Morgunblaðið - 24.07.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 24.07.2021, Síða 34
VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ævintýrið um Spilmenn Ríkínís hófst í kringum árið 2005,“ segir Örn Magnússon, einn liðsmanna hljómsveitarinnar. Auk Arnar mynda Spilmenn Ríkínís Marta Guðrún Halldórsdóttir, kona hans, og börn þeirra Ásta Sigríður og Halldór Bjarki. Spilmenn Ríkínís gáfu nýverið frá sér plötuna Gull- hettu og spila á tónleikum í Hall- grímskirkju í dag, laugardaginn 14. júlí, kl. 12. Þeir eru hluti af Orgel- sumri í kirkjunni. „Þetta hófst í tengslum við tón- leikaferð um Japan árið 2004. Ég fékk þá það verkefni að leika á lang- spil, sem ég hafði ekkert gert áður. Karlasönghópurinn Voces Thules átti symfón og við leiddum þessi hljóðfæri saman. Ég varð fyrir svo miklum áhrifum af hljómi þessara hljóðfæra að það lét mig ekki í friði og í framhaldi fórum við Marta að rannsaka hvernig þau hljóðfæri hefðu verið sem leikið var á hér fyrr á öldum. Þegar við svo fórum að leika íslensk þjóðlög á þessi hljóð- færi þá var bara eins og allt væri komið heim. Þá féll allt í réttan far- veg.“ Örn smíðaði sjálfur þrjú af þeim hljóðfærum sem Spilmenn nota og segir hann tengdaföður sinn, Hall- dór Vilhelmsson, sem var flinkur smiður, hafa verið sér innan handar. „Ég var ekki með meiri smíðakunn- áttu en bara þessa úr handavinnunni í gamla daga. En þetta fór allt sam- an vel,“ segir hann og bætir við: „Svo fengum við erlenda hljóðfæra- smiði til að smíða þau hljóðfæri sem flóknari voru í smíðum.“ Langspilin lífseigust Örn segir nokkuð vera til af heim- ildum um hljóðfæri hér á landi. Þeirra sé sums staðar getið í skáld- skap, kvæðum og annálum. Auk þess séu til teikningar af þessum hljóðfærum og eigi mörg þessara hljóðfæra sér sess í miðaldamenn- ingu Evrópu. „Við vorum náttúru- lega í tengslum við umheiminn þótt það væru ekki alltaf jafn mikil tengsl. Langspilin voru lífseigust þessara hljóðfæra hér á landi og enn er talsvert til af þeim bæði í einka- eign og á söfnum.“ Fyrri plata Spilmanna Ríkínís, Ljómalind, kom út árið 2009, og á henni voru mest textar úr sálmabók- um og af trúarlegum meiði en efni- viðurinn á Gullhettu er að sögn Arn- ar meira veraldlegs eðlis. „Þema Gullhettu tengist vorkomu og sumartíð og þessum létti sem við finnum fyrir þegar fer að vora, fer að hlýna, þegar fjötur vetrarins fer að bresta og við finnum að fyrsti fíf- illinn fer að opna sig. Sumarið er í nánd.“ Efni plötunnar er fengið víðs veg- ar að, meðal annars úr sálmabókum og úr Þjóðlagasafni Bjarna Þor- steinssonar, þeim hluta sem nefnist „Lög skrifuð upp eftir ýmsum“. „Svo er á plötunni efni úr 17. aldar handritinu Melódíu. Það er safnrit af tónlist bæði af trúarlegum og ver- aldlegum toga. Svo erum við með tónlist úr munnlegri geymd, lög sem við höfum lært af okkar fólki.“ Ríkíní mikill áhrifamaður Spilmenn Ríkínís kenna sig við prest nokkurn. „Sagan segir að Rík- íní hafi komið hér í byrjun 12. aldar þegar skólinn var stofnaður á Hól- um og Jón Ögmundsson verður þar skólameistari og biskup. Hermt er að hann hafi verið franskur, en það ber ekki öllum saman um það. Hann gæti einnig hafa verið frá Franken í Þýskalandi. Hann kemur hingað til lands til þess að kenna messusöng. Tíðasöngur gat verið býsna flókinn. Hann breyttist eftir því á hvaða tíma dags var sungið og á hvaða tíma kirkjuársins. Kennarinn og presturinn Ríkíní verður því mikill áhrifamaður. Til Hóla koma öll prestsefnin og fara í gegnum hend- urnar á þessum manni. Hann er einn af þessum flinku tónlistar- mönnum, sem við erum enn að fá til landsins, sem skilja eftir sig spor í íslenskri menningu. Hann er kannski sá fyrsti þeirra.“ Fjölskyldan sem myndar Spil- menn Ríkínís hefur spilað saman í rúm 14 ár og til að byrja með voru yngstu liðsmennirnir ekki sérlega háir í loftinu. „Halldór varð snemma mjög bráð- þroska í tónlist og þegar við vorum að grúska í þessu og prófa okkur áfram með hvaða hljóðfæri pössuðu saman, þá gripum við til hans. Hann tók þá eitt hljóðfæri og þá vorum við komin með þrjú. Þá varð náttúru- lega sú stutta að fá að vera með líka,“ segir Örn og á þá við dóttur sína Ástu. „Hún hefur verið kannski 7 ára þegar við komum fyrst fram. Með tímanum hafa þau gert sig mjög gildandi í þessu og það má segja að þau séu farin að leiða þessa vinnu núna.“ Upplagt að klára plötu í Covid Spilmennirnir æfa í skorpum. „Það er stöðug tónlistariðkun á heimilinu en við Spilmenn höfum nú ekki æft eins reglulega í seinni tíð. Halldór er í meistaranámi í sembal- leik í Basel í Sviss. En þegar við hittumst öll tökum við stundum upp þráðinn og höldum kannski eina eða tvenna tónleika eða tökum upp. Svo kom Halldór heim í Covid- faraldrinum fyrir rúmu ári síðan.“ Örn segir að þá hafi verið upplagt að vinna að plötuútgáfunni. „Við vorum búin að gera einhverjar upptökur árið 2016, sem átti eftir að vinna. En svo þegar þetta kærkomna tækifæri kom og allir voru heima og gátu hugað að sínu þá ákváðum við að æfa saman, klára upptökurnar og gefa út Gullhettu.“ Talið berst að umslagi plötunnar. „Rósamynstrið á framhliðinni er saumað af Helgu Grímsdóttur ömmu minni og ömmu margra og langömmu. Þegar hún bjó í Hólkoti í Ólafsfirði þá átti hún þrjár kýr og þær hétu Ljómalind, Gullhetta og Búbót. Svo nú er það Búbót sem verður næst og við vonum að það verði ekki ellefu eða tólf ár þangað til hún lítur dagsins ljós.“ Nýjung í hljóðfæraflóruna Á tónleikunum í Hallgrímskirkju í dag má að stórum hluta heyra efni af plötunni. Örn segir þó að þar verði skemmtileg viðbót. Sá fjölhæfi tónlistarmaður og tónskáld Gunnar Haraldsson vinur þeirra bætist í hópinn og leysi Mörtu af. Auk þess bætist nú nýtt hljóðfæri í hljóðfæra- flóru Spilmanna. „Við vorum að ná í það í smiðju Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, bara í gær. Þetta er hljóðfæri sem kallað er organetta, eða portatív, sem er lítið orgel sem maður hefur oft á kné sér. Þá dælir maður lofti inn í belginn með vinstri hendinni og leikur á það með hægri hendinni. Þetta var Björgvin að smíða síðustu vikur og þetta bætist nú í hljóðfærahópinn.“ Spurður hvort þau hafi nægan tíma til að æfa á þetta nýja hljófæri fyrir laugar- daginn segir Örn: „Við leggjum nótt við dag,“ og hlær, enda aðeins nokkrir dagar til stefnu þegar blaða- maður ræðir við hann. Hljómsveit Spilmenn Ríkínís gáfu nýverið út plötuna Gullhettu og munu leika á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag. Á myndinni eru úr fjölskyldunni Örn Magnússon, Ásta Kristín Arnardóttir, Halldór Bjarki Arnarson og Marta Guðrún Halldórsdóttir auk Gunnars Haraldssonar, vinar þeirra. Organetta Örn Magnússon og Halldór Bjarki, sonur hans, handleika nýjasta hljóðfærið í safni Spilmanna, sem er eins konar kjöltuorgel og úr smiðju Björgvins Tómassonar. Stöðug tónlistariðkun á heimilinu - Spilmenn Ríkínís, fjögurra manna fjölskylda, hafa gefið út plötuna Gullhettu - Leika íslensk þjóðlög á gamaldags hljóðfæri - Vorkoma og sumartíð er þema - Tónleikar í Hallgrímskirkju í dag Morgunblaðið/Einar Falur Fjölskylda Spilmennirnir voru misháir í loftinu þegar samvinnan hófst. Þessi mynd er frá árinu 2010. Þá var Sigursveinn Magnússon með í hópnum en hann hefur stigið til hliðar síðan. Ljósmynd/Máni Arnarson 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.