Morgunblaðið - 24.07.2021, Page 33
ÓLYMPÍULEIKAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir mun taka
þátt á sínum fyrstu Ólympíuleikum þegar hún keppir í
tveimur greinum, 100 metra skriðsundi og 200 metra
skriðsundi, á leikunum í Tókýó í Japan. Hún fór beint í
stórt hlutverk á setningarathöfn leikanna á Ólympíu-
leikvanginum í gær, en hún og Anton Sveinn McKee
voru fánaberar Íslands á athöfninni glæsilegu.
Íslensku keppendurnir voru þriðja sveitin sem gekk
inn á leikvanginn, þar sem Ísland er fremst allra þjóða
heims í japanska stafrófinu. Grikkir voru að vanda
fyrstir og síðan kom sveit flóttamanna en þar á eftir all-
ar hinar þátttökuþjóðirnar í japanskri stafrófsröð.
Snæfríður Sól er tvítug og flutti til Danmerkur með
fjölskyldu sinni fyrir um áratug, þegar hún var 11 ára
gömul og hefur búið þar í landi allar götur síðan.
Snæfríður Sól hefur tvisvar verið valin sundkona árs-
ins hér á landi, árin 2018 og 2020, og á Íslandsmetin í
200 metra skriðsundi í bæði 25 metra og 50 metra
laug. Hefur hún tekið stöðugum framförum á
undanförnum árum enda reglulega slegið
sín eigin Íslandsmet.
Afrakstur þeirra bætinga er þátt-
taka á Ólympíuleikum í fyrsta
skipti á ferlinum og kveðst
Snæfríður Sól spennt
fyrir því að fá að
upplifa sína
fyrstu
leika.
„Þetta
leggst
bara
mjög vel í
mig, ég
hlakka mikið
til,“ sagði hún
í samtali við
Morgunblaðið.
Þátttaka
hennar var ekki
endanlega staðfest
fyrr en í byrjun
þessa mánaðar. Hún
synti undir svokölluðu
B-Ólympíulágmarki í
200 metra skriðsundi á
móti í Vejle í mars, sem
dugði þó ekki eitt og sér.
Ísland átti kvótasæti sem
kvað á um að geta sent sund-
konu á leikana og þar sem
Snæfríður Sól stóð langbest að
vígi þegar kom að íslenskum
sundkonum var sætið hennar.
Flutti til að einblína á sundið
„Það má segja að hlutirnir hafi þróast
í þessa átt, maður vissi aldrei hvernig
þetta myndi fara á Covid-tímum. Ég flutti
með þjálfaranum mínum til Álaborgar síð-
asta haust til þess að einbeita mér að sund-
inu. Það hefur skilað sér í góðum bætingum á
þessu tímabili, þar sem ég synti undir lágmörk-
um í mars,“ sagði Snæfríður Sól og bætti því við
að undirbúningur hennar fyrir leikana hafi verið
hefðbundinn og allt gengið vel hvað hann varðar.
Beðin um að meta möguleika sína í undanrásum
greinanna tveggja sem Snæfríður tekur þátt í sagð-
ist hún ekki mikið vera að einblína á þá. „Þetta verða
mínir fyrstu leikar, þar sem mikilvægast verður að fá
góða reynslu og upplifun fyrir framtíðina,“ sagði hún.
Markmið Snæfríðar Sólar á leikunum væru því einföld:
„Markmiðin eru að synda gott sund og njóta þess að
vera með.“
Einbeitti sér að sundinu frá áramótum
Spurð um hvað hún fáist við þegar hún er ekki að æfa
og keppa í sundi sagði Snæfríður Sól:
„Ég varð stúdent fyrir ári. Þetta ár hef ég svo notað
til að einbeita mér að sundinu og vinna með. Ég vann
fram að áramótum í hlutastarfi fyrir vefverslun sem
sérhæfir sig í barnavörum en frá áramótum hef ég ein-
beitt mér að sundinu,“ sagði Snæfríður Sól við Morg-
unblaðið.
Snæfríður verður annar keppandi Íslands til að taka
þátt í leikunum í Tókýó þegar hún keppir í 200 metra
skriðsundinu á mánudaginn. Undanúrslit í þeirri grein
fara fram á þriðjudag.
Hún verður síðan aftur á ferð á miðvikudaginn, 28.
júlí, þegar keppt er í 100 metra skriðsundi en undan-
úrslitin eru degi síðar. Ljósmynd/Simone Castrovillari
Njóta þess að vera með
Tókýó Snæfríður Sól Jórunnar-
dóttir og Anton Sveinn McKee
með íslenska fánann á setningar-
athöfn Ólympíuleikanna í gær.
- Snæfríður Sól Jórunnardóttir tekur þátt á sínum fyrstu Ólympíuleikum
- Hefur bætt sig stöðugt undanfarið - Markmiðin á leikunum eru einföld
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
Ólympíuleikarnir í Tókýó
voru formlega settir í gær við há-
tíðlega athöfn. Anton Sveinn
McKee og Snæfríður Sól Jórunn-
ardóttur voru glæsilegir fánaber-
ar Íslands á setningarhátíðinni.
Þriðju Ólympíuleikana í
röð stal Pita Taufatofua hins veg-
ar senunni. Taufatofua mætti ber
að ofan, í ta’ovala (pils frá
heimalandinu sem er bundið við
mittið) og vel olíborinn sem
fulltrúi Tonga. Rúmlega 100.000
manns búa á Tonga sem er eyja-
klasi í Suður-Kyrrahafi.
Taufatofua, sem er 37 ára
gamall, keppir í taekwondo á
leikunum, rétt eins og hann gerði
á leikunum í Ríó árið 2016. Kapp-
inn er fjölhæfur því hann keppti í
skíðagöngu á vetrarólympíuleik-
unum í Pjongjang árið 2018. Þar
var hann að sjálfsögðu fánaberi
sinnar þjóðar, ber að ofan og
olíuborinn að vanda þrátt fyrir
um sjö gráðu frost.
Honum er margt til lista
lagt því ásamt því að keppa á
vetrar- og sumarólympíuleikum
þá er hann verkfræðingur og
sendiherra fyrir UNICEF.
Hann keppir í 80 kg flokki og
mætir til leiks næstkomandi
föstudag í sextán manna úrslit-
um taekwondo. Undirritaður hef-
ur ekki kynnt sér það sérstak-
lega, en ætla má að ekki sé
leyfilegt að vera olíuborinn í tae-
kwondokeppni á Ólympíuleikum,
því miður fyrir Taufatofua og
áhorfendur heima í stofu.
Hingað til hefur Taufatofua
ekki riðið feitum hesti frá keppni
á leikunum. Hann tapaði 16:1 fyr-
ir Írananum Sajjad Mardani í 1.
umferð taekwondokeppninnar í
Ríó og varð í 114. sæti af 119
keppendum í skíðagöngu í
Pjongjang. Þar var hann eini
keppandi Tonga. Þjóðin er ekki
þekkt fyrir mikil afrek í vetrar-
íþróttum, ekki frekar en Jam-
aíka, þrátt fyrir hina mögnuðu
Cool Runnings.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsv.: Breiðablik – Selfoss.......... L16
SaltPay-völlur: Þór/KA – Valur ............ L16
Hásteinsvöllur: ÍBV – Tindastóll .......... S14
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – FH ...................... S17
Domusnovav.: Leiknir R. – KA.............. S17
HS Orkuv.: Keflavík – Breiðablik..... S19.15
Víkingsv.: Víkingur R. – Stjarnan .... S19.15
Kórinn: HK – Valur ........................... S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Olísvöllur: Vestri – Selfoss..................... L14
2. deild karla:
Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – ÍR ..... L13
Grenivíkurvöllur: Magni – KV .............. L16
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Kári ............... L16
3. deild karla:
Vopnafjarðarvöllur: Einherji – KFS .... L11
Sauðárkrókur: Tindastóll – KFG.......... L14
Nesfiskvöllur: Víðir – Dalvík/Reynir.... L15
Vilhjálmsvöllur: Höttur/Huginn – KFS S13
Sindravellir: Sindri – Augnablik............ S16
2. deild kvenna:
Valsvöllur: KH – Fjarðab/Hött/Leikn.. L14
KR-völlur: KM – Einherji...................... L14
Sindravellir: Sindri – Fjölnir................. L16
GOLF
Íslandsmóti golfklúbba, keppni í efstu
deildum karla og kvenna, lýkur í dag en
keppt er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korp-
úlfsstaðavelli.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram
á Kópavogsvelli í dag og á morgun. Keppt
er frá 9.30 til 13.40 í dag og 12 til 16.30 á
morgun.
Meistaramótið í 10 km hlaupi karla og
kvenna fer fram samhliða. Karlarnir
hlaupa kl. 12.30 á morgun og konurnar kl.
13.20.
UM HELGINA!
Snæfríður Sól Jórunnar-
dóttir er tvítug sundkona
sem ólst upp í Hveragerði
og æfði sund þar en hefur
búið í Danmörku frá ellefu
ára aldri. Hún keppir í bæði
100 og 200 metra skriðsundi
á Ólympíuleikunum í
Tókýó.
Hún æfir og keppir í Ála-
borg og hefur náð góðum
árangri þar sem hún hefur
m.a. sigrað þrjú ár í röð í
200 metra skriðsundi á
danska meistaramótinu í 25
metra laug og tvisvar á fjór-
um árum í 50 metra laug.
Snæfríður hefur keppt á
Evrópumeistaramótum í 25
og 50 metra laug og keppti
á heimsmeistaramótinu í 50
metra laug árið 2019.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Ljósmynd/Hörður Oddfríðarson
Tókýó Snæfríður Sól Jórunnardóttir
keppir á leikunum á mánudaginn.