Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Meira en hundrað teikningar í póst- kortastærð eftir japanska lista- manninn Katsushika Hokusai, sem British Museum eignaðist 2019, verða senn til sýnis í fyrsta sinn í um 200 ár. Þessu greinir The Guardian frá. Þar er haft eftir Hartwig Fisc- her, forstjóra safnsins, að teikning- arnar séu „óvenjulegar og ein- stakar“ og enduruppgötvun þeirra „lygileg“. Hokusai er þekktastur fyrir myndina „Aldan mikla“ sem er eitt þekktasta og mest endurnotaða listaverk allra tíma, að því er segir í grein The Guardian. Áhrif Hokusai á 19. aldar evrópska impressjónista, þeirra á meðal Vincent van Gogh, voru geysimikil. Í kringum 1840, þegar Hokusai var á níræðisaldri, hóf listamaðurinn að vinna að nýju verkefni sem nefnist Myndabókin mikla um allt, þar sem hann gaf ímyndunarafli sínu lausan taum. Bókin kom aldrei út heldur enduðu teikningarnar ofan í kassa og hafa aldrei verið birtar almenningi í heild sinni. Lítið er vitað um tilveru teikn- inganna annað en að þær komust í eigu Henri Vever, skartgripasala sem safnaði japanskri list og lést 1942. Þær voru boðnar upp á upp- boði í París 1948 og enduðu í einka- eigu þar sem almenningur gleymdi þeim. Myndirnar birtust óvænt á upp- boði í París 2019 þar sem British Museum keypti þær fyrir hátt í 47 milljónir íslenskra króna. Fischer bendir á að myndirnar hafi verið teiknaðar á tímum þegar Japan var lokað land. „Samskipti við umheim- inn voru takmörkuð og undir ströngu eftirliti,“ segir Fischer og rifjar upp að Japanir hafi ekki mátt ferðast innanlands nema með opin- beru leyfi. „Þetta eru aðstæður sem við könnumst mörg við í dag,“ segir Fischer og bendir á að undir þessum kringumstæðum hafi verið stór- merkilegt að Hokusai hafi með myndum sínum einsett sér að teikna allt milli himins og jarðar. Á teikn- ingunum má sjá trúarlegar og goð- sagnalegar fígúrur sem og dýr og blóm. Segir hann myndirnar búa yfir „takmarkalausri hugvitssemi, hár- fínum húmor og djúpri mennsku“. Alfred Haft sýningarstjóri segir allar 103 teikningarnar vera ger- semar „þar sem hver og ein þeirra sýnir okkur hvernig frjór hugur og lífleg hönd vinna saman“. Segir hann hendingu hafa ráðið því að teikning- arnar varðveittust. Hefði bókin verið gefin út hefðu teikningarnar eyði- lagst í prentferli þess tíma. Mynd- irnar eru allar aðgengilegar á vef safnsins og verða til sýnis á sýningu sem opnuð verður í september. Ljósmynd fengin af vef British Museum Vinsæll Aldan mikla er þekktasta verk japanska listamannsins Hokusai. „Hugvitssemi“ - Yfir hundrað teikningar eftir Hokusai loks fyrir sjónir almennings Risamúmía við strönd Síle minnir á að þar í landi má finna elstu múmíur heims. Umræddar múmíur eru að minnsta kosti 7.000 ára gamlar. Nefnd Menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna um heimsminjar hefur frá miðjum mánuði fundað í borginni Fuzhou í Kína og mun þar taka afstöðu til þess hvaða minjar bæta skuli á heimsminjaskrá Unesco. Meðal þeirra minja sem til greina kemur að setja á skrána eru múmíurnar gömlu í Síle. Samkvæmt frétt AFP ætti niðurstaða að liggja fyrir undir lok júlímánaðar í seinasta lagi. AFP Múmíurnar minna á sig í Síle Tíu ár voru í gær liðin frá andláti bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 27 ára gömul. Þann sama dag birti BBC frétt þess efnis að mögulega standi til að gefa út áð- ur óútgefið efni með söngkonunni. Talið er að David Joseph, yfirmaður útgáfunnar sem Winehouse starfaði hjá, hafi viljandi eyðilagt flestallar óútgefnar upptökur með Winehouse eftir andlát hennar til að koma í veg fyrir misnotkun þeirra. Samkvæmt frétt BBC luma for- eldrar Winehouse á upptökum af söng dóttur sinnar. „Við höfum fundið efni hér og þar. Diskarnir eru illa farnir, en okkur hefur verið tjáð að mögulega sé hægt að endur- heimta hluta efnisins. Þetta verður mögulega ekki eins gott og Back To Black, en miðað við hljóðdæmin sem ég hef heyrt er þetta engu að síður gott,“ segir Mitch Winehouse, faðir tónlistarkonunnar. Um mun vera að ræða upptökur af lögum sem Winehouse samdi áður en hún varð fræg. Mitch Winehouse segir upptökurnar geta veitt innsýn í hvernig dóttir hans þróaðist sem lagahöfundur. Útgáfan er eitt af nokkrum verk- efnum sem dánarbú söngkonunnar vinnur að um þessar mundir, en meðal annarra verkefna er leikin mynd um ævi hennar og söngleikur sem hugsaður er fyrir leiksvið. For- eldrar tónlistarkonunnar viður- kenna að eftir andlát dóttur þeirra hafi þeim reynst mjög erfitt að hlusta á upptökur með henni. „Fyrstu fimm árin gat ég ekki horft á myndbönd eða hlustað á tónlist- ina,“ segir Mitch Winehouse. Janis Winehouse, móðir Amy, segir það hjálpa sér í sorginni að halda minn- ingu dóttur sinnar á lofti. Gæti nýtt efni verið á leiðinni? AFP Farin Amy Winehouse árið 2007 á tónleikum á tónlistarhátíð í Belfort. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SCARLETT JOHANSSON FLORENCE PUGH DAVID HARBOUR O–T FAGBENLE RAY WITHWINSTONE RACHEL ANDWEISZ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.