Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
Opið
laugardag
kl. 11-15
ENN MEIRI AFSLÁTTUR
50-70%
ÚTSALA
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 //5812141 // hjahrafnhildi.is
Kr. 32.980
Volvo XC90 AWD sjö manna til sölu á
einstöku tilboðsverði 6.900.000,–
Einn með öllu – lítur út eins og nýr.
Ekinn 94.000 km. Ljósdrapplitur árg. 2016. Rafdrifin framsæti m. stillanlegum
mjóghryggsstuðningi – Hiti í framsætum – Þjófavörn – Topplúga og glerþak
Höfuðpúðar á aftursætum – Ljóst leður – Hraðastillir með fjarlægðarskynjara
Viðurkennd hljómtæki – Loftkæling – Álfelgur – Líknarbelgir – Leðurklætt
veltistýri – Fjarstýrðar samlæsingar – Þakbogar – Þjónustubók – Xenon aðalljós
Leiðsögukerfi – Bakkmyndavél – Minni í framsætum – Fjarlægðarskynjarar
hringinn – Lykillaust aðgengi – Bluetooth símatenging – LED aðalljós
LED dagljós – ISOFIX festingar í aftursætum – Glerþak – AUX hljóðtengi
Bluetooth hljóðtengi – USB tengi – Hiti í stýri – Regnskynjari – Dráttarkúla
(aftengjanleg) LED afturljós – Þokuljós aftan – Neyðarhemlun – Birtutengdir
hliðarspeglar Birtutengdur baksýnisspegill – Minni í sæti ökumanns – Minni
í hliðarspeglum Rafdrifin lokun farangursrýmis – Sjónlínuskjár – Akreinavari
Lykillaus ræsing Aðstoð við að leggja í stæði – Fjarlægðarskynjarar framan
Blindsvæðisvörn Aðalljós með beygjustýringu – Beygjulýsing– Litaðar rúður
Harðkorna vetrardekk fylgja.
GULLMOLI Á TILBOÐI
Upplýsingar í síma: 822 2032
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Mikil breyting hefur orðið á götunni
Þverholti í Reykjavík á undanförn-
um árum. Verksmiðjubyggingar
hafa verið rifnar og íbúðarhús byggð
í þeirra stað og sömuleiðis hefur
verslunar- og skrifstofuhúsnæði ver-
ið breytt í íbúðir.
Þverholt er næsta gata austan
Rauðarárstígs og liggur milli Há-
teigsvegar og Stórholts. Nýlega voru
sagðar fréttir af því að Reykjavík-
urborg hafi heimilað niðurrif prent-
smiðjuhússins Þverholts 13 og í stað-
inn komi fjölbýlishús með 38 íbúðum.
Og nú liggur fyrir hjá borginni ósk
um að fá að breyta húsi hinum megin
við götuna, Þverholti 18. Þar vill eig-
andinn hækka húsið um eina hæð að
hluta og innrétta þar 30 litlar og
meðalstórar íbúðir. Fyrirspurnin
hefur fengið jákvæðar undirtektir.
Á lóðinni eru í dag tvö hús, Þver-
holt 18 og Rauðarárstígur 31. Sam-
þykkt hefur varið að gera íbúðir á
efri hæðum Rauðarárstígs 31. Á að-
liggjandi lóðum til suðurs og austurs
hafa verið byggð íbúðarhús.
Íbúðirnar verði stærri
Fram kemur í umsögn verkefna-
stjóra skipulagsfulltrúa að miðað við
birt gögn og teikningar sé flatarmál
íbúðanna samanlagt 1.750 fermetrar
og með geymslum 1.900 m2. Meðal-
stærð íbúða miðað við 30 íbúðir sé
því 64 m2 . Í verkefnum sem þessum
þyki æskilegt og er alla jafna gerð
krafa um að meðalstærð íbúða verði
80 m2 miðað við birt flatarmál. Í því
tilviki sem hér um ræðir og fram-
komnar stærðir rúmast 24 íbúðir í
húsinu.
Ágætlega fer á því að jafna upp
hæð hússins austan og vestan megin,
segir verkefnastjórinn. Hann segir
jafnframt að vinna þurfi áfram með
tillöguna með tilliti til fjölda íbúða og
fyrirkomulag þannig að meðalstærð
íbúða verði ekki minni en 80 fermetr-
ar miðað við birt flatarmál.
Einnig þurfi að gera grein fyrir
samsetningu íbúða og stærðum/með-
alstærð í byggingarlýsingu. Fækka
þurfi minnstu og dimmustu íbúðun-
um m.a.
Loks þurfi að vinna betur með lóð-
ina Þverholt 18 með tilliti til þess að
skapa góðar búsetuaðstæður svo
sem er varðar aðkomu, dvalarsvæði/
útivist, hjóla- og sorpgeymslur.
Morgunblaðið/sisi
Þverholt 18 Eigandinn vill hækka húsið um eina hæð að hluta og innrétta í húsinu litlar og meðalstórar íbúðir.
Innrétta á íbúðir
í atvinnuhúsnæði
- Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þverholti undanfarið
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Ekkert lát virðist vera á ryksugu-
vélmenna- og rafmagnshlaupa-
hjólaæðinu sem tröllriðið hefur
landanum síðustu misseri, ef marka
má frásögn Arons Inga Pálssonar,
rekstrarstjóra Mi Iceland. Hann
segir sífellt fleiri kjósa að nota
snjallvörur í daglegu lífi vegna
þægindanna sem þeim fylgja.
Mi Iceland er endursölu- og
dreifingaraðili á Íslandi fyrir kín-
verska snjalltækjaframleiðandann
Xiaomi. Mi Iceland er með verslun í
Síðumúla 23 ásamt vefverslunina
mii.is.
Að sögn Arons er að finna mikið
úrval ýmissa snjallvara í verslun Mi
sem séu hannaðar til að einfalda
daglegt líf fólks. Þar njóti ryksugu-
vélmennin og rafhlaupahjólin
mestra vinsælda.
„Salan er búin að vera mjög góð.
Hlaupahjólin seljast sérstaklega vel
yfir sumarið en svo minnkar salan
aðeins yfir veturna. Í vetur fórum
við að leggja aðeins meiri áherslu á
ryksuguvélmennin og þau hafa
heldur betur slegið í gegn.“
Aron segir fólk vera að átta sig
betur á því hve leiðinlegt geti verið
að ryksuga sjálfur.
„Af hverju ætti það að sjá um
það sjálft þegar vélmennið getur
séð um það fyrir það? Þetta snýst
um aukin þægindi,“ segir hann.
Þá segir Aron tilkomu ryksugu-
vélmennanna álíka byltingar-
kennda og þegar uppþvottavélin
kom fyrst fram á sjónarsviðið.
„Í dag eru fáir sem eru ekki með
uppþvottavél. Ég er reyndar einn
af þeim svo ég veit hvað það er
leiðinlegt að vaska upp. Ég veit
líka hvað það er leiðinlegt að ryk-
suga, en ég er með ryksuguvél-
menni þannig að ég þarf alla vega
ekki að vaska upp og ryksuga.“
Spurður segir Aron rafmagns-
hlaupahjól þægilegan ferðamáta
og því njóti þau jafn mikilla vin-
sælda og þau gera. Mi Iceland býð-
ur einnig upp á viðgerðir á hjól-
unum á verkstæði sínu sem er
viðurkennt af framleiðanda, að
sögn Arons. „Við þjónustum nánast
allar viðgerðir og erum að skila
flestum hjólum af okkur innan
tveggja daga,“ segir hann að end-
ingu.
Róbótaryksugur og
rafhlaupahjól rokseljast
- Sífellt fleiri kjósa að nota snjallvörur á heimilinu
Morgunblaðið/Unnur Karen
Snjallvörur Aron Páll Gylfason, rekstrarstjóri Mi Iceland.
Allir vegir á hálendinu sem eru í
umsjón Vegagerðarinnar hafa nú,
undir lok júlí, verið opnaðir. Hve-
nær vegirnir eru orðnir færir fer
eftir veðurfari að vori eða í sum-
arbyrjun og ráða þar snjóalög
mestu um opnunartíma. Bleyta í
vegum getur einnig ráðið miklu.
Nú er til dæmis búið að opna Gæsa-
vatnaleið, í Öskju og Kverfjöll, það
er slóðirnar norðan Vatnajökuls.
Hlemmifæri er um Kjalveg, en
vegurinn nokkuð og grýttur á kafl-
anum suður af Hveravöllum. Þá er
mikið ryk í veginum, en staðan ætti
að skána nú þegar er spáð vætu.
Sprengisandur er einnig greiðfær,
en mikið er lagt upp úr því að
halda fjölförnustu leiðunum í góðu
standi.
Allir hálendisvegir eru nú orðnir færir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kjalvegur Á ferð við Blöndulón um sl. helgi.