Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is S íðdegis á fimmtudag luku Magnús Orri Schram fram- kvæmdastjóri, Haukur Óm- arsson fjármálastjóri, og Rúnar Gíslason matreiðslumeistari ferð sinni á reiðhjólum umhverfis Vatnajökul þegar þeir komu til Hafn- ar í Hornafirði, eftir þrettán daga leiðangur. Þá höfðu þeir lagt að baki alls 800 kílómetra, hvar þeir fóru um vegi, slóða, göngustíga og fjárgötur. Viðmið ferðalagsins var að fara sem næst sporði og útlínum Vatnajökuls, en leiðin sú er þó misgreiðfær. Óðu ár og báru hjólin „Óhætt er að segja að á leiðinni hafi verið ýmsar hindranir sem við þurfum að komast yfir,“ sagði Magn- ús Orri í samtali við Morgunblaðið í gær. „Nokkrar ár þurfum við að vaða og bera hjólin þar yfir. Slíkt gerðum við einnig í Vonarskarði við vestan- verðan Vatnajökul, en á þeim slóðum má enginn fara öðruvísi en fótgang- andi. Suður um Lónsöræfi fórum við hins vegar á hjólum og vitum ekki um neina aðra sem slíkt hafa gert hingað til. Það kemur reyndar ekki á óvart, enda eru þau illfær fjallahjól- um. Má segja að okkur þyki svo vænt um hjólin okkar, að við höfum farið með þau í tveggja daga ferð um Lónsöræfi og haldið á þeim allan tím- ann.“ Þeir Magnús Orri, Haukur og Rúnar eru æskufélagar af Álftanesi og hafa gert margt skemmtilegt saman í gegnum tíðina. Sem strákar voru þeir duglegir í skátastarfi og nefndu skátaflokkinn sinn Fjalla- lömbin, og undir því merki hafa jöklaferðir þeirra síðustu árin verið. Þannig ákváðu þeir árið 2018 að fara á reiðhjólum umhverfis 13 af stærstu jöklum landsins; þeirra sem mynda rösklega 99% flatarmál allra jökla á landinu. Fyrsta árið fóru félagarnir um- hverfis Snæfellsjökul og Langjökul og Þórisjökul árið eftir. Svona hafa þremenningarnir bætt við hverjum jöklinum á fætur öðrum – og nú eftir leiðangurinn í kringum Vatnajökul, eiga þeir aðeins eftir Drangajökul og Þrándarjökul eystra. Koma tímar og koma ráð. Sterkur strengur „Milli okkar félaga er einlæg vinátta og sterkur strengur. Ferðir eins og við höfum farið að undan- förnu hafa þjappað okkur saman og eru í raun mikið ævintýri. Ævintýri ferðalagsins felst ekki síst í að upp- lifa þetta saman, takast á við þessa áskorun og ljúka henni enn meiri vin- ir,“ segir Magnús Orri. Fjallalömbin lögðu upp frá Hornafirði 9. júlí og náðu á þeim degi að Hofi í Öræfum. Á öðrum degi í Kirkjubæjarklaustur og í Hólaskjól í Skaftártungum þann næsta. Fóru þaðan um Nyrða-Fjallabak í Land- mannalaugar og svo í Jökulheima. Eftir það um Bárðargötu norður á bóginn; fóru meðfram Tungnaár-, Sylgju- og Köldukvíslarjöklum, aust- ur fyrir Hágöngur að Svarthöfða við Vonarskarð. Að ferðast þessa 60 kíló- metra tók ellefu tíma, og var þetta einn af erfiðari dögum ferðarinnar. Jökulárnar Sylgja, Sveðja og Kalda- kvísl voru ekki væðar, og því voru þremenningarnir ferjaðir yfir af bræðrunum Ólafi, föður Magnúsar Orra, og Ellerti B. Schram. Mæðg- urnar Helga Finnsdóttir, kona Hauks, og Hugrún, dóttir þeirra, trússuðu farangur hjólagarpanna og voru bakland þeirra á öllum þeim leggjum ferðarinnar sem bílfærir voru. Töffarar í tjaldi Frá Svarthöfða fóru félagarnir svo áfram um Gæsavatnaleið og þar norðan Vatnajökuls um vikur, flæður og eyðisanda. Í Öskju og þar suður öræfin, yfir Kárahnjúkastíflu í Laug- arfell og loks suður Lónsöræfi. Til Hafnar í Hornafirði komu þeir, sem fyrr segir, síðdegis nú á fimmtudag. „Jú, auðvitað erum við þreyttir eftir leiðangurinn. En þetta gekk allt upp – því fyrir leiðangurinn vorum við búnir að skipuleggja allt og æfa. Ferðir eins og þessar kalla á góðan undirbúning og skipulag. Haukur á mestan heiðurinn af því,“ segir Magnús Orri um leiðangurinn og ferðasöguna sem var skráð á raun- tíma og birt á Facebook-síðunni Þrettán jöklar. Þar segir á einum stað í litríkri og skemmtilegri lýs- ingu: „Að ferðast um á fjallahjólum er líklega ein allra besta leiðin til að upplifa Ísland. Maður kemst hratt yfir, en er samt í svo nánum tengslum við náttúruna, þögnina, fuglasönginn og árniðinn. Ekkert mál að stoppa þegar mann langar og spjalla við ferðafélagana eða taka inn útsýnið.“ Í annarri færslunni var skrifað: „Töfrarnir í ferðalaginu liggja víða. Þeir felast í pælingunum um ævintýri morgundagsins, og sprelli við brú. Í því að hjóla um eyðisand og yfir stóra stíflu. Þeir liggja líka í villi- tjöldun, fallegri sólarupprás, og að brosa með ástinni sinni að kveldi dags.“ Fóru umhverfis ellefta jökulinn Garpar! Hringur um Vatnajökul tekinn á þrettán dögum. Æsku- félagar í ævintýrum á af- skekktum slóðum.Yfir fjöll, vikur, flæður og eyðisanda. Upplifðu Ís- land á hjóli. Ljósmyndir/Úr einkasafni Litadýrð Farið var um stórbrotna náttúru í Lónsöræfum. Á þeim slóðum eru engir stígar svo félagarnir urðu að bera reiðhjólin sín langar leiðir. Fjallalömbin Félagarnir Rúnar, Magnús Orri og Haukur í ferðinni sem lauk á fimmtudag. Torfæra Á söndunum norðan Vatnajökuls nærri Jökulsá á Fjöll- um var hjólað í bílförum. Herðubreið sést hér í fjarskanum. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Heiti plantna í íslensku flórunni eru sem lykilorð í Flóruspilinu sem Hespuhúsið gefur út. Þetta er fræðsluspil sem er spilað eins og veiðimaður en í stað þess að veiða hefðbundin spil, svo sem ása og drottningu, koma íslensku jurtirnar, sem þannig lærist hvað heita. Á spil- unum eru einnig ýmsar upplýs- ingar um grasnytj- ar og þjóðtrú til að vekja áhuga á teg- undunum. Í stokk- inum eru 13 teg- undir, alls 52 spil auk regluspjalds. Spilin eru stærri en hefðbundin spil vegna fræðslunnar en þau eru í A6 stærð (10,5 x 14,7 cm). Spilin eru skreytt með listaverki eftir listamanninn Eggert Pétursson og þau koma í fallegri öskju. Tilurð spilanna er sú að Guðrún Bjarnadóttir, náttúrufræðingur og eigandi Hespuhússins, var áður að kenna plöntugreiningu og fór með gesti í Mývatnssveit í fræðslugöngur um gróðurinn. Þar segist hún hafa áttað sig á því hver fjarlæg við erum orðin náttúrunni enda búa flestir Ís- lendingar nú í þéttbýli. „Spilið hentar allri fjölskyldunni. Börnin gætu þó þurft aðstoð við að halda á spilunum og lesa nöfnin fyrst í stað en eftir það eru þau eldsnögg að læra nöfnin og þekkja tegundirnar á spilunum,“ segir Guðrún. Hægt er að kaupa Flóruspilið á www.hespa.is og fá upplýsingar um sölustaði og fleira. Hespuhúsið er í Árbæjarhverfi í Ölfusi, skammt frá Selfossi. Þar er starfrækt jurtalitunarvinnustofa þar sem gestir geta kíkt í litunarpottana og fræðst um þetta gamla handverk. Starfsemi Hespuhússins gengur ann- ars út á fræðslu og spjall um grasnytj- ar fyrri tíma og þar er til sölu jurtalit- að band, jurtalitapúsluspil ásamt fleiru. Allt sem framleitt er í Hespu- húsinu inniheldur fræðslu um náttúr- una og hvetur til virðingar við náttúr- una og gamlar hefðir. Flóruspilið er skemmtilegt og fyrir alla fjölskylduna Íslensk plöntuheiti í stað ása og drottninga Flóruspilið Fjör og fróðleikur. Guðrún Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.