Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Sumarvertíð er hafin á Þórshöfn en Heimaey kom
að landi seint á sunnudagskvöld með fyrsta makríl-
farminn, um 1.000 tonn, sem veiddist austarlega í
síldarsmugunni. Nokkuð löng sigling er frá mið-
unum, um 34 tímar, og þar hefur verið þokusúld svo
sólardagur á Þórshöfn var áhöfninni kærkominn.
Veiðin var ekkert sérstök en Sigurður dældi sín-
um afla yfir í Heimaey og þetta er þokkalegur mak-
ríll. Að sögn Siggeirs Stefánssonar, hjá Ísfélagi
Vestmannaeyja á Þórshöfn, hefur mönnun gengið
vel og er mikið til sama fólkið og var á vertíðinni í
fyrra.
Viðvarandi húsnæðisskortur er á Þórshöfn sem er
hamlandi fyrir bæinn að öllu leyti og sést einkum
vel þegar vertíð kallar á meiri mannskap sem þarf
þak yfir höfuðið.
Sigurður og Álsey eru á miðunum í síldarsmug-
unni og var Sigurður kominn með um 500 rúm-
metra í gærmorgun.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Heimaey VE landar fyrsta makrílfarminum á Þórshöfn í upphafi vertíðar.
Vertíðin hafin á Þórshöfn
- Heimaey kom með fyrsta farminn, um þúsund tonn
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er júlí núna og kjarasamning-
arnir koma til endurskoðunar í sept-
ember. Við eigum eftir að taka þessa
umræðu í okkar hópi og ætlum okk-
ur ágúst í það,“ segir Drífa Snædal,
forseti Alþýðusambands Íslands
(ASÍ). Hún var spurð hvort hún tæki
undir sjónarmið Ragnars Þórs Ing-
ólfssonar, formanns VR, í Morgun-
blaðinu í gær. Þar sagði hann m.a. að
nú væri ekki mikil stemning, hvorki í
samfélaginu né innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, fyrir átökum eða
aðgerðum sem ykju á óvissuna í
þjóðfélaginu samhliða fjölgun smita.
Drífa bendir á að stemning geti
breyst mikið á milli mánaða. Hún
var ekki tilbúin til að gefa neitt út
um þetta núna. En hvað segir hún
um væntanlegar launakröfur?
„Barátta verkalýðshreyfingarinn-
ar snýst um aukin lífsgæði og aukinn
kaupmátt. Það er hægt að tryggja
kaupmáttinn með launahækkunum,
með því að stemma stigu við vaxta-
hækkunum eða að halda vöxtum lág-
um. Húsnæðiskostnaðurinn kemur
einnig mjög sterkt inn,“ segir Drífa.
Spurður um atvinnuleysi kvaðst
Ragnar reikna með að atvinnustigið
og breytingar á störfum í kjölfar
„fjórðu iðnbyltingarinnar“ yrðu fyr-
irferðarmikil í næstu samningum.
Hann minntist á styttingu vinnuvik-
unnar í því sambandi. Drífa telur að
stytting vinnuvikunnar hafi heilt yfir
gengið ágætlega á almenna vinnu-
markaðinum.
„Það er ljóst að þetta er fyrsta
skrefið í vegferð sem við erum að
hefja,“ segir Drífa. „Það er tvennt í
sambandi við „fjórðu iðnbyltinguna“
sem þarf að huga að. Það er að fram-
leiðniaukning skili sér í auknum lífs-
gæðum eða styttri vinnutíma. Á
þinginu okkar í haust ætlum við að
ræða sérstaklega um réttlát um-
skipti. Hvernig við tryggjum að góð
störf verði til þegar öðrum fækkar.
Eins að fólk eigi kost á endurmennt-
un til nýrra starfa.“
Hún kveðst ekki óttast að lang-
tímaatvinnuleysi festist almennt í
sessi, en sú hætta sé fyrir hendi hjá
ákveðnum hópum. „Ég tel ástæðu til
að hafa áhyggjur af ungu fólki sem
hugsanlega mun eiga erfitt með að
komast aftur inn á vinnumarkaðinn
úr atvinnuleysi,“ segir Drífa. Hún
nefnir að ákveðinn hópur ungs fólks
hafi setið eftir þegar atvinnuleysis-
tímabilinu eftir hrunið lauk. Þeim
hópi þurfi að mæta með virknitrygg-
ingu – ýmist framfærslu, námi eða
stuðningi við ný störf.
Jafna þarf aðstöðumuninn
Spurður um sjónarmið Ragnars
Þórs, formanns VR, segir Aðalsteinn
Á. Baldursson, formaður Framsýnar
– stéttarfélags, ekki hægt að horfa
fram hjá því að við höfum gengið í
gegnum heimsfaraldur.
„Þjóðfélagið hefur gengið í gegn-
um mikla lægð og einhverjar greinar
atvinnulífsins skrölt einhvern veginn
áfram en aðrar hafa gengið ágæt-
lega. Ég held að nú snúist málið mik-
ið um að halda sjó,“ segir Aðal-
steinn. Varðandi væntanlega
kröfugerð segir hann að kaupmátt-
inn þurfi að verja og bæta. Hann tel-
ur einnig tímabært að taka inn í
kjaraviðræður þá miklu mismunun
sem íbúar landsbyggðarinnar búa
við varðandi ýmsa opinbera þjón-
ustu samanborið við íbúa þéttbýl-
ustu svæðanna.
„Stjórnvöld hafa staðið fyrir mjög
mikilli samþjöppun þjónustu eins og
sérhæfðrar læknisþjónustu og sér-
hæfðs náms eins og t.d. á háskóla-
stigi. Þessi þjónusta er nú einkum á
höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Hún er orðin mjög dýr fyrir okkur
sem búum annars staðar. Ég hef
komið því á framfæri við ASÍ að það
þurfi að ræða þann mikla kostnað
sem við þurfum að leggja út til að
njóta þessarar þjónustu,“ segir
Aðalsteinn og telur að það geti kom-
ið mörgum betur að það verði tekið á
þessari fjárhagslegu mismunun
fremur en tiltekin launahækkun.
Aðalsteinn kveðst ekki óttast að
umtalsvert atvinnuleysi sé að festast
hér í sessi. „Við höfum alla burði til
að efla ferðaþjónustu og grænan iðn-
að. Það eru líka mörg tækifæri í
kringum sjávarútveg og landbúnað.
Ég sé ekki fyrir mér að atvinnuleysi
á Íslandi muni aukast.“
Hann minnir á að hingað hafi ver-
ið fluttar þúsundir erlendra starfs-
manna til að mæta þörf fyrir vinnu-
afl. Enn er verið að flytja inn
starfsfólk. Því þurfi ekki að vera
atvinnuleysi hér þegar við verðum
komin í gegnum heimsfaraldurinn
og afleiðingar hans. „Við þurfum að
kalla eftir meiri stöðugleika og að
þörfinni fyrir vinnuafl verði fyrst og
fremst mætt með þeim sem búa hér.
Svo verði leitað út fyrir landsteinana
ef mæta þarf einhverjum toppum í
atvinnulífinu,“ segir Aðalsteinn.
Áfram þarf að tryggja kaupmáttinn
- ASÍ skoðar stöðuna varðandi lífskjarasamning í ágúst - Ákvarðanir stjórnvalda sagðar valda mis-
munun eftir búsetu vegna kostnaðar við að nota opinbera þjónustu - Óttast ekki langtímaatvinnuleysi
Morgunblaðið/Hari
Lífskjarasamningurinn Samtök atvinnurekenda og fulltrúar fjölda verkalýðsfélaga skrifuðu undir í apríl 2019.
Aðalsteinn Árni
Baldursson
Drífa
Snædal
Vinningsmiði í
lottó upp á 54,5
milljónir króna
var keyptur fyrir
um einum og
hálfum mánuði á
N1 í Mosfellsbæ.
Síðan þá hefur
verið reynt að
hafa uppi á sig-
urvegaranum, sem ekki hefur skilað
árangri fyrr en nú.
Maðurinn, eða „kærulausi lottó-
spilarinn“ eins og hann kallar sig,
fékk um daginn lánaðan síma hjá fé-
laga sínum til að skanna nokkra
lottómiða sem hann hafði keypt. Þá
kom vinningurinn í ljós.
Hann segist raunar heppinn að
hafa ekki týnt miðanum en mjóu
mátti muna að hann hefði týnt vesk-
inu sínu um daginn.
Faðir hans vann líka
Kærulausi lottóspilarinn er ekki
sá fyrsti í fjölskyldunni til þess að
vinna mikið fé í lottóinu því faðir
hans vann 1. vinning árið 1993.
Sonurinn hefur ekki enn ákveðið í
hvað hann mun nota milljónirnar, en
sagði að hluti þeirra færi örugglega
til góðgerðarmála.
Kærulausi lottóspil-
arinn loks fundinn
- Týndi næstum veskinu og miðanum