Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 T il allrar hamingju fyllist maður stundum bjartsýni á endurnýj- unarmátt tungumálsins þegar fólk leikur sér með gamalt og nýtt í bland. Í sumarblíðunni fyrir austan sá ég lokaverkefni um Hrafnkels sögu þar sem grunnskólanemar höfðu gert kvikmynd upp úr fyrri hluta sögunnar. Ekkert var til sparað að nota orðfæri sög- unnar sjálfrar í eft- irminnilegum leik og áhrifa- miklum kvikmyndabrellum. Á gólfinu í sundlauginni á Egilsstöðum er fólk minnt á tveggja metra fjarlægð- armörk að viðbættu stað- bundnu og vinalegu ávarpi þar eystra – sem nær þó „að- eins“ yfir tvö kyn: gæskur og gæskan. Hér á landi njótum við þess að tungumálið býr við opinberan stuðning á öllum sviðum. Það gleymist stund- um að sá stuðningur er ekki sjálfsagður eins og sjá má þegar horft er til þess hvern- ig íslenskunni vegnaði í Vest- urheimi. Í sumar hafa borist sorgarfréttir af opinberri menningarstefnu Kanada- stjórnarinnar á síðustu öld gagnvart frumbyggjum landsins; hvernig börn voru tekin frá foreldrum sínum og reynt að ala þau upp í ensku- mælandi stofnunum ríkisins – með hörmulegum afleiðingum. Íslenska var daglegt mál fjölda fólks í byggðum Vestur-Íslendinga í Kan- ada fram eftir 20. öld og sér þess víða stað í örnefnum og mannanöfnum af íslenskum uppruna. Vel fram yfir seinni heimsstyrjöld fóru messur fram á íslensku og málið var almennt samskiptamál á götum í bæjum í Nýja- Íslandi og við fiskveiðar á Winnipeg-vatni. Þess voru dæmi að indjánar og Úkraínumenn (Gallar eins og Íslendingar nefndu þá) lærðu íslensku. Nýjar kynslóðir sem uxu úr grasi áttu þó erfitt með að fá næga þjálfun í málinu. Í manntali í Kanada árið 1931 segjast 82% þeirra tæplega 20 þúsunda sem telja sig vera af íslenskum uppruna hafa íslensku að móðurmáli. Tíu árum síðar er sambærileg tala komin niður í 73%. Eftir það hrakar málinu hraðar í þéttbýli í Manitoba en í dreifbýli. Á þeim svæðum þar sem íslensk- an var sterkust má þó enn finna íslensk tökuorð um íslenska sérrétti og frændsemisorð lifa á vörum enskumælandi manna í Manitoba, til dæmis kleiner, vinarterta, skyr (sker) og amma. Fjölmargir sem komnir voru á efri ár á seinni hluta síðustu aldar höfðu þá sögu að segja að þeir hefðu lært íslensku í foreldrahúsum en hún hefði síðan verið barin úr þeim í skóla þar sem börnum var bannað að tala ís- lensku við félaga sína til þess að þjálfa þau í ensku. Málið lokaðist því smám saman inni á heimilum og orðaforðinn takmarkaðist við fjölskyldulíf og per- sónulegar frásagnir. Opinber umræða fór fram á ensku. Enda þótt margir hafi lært að lesa á íslensku skrifuðu þeir lítið á því máli og fengu ekki mikla skipulega þjálfun við málnotkun og málbeitingu. Þrátt fyrir allan barlóminn hér heima um stöðu íslenskunnar á nýjum jafnréttistímum er margt sem hægt er að gleðjast yfir þegar kemur að framhaldslífi okkar gamla máls í nýjum og betri heimi. „Sér hún upp koma öðru sinni…“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Landshornamál af Austurlandi á gólfmerk- ingum í sundlauginni á Egilsstöðum, hönn- uðum af Bara snilld þar eystra. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson B eggja vegna Atlantshafs má segja að veiran og loftslagsmál yfirgnæfi aðrar þjóðfélags- umræður. Veiruna þarf ekki að skýra, en það er athyglisvert að í Evrópu, og þá sérstak- lega í Þýzkalandi og Belgíu, tengja menn nú saman loftslagsmálin og mikil flóð sem þar hafa orðið og vald- ið gífurlegri eyðileggingu. Hið sama hefur gerzt í Bandaríkjunum vegna gífur- legra skógarelda þar að undanförnu. Þessar náttúru- hamfarir eru nú óhikað skýrðar með loftslagsbreyt- ingum eins og heyra mátti á ræðu Johns Kerrys, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og nú sérstaks erindreka Bidens í loftslagsmálum, í London fyrir nokkrum dögum. Því má svo bæta við að síðustu daga hafa borizt frétt- ir um víðtæka skógarelda í Síberíu og mikil flóð í Kína. Það er minna um slíkar umræður hér en þær gætu blossað upp í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa áhrif á hafstrauma sem aftur hafa áhrif á fiskgengd. Hingað til hefur ekki verið ástæða til að ætla að veir- an og viðbrögð við henni yrðu mikið deilumál í kosn- ingabaráttunni en það kann að vera að breyt- ast vegna vísbendinga um meiri ágreining innan ríkisstjórnarinnar en fram hefur komið um viðbrögð við henni. Við það bætist að sú bjartsýni sem greip um sig þegar takmark- anir voru afnumdar reyndist ekki á rökum reist og enginn veit hvað gerist á þeim vett- vangi á næstu vikum og mánuðum. Hitt er ljóst að gagnrýni talsmanna ferðaþjónust- unnar vegna varnarráðstafana á landamærum er ekki á rökum reist þar sem veiran lifir góðu lífi um allan heim. Alla vega má gera ráð fyrir að bæði þessi mál verði meira til umræðu í kosningabaráttunni en búist var við og eins gott fyrir frambjóðendur að búa sig vel undir þær umræður. Ungir kjósendur sérstaklega munu taka vel eftir orðavali og tóntegund. Þeir eru líklegri en hin- ir eldri til að taka umræður um loftslagsbreytingar al- varlega. En hvað sem líður ágreiningi innan ríkisstjórnar er alveg ljóst að okkur hefur gengið vel í baráttu við veir- una, þótt fullur sigur sé ekki unninn. Deilur í kosninga- baráttunni mega ekki verða til þess að hverfa frá af- stöðu og aðgerðum sem hafa sýnt jákvæðan árangur. Stjórnmálaflokkarnir hafa lagt mismunandi áherzlur á loftslagsmálin en VG augljóslega mest. Hins vegar er ánægjulegt að fylgjast með viðbrögðum almennra borgara. Viðbrögð þeirra koma skýrt fram í sölu á raf- knúnum bílum en sala þeirra hefur aukizt mjög. Þessi tvö mál geta ruglað meginlínur í hefðbundnum pólitískum umræðum hér en þar að auki má búast við að vandamál einstakra flokka í sambandi við val á frambjóðendum sæki að þeim með ýmsum hætti. Í þeim efnum er myndin alveg skýr. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur byggt upp lýðræðislegustu aðferð við val frambjóðenda og það mun skila sér fyrir hann. Alveg eins og frambjóðendur verða krafðir sagna um loftslagsmál verða þeir líka spurðir hvað þeir hefðu viljað gera öðruvísi vegna veirunnar, ef þeir hefðu viljað fara aðra leið. Og þá dugar enginn inni- haldslaus orðaflaumur. Þeir verða að tala skýrt. Fyrrnefnd ræða Johns Kerrys er til marks um að leiðandi þjóðir í heiminum taka loftslagsbreytingar mjög alvarlega. Kerry líkti afleiðingum flóðanna í Evr- ópu við afleiðingar heimsstyrjaldarinnar síðari þegar stórborgir Evrópu voru rústir einar. Sú samlíking sýn- ir hvað Biden-stjórnin leggur mikla áherzlu á þetta til- tekna mál. Í nóvembermánuði nk. verður ráðstefna haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi um loftslagsmál, sem mun áreiðanlega hafa mikil áhrif á það hvað þjóðir heims gera í þeim efnum á næstu árum og auka þrýsting á þær að koma í verk því sem að þeim snýr. Sá þrýstingur mun líka snúa að okkur. Eitt af því sem Kerry nefndi í ræðu sinni var Kína og mikilvægi þess að Kínverjar standi við sitt. Slíkur þrýstingur frá Bandaríkjunum er vafalaust viðkvæmt mál í ljósi þess hvernig samskipti þessara tveggja ríkja hafa þróast. Það er því ljóst að loftslagsmálin og afleiðingar þeirra eru að komast í fremstu röð á dagskrá heims- mála. Þeir stjórnmálaflokkar sem hingað til hafa lítið sinnt þessum málaflokki verða nú að breyta um áherzlur og það verður eftir því tekið hvernig landsfundur Sjálf- stæðisflokksins tekur á loftslagsmálunum í haust. Að sýna ekki nýjar áherzlur í þessum málum er eins og að lýsa því yfir að viðkomandi flokkur sé fortíðarfyrir- bæri. Loftslagsmálin og veiran eiga eitt sameiginlegt. Það er til fólk um allan heim sem lítur svo á að hvort tveggja sé uppspuni. Þau sjónarmið eru ekki sett fram í hefðbundnum fjölmiðlum en þau sjást á samfélags- miðlum hér. En háværust eru þau í Bandaríkjunum. Það er orðið vandamál um heim allan hvað mikið er um að dreift sé röngum upplýsingum á miðlum sem starfa ekki undir sérstakri ritstjórn. Stjórnvöld um heim allan eru hins vegar farin að horfast í augu við að tengsl eru á milli loftslagsbreyt- inga og náttúruhamfara. Og svo vill til að nú eiga Bandaríkin, Kína og Rússland, hvert um sig, í við- ureign við víðtæka skógarelda eða flóð. Kannski eykur það líkur á samstöðu þeirra í milli um viðbrögð sem duga. Veiran og loftslagsmál Skógareldar og flóð Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Sumar goðsagnir virðast eiga sér mörg líf. Drengsmálið svokallaða 1921 snerist um það, að Ólafur Frið- riksson, leiðtogi vinstri arms Alþýðu- flokksins, hafði tekið með sér frá Rússlandi ungling, sem talaði rúss- nesku og þýsku, en Ólafur ætlaði hon- um að aðstoða sig við samskipti við hina alþjóðlegu kommúnistahreyf- ingu. Þegar unglingurinn reyndist vera með smitandi augnveiki, sem valdið getur varanlegri blindu, var hann að læknisráði, en eftir nokkur átök, sendur úr landi. Pilturinn hét Nathan Friedmann og hafði misst föður sinn í rússneska borgarastríð- inu. Pétur Gunnarsson segir í bókinni Í fátæktarlandi árið 2007 (bls. 128): „Nathan, sem var gyðingur og hafði sest að í Frakklandi, hvarf sporlaust við innrás Þjóðverja í upphafi heims- styrjaldarinnar síðari – og hefur nær örugglega liðið upp um skorsteininn í einhverjum úttrýmingarbúðum nas- ista.“ En Pétur Pétursson (þulur og alþýðufræðimaður) hafði upplýst 21 ári áður í bók um Drengsmálið, að Nathan hefði látist á sóttarsæng 1938. Í sjálfsævisögu Árna Bergmanns, Eitt á ég samt, er önnur goðsögn end- urtekin í kafla um Halldór Laxness (bls. 248). „Seinna voru dregin fram gögn úr skjalasöfnum vestra sem sýna að bæði amrískir diplómatar og íslenskir stjórnmálaforingjar leituðu allra ráða í köldu stríði til að spilla orðstír og útgáfumöguleikum þess skaðræðismanns sem þeir töldu Hall- dór vera.“ Engin slík skjöl eru til. Einu skjölin eru um það, eins og ég skýrði frá í bók minni um íslensku kommúnistahreyfinguna fjórum ár- um áður en Árni gaf út rit sitt, að Halldór hafði ekki talið fram á Íslandi tekjur sínar í Bandaríkjunum, og lauk því máli svo, að skáldið sam- þykkti að greiða nokkra upphæð í ríkissjóð, en hlaut einnig dóm fyrir brot á gjaldeyrisskilareglum. Í skýrslu taldi bandarískur stjórnar- erindreki líklegt, að þetta gæti orðið Halldóri til álitshnekkis á Íslandi, en svo reyndist ekki verða. Nú nýlega hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson birt skjöl frá bandaríska útgefand- anum Alfred Knopf sem sýna, að ákvörðunin um að hætta útgáfu verka Halldórs réðst af mati bókmennta- ráðunauta hans, ekki stjórnmála- ástæðum. Hægri menn á Íslandi bera hvorki ábyrgð á dauða Nathans Friedmanns né gengisleysi Halldórs Laxness í Bandaríkjunum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Tvær þrálátar goðsagnir ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11 á ljúfum og léttum nótum. Félagar úr kór Ár- bæjarkirkju leiða sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Szklanér organista. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffispjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Guðsþjónustur í Laugar- dalsprestakalli í sumar verða í Laugarnes- kirkju kl. 11 alla sunnudaga frá 13. júní til og með 8. ágúst. Næsta guðsþjónusta í Áskirkju verður sunnudaginn 15. ágúst 2021. Ástjarnarkirkja | Sumarmessur í Garða- kirkju, alla sunnudaga klukkan 11. Ástjarnar- kirkja tekur þátt í sumarmessunum. Sjá Garða- kirkja hér á síðunni. BESSASTAÐASÓKN | Sumarmessur í Garða- kirkju, alla sunnudaga kl. 11. Bessastaðasókn tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Jónas Þórir og félagar úr Kór Bústaða- kirkju leiða tónlistina. Messuþjónar og sr. María annast þjónustu. DIGRANESKIRKJA | Guðþjónusta í Digranes- kirkju sunnudaginn 25. júlí kl. 11. Prestur Kar- en Lind Ólafsdóttir. Undirleikari Matthías V. Baldursson. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og félagar úr Dómkórnum. GARÐAKIRKJA | Sumarmessa, sumarsunnu- dagaskóli og spurningarkeppni. Sr Henning Emil Magnússon þjónar fyrir altari og flytur hugleiðingu. Organisti er Kristín Jóhannesdótt- ir. Sumarsunnudagaskóli fyrir alla fjölskylduna er í vinnustofunni á safninu Króki á sama tíma. Í hlöðunni á Króki verður boðið upp á messu- kaffi og farið í lauflétta spurningakeppni eftir messu. Messan verður í beinu streymi á: www.facebook.com/sumarmessur. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 25. júlí verður kaffihúsamessa í Grafarvogskirkju. Kaffihúsamessur eru sumarmessur og verða á sunnudögum kl. 11 út ágústmánuð. Messuformið er einfalt og notalegt andrúms- loft. Forsöngvari, prestur, organisti og kirkju- vörður annast þjónustuna. Kaffi og meðlæti. GRENSÁSKIRKJA | Sameiginleg kvöld- messa Fossvogsprestakalls er í Bústaðakirkju kl. 20. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl. 11 í júní, júlí og ágúst. Hafnarfjarðarkirkja tekur þátt í Sumarmessum í Garðakirkju. Streymt er frá messunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni. HALLGRÍMSKIRKJA | Orgelsumar í Hall- grímskirkju. Tónleikar laugardag kl. 12. Örn Magnússon og Spilmenn Ríkínís leika. Messa sunnudag kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar að- stoða. Forsöngvarar syngja og leiða messu- söng. Organisti er Matthías Harðarson. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, syngja, organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. HVALSNESKIRKJA | Sumarmessur á Suð- urnesjum. Sjá Njarðvíkurkirkjur. LANGHOLTSKIRKJA | Sumarmessa kl. 11 í Laugarneskirkju, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Elísabetu Þórðar- dóttur organista Laugarnessóknar. Sönginn leiða félagar úr kór Laugarneskirkju. Messan er sameiginleg fyrir Laugardalsprestakall sem innifelur Ás, Langholt og Laugarnessóknir. Heitt á könnunni og smá nart í safnaðarheim- ilinu eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Sumarmessa kl. 11, Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur úr Langholtskirkju, þjónar ásamt Elísabetu Þórð- ardóttur organista. Sönginn leiða félagar úr kór Laugarneskirkju. Messan er sameiginleg fyrir Laugardalsprestakall sem innifelur Ás, Langholt og Laugarnessóknir. Heitt á könnunni og smá nart í safnaðarheimilinu eftir messu. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Allt helgihald fellur niður til 16. ágúst. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 er hin ár- lega prjónamessa. Hún fer fram í safnaðar- heimili, setið er við borð og kaffi og te á boð- stólnum. Fólk er hvatt til að taka með handavinnu. Félagar úr prjónahópi kirkjunnar taka þátt í guðsþjónustunni. Blöð og litir fyrir yngsta hópinn. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sum- armessa í Njarðvíkurkirkju kl. 20. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar, félagar úr kór kirkj- unnar syngja undir stjórn Stefáns H. Kristins- sonar organista. Sandgerðiskirkja | Sumarmessur á Suður- nesjum. Sjá Njarðvíkurkirkjur. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organ- isti: Tómas Guðni Eggertsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa í Skál- holtsdómkirkju sunnudaginn 25. júlí kl. 11. Sr. Axel Á Njarðvík annast prestsþjónustuna. Veitingahúsið Skálholt er opið í hádeginu, sem og alla daga. ÚTSKÁLAKIRKJA | Sumarmessur á Suður- nesjum. Sjá Njarðvíkurkirkjur. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA | Kvöldmessa sunnudaginn 25. júlí kl. 20. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Valþjófsstaðarkirkju. Meðhjálpari Friðrik Ingi Ingólfsson. Kaffisopi í kirkjunni eftir messu. VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garða- kirkju, alla sunnudaga kl. 11. Vídalínskirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumar- messur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkju hér á síðunni. Morgunblaðið/Ómar Strandarkirkja. Messur á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.