Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
s/fo
sa
Þverflautuleik-
arinn Sæbjörg
Eva Hlynsdóttir
kemur fram
ásamt hljómsveit
á tónleikum í úti-
tónleikaröðinni
Náttúrutónar á
morgun, sunnu-
dag, kl. 15. Tón-
leikarnir eru
haldnir í Tungu-
skógi í Fljótshlíð og er aðgangur
ókeypis. Ásamt Sæbjörgu Evu og
gestasöngvurum skipa hljómsveit-
ina þeir Sveinn Pálsson á gítar, Sig-
urgeir Skafti Flosason á bassa og
Stefán Ingimar Þórhallsson á
trommur.
„Markmið tónleikanna er að
skapa vettvang fyrir ungt tónlistar-
fólk til þess að flytja saman tónlist
og koma sér á framfæri sem og að
hvetja fjölskyldur og vini til þess að
njóta saman útiveru og tónlistar
sem er innblásin af náttúrunni, ýta
undir umhverfisvitund og efla
menningarlíf,“ segir í tilkynningu.
Náttúrutónar í Tunguskógi á morgun
Sæbjörg Eva
Hlynsdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Ég er að leggjast í víking, kem að
norðan með myndlistarsýningu.
Suðrið andar þegar Norðlending-
urinn mætir á svæðið,“ segir Akur-
eyringurinn Ragnar Hólm Ragnars-
son sem opnar málverkasýninguna
Suðrið andar í dag, laugardag, í
Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg.
Eins og glöggir taka eftir er heitið
á sýningunni tilvísun í kvæði Jón-
asar Hallgrímssonar, „Ég bið að
heilsa“. Nafnið er þó hægt að túlka á
marga vegu að sögn Ragnars og má
þá helst nefna suðrænu áhrifin sem
finna má í verkum hans.
Fegurð íslenskrar náttúru
Á sýningunni eru ýmist vatnslita-
eða olíumálverk. Eru þau að mestu
óhlutbundin eða abstrakt express-
jónísk. Blandar Ragnar saman
íslenskum jarðlitum og heitum suð-
rænum litum en hann hefur dvalið í
þó nokkurn tíma í Suður-Evrópu þar
sem hann hefur meðal annars setið
námskeið í meðferð lita.
Aðspurður segist Ragnar vera
mikið náttúrubarn og sækja mestan
innblástur í íslenska náttúru. „Það
er náttúrulega bara íslensk náttúra,
fegurð hennar, veðrabrigði, skýfall
og því um líkt. Innblástur er nátt-
úrulega ekkert annað en það sem
hefur áhrif á mann eða er svona að
einhverju leyti stórfenglegt eða hér
um bil yfirnáttúrulegt.“
Ragnar hefur lengst af unnið með
vatnsliti í verkunum sínum. Segir
hann þetta vandmeðfarinn miðil
enda þurfi ekki mikið að koma upp á
til að málverkið eyðileggist og í raun
þurfi ekki nema ein mistök. Undan-
farið hefur hann þó sótt meira í olíu-
litina og eru þeir áberandi í nýju
sýningunni.
Vinnur með ólíka miðla
„Þetta eru tveir mjög ólíkir miðl-
ar. Það er mjög gaman að vinna með
vatnslitina en maður verður að æfa
sig mikið. Ég segi stundum að vatns-
litirnir séu eins og ballettdans en
olíulitirnir eru meira eins og hnefa-
leikar. Vatnslitamyndirnar eru líka
yfirleitt tiltölulega hlutbundnar
landslags- eða náttúrumyndir en
olían er miklu meira abstrakt og þar
koma kannski þessi spænsku áhrif í
gegn. Það eru meiri læti í þeim.“
Keyrir áfram á góðum snúningi
Auk þess að mála starfar Ragnar
einnig hjá Akureyrarbæ. Hefur
hann verið í kynningar- og markaðs-
málum hjá bænum í tæplega 20 ár
en nú undanfarið hefur hann einnig
verið í afleysingum sem aðstoðar-
maður bæjarstjóra.
Spurður hvernig gangi að sam-
ræma vinnu og listmálun segir
Ragnar það ekkert mál. „Það fer lít-
ill tími hjá mér til spillis, ég horfi til
dæmis aldrei á sjónvarp. Ég sinni
starfi mínu þegar þarf og þegar ég á
lausa stund þá mála ég.“
Kveðst Ragnar reyna að gefa sér
tíma til að mála að minnsta kosti
eina vatnslitamynd á dag og tekur
hann vatnslitina nær undantekning-
arlaust með sér þegar hann ferðast
um landið. Vinnur hann málverkin
jafnt og þétt yfir árið og vill helst
ekki taka löng hlé. Ragnar getur þó
tekið undir þann sálm að stuttar
pásur af og til séu nauðsynlegar.
„Það er um að gera að hafa alltaf
nóg fyrir stafni. Ef ég hefði ekkert
að gera þá þyrfti ég að horfast í
augu við sjálfan mig og kæmist
kannski að því að ég væri leið-
inlegur. Ég vil keyra lífið áfram á
góðum snúningi.“
Sækir námskeið í fríum
Undanfarin ár hefur Ragnar verið
duglegur að ferðast og sækja sér
þekkingu víðs vegar um Evrópu. Í
ferðalögunum hefur hann gert það
að vana sínum að sækja námskeið
hjá flinkum listamönnum meðal ann-
ars í Skandinavíu, á Ítalíu og Spáni.
Telur hann það gefa ferðinni og frí-
tímanum skýrara markmið og til-
gang.
Í kófinu hefur dregið úr ferðalög-
unum en Akureyringurinn lætur það
þó ekki stöðva sig. Þess í stað hefur
hann nýtt sér tæknina og setið nokk-
ur námskeið í gegnum fjarfunda-
búnaðinn Zoom. Að sögn Ragnars er
það vitaskuld ekki jafn skemmtilegt
og að ferðast út fyrir landsteinana
en engu að síður gagnlegt og gaman.
Sýningin Suðrið andar stendur til
18. ágúst og er opin mánudaga til
föstudaga milli kl. 10 og 18 sem og á
laugardögum milli kl. 11 og 16.
Svartfell Ragnar Hólm sækir sér mestan innblástur í íslenska náttúru.
Að störfum Ragnar Hólm Ragnarsson segist nær undantekningarlaust
taka vatnslitina með sér þegar hann ferðast um landið og grípa til þeirra.
„Ég er að leggjast í víking“
- Ragnar Hólm Ragnarsson opnar í dag málverkasýninguna Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs
- Málar eina vatnslitamynd á dag - „Það fer lítill tími hjá mér til spillis,“ segir Ragnar Hólm
Lambagras Tilbrigði við lambagras í túlkun Ragnars Hólm.
„Hvíldu, hjarta, hvíldu“ er yfir-
skrift tónleika í tónleikaröðinni
Englar og menn í Strandarkirkju
sem fram fara á morgun, sunnudag,
kl. 14. Þar kemur fram Lovísa
Elísabet Sigrúnardóttir, betur
þekkt sem Lay Low. Yfirskrift tón-
leikanna er ljóðlína úr ljóðinu „Aft-
ansöngur“ eftir Huldu sem verður
flutt á tónleikunum. „Flest lögin
sem verða spiluð eiga það sameig-
inlegt að vera samin af konum. Það
má því segja að þetta verði tón-
leikar þar sem kvenröddin og sköp-
unarflæði fær að fljóta og njóta sín.
Lay Low gaf út plötuna Brostinn
strengur árið 2011 þar sem hún
samdi lög við ljóð eftir aðrar konur.
Tilraunakenndur og dreymandi
hljóðheimurinn sem varð til á þeirri
plötu fékk lof gagnrýnenda þegar
hún kom út. Þær ætla að flytja mik-
ið af þessum lögum í bland við önn-
ur lög eftir aðrar konur,“ segir í til-
kynningu, en Lay Low til halds og
trausts eru Agnes Erna Estherar-
dóttir og Anna Margrét Hraundal.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar
er sem fyrr Björg Þórhallsdóttir.
Lay Low kemur fram í Strandarkirkju
Konur Lög og textar eftir konur eru
áberandi á tónleikum Lay Low á morgun.