Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Logi Sigurðarson logis@mbl.is Ferðaþjónustan hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og rekstrar- aðilar í greininni almennt bjartsýnir fyrir komandi mánuði og ár. Nú virð- ist sem Delta-afbrigði kórónuveir- unnar sé að setja strik í reikninginn, smittölur háar og auknar aðgerðir verið kynntar bæði á landamærunum og innanlands. Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segist ekki hafa séð fækkun á bókunum til þessa né aukningu á afbókunum þrátt fyrir yfirvofandi takmarkanir. „Það er litakóðinn sem þetta allt snýst um í raun og veru, ef við hætt- um að vera „græn“ þá er fólk frá viss- um löndum sem má ekki ferðast hing- að. Við höfum heyrt það í spjalli við ferðamenn á okkar hótelum að þeir eru ekki að kippa sér upp við það að framvísa PCR-vottorði. Þeir eru al- vanir því svo það er ekki stórmál,“ segir Davíð. Á leið í sama far Hann segir að erfitt sé spá fyrir næstu mánuðum en bókunarstaðan hjá honum sé hægt og rólega að fara í sama far og fyrir faraldurinn. „Við vonum að bókanir inn í haustið og veturinn fari að líta vel út. Við er- um að krossa fingur um að ef það verður bakslag, að það verði ekki svona svakalegt og verið hefur. Von- andi á næstu tveimur til þremur árum náum við okkar besta ári.“ Davíð segir að innanlandsaðgerðir gætu haft áhrif á bókanir Grand hót- eli. „Við rekum stærsta ráðstefnuhótel landsins og varðandi allar samkomu- takmarkanir þá hefur það áhrif.“ Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar og Hölds, segir erfitt að meta áhrif yfirvofandi að- gerða vegna þess hve stutt sé frá til- kynningu þeirra. Áhyggjur af litakóðakorti „Þær hafa ekki haft teljandi áhrif á okkur enn. Það er of stutt liðið frá því til þess að sjá eitthvað marktækt. Ég tel þessar aðgerðir íþyngjandi en ekki eitthvað sem er að stoppa ferðamenn. Ég skil alveg af hverju þessar aðgerð- ir voru settar á,“ segir Steingrímur. Hann tekur undir með Davíð og segist hafa mun meiri áhyggjur af stöðu Íslands í litakóðakortinu. „Við höfum miklu meiri áhyggjur af litakóðakortinu. Það fælir ekki marga ferðamenn frá Íslandi að þurfa að framvísa PCR-vottorði. En ef Ís- land verður allt í einu rautt og talið vera hááhættusvæði þá myndi það hafa miklar afleiðingar. Það stoppar frekar fólk að koma.“ Steingrímur bætir við að bókunar- staða fyrirtækisins sé framar vonum og hann er bjartsýnn fyrir haustið svo lengi sem Ísland er ekki rautt á lita- kóðakortinu. Ef faraldurinn heldur áfram að geisa næstu ár kallar Steingrímur eftir áætlun frá stjórn- völdum. „Við getum varla haft landið hálflokað alltaf reglulega á mán- aða fresti. Menn þurfa að koma sér saman um leiðir til að tryggja með einhverjum hætti almennt ferðafrelsi um heiminn. Hvorki íslenskt samfélag né önnur þola þriggja til fimm ára frystingu.“ Snorri Pétur Eggertsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs KEA hótela, segist ekki hafa séð fækkun á bókunum eða fjölgun afbók- ana í kjölfar yfirvofandi takmarkana. „Síðasta mánudag voru engin merki um það að bókanir væru að minnka. Samt sem áður gæti það ver- ið vegna þess við erum vel bókuð bæði í júlí og ágúst og jafnvel inn í sept- ember.“ Snorri, líkt og Steingrímur og Dav- íð, hefur mun meiri áhyggjur af stöðu faraldursins innanlands og hvort Ís- land breyti um lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Erfitt að spá um framhaldið „Það væri mun verra ef Ísland yrði appelsínugult eða jafnvel rautt. Ég tel að það sem gerir Ísland vænlegan áfangastað, fyrir utan eldgosið, sé það að það er grænt og búið að vera það í langan tíma. Það er meira íþyngjandi ef faraldurinn kemst á siglingu hér innanlands en að skylda ferðamenn að framvísa PCR-vottorði.“ Hann segir innanlandsaðgerðir ekki hafa jafn mikil áhrif og í fyrra þegar lítið var um ferðamenn en hótel fyrirtækisins á Akureyri og í Vík myndu finna fyrir því vegna þess að margir Íslendingar sækja þau hótel heim. Snorri segir erfitt sé að spá fyr- ir næstu mánuði. „Hefðirðu spurt mig áður en Delta- afbrigðið kom, þá hefði ég verið rosa- lega bjartsýnn og sagt að þetta væri allt að fara í eðlilegt horf. Júlí og ágúst eru miklu nær 2019 en ég þorði að vona í upphafi sumars, bæði hvað varðar fjölda gesta og það meðalverð sem við erum að fá. En núna er rosa- lega erfitt að spá fyrir framhaldinu.“ Snorri segir að það sem myndi vera verst fyrir ferðaþjónustuna væri það ef lönd í kringum Ísland byrji að setja meiri takmarkanir á ferðalög og þá sérstaklega ef fólk þyrfti að fara að sæta sóttkví þegar það færi til síns heimalands. „Það sem bjargaði Íslandi var að Bandaríkjamenn þurftu ekki að fara í sóttkví við heimkomuna héðan. Það að fylla flugvélar til landsins af tveim- ur milljónum farþega ætti að vera ekkert mál á næsta ári að því gefnu að það komi ekki upp enn eitt afbrigðið.“ Hafa áhyggjur af stöðu Íslands - Alvanir að sýna fram á PCR-vottorð - Innanlandsaðgerðir íþyngjandi - Bókunarstaða framar von- um - Íslenskt samfélag þolir ekki 3-5 ára frystingu - Delta dregur úr bjartsýni - Framtíðin óljós Ljósmynd/Ómar Óskarsson Ferðamenn Ferðaþjónustan hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu. Erlendir ferðamenn eru mættir aftur í hópum að Gullfossi. Davíð Torfi Ólafsson Snorri Pétur Eggertsson Steingrímur Birgisson Einbýlishús í Vesturborginni óskast STAÐGREIÐSLA Í BOÐI Grensásvegi 11 108 Reykjavík | Sími 588-9090 | eignamidlun.is Sverrir Kristinsson Löggiltur fasteignasali sverrir@eignamidlun.is 588 9090 Viðskiptavinur okkar leitar að 250-350 fm einbýlishúsi í Vesturborginni. Staðgreiðsla í boði. Vegagerðin hefur náð samkomulagi við landeigendur Grafar í Þorskafirði um veglagningu í landi þeirra. Mikl- ar deilur hafa staðið um vegagerð á svæðinu sem ætlað er að liggja í gegnum hinn svokallaða Teigskóg í landi Grafar. Hafa þær lotið að um- hverfisáhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda. Lágmarka umhverfisáhrif „Við endurupptöku málsins nú síð- ustu ár hefur í allri hönnun verið lögð höfuðáhersla á að leita leiða til þess að lágmarka þau áhrif eins og nokk- ur kostur er,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Síðasta sumar hófust framkvæmd- ir við endurbyggingu Vestfjarðaveg- ar frá Skálanesi í Gufudal og lýkur þeirri framkvæmd senn. Felur hún m.a. í sér að 5 kílómetra kafli verður lagður bundnu slitlagi. Í vor hófust svo framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum og felst hún m.a. í bygg- ingu 260 metra langrar brúar. Eru verklok við þverunina áætluð 2024. Nýi samningurinn mun tryggja framkvæmd sem tengja mun Djúpa- dalsveg við nýjan Vestfjarðaveg og er sú tenging 5 kílómetra löng. Stefnt er að verklokum við þann hluta framkvæmdanna sumarið 2022. Öllum hindrunum við Teigskóg rutt úr vegi - Vegagerðin semur um veg- stæði í Þorskafirði Ljósmynd/Vegagerðin Þverun Brúin sem lögð verður yfir Þorskafjörð verður 260 metra löng.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.