Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
ZANZIBAR
Toppur 7.650,-
Buxur 4.550,-
OCEAN
CALLING
Toppur 7.850,-
Buxur 4.450,-
NÝTT FRÁ
Freya
Sigurður Már Jónsson blaðamað-
ur fjallar um mótmælin gegn
sósíalistastjórninni á Kúbu í pistli á
mbl.is. Þar segir meðal annars: „En
mótmælin á Kúbu og hugsanlegt
fall komm-
únistastjórn-
arinnar
(mætti segja
öfga-
vinstrimenn?)
kallar á upp-
gjör við sósí-
alismann um
allan heim. Kúba er að mörgu leyti
lykilríki í ört minnkandi heimi sósí-
alísks stjórnarfars. Því má segja að
það sé óvenjusársaukafullt fyrir
sósíalista að sjá þetta „fyrir-
myndarríki“ við það að falla. Það á
við um sósíalista á Íslandi sem
stefna á innkomu inn á Alþingi í
haust og vilja gera sig gildandi í
umræðunni, meðal annars út á slag-
orðið „sósíalismi er í tísku“.“
- - -
Og hann heldur áfram: „Það get-
ur því verið vandasamt að út-
skýra hvernig eigi að selja þetta
stjórnlyndisfyrirkomulag meðan
Kúbverjar eru að reyna að hrista af
sér hlekkina og losna undan 62 ára
eymd. Því þarf í senn að útskýra
hvað fór úrskeiðis á Kúbu og hvað
er síðan ólíkt með íslensku og kúb-
versku útfærslunni. Haldreipið er
að kenna viðskiptabanni Bandaríkj-
anna um efnahagsástandið á Kúbu
þótt flestum sé ljóst að það hefur
engin úrslitaáhrif og hefur sann-
arlega ekkert með fangelsanir, of-
beldi og bönn heima við að gera.“
- - -
Það er vissulega full ástæða til að
þeir sem kenna sig við sósíal-
isma og bjóða jafnvel fram til Al-
þingis undir því merki lýsi afstöðu
sinni til ástandsins á Kúbu og í fleiri
ríkjum sósíalismans. Í öllum þess-
um ríkjum hefur þetta stjórnarfar
reynst hörmulega, eða telja þeir að
vel hafi tekist til? Bjóða þeir upp á
það sama og sósíalistarnir þar? Og
ef ekki, hver er munurinn?
Afleiðingar
sósíalismans
STAKSTEINAR
AFP
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Ekki er mælt með því að almenningur fari í mót-
efnamælingu eftir bólusetningu gegn Covid-19 að
sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmda-
stjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
„Svörun fólks í mótefnamælingum gefur ekki
neinar raunhæfar upplýsingar um það hvernig
það er varið gegn veirunni,“ segir hún. „Þannig að
þótt fólk færi í mótefnamælingu myndi það ekki
breyta neinu af því sem við erum að gera. Hegðun
fólks á ekki að ráðast af niðurstöðum úr mótefna-
mælingu því það fer eftir svo mörgum ólíkum þátt-
um hvort það veikist eða ekki.“
Þá sé aðeins fámennur hópur einstaklinga sem
njóti gagns af mótefnamælingum.
„Það eru örfáir einstaklingar sem eru í erfiðri
ónæmisbælandi meðferð og eru þá hjá sínum sér-
fræðilæknum sem halda þá utan um mótefnamæl-
ingar hjá þeim. Fyrir aðra þjónar mótefnamæling
engum tilgangi,“ segir Sigríður. Þannig að það er
engin ástæða til að mótefnamæla almenning.“
Mæla gegn mótefnamælingum
- Niðurstöður segi lítið
til um vörn gegn veirunni
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Fjöldi fólks hefur verið bólusettur.
Það vakti mikla athygli í fyrrasum-
ar þegar allmörgum grjóthrúgum
var komið fyrir á grafsflötinni við
Eiðsgranda í Reykjavík. Vöktu
þessar hrúgur takmarkaða ánægju
hjá íbúum í nágrenninu.
Formaður skipulags- og sam-
gönguráðs borgarinnar gaf þá
skýringu að verið væri að búa til
eins konar „strandgarð“ við Eiðs-
granda og muni grjóthrúgurnar
gegna lykilhlutverki þegar komi að
því að rækta upp strandplöntur á
borð við melgresi, sæhvönn, fjöru-
kál, blálilju og baldursbrá. Þá muni
hrúgurnar skapa svæði sem krefjist
minni umhirðu og sem þurfi ekki
grasslátt.
Færa má fyrir því gild rök að
náttúran sjálf hafi verið hér drjúg
að verki því sjálfsprottinn gróður
þekur nú flestar hrúgurnar við
Eiðsgrandann. Á nokkrum hrúgum
sést varla lengur í grjótið og kallast
það ekki lengur á við grjótið í fjör-
unni fyrir neðan, sem því var ætlað
þegar hrúgurnar voru kynntar til
sögunnar. sisi@mbl.is
Gróðurinn að kaffæra
grjótgarðana frægu
Morgunblaðið/sisi
Eiðsgrandinn Nú er svo komið að varla sést í grjótið fyrir þykkum gróðri.