ari Atlason (KA) Atli Arnarson (HK) Jón Arnar Barðdal (HK) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 9. Áhorfendur: 985. FH – FYLKIR 1:0 1:0 Steven Lennon 78. MM Gunnar Nielsen (FH) Aron Snær Friðriksson (Fylki) M Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Steven Lennon (FH) Helgi Valur Daníelsson (Fylki) Orri Hrafn Kjartansson (Fylki) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8. Áhorfendur: 414. KR – BREIÐABLIK 1:1 1:0 Kjartan Henry Finnbogason 48. 1:1 Höskuldur Gunnlaugsson 67. M Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Kennie Chopart (KR) Kjartan Henry Finnbogason (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðabliki) Davíð Ingvarsson (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki) Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: Um 1.000. _ Hin 22 ára gamla Andrea Kol- beinsdóttir setti brautarmet í Laugavegshlaupinu, sem fór fram í 25. sinn á laugardag, er hún hljóp fyrst kvenna undir fimm klukku- stundum. Þetta var í fyrsta sinn sem hún tók þátt í hlaupinu. Andrea hljóp á 4:55:49 og bætti þar með fyrra met Rannveigar Oddsdóttur, sem var 5:00:29, um tæpar fimm mínútur. _ Hlynur Andrésson bætti á laug- ardag viku gamalt Íslandsmet Bald- vins Þórs Magn- ússonar í 5.000 metra hlaupi er hann hljóp á 13:41,06 mínútum á Flanderes Cup- mótinu í Belgíu. Hlynur bætti ekki aðeins metið heldur stórbætti það um rétt tæpar fjórar sekúndur, en Baldvin hljóp á 13:45,00 á Evr- ópumeistaramóti U23 ára í Tallinn um síðustu helgi. _ Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson lék seinni hálfleikinn með Brentford er liðið vann 1:0- sigur á AFC Wimbledon í æfingaleik í fótbolta á laugardag. Patrik, sem er 21 árs, hefur undanfarin ár verið að láni hjá Southend, Viborg og Silkeborg en æfir nú með aðalliði Brentford á meðan liðið undirbýr sig fyrir lífið sem nýliði í ensku úrvals- deildinni. _ Slóveninn Tadej Pogacar tryggði sér í gær sigur í Frakklandshjólreið- unum annað árið í röð. Hann er að- eins 22 ára og sá yngsti til að vinna keppnina í tvígang. Hann var einnig valinn fjallakóngur keppninnar og besti ungi hjólreiðamaðurinn. Belg- inn Wout van Aert kom fyrstur í mark á síðustu dagleiðinni. _ Landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var ekki lengi að láta að sér kveða í treyju ítalska knatt- spyrnuliðsins Lecce því hann gerði tvö marka liðsins í 13:0-sigri á utandeildaliði Sinigo í fyrsta leik liðsins á undirbúnings- tímabilinu á laug- ardag. Brynjar hefur síðustu vikur og mánuði slegið í gegn með KA og íslenska landslið- inu, sem varð til þess að Lecce keypti miðvörðinn unga. _ Þrír íþróttamenn á Ólympíu- leikunum í Tókýó hafa greinst með kórónuveiruna, þar af tveir í ólymp- íuþorpinu. en um er að ræða leik- menn karlaliðs Suður-Afríku í fót- Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.