Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 4

Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI Esther Hallsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Um hádegi í gær voru 609 einstak- lingar með virk Covid-19-smit undir eftirliti Covid-göngudeildar Land- spítalans. Þar af voru 62 börn. Þrír smitaðir lágu á legudeildum Land- spítalans en enginn var á gjörgæslu eða í öndunarvél. Göngudeild Co- vid-19 notar lita- merkingar til að flokka sjúklinga eftir einkennum. Af þessum 609 upp úr hádegi í gær voru 593 ein- staklingar merkt- ir grænir, það er með engin eða væg einkenni, og 16 einstaklingar merktir gulir, það er með miðlungs alvarleg einkenni. Enginn var merktur rauður, eða með alvarleg einkenni. Þeir þrír sem eru á spítala eru ekki inni í þessum tölum. 45 einstaklingar í áhættuhópum eru með virk smit en flestir þeirra eru enn sem komið er með væg eða engin einkenni og því merktir grænir. „45 einstaklingar sem eru í eftirliti hjá okkur eru með undirliggjandi áhættuþætti. Margir þeirra flokkast grænir byggt á einkennum. Við erum að bíða og sjá hvernig þeim reiðir af í gegnum þetta ferli. Alvarleg einkenni koma ekki fram fyrr en eftir vikutíma og því er þessi óvissa áfram. Eftir því sem tíminn líður fáum við skýrari mynd af því hvernig þessu fólki reiðir af,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmað- ur Covid-göngudeildar Landspítala. Smit greinst víða Smit hafa greinst víða í samfélag- inu á undanförnum dögum. Hópur 40 einstaklinga sem komu til landsins í sömu flugvél frá grísku eyjunni Krít í síðustu viku hefur nú greinst smitað- ur. Í vélinni voru útskriftarnemar frá Flensborgarskólanum en að minnsta kosti 30 þeirra smituðust. Ekki er vitað hversu margir hinna 10 sem nú hafa greinst voru í útskrift- arhópnum, en með þeim í flugvélinni til Íslands voru einnig einstaklingar sem tengdust ekki hópnum. Allir far- þegar vélarinnar voru sendir í sóttkví. Reglum um sóttkví hefur nú verið breytt svo að bólusettir einstaklingar þurfa einnig að fara í sóttkví hafi þeir umgengist einstakling sem reynist smitaður. Áður þurftu bólusettir ein- göngu að fara í sóttkví ef umgengnin var veruleg. Runólfur segir nokkuð álag á göngudeildinni sem hefur eftirlit með fólki sem er smitað. „Já, þetta hefur verið svo bratt, þessi mikla fjölgun. Við þurfum að meta alla með símtali sem tekur tíma. Það þarf að fá mikið af upplýsingum. Þannig höfum við getað lagt mat á ástand fólksins og áhættu þannig að það er tímafrekt. Svo eru ýmis önnur verkefni, sýnatökur og annað. Svo kemur einn og einn til skoðunar, við skoðum þessa gulu, en það hefur ekki leitt til fleiri innlagna síðustu daga,“ segir Runólfur. Engar innlagnir eru yfirvofandi sem stendur. Þrettán starfsmenn Landspítalans voru í einangrun í gær vegna Covid-19, 27 í sóttkví og 244 starfs- menn í vinnusóttkví. Búist er við að starfsfólki í vinnusóttkví muni fjölga þegar niðurstöður úr fleiri skimunum berast. Síðustu helgi greindust smit hjá starfsmönnum spítalans í nokkrum starfseiningum. Starfsmennirnir virðast hafa smitast annars staðar og ekki hefur enn greinst smit út frá þessum smitum innan spítalans. „Rakning er langt komin, enginn grunur er um smit út frá þessum smitum enn þá en nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga fer í sóttkví, annars vegar sóttkví A og hins vegar vinnusóttkví. Einnig er skimað í kringum þessi smit að venju,“ segir í tilkynningu frá spít- alanum. 593 með lítil eða engin einkenni 2 6 4 3 9 17 14 24 16 16 44 57 78 85 96 89 71 Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020 Heildarfjöldi smita frá 9. júlí 2021 Heimild: covid.is Heimild: LSH 26. júlí kl. 14.30 253.666 einstak- lingar eru fullbólusettir en alls 267.830 hafa fengið að minnsta kosti einn skammt 71 nýtt innanlands- smit greindist sl. sólarhring 1.072 eru í skimunar- sóttkví 1.805 einstaklingar eru í sóttkví Innanlandssmit Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Skimun á landamærum 9. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí 13. júlí 14. júlí 15. júlí 16. júlí 17. júlí 18. júlí 19. júlí 20. júlí 21. júlí 22. júlí 23. júlí 24. júlí 25. júlí2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 609 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 10 7 6 7 9 24 43 52 57 62 71 53 120 100 80 60 40 20 0 24.mars 2020 106 smit 5. október 2020 100 smit 23. júlí 2021 95 smit 7.304 staðfest smit alls Runólfur Pálsson Morgunblaðið/Sigurður Unnar Farsóttarhús Gestum þar fjölgar stöðugt og margir eru í einangrun. - 609 einstaklingar voru undir eftirliti Covid-göngudeildar í gær, þar af 62 börn - Smitum heldur áfram að fjölga en langflestir með lítil eða engin einkenni - Þrír sjúklingar á legudeildum Landspítala Á miðnætti í nótt tóku gildi nýjar reglur á landamærunum vegna Covid-19. Allir bólusettir ein- staklingar og þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu sem eru á leið til Íslands þurfa að framvísa neikvæðu Covid-prófi sem var tekið á síðustu 72 klukkustund- um. Prófinu er framvísað við byrðingu, það er áður en farið er um borð í flugvélina. Það má bæði vera PCR-próf og svokallað antigen-próf, það er hraðpróf. Auk þessa er tilmælum beint til þeirra sem eru búsettir á Ís- landi eða eiga tengslanet hér á landi að fara í sýnatöku hér strax eftir komuna til landsins, þó að þeir séu einkennalausir. Þeir sem eru ekki bólusettir né hafa vottorð um staðfesta fyrri sýkingu munu til viðbótar við að framvísa neikvæðu Covid- prófi áfram þurfa að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli skimana við komuna til landsins. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanþegin öllum aðgerðum á landa- mærum. Reglurnar voru settar samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra á grundvelli minnisblaðs sóttvarnalæknis. Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að í minnisblaði sóttvarnalæknis segi að Covid-19-smitum hafi fjölgað verulega hér á landi undanfarið. esther@mbl.is Farþegar skili neikvæðu prófi NÝJAR REGLUR Í GILDI Á LANDAMÆRUNUM Leifsstöð Eftirlit verður aukið með farþeg- um sem koma hingað til lands. Morgunblaðið/Eggert Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsfólk Reykjavíkurborgar er í tilkynningu, sem send var út í gær, hvatt til þess að virða nálægðarreglur og nota grímu við umönnun og þjónustustörf. Unnið er að gerð frekari áætlana um fyrirkomulag á starfsemi borgarinnar sem tekur mið af nýrri stöðu í baráttunni við Covid-19. Fá smit hafa komið upp hjá íbú- um heimila sem rekin eru af vel- ferðarsviði borgarinnar. Talið er líklegt að sú staða sem nú er komin upp, það er fjöldatakmörk og ýmsar hömlur í samskiptum, hafi áhrif fram yfir 13. ágúst, það er þann tíma sem reglugerð sem ríkisstjórnin setti fyrir helgina gildir. Því er unnið að gerð áætl- ana fyrir starfsemi skóla, íþrótta- starf, þjónustu velferðarsviðs og fleira. Sú áætlun tekur gildi í næstu viku þegar starfsemi eykst eftir sumarleyfi. Starfsemi fjög- urra leikskóla, sem eru með fulla starfsemi nú, er með eðlilegu sniði. Vel hefur gengið að starfa eftir fjöldatakmörkunum í sundlaug- um. Þá er verið að skoða hvernig staðið verði að menningarnótt. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar starfar nú á hættustigi og gefur út leiðbeiningar skv. almanna- varnastigi. Markmiðið er að þjón- usta borgarinnar skerðist eins lít- ið og mögulegt er. Neyðarstjórn Reykjavíkur- borgar starfar nú á hættustigi - Grímur við umönnun - Menningarnóttin er í skoðun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykavík Aðstæður sem veiran skapar breytast oft mjög hratt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.