Morgunblaðið - 27.07.2021, Side 1

Morgunblaðið - 27.07.2021, Side 1
Ljósmynd/Ómar Óskarsson Nokkuð stöðugur straumur ferðamanna hefur komið til landsins að undanförnu. Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur á landamærum vegna Covid-19. Nú þurfa allir bólusettir far- um borð í flugvélina á leið til landsins. Bæði er tekið við PCR- prófum og svokölluðum antigen-prófum. Síðarnefnd próf eru þá gjarnan kölluð hraðpróf. »4 þegar og farþegar með staðfesta fyrri sýkingu að sýna fram á neikvætt Covid-próf sem tekið var innan við 72 tímum áður en komið er til landsins. Prófinu er þá framvísað áður en farið er Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 174. tölublað . 109. árgangur . MIKAEL MÁNI MEÐ NÝJA PLÖTU TITRINGUR HJÁ TÓNLEIKA- HÖLDURUM STÓRA STUNDIN HJÁ ANTONI Í DAG ÓVISSA MEÐ MARGA VIÐBURÐI 14 ÆTLAR SÉR VERÐLAUN 27NOSTALGÍUVÉLIN 28 Baldur Arnarson Guðni Einarsson Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir það ekki hlutverk nefndarinnar að taka afstöðu til þess hvaða áhrif vaxtalækkanir hafi á fasteignaverð. Tilefnið er gagnrýni Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á stjórn- völd í Morgunblaðinu í gær. Taldi hann þau hafa sýnt andvaraleysi með því að bregðast ekki við áhrifum lægri vaxta á fasteignaverð, enda væri hækkun þess áhyggjuefni. Hefur ekki verið leiðrétt Gylfi segir vaxtalækkanirnar hafa leitt til hækkandi eignaverðs að undanförnu. Það birtist í íbúðaverði og verði hlutabréfa og fyrir vikið hagnist efnafólk meira en aðrir. „Þetta er hálfgerð tímasprengja af því stjórnvöld á [Vesturlöndum] hafa ekki leiðrétt eignaskiptinguna, eink- um vegna óvissu um þróun farsóttar og væntanlega einnig af pólitískum ástæðum. Það er mikil óvissa um framtíðina og stjórnvöld eiga fullt í fangi með önnur mál,“ segir Gylfi. Telur hann stjórnvöld geta sporn- að við þessum áhrifum á íbúðaverðið með því að stuðla að uppbyggingu á ódýru húsnæði. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir húsnæðismálin verða fyrirferðar- mikil í komandi kjaraviðræðum en lífskjarasamningurinn rennur sitt skeið á komandi ári. „Það er hægt að tryggja kaupmáttinn með launa- hækkunum, með því að stemma stigu við vaxtahækkunum eða með því að halda vöxtum lágum. Húsnæð- iskostnaðurinn kemur einnig mjög sterkt inn,“ segir Drífa sem tekur undir með Ragnari Þór að í komandi kjaraviðræðum verði barist fyrir enn frekari styttingu vinnuvikunnar. Horft til vaxta og húsnæðis Drífa segir að kjarasamningar komi til endurskoðunar í september. Staðan verði rædd innan verkalýðs- hreyfingarinnar í ágúst. „Barátta verkalýðshreyfingarinn- ar snýst um aukin lífsgæði og aukinn kaupmátt,“ segir Drífa. Í því sam- bandi skipti til dæmis vextir og hús- næðiskostnaður máli. Aðalsteinn Á. Baldursson, formað- ur Framsýnar – stéttarfélags, telur tímabært að taka inn í kjaraviðræð- ur þá miklu mismunun sem íbúar landsbyggðarinnar búa við varðandi ýmsa opinbera þjónustu samanborið við íbúa þéttbýlustu svæðanna. Það eigi til dæmis við um læknisþjónustu og háskólanám. Eignatilfærsla sem tifandi tímasprengja - Prófessor segir vaxtalækkanir hafa áhrif á eignaskiptingu MKjaramál »10 og 12 Morgunblaðið/Golli Á uppleið Lægri vextir hafa leitt til hærra eignaverðs í faraldrinum. Sjúkraflutningum vegna Covid-19 hefur fjölgað umtalsvert und- anfarna daga. Sinnir Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins nú að meðaltali 25 flutningum á dag vegna veir- unnar. „Sumir koma jafnvel á eigin vegum en aðrir þurfa aðstoð við að komast á göngudeildina og þá höf- um við verið að flytja viðkomandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Jón segir einnig fjölda sjúkraflutninga hafa aukist almennt undanfarin misseri og Co- vid hafi bæst ofan á það. Fjölgunin sé í takt við aukið álag á heilbrigð- iskerfið. Í langflestum tilfellum þarf að þrífa bílana mjög vel á milli flutninga og getur það tekið nokk- urn tíma. Jón segir þá slökkviliðið fylgjast grannt með þróun mála er hann var spurður hvort fjölga þurfi fólki vegna álags. Hann segir slökkviliðið líkt og aðra máta sig inn í stöðuna hverju sinni. »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Annir Þessi sjúkrabíll var sótthreinsaður eftir Covid-19-flutning í gær. Álag í flutningum vegna Covid-19 - 25 flutningar að meðaltali á dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.