Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Við leigjum út krókgáma
FRAMKVÆMDIR?
til lengri eða skemmri tíma
HAFÐU SAMBAND:
sími: 577 5757
www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Sjúkraflutningum vegna Covid-19
hefur fjölgað umtalsvert á und-
anförnum dögum. Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins hefur sinnt að
meðaltali 25 flutningum á sólar-
hring vegna kórónuveirunnar síð-
ustu daga en á sunnudaginn voru
þeir 43. Alls voru sjúkraflutningar
á höfuðborgarsvæðinu 116 þann
dag.
Jón Viðar Matthíasson, slökkvi-
liðsstjóri Slökkviliðsins á höf-
uðborgarsvæðinu, segir ástæðuna
þá að verið sé að flytja smitaða
einstaklinga sem eru í einangrun á
Covid-göngudeildina til frekari
skoðunar og eftirlits.
„Sumir koma jafnvel á eigin
vegum en aðrir þurfa aðstoð við að
komast á göngudeildina og þá höf-
um við verið að flytja viðkomandi.
Það er mismunandi ástand á sjúk-
lingunum,“ segir hann. Einhverjir
hafa í kjölfarið þurft að leggjast
inn á spítalann en flestir eru flutt-
ir heim á ný. Þannig geta ferð-
irnar verið tvær vegna sama ein-
staklings. Alls liggja nú þrír á
spítala vegna Covid-19. „Það er
mjög gott eftirlit með þeim sem
eru að veikjast en það kallar á
aukna sjúkraflutninga í leiðinni,“
segir hann.
Flutningar aukist almennt
Jón Viðar segir sjúkraflutninga
hafa aukist almennt síðustu miss-
erin og Covid hafi bæst ofan á það.
„Að fara yfir 100 flutninga á sólar-
hring var mikið fyrir nokkrum
misserum síðan. Því miður er það
orðin undantekning núna. Það er
ekki bara vegna Covid heldur er
flutningum almennt að fjölga í
samfélaginu.“
Hann segir fjölgunina í takt við
aukið álag á heilbrigðiskerfið.
„Það hefur verið mikið að gera á
sjúkrahúsum og mikið álag á heil-
brigðiskerfið almennt og þegar svo
er þá eykst álagið hjá okkur líka.“
Í langflestum tilfellum þarf að
þrífa sjúkrabílana mjög vel á milli
sjúklinga og getur það tekið nokk-
urn tíma. Jón Viðar segir mikið
álag á starfseminni þessa stund-
ina.
„Það eru náttúrulega sumarfrí í
gangi og menn eru að reyna að
koma til móts við starfsfólk þannig
að það geti farið í frí og hvílt sig
eftir átökin sem eru búin að vera
fram til þessa. Þetta hefur gengið
allt í lagi þannig séð, en það er
mikið álag og stundum er kannski
bið eftir flutningi og flutningar
sem mega bíða, bíða örlítið lengur
en á venjulegum tímum. Það er þá
gert í samvinnu við sjúklinginn og
spítalann. Það er mjög mikið álag
á kerfinu og við höfum verið að
kalla inn fólk í aukavinnu til að ná
að glíma við þetta.“
Fylgjast grannt
með þróuninni
Spurður hvort þurfi að gera ráð-
stafanir og fjölga fólki í ljósi stöð-
unnar segir Jón Viðar að þau fylg-
ist grannt með þróun mála.
„Við erum mjög vakandi yfir
þessu, fylgjumst með þessum
flutningum mjög náið og þurfum
náttúrlega að grípa inn í,“ segir
hann. „Eins og hefur komið fram
hjá ráðamönnum þá áttu menn von
á því þegar þetta byrjaði að þetta
væri átaksverkefni í einhverjar
vikur eða mánuði. Svo teygðist
alltaf á þessu og svo náttúrlega
vonuðu menn að þetta væri búið
núna í vor, en það virðist aldeilis
ekki hafa gengið eftir.
Þannig að við erum bara á svip-
uðum stað og allir aðrir, að máta
okkur inn í þetta og hvort þetta sé
orðið viðvarandi ástand sem við
þurfum þá að gera frekari ráðstaf-
anir gagnvart.“
25 Covid-sjúkraflutningar á dag
- Sjúkraflutningum fjölgar ört á höfuðborgarsvæðinu - Aukið álag vegna Covid-flutninga - Smit-
aðir eru fluttir á göngudeild til skoðunar - „Mjög mikið álag á kerfinu,“ segir slökkviliðsstjóri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjúkraflutningar Mikil vinna fer í það að sótthreinsa sjúkrabílana eftir hvern Covid-flutning. Á sunnudag voru 43 Covid-flutningar.
Álag Jón Viðar Matthíasson, slökkvi-
liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Þjóðhátíð 2021 verður frestað og er
áætlað að hún verði haldin í ein-
hverri mynd í lok sumars. Áætlað
er að endanleg ákvörðun muni
liggja fyrir í síðasta lagi 14. ágúst.
Þetta kom fram í tilkynningu
þjóðhátíðarnefndar í gærkvöldi.
„Það er okkar trú að hægt verði
að halda hátíðina í einhverri mynd
síðar í sumar,“ segir í tilkynning-
unni en þar er auk þess talað um
mikilvægi hátíðarinnar fyrir barna-
og unglingastarf ÍBV.
Þrír valkostir
Fólk sem á miða á Þjóðhátíð mun
standa frammi fyrir þremur kost-
um: Að fá miðann endurgreiddan,
flytja miðann yfir á Þjóðhátíð 2022
eða einfaldlega styrkja ÍBV um
andvirði miðans.
Endurgreiðslur á þjóðhátíðarmið-
um munu hefjast í upphafi ágúst-
mánaðar, en endurgreiðsla á miðum
í Herjólf sem voru keyptir á dal-
urinn.is fylgja beiðnum um endur-
greiðslu á miðum. Þeir sem vilja
aftur á móti enn þá ferðast til Eyja
um verslunarmannahelgina eru
beðnir um að hafa samband við
skrifstofu Herjólfs til þess að gera
nýja bókun, segir í tilkynningunni.
Mikil óvissa hefur ríkt um
Þjóðhátíð 2021 síðustu vikur í kjöl-
far hækkaðrar tíðni kórónuveiru-
smita en ljóst var á föstudaginn
þegar tilkynnt var um nýjar tak-
markanir innanlands að hátíðin
myndi ekki fara fram á þeim tíma
og í þeirri mynd sem áætlað hefur
verið hingað til.
Þó mun dagskrá sunnudags-
kvöldsins 1. ágúst fara fram sem
streymisviðburður en þar á meðal
er brekkusöngurinn frægi.
Þjóðhátíð gæti
orðið síðsumars
- Brekkusöngnum verður þó streymt
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Söngur Þjóhátíð í Heimaey var síð-
ast 2019. Ætli hún verði aftur í ár?