Morgunblaðið - 19.07.2021, Page 32
Enn bætast við atriði á dagskrá Þjóðhátíðar í Eyjum
sem fram fer að vanda um verslunarmannahelgina og
er dagskrá kvöldvökunnar á sunnudegi líka fullmótuð.
Nýir flytjendur á dagskrá eru XXX Rottweiler, JóiPéx-
Króli, Sprite Zero Klan, Hipsumhaps og Háski. Halldór
Gunnar, fjallabróðir með meiru, mun stýra kvöldvök-
unni með Sverri Bergmann og í hópinn bætast Ragga
Gísla, Pálmi Gunnars, Guðrún Árný og Klara Elías
ásamt Jóhönnu Guðrúnu. Einnig koma fram Bríet, Aron
Can, FM95Blö, DJ Muscleboy, Emmsjé Gauti, Cell 7,
Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún og fleiri.
XXX Rottweiler og JóiPéxKróli bæt-
ast við dagskrá Þjóðhátíðar í Eyjum
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Hvernig heldurðu að mér hafi liðið
eitt dimmt vetrarkvöld úti í fjárhúsi
þegar ég heyri hann allt í einu kalla
mamma? Ég hélt fyrst að þetta væri
dóttir mín. Svo sneri ég mér við og
þá var þetta hrafninn. Þetta var ekk-
ert smá óhugnanlegt, mig langaði
bara að flytja úr landi,“ segir Re-
becca Cathrine Kaad Ostenfeld,
bóndi í Hólum í Hvammssveit í Döl-
um.
Rebecca rekur dýragarð sem er
eins konar dýraathvarf ásamt fjöl-
skyldu sinni í Hólum nálægt Búð-
ardal. Dýragarðurinn er einstakur
fyrir margra hluta sakir en það allra
furðulegasta við hann hlýtur þó að
vera talandi hrafninn Krummi.
Landsmenn kannast margir hverjir
við Krumma úr þáttaröðinni Kötlu á
Netflix þar sem hann birtist með
einkennandi hvíta fjöður. Það kemur
þó mörgum á óvart að þessi fjölhæfi
fugl er ekki einungis stórleikari
heldur getur hann einnig sagt ýmis
orð og setningar eins og „hæ
mamma“.
„Hann er alveg ótrúlegur, hann
kann að segja hæ, mamma, ha, hvað,
Baltasar, já og nei. Stundum talar
hann líka alveg eins og útvarp,“ seg-
ir Rebecca í samtali við Morgun-
blaðið.
Lærði sjálfur að tala
Ætla mætti að Krummi hefði stað-
ið í strangri þjálfun hjá fjölskyldunni
en að sögn Rebeccu er ekki svo. Seg-
ir hún hrafninn hafa tekið upp á
þessu athæfi að eigin frumkvæði en
fjölskyldan í Hólum er dugleg að
tala við dýrin sem hjá henni búa.
Byrjaði hrafninn að þylja upp orð
þegar hann var um tveggja ára en
líkt og hjá mörgum mannanna börn-
um var fyrsta orðið mamma. Eins og
gefur að skilja kom það fjölskyld-
unni í opna skjöldu enda vissu þau
ekki að hrafnar gætu yfirhöfuð tal-
að. Hefur hann síðan þá verið dug-
legur að læra ný orð og kann meira
að segja að fara með dónaleg orð.
„Hann er þó sem betur fer hættur
því,“ segir Rebecca.
Fjölskyldan í Hólum hefur sinnt
Krumma frá því hann kom til hennar
sem ungi fyrir tæpum sex árum en
hann hafði lent í slysi og þurfti á að-
hlynningu að halda. Að sögn Re-
beccu fór þó aldrei á milli mála að
hrafninn var fullur af lífsvilja og
leyndi það sér ekki á matarlystinni. Í
dag er Krummi með sérútbúna stíu í
útihúsinu hjá fjölskyldunni í Hólum
en passa þarf vel upp á hann enda
getur hann ekki flogið. „Þegar hann
fer út er hann hræddur við aðra
hrafna. Þegar það kemur villtur
hrafn þá öskrar hann á mig. Ég fer
aldrei langt frá honum þegar hann
er úti. Svo kalla ég bara á hann og þá
kemur hann inn. Hann er svo gáf-
aður.“
Þekkti sig á skjánum
Rebecca segir þau í fyrstu ekki
hafa tekið vel í þá tillögu að Krummi
léki í netflixþáttaröðinni Kötlu en á
endanum hafi þau fallist á hugmynd-
ina. Segir hún kvikmyndagerðar-
fólkið hafa komið fram af mikilli
virðingu við dýrið og er hún því afar
þakklát. Rebecca var þó aldrei langt
undan og fylgdist grannt með tök-
unum.
Þegar þættirnir voru loks sýndir
fyrst í sjónvarpi fékk hrafninn að
sjálfsögðu að fylgjast með. Kom það
fjölskyldunni skemmtilega á óvart
hve vel áttaður fuglinn var við áhorf-
ið. „Þegar hann sá Ingvar tók maður
eftir að hann þekkti hann og hann
þekkti líka umhverfið. Svo þegar
myndavélinni var beint að honum þá
hrópaði hann: „Krummi!“ Hann
þekkti sjálfan sig í sjónvarpinu,
þetta var alveg ótrúlegt.“
Sjónvarp Krummi fékk að horfa á Kötlu-þáttaröðina í sjónvarpinu. Virtist
hann kannast við umhverfið, meðleikarana og sjálfan sig á skjánum.
- Krunkaði nafnið sitt er hann sá sjálfan sig á skjánum
Ljósmynd/Ágúst Elí Ágústsson
Hrafn Krummi er afar gæfur og
leyfir Rebeccu að klappa sér.
Krumminn í Kötlu
krunkar og kýtir
Myndskeið með viðtalinu
verður birt á mbl.is.
mbl.is
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þetta gerðist hratt. Um leið og ég heyrði í þeim þá var
þetta mjög spennandi og þeir sýndu mér mjög mikinn
áhuga. Þetta er mjög spennandi verkefni,“ sagði Hjört-
ur Hermannsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali
við Morgunblaðið. Hjörtur gerði í síðustu viku fjögurra
ára samning við ítalska B-deildarfélagið Pisa. Hann
kom til félagsins eftir fimm ár í herbúðum Bröndby í
Danmörku þar sem hann varð danskur meistari á síð-
ustu leiktíð. Hann ætlar sér stóra hluti hjá nýju félagi í
nýju landi. »27
Hjörtur ætlar sér stóra hluti
í nýju félagi í nýju landi
ÍÞRÓTTIR MENNING