Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 H jörvar Steinn Grétarsson féll úr leik í 2. umferð heimsbikarmóts FIDE sem nú stendur yfir í Sotsjí við Svartahaf. Hjörvar átti dá- góð færi í báðum skákunum gegn Rússanum Maxim Matlakov en tap- aði, ½:1 ½. Fjórða umferð hófst á fimmtudaginn og voru þá 32 kepp- endur eftir, þ.á m. heimsmeistarinn Magnús Carlsen sem hafði þá unnið allar fjórar skákir sínar úr annarri og þriðju umferð með sannfærandi taflmennsku. Hann hefur ekki þurft að berjast til sigurs í skákum með styttri umhugsunartíma og farið sparlega með orkuna. Fyrri skák hans við Pólverjann Radoslaw Woj- taszek lauk með jafntefli eftir 34 leiki en Magnús, sem hafði svart, bauð nokkuð óvænt upp á skiptan hlut í flókinni stöðu sem vélarnar mátu heldur betri á hann. Þetta heimbikarmót hefur sannað að elo-stigatala keppenda segir ekki allt um möguleika keppenda því nokkrir af stigahæstu keppendunum hafa fallið úr leik. Caruana tapaði fyrir Rinat Jumbayev frá Kazak- stan, Giri fyrir Nodirbek Abdusatt- orov frá Uzbekistan og Mamedyarov fyrir Haik Martirosjan frá Armeníu. Það er greinilega að koma fram ný kynslóð geysilega öflugra skák- manna og má þar t.d. nefna Indverj- ann Praggnanandhaa sem lagt hefur tvo reynda kappa, fyrst Armenann Grabriel Sargissjan, 2:0, og Pólverj- ann Krasenkow í aukaskákum: Heimbikarmót FIDE 2021; 3. um- ferð, 3. skák: Praggnanandhaa – Krasenkow Það standa öll spjót að kóngsstöðu svarts og nú kom atlagan… 30. Rxf6! Bxf6 31. Hxf6! Rxf6 32. Bxe5 Dd8 33. Rg5 Bh3+ 34. Hxh3 Hb7 35. Dc3! – og Krasenkow gafst upp. Praggnandhaa hóf glímu sína við Frajkkann Vachier Lagrave í 4. um- ferð á fimmtudaginn og lauk skák þeira með jafntefli. Annar Indverji, Santos Vidit, hefur einnig komist fram hjá öllum hindrunum. Hægt er að mæla með útsendingum frá mótinu á Chess24.com. Snyrtilegt handbragð Hannes Hlífar Stefánsson, Guð- mundur Kjartansson og Vignir Vatnar Stefánsson tefla nú á hverju mótinu á fætur öðru í Tékklandi, Póllandi og Serbíu og í síðustu viku varð Hannes einn efstur í lokuðu móti í Prag, hlaut 6 ½ vinning af 9 mögulegum. Guðmundur Kjart- ansson tók á sama tíma þátt í minn- ingarmóti um Miguel Najdorf í Varsjá í Póllandi. Hann hlaut 5 vinn- inga af 9 mögulegum og hafnaði í 46. – 67. sæti af 174 keppendum. Hinn 18 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hyggst taka þátt í a.m.k. þrem alþjóðlegum mótum í sumar og þegar ein umferð var eftir af því fyrsta sem fram hefur farið í Arend- jolovac í Serbíu var Vignir í 5. – 6. sæti með 4 vinninga af 8 mögu- legum. Árangur hans þó yfir vænt- ingum því hann er einn stigalægsti keppandinn í lokuðum flokki og í seinni hlutanum hefur hann sýnt góða takta sbr. eftirfarandi dæmi: Akva Gold 1; 6. umferð: Azer Mirzoev (Aserbadsjan) – Vignir Vatnar Hvítur var búinn að vera í krappri vörn en ekki alveg ljós hvernig best er að tefla í þessari stöðu. Vignir fann lausnina: 45. … a2! 46. Hd8+ Kf7 47. Ha8 Hxh2 48.Hxa1 f3+! 49. Kd3 g3! Notfærir sér leppun f2-peðsins og a7-reiturinn er valdaður af bisk- upinum. 50. Ha5 g2 – og hvítur gafst upp. Akva Gold 1; 7. umferð: Vignir Vatnar – V. Varshini (Ind- land) 48. d6! cxd6 49. Rf6! gxf6 50. Dxf6+ Hg7 51. Hc7 – og svartur gafst upp. Óvænt úrslit á heims- bikarmóti FIDE Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Öflugur Praggnanandhaa við taflið á Reykjavíkurskákmótinu 2019. Sigurður Thoroddsen fæddist á Bessastöðum á Álftanesi 24. júlí 1902. Hann var sonur hjónanna Skúla Thoroddsen, ritstjóra og alþingismanns, og Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Sigurður fór snemma til mennta og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1919, aðeins sautján ára gamall. Þá lá leiðin til Kaup- mannahafnar þar sem hann útskrifaðist sem bygging- arverkfræðingur árið 1927 frá Polyteknisk Lærean- stalt. Á námsárunum æfði Sigurður knattspyrnu með knattspyrnuliði Kaupmannahafnarháskóla, Akadem- isk Boldklub, en hann hafði verið mikill fótboltamaður sem ungur maður og varð nokkrum sinnum Íslands- meistari með Knattspyrnufélaginu Fram. Sigurður varð stórtækur verkfræðingur þegar heim var komið og eftir að vinna sem verkfræðingur við Reykjavíkurhöfn og hjá vita- og hafnarmálastjóra stofnaði hann sína eigin stofu árið 1931 og rak hana til 1961. Þá stofnaði hann ásamt samstarfsmönnum sam- eignarfélagið Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og var framkvæmdastjóri þar til ársins 1975. Hann beitti sér mest að stórframkvæmdum á sviði raforkumála og virkjunarmála og hann vann að hönnun margra orku- vera víða um land og eftir hann liggja margar fræði- greinar um orkumál. Hann lagði ætíð mikla áherslu á að huga vel að náttúrunni á sama tíma svo sem minnst rask hlytist af framkvæmdunum. Sigurður var kjörinn á Alþingi árið 1942 fyrir Sósí- alistaflokkinn og sat eitt kjörtímabil og lagði fram m.a. frumvörp um framfærsluviðmið og ráðstöfun tekna af einkasölu ríkisins á tóbaki til verka- mannabústaða. Hann var 2. varaforseti sameinaðs þings árið 1945-6. Sigurður var tvíkvæntur og átti mörg börn, m.a. ljóðskáldið Dag Sigurðarson og kvikmyndaleikstjór- ann Ásdísi Thoroddsen og hann er afi Katrínar Jak- obsdóttur forsætisráðherra. Fyrri kona hans var Jak- obína Margrét Thoroddsen (fædd Tulinius), kennari, f. 20.9. 1906, d. 8.11. 1970, og áttu þau Óttar, f. 1928, Dag, f. 1937, Bergljótu, f. 1938 og Signýju, f. 1940. Seinni kona Sigurðar var Ásdís Sveinsdóttir Thorodd- sen og áttu þau börnin Jón Sigurð, f. 1948, Halldóru Kristínu, f. 1950, Guðbjörgu, f. 1955 og Ásdísi, f, 1959. Sigurður var góður teiknari, málaði mikið í tóm- stundum og hélt nokkrar sýningar á teikningum og málverkum. Æviminningar hans, Eins og gengur, kom út árið 1982. Sigurður Thoroddsen lést 29. júlí 1983. Merkir Íslendingar Sigurður S. Thoroddsen Á dögunum var kynnt lausn að því hvernig bjarga megi Suðurstrandarvegi með öruggum og end- anlegum hætti. Hönn- unin fékk nafnið hraunbrú og hefur það hlutverk að halda fljót- andi hrauni frá Suður- strandarvegi (hraunbrú er líka stokkur). Mannvirkið færir fljótandi hraun sem stefnir að veginum upp á brú (stokk), yfir hana og niður hinum megin. Útgangs- punktur hönnunarinnar eru sviðs- myndir eldfjallafræðinga um langt gos. Óvissa um framvindu gossins í Geldingadölum er mikil. Tilefni þess að ráðist var í þróun hraunbrúar- innar var ákvörðun Almannavarna um að leyfa hrauni að flæða yfir Suðurstrandarveg. Það virðist afar óskynsamleg ákvörðun. Fræðin um það hve lengi muni gjósa þekki ég ekki. Umhverfis- og mannvirkjafræðin þekki ég býsna vel. Ég þekki það einnig vel að yfir- völd skortir stundum virðingu fyrir hugverkalögum. Almannavarnir höfnuðu á dögunum umleitunum um samstarf – og sem slíkt ekki í frá- sögur færandi. Við töldum skyn- samlegt að undirbúa þennan valkost með það að markmiði að gera gang- setningu hönnunar og framleiðslu hraunbrúar mögulega með stuttum fyrirvara – vera tilbúin með fleiri valkosti. Það kostar hlutfallslega lít- ið. Hraunbrú virðist hafa marga af- gerandi kosti umfram varnargarða. Það sem ekki kom fram í fjölmiðla- umfjöllun um hraunbrúna og sam- starfsumleitanir er skilyrðing Al- mannavarna um að aðrir verkfræðingar yrðu fengnir til þess að vinna áfram með hönnunina. Lausnin sögð áhugaverð, en úr- vinnsla hennar háð því að óskil- greindir aðrir fengju hana í hendur, annars yrði hún ekki skoðuð. Á það var ekki fallist, af augljósum ástæð- um. Almannavarnir tóku því ákvörð- un um að ræða ekki við höfunda hraunbrúar- innar. Sem sagt sér- hagsmunagæsla í sinni tærustu mynd. Burtséð frá því hve rangt það er að ætlast til að aðrir en höfundar verk- fræðilegrar lausnar komi að frekari þróun hennar, þá lýsir það ákveðnu skilningsleysi. Hætta er á að aðrir einstaklingar misskilji kjarna hönnunarinnar, forsendur hennar og virkni, og beri sig að með röngum hætti. Og einmitt það virðist hafa gerst. Einhverjir óskilgreindir „aðr- ir“ í her ráðgjafasveita hins opin- bera eru því ekki betur til þess falln- ir að vinna með verkfræðilega hönnun sem þeir áttu engan þátt í að skapa. Hraunbrú virðist vera eina örugga og endanlega lausnin þar sem hægt er að ganga út frá því með mikilli vissu að fjárfesting í vörnum vegarins borgar sig. Það er ekki til- fellið með varnargarða, sökum þess hve óvissan um hegðun flæðandi hrauns er mikil. Fjárfesting í varn- argörðum gæti ennfremur horfið undir hraun í lengra eldgosi – og þarf jafnvel ekki svo langt gos til. Við stæðum eftir með ekkert. Skilj- anlega er slík fjárfesting illréttlæt- anleg. Nokkrar staðreyndir um hraunbrú: 1) Mögulegt að halda Suðurstrandarvegi opnum með tryggum hætti jafnvel þótt eldgos vari í mörg ár. 2) Til verður opin leið undir flæðandi hrauni, sem myndar öruggt skjól fyrir alla innviði, s.s. vatnslagnir, ljósleiðara og há- spennustreng (sbr. uppnám um Suð- urnesjalínu). 3) Mögulegt að haga stærð og umfangi lausnarinnar eftir þörfum. 4) Fljótlegt að bregðast við breytingum í hraunflæði. 5) Fyrir- sjáanleiki varðandi kostnað. Þá er bygging varnargarða á einkajörðum flókin og tímafrek framkvæmd – lík- legt að kærur og deilur verði hluti af slíkri framkvæmd – hraunbrú gæti passað innan helgunarsvæðis veg- arins. Þetta bara til upplýsingar. Ef sviðsmyndir eldfjallafræðinga raungerast yrði hraunbrú með tím- anum að jarðgöngum sem yrðu í öll- um meginatriðum sambærileg hefð- bundnum jarðgöngum í virkni. Búnaði mætti koma fyrir eftir á, svo úr yrði fullbúin samgönguæð í formi jarðganga. Það er kannski ekki spennandi tilhugsun að setja opinn veg með flottu útsýni í jarðgöng, en í náttúruhamförum þar sem öryggi fólks og innviða er í forgrunni gilda önnur sjónarmið. Leikmönnum og jafnvel sumum verkfræðingum kann að þykja hraunbrú „ævintýraleg“ lausn frá „ævintýramönnum“. Hraun eldgosa er hins vegar bara eins og önnur efni, hefur tiltekna þyngd og efnis- eiginleika sem miða þarf við í út- reikningum. Hraunbrú virðist ein- faldasta og öruggasta vörnin sem völ er á fyrir Suðurstrandarveg. Til hennar má grípa með stuttum fyrir- vara, en þá bara ef undirbúningi er lokið. En það er yfirvalda að ákveða hverju má kosta til fyrir öryggi al- mennings. Það virðist skynsamlegt að kanna betur kosti hraunbrúar sem hluta í viðbragðsáætlunum Almannavarna, sem einn af fleiri valkostum í vissum aðstæðum sem skapast geta á eld- fjallaeyju. Það er svo mikið unnið með opnum samgönguæðum og inn- viðum í náttúruhamförum. Annað var það nú ekki sem við vildum koma á framfæri. Almannavarnir hafa aðra skoðun – og er jú frjálst að hafa það. Vonandi lýkur eldgosi sem fyrst. Hraunbrú á Suður- strandarveg er valkostur Eftir Magnús Rannver Rafnsson »Ef sviðsmyndir eld- fjallafræðinga raun- gerast yrði hraunbrú með tímanum að jarð- göngum sem yrðu í öll- um meginatriðum sam- bærileg hefðbundnum jarðgöngum. Magnús Rannver Rafnsson Höfundur er verkfræðingur og fyrrverandi lektor við NTNU í Þrándheimi. magnus.r.rafnsson@linudans.org

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.