Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 17

Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS 24. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.85 Sterlingspund 173.21 Kanadadalur 100.27 Dönsk króna 19.924 Norsk króna 14.278 Sænsk króna 14.494 Svissn. franki 136.85 Japanskt jen 1.1416 SDR 178.89 Evra 148.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.8231 Ólympíuleikarnir í Japan voru settir í Tókýó í gær. Setningarathöfnin var glæsileg og lýstu flugeldar upp himininn yfir borginni. Leikarnir fara fram við sérstakar aðstæður, í miðjum kór- ónuveirufaraldri en vegna hans voru engir áhorfendur leyfðir á ólympíuleikvanginum. Ólympíuleikarnir í Japan settir í gær fyrir tómu húsi AFP Flugeldar lýstu upp himin yfir Tókýó Andrés Magnússon andres@mbl.is Evrópska lyfjastofnunin (EMA) ákvað í gær að mæla með Spikevax, bóluefni Moderna, fyrir börn og ung- linga, 12 ára og eldri. Það er í hönd- um framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB) að taka lokaákvörðun, en það er formsatriði. Lyfjastofnun Íslands hefur dyggi- lega fylgt EMA eftir varðandi leyfi bóluefna, svo gera má ráð fyrir því að þessi ákvörðun gildi og hafi áhrif hér á landi líka. Spikevax, sem oft er nefnt Mod- erna eftir framleiðandanum, verður þá annað bóluefnið, sem mælt er með fyrir börn og unglinga, en bóluefni Pfizer/BioNTech hlaut leyfi til notk- unar fyrir 12-17 ára í maí. Litið er á bólusetningu barna og unglinga sem mikilvægan þátt í að ná hjarðónæmi þjóða gagnvart Co- vid-19, en þrátt fyrir að langflest börn fái aðeins væg einkenni kórónu- veirunnar, ef nokkur, þá geta þau verið smitandi og sum sem eru veik fyrir, veikst alvarlega. Sóttkví skólabarna óþörf Í sama mund kom út rannsókn hjá Oxford-háskóla, sem bendir til þess að það hafi verið óþarfi að skikka nemendur í sjálfskipaða sóttkví ef skólasystkini greindist með Co- vid-19. Sú leið var farin í mörgum löndum með verulegri og viðvarandi truflun fyrir skólastarf, nemendur og fjölskyldur þeirra. Samkvæmt rannsókninni hefði dagleg skimun verið a.m.k. jafn- gagnleg með tilliti til sóttvarna, en gert mögulegt að halda skólum opn- um með lágmarkstruflun. Rannsóknin leiddi í ljós að 98,4% barna, sem þannig voru send heim úr skóla í Bretlandi, hefðu ekki reynst vera með Covid-19, hvorki verið í hættu né geta valdið henni, en samt send heim að nauðsynjalausu. Í þeim skólum þar sem þess í stað var skimað daglega reyndust Covid- tilfelli vera 4% færri. Unglingar mega fá Moderna - EMA mælir með Moderna fyrir 12-17 ára - Pfizer fékk sams konar leyfi í maí - Bólusetning unglinga næst - Rannsókn segir sjálfskipaða sóttkví barna óþarfa AFP Bóluefni Nú má líka bólusetja ung- linga með Spikevax frá Moderna. Hollenskir sak- sóknarar hafa til rannsóknar dauðsföll sex manna sem höfðu keypt banvænt lyf sem notað er til sjálfsvíga. Seljandi lyfs- ins, 28 ára karlmaður frá borginni Eindhoven í suðurhluta Hollands, var handtekinn sl. þriðjudag grun- aður um að hafa ólöglega aðstoðað mennina við sjálfsvígin. Samkvæmt frétt AFP er þetta brot á hollenskum lyfjalögum og peningaþvætti. Við rannsókn máls- ins kom í ljós að um sex dauðsföll væri að ræða í það minnsta vegna lyfjanna. Sá grunaði á að hafa selt efnið frá nóvember 2018 til júní 2021 og lifað af ágóðanum, að sögn sak- sóknara. Líknardráp hefur verið löglegt í Hollandi frá árinu 2002, en aðeins samkvæmt ströngum lögum. Þá þarf að koma fram að sjúkling- ur, sem hefur upplifað mikla þján- ingu, sé með fulla meðvitund og skýr í kollinum er hann fer fram á heimildina. HOLLAND Seldi lyf sem notað var til sjálfsvíga Rannsókn Í ljós kom að um sex dauðsföll er að ræða. Frakkland gaf út í gær að her- sveitir þeirra hefðu fellt tvo háttsetta leið- toga íslamska ríkisins í Stór- Sahara- hryðjuverka- hópnum (ISGS), á Malí sem starf- að hefur með Al-Qaida og fylgir hugmyndafræði Salafi Jihadism. Árásin var gerð í samráði við Bandaríkin. Franski varnarmálaráðherrann, Florence Parly, sagði að árásin hefði beinst að herbúðum á Me- naka-svæðinu í Vestur-Afríku og staðið yfir frá miðvikudegi til fimmtudags. Issa al-Sahraoui, skipuleggjandi og fjármálastjóri hryðjuverkasamtakanna, og Abu Abderahman al-Sahroui, sem sá um að kveða upp dóma innan samtak- anna, voru báðir drepnir. Varn- armálaráðuneyti Frakklands hefur gefið út að árásin sýni „ákveðni þeirra í að halda áfram baráttunni gegn vopnuðum hryðjuverkahóp- um“. FRAKKLAND Tveir leiðtogar ISGS felldir í aðgerðum Florence Parly Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.