Morgunblaðið - 24.07.2021, Page 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Eiríksjökull blasir hvarvetna við á
leiðinni yfir Arnarvatnsheiði, þegar
ekin er leiðin úr Borgarfirði norður í
Miðfjörð í Húnaþingi vestra. Alls
eru þetta um 80
kílómetrar,
hlykkjóttur slóði
fær jepplingum
og þaðan af
stærri bílum.
Lengi var fyrir-
staða í Norð-
lingafljóti, sem
aka þurfti yfir á
vaði. Haustið
2018 var reist brú
yfir fljótið svo úr
varð greiðfær leið milli landshluta.
Þá eykur öryggi að fínt farsíma-
samband er alla leiðina á ferðalagi
sem tekur fjóra til fimm klukku-
tíma.
Hlykkjur í Hallmundarhrauni
Rétt ofan við Kalmannstungu,
efsta bæ í Borgarfjarðardölum, er
skilti og skýr merking: F578 – Arn-
arvatnsheiði. Þarna er ekið vestan
við fjallið Strút og svo áfram til
norðausturs um hlykkjóttan veg í
Hallmundarhrauni. Eiríksjökull,
stapi með hvítum kolli ofan hamra-
belta, er hér á hægri hönd – og NV-
vert í fjallinu grípur Eiríksgnípa
augað. – Sú er nefnd eftir Eiríki
þeim sem var einn kappanna í
Hellismannasögu. Sagan sú er að 18
skólapiltar frá Hólum í Hjaltadal
hefðu í fyrndinni lagst út, hafst við í
Surtshelli en farið út á mörkina og
þá fellt sauðfé á svæðinu sér til mat-
ar. Svo stundum lagst út í Vopnalág,
þar sem borgfirskir bændur komu
að kumpánum óvörum og felldu. Ei-
ríkur slapp. Þjóðsaga þessi hefur lif-
að um aldir og á sér tæpast stoð í
veruleika, en endurspeglar að langt
fram á 19. öld trúðu margir því að
útilegumenn hefðust við á íslenskum
öræfum.
Dýrðardagar í veiðinni
Um 20 kílómetrar eru úr byggð
að brúnni yfir Norðlingafljót, þar
sem heitir Helluvað. Nokkur veiði í
fljóti, en þar gildir að sleppa skuli
fiski sem bítur á agn.
„Við erum af þeirri kynslóð sem
finnst óþarfi að drepa fiskinn sem
veiðist. Að vera úti í náttúrunni er
aðalmálið og hér höfum við átt dýrð-
ardaga í fallegu umhverfi. Arnar-
vatnsheiðin er líkleg til að verða
fjölfarin ferðamannaleið í framtíð-
inni,“ sagði Benedikt Geir Jóhanns-
son úr Mosfellsbæ sem með Daníel
bróður sínum við veiðar í fljótinu
þegar Morgunblaðið fór þarna um.
Sýslumörk Borgarfjarðar og
Húnaþings vestra liggja hlykkjótt
um Arnarvatnsheiðina og Tvídægru.
Norðanverð Tvídægra skiptist svo í
Aðalbóls-, Húks- og Núpsheiðar.
Tvídægra kemur fyrir í Heiðarvíga-
sögu, þar sem segir frá afkom-
endum Egils Skallagrímssonar og
langvinnum deilum og átökum
Borgfirðinga og Húnvetninga, sem
náðu hámarki í bardaga á heiðinni.
Sagt er að vötnin á Arnarvatns-
heiði séu óteljandi. Í flestum þeirra
er talsvert af fiski, bæði bleikju og
urriða, en hefur verið stunduð á
heiðinni frá ómunatíð. Stærst þeirra
eru Arnarvatn stóra (4,3 km2 að flat-
armáli) og Úlfsvatn (3,85 km2 ). All-
stór eru svo Reykjavatn, Króka-
vatn, Mordísarvatn, Krummavatn,
Veiðitjörn, Gunnarssonavatn, Arfa-
vötn, Arnarvatn litla og Stóralón.
Og síðast en ekki síst „… þar heitir
Réttarvatn eitt,“ sbr. Jónas Hall-
grímsson.
Flugan er skæð
Í Álftakrók er gangnamannahús
Borgfirðinga, en á þessar slóðir
reka bændur í Hálsasveit, Reyk-
holtsdal og Flókadal fé sitt á afrétt.
Aðeins norðar, þá innan landa-
merkja Húnaþings vestra, eru
skálabyggingarnar við Arnarvatn
stóra og þar var Gunnar Örn Jak-
obsson á Hvammstanga á veiðivakt-
inni um sl. helgi „Umferð hér um
heiðina hefur aukist verulega eftir
að Norðlingafljót var brúað. Þá er
alltaf ásókn í að komast hér í veiði,
og margir eiga sína föstu daga hér
ár eftir ár í vötnunum, sem við skul-
um ekkert vera að telja. Höldum í
að þau séu óteljandi,“ segir Gunnar
og bætir við:
„Oft er hér fín veiði, en flugan
getur verið skæð. Þá eru flugnanet
nauðsynleg, en hreyfi vind fer flug-
an fljótt. Svo hef ég líka átt fjölda
ferða hér sem björgunarsveitar-
maður. Oft hefur hent að fólk kemur
sér í vanda hér á heiðinni og þá höf-
um við í Húnum á Hvammstanga
verið ræstir út til aðstoðar.“
Blástör og holtasóley
Þegar komið er norðarlega á Arn-
arvatnsheiði má finna slóða sem
liggja annars vegar niður í Víðidal
og hins vegar Vatnsdalinn. Flestir
fara þó beinu leiðina þar sem hallar
norður af og niður í Miðfjörð. Vert
er að halda til haga að norðurhluti
heiðarinnar er einkar vel gróinn.
„Landið faðminn breiðir,“ orti Borg-
arfjarðarskáldið Guðmundur Böðv-
arsson á Kirkjubóli. Sérstaklega er
blástörin áberandi á heiðinni og
ekki má gleyma holtasóleynni, sjálfu
þjóðarblómi Íslands. Þetta er fallegt
land og friðsælt eða eins og segir í
vinsælum söngtexta sem flestir
kunna og geta raulað:
Fram í heiðanna ró
fann ég bólstað og bjó,
þar sem birkið og fjalldrapinn grær.
Þar er vistin mér góð,
aldrei heyrðist þar hnjóð,
Þar er himinninn víður og tær.
(Friðrik Aðalsteinn Friðriksson)
Ferðalag fram í heiðanna ró
- Arnarvatnsheiði
öllum fær - Sögu-
staðir, veiði og
fagurblá fjallavötn
Ljósmynd/Gunnar Örn Jakobsson
Öræfi Þar er allt þakið í vötnum, segir í ljóði Jónasar Hallgrímssonar Réttarvatn, sem er næst á myndinni. Fjær eru Langjökull og til hægri hinn ískaldi Eiríksjökull, sem veit allt sem talað er hér.
Veiðibræður Benedikt Geir, til vinstri, og Daníel Jóhannessynir úr Mos-
fellsbæ áttu draumadaga á heiðinni. Brúin yfir Norðlingafljót í baksýn.
Flóra Holtasóley, sem á sínum tíma var útnefnd íslenska þjóðarblómið, er
áberandi á þúsundvatnaheiðinni, sem og ýmiss konar votlendisgróður.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Álftakrókur Leitarmannaskáli Borgfirðinga sem stendur við Krókavatn. Í
fjarska í suðri sést til Strúts, fjallsins fallega sem er upp af Húsafelli.
ARNARVATNSHEIÐI
BORGAR-
FJÖRÐUR
Hallmundarhraun
Kalmans-
tunga
Strútur
Eiríkisjökull
Langjökull
Réttarvatn
Arnarvatn stóra
Arnarvatnsheiði
Álftakrókur
Helluvað
F578
Gunnar Örn
Jakobsson