Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 8
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
ar brúar, sem verður 260 metra
löng og tvíbreið að sjálfsögðu.
Liggur nýi vegurinn frá Kinn-
arstöðum að Þórisstöðum. Mun
þessi framkvæmd stytta Vest-
fjarðaveginn um níu kílómetra.
Suðurverk áætlar að efnisöflun í
veginn sé um 350 þúsund rúmmetr-
ar.
Áætlað er að smíði brúar og frá-
gangi við hana verði lokið í lok
september á næsta ári. Verkinu
öllu á síðan að ljúka í júní 2024.
Þorskafjörður þver-
aður með nýrri brú
Framkvæmdir við þverun Þorska-
fjarðar á sunnanverðum Vest-
fjörðum standa nú yfir á fullu. Unn-
ið er við að fergja botn fjarðarsins,
sem er mikil vinna.
Suðurverk er aðalverktakinn en
tilboð þeirra upp á rúma tvo millj-
arða króna var lægst í útboði Vega-
gerðarinnar.
Um er að ræða 2,7 km langan
kafla yfir fjörðinn og um Gufudals-
sveit.
Stór hluti verksins er smíði nýrr-
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
BÍLASTÆÐALAUSNIR
Kantsteinarnir Langhólmi og Borgarhólmi
einfalda merkingu bílastæða
og afmörkun akstursleiða
Ýmsir hafa lýst vonbrigðum yfir
því að bólusetningar hafi ekki
virkað betur á kór-
ónuveiruna en svo
að Delta-afbrigði
hennar hefur dreift
sér hér á landi.
Þetta eru vissulega
vonbrigði en breytir
því ekki að bólu-
setningin virðist
virka vel að því leyti að koma í veg
fyrir alvarleg veikindi, sem hlýtur
að vera helsta markmiðið með bólu-
setningu og öðrum sóttvarnaað-
gerðum.
- - -
Björn Bjarnason skrifar um veir-
una á vef sinn og leggur út af
grein eftir Klaus Dohm, vísinda-
blaðamann á Jyllands-Posten, um
nauðsyn þess að hjarðónæmi mynd-
ist gegn kórónuveirunni í Dan-
mörku. Það hvenær hjarðónæmi
náist fari eftir því hve smitandi
veiran sé og hve öfluga vörn bólu-
setningin veiti. Áður hafi í Dan-
mörku verið talið að 70% þjóð-
arinnar þyrfti bólusetningu til að
skapa hjarðónæmi en þetta hlutfall
hafi síðan verið hækkað í ljósi
reynslunnar.
- - -
Þetta sé vegna þess að Delta-
afbrigðið breiðist hraðar út en
fyrri afbrigði, en án eins alvarlegra
veikinda. Nú sé í Danmörku talið að
bólusetja þurfi um 86% íbúanna,
sem feli í sér að bólusetja þurfi 12
ára og eldri. Ætlunin sé að ná þessu
marki í haust.
- - -
Björn bendir á að færri séu bólu-
settir hér á landi og spyr hve-
nær markið verði sett jafn hátt hér.
„Eina úrræðið sem dugar er aukin
bólusetning og Bandaríkjamenn
búa sig nú undir þriðja skammt af
tveggja stungu bóluefnum. Íslensk
stjórnvöld ættu að grípa til sama
ráðs og ekki bíða eftir ESB,“ segir
Björn.
Björn Bjarnason
Er þörf á
þriðju stungu?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórn Viðreisnar samþykkti á
fimmtudag tillögur sem snúa að
breytingum á reglum um innra starf
flokksins og verður prófkjör fram-
vegis meginregla innan flokksins.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. for-
maður og einn af stofnendum Við-
reisnar, birti á facebook-síðu sinni.
Þar segir einnig að fyrir skömmu
hafi verið stofnað málfundafélagið
Endurreisn sem berjist fyrir heiðar-
leika, góðum stjórnarháttum, dreng-
lyndi í stjórnmálum, frelsi, jafnrétti,
stöðugu efnahagslífi og réttlæti. Var
Benedikt kjörinn formaður félags-
ins. „Nú hefur náðst samkomulag
um að Endurreisn verði félag innan
Viðreisnar, horft sé fram á veginn og
allir félagar berjist innan Viðreisnar
fyrir hugsjónum flokksins,“ segir
þar enn fremur. Formaður flokksins,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
segist í tilkynningunni ánægð með
að jafn öflugur liðsmaður og Bene-
dikt muni áfram starfa með flokkn-
um. „Við höfum sameiginlega sýn á
það hvernig gera má íslenskt sam-
félag betra og ég hef fulla trú á því að
saman eigum við eftir að gera flokk-
inn sterkari,“ segir Þorgerður Katr-
ín. Benedikt kveðst ánægður með
niðurstöðuna og nú skipti máli að
snúa bökum saman.
Samkomulag innan Viðreisnar
- Benedikt kjörinn formaður Endur-
reisnar sem starfar innan Viðreisnar
Morgunblaðið/Eggert
Samkomulag Benedikt Jóhann-
esson og Þorgerður Katrín.