Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ari Páll Karlsson
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Talið er að lík Johns Snorra Sig-
urjónssonar og samferðamanna
hans, Juan Pablo Mohr og Ali
Sadpara, hafi fundist í gær, tæpu
hálfu ári eftir að þeirra var saknað
á fjallinu K2, þann 5. febrúar sl.
Þrjú lík fundust í gær um 400
metra fyrir ofan fjórðu búðir fjalls-
ins, rétt fyrir neðan „flöskuháls-
inn“ svokallaða, en það er um 200
metra hár ísveggur í um 8.200
metra hæð en fjallið er 8.611
metra hátt. Reglulega hrynur úr
veggnum og því liggur mikið undir
þegar göngumenn reyna við þann
kafla.
Að sögn Garretts Madisons, sem
nú er staddur í þriðju búðum fjalls-
ins, fann hópur sjerpa líkin þegar
teymið vann að festingu reipis fyrir
ofan fjórðu búðirnar, rétt fyrir
neðan flöskuhálsinn.
Fyrsta líkið sem kennsl voru
borin á var af Ali Sadpara, félaga
Johns Snorra, en sonur hans, Sajid
Sadpara, hefur síðustu daga leitað
þremenninganna á fjallinu.
Sajid jarðaði föður sinn
Talið er að lík Johns Snorra hafi
fundist þar á eftir og það þriðja
hafi verið af Juan Pablo Mohr en
það hefur ekki enn verið staðfest.
Sajid komst í gær, ásamt fé-
lögum sínum, að fjórðu búðum K2
en það er í fyrsta skipti sem nokk-
ur maður kemst ofar þriðju búð-
unum síðan John Snorri og félagar
hurfu. Sajid hefur nú jarðað föður
sinn rétt fyrir ofan flöskuhálsinn.
John Snorri freistaði þess að
verða einn þeirra fyrstu í sögunni
til að klífa tind fjallsins að vetri til,
en hann var fyrsti Íslendingurinn
til að komast á topp fjallsins.
Þrjú lík fundust á K2
- Kennsl borin á
samferðamann
Johns Snorra
Fjallgöngumenn John Snorri ásamt
feðgunum Sajid og Ali Sadpara. Sa-
jid hefur leitað föður síns og Johns.
Framboðslisti
Miðflokksins í
Reykjavík suður
var var sam-
þykktur á fé-
lagsfundi Mið-
flokksfélags
Reykjavíkur í
gærkvöldi. List-
inn fékk sam-
þykki 74%. Fjóla
Hrund Björns-
dóttir leiðir listann. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá flokknum.
Í öðru sæti listans er Danith
Chan lögfræðingur. Snorri Þor-
valdsson, eldri borgari, skipar
þriðja sæti listans. Tveir fram-
kvæmdastjórar fylgja svo í kjöl-
farið, Ómar Már Jónsson í fjórða
og Anna Björg Hjartardóttir.
Patience Adjahoe Karlsson kenn-
ari er svo í sjötta sæti listans.
Fjóla hafði áður skákað sitjandi
oddvita, Þorsteini Sæmundssyni, í
oddvitakjöri.
Fjóla leiðir listann
í Reykjavík suður
Fjóla Hrund
Björnsdóttir
Góður gangur hefur verið í vinnu við uppsteypu nýrrar fimm hæða skrif-
stofubyggingar á alþingisreitnum. Fyrsta steypan rann í grunninn 11. des-
ember í fyrra og nú er svo komið að byggingin er komin upp fyrir yfirborð
jarðar. Gert er ráð fyrir að samtals þurfi 4.485 rúmmetra af steypu í bygg-
inguna svo enn er mikið verk fyrir höndum. Starfsmenn ÞG verktaka vinna
verkið. Húsið á að verða tilbúið til notkunar í lok apríl 2023. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Smíði skrifstofubyggingar Alþingis miðar vel
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Jarðfræðingar fóru í rannsókn-
arleiðangur til Surtseyjar 15. – 18.
júlí. Jarðfræðingar hafa farið í
eyna annað hvert ár. Nú unnu þeir
að landmælingum og loftmynda-
töku, mældu hitaútstreymi, tóku
sýni og undirbjuggu sýnatöku
vegna langtímarannsókna á borhol-
um. Einnig var gerð ný rannsókn á
stórum og smáum fótsporum sem
hafa varðveist í móberginu. Stein-
gervingafræðingur mun rannsaka
sporin. Náttúrufræðistofnun (ni.is)
greindi frá leiðangrinum.
Loftmyndirnar verða notaðar til
að útbúa nýtt þrívíddarlíkan af
eynni. Þannig verður hægt að sjá
breytingar sem orðið hafa vegna
sjávarrofs og setflutninga. Greini-
leg ummerki voru um rof, sér-
staklega við hlíðar Austurbunkans
þar sem gil höfðu víkkað talsvert í
vatnsveðrum.
Lovísa Guðrún Ásbjörnsdóttir
jarðfræðingur var leiðangursstjóri.
Hún sagði í samtali að lausagjóska
sem enn er til staðar sé öll að
hverfa vegna vatns- og vindrofs.
Móbergið situr þá eftir. Svo er stöð-
ugt sjávarrof við ströndina.
Enn mælist jarðhiti í Surtsey þótt
54 ár séu síðan eldgosinu lauk.
Reglulega hefur verið fylgst með
þróun jarðhitakerfisins allt frá
1968 og hitaútstreymi í sprungum á
gjóskubunkunum tveimur mælt.
Enn mælist 80-90°C hiti á all-
mörgum stöðum. Hæsti hitinn í
Vesturbunka var 94,8°C.
Djúpar holur voru boraðar 2017
og eru gerðar spennandi rann-
sóknir á þeim, að sögn Lovísu.
Vatnssýni eru tekin á mismunandi
dýpi og efnahvörf milli bergs og
vatns við mismunandi hita og þrýst-
ing könnuð. Eins er fylgst með
virkni og vexti örvera og kannað
hvernig örverulíf þrífst við þessar
ólífvænlegu aðstæður.
Gömul fótspor varðveittust í móberginu
- Jarðfræðingar fylgjast með þróun Surtseyjar - Enn mælist 80-90°C hitaútstreymi í eynni
Ljósmynd/Birgir Vilhelm Óskarsson
Surtsey Fótspor sem stigin voru í
gjósku eru nú orðin að fari í móbergi.
Rúmenski maðurinn, sem grunaður
er um að hafa orðið Daníel Eiríks-
syni að bana, kom af sjálfsdáðum til
landsins í kjölfar þess að lögregla
náði sambandi við manninn. Þetta
staðfestir Grímur Grímsson, yfir-
lögregluþjónn miðlægrar rann-
sóknardeildar lögreglunnar, í sam-
tali við Morgunblaðið
Spurður hvort maðurinn sé nú í
gæsluvarðhaldi sökum þess að
hann hafi brotið farbann segir
Grímur: „Nei, það var ákveðið að
gera það ekki, það er að fara fram á
kröfu um gæsluvarðhald að nýju.
Hann sætir því enn bara farbanni
og gerir sér vonandi bara betur
grein fyrir því hvað það þýðir.“
Rúmenski maðurinn
settur í farbann á ný