Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 Andrés Magnússon andres@mbl.is Lögregla á Skotlandi rannsakar nú fjármál Skoska þjóðarflokksins (SNP), flokks forsætisráðherrans Nicolu Sturgeon vegna mögulegra fjársvika. Málið snýst um 600 þús- und sterlingspunda sjóð (jafnvirði liðlega milljarðs íslenskra króna), sem átti að nota næst og kosið yrði um sjálfstæði Skotlands, en var eytt í annað. Þetta er vandræðamál á ótal vegu fyrir flokkinn, sem hefur afar sterka stöðu í landinu, sumir segja of sterka. Jafnvel þó svo að í ljós komi að sjóðurinn hafi verið tæmdur með lögmætum hætti verður erfitt fyrir flokksforystuna að útskýra af hverju hún hafi talið kosningar um sjálf- stæðið svo víðs fjarri. Ekki vegna þess að það sé endilega rangt athug- að, heldur vegna þess að forystan hefur ekki þreyst á að segja grasrót- inni að allt kapp væri lagt á það, nýj- ar sjálfstæðiskosningar rétt handan við hornið og peningum safnað á þeim forsendum. Hálfu verra er þó að í fréttum Sunday Times um málið var vísað til heimilda um að saksóknaraemb- ættið í Skotlandi hafi lagst eindregið gegn rannsókn lögreglunnar. Embættið hefur áður verið sakað um að lúta pólitískum fyrirmælum frá forystu SNP, þegar það gekkst fyrir rannsókn á meintum kynferð- isbrotum Alex Salmond, fyrirrenn- ara Sturgeon, sem hann var síðar sýknaður af. Þetta mál mun tæplega auka trú manna á embættið eða flokkinn. AFP Skotland Nicola Sturgeon er enn vinsæl, en hneykslunum fjölgar. Lögreglan skoðar bókhaldið hjá SNP - Milljarður fór í annað en ætlað var Fordæmalaus réttarhöld í fjár- svikamáli hefjast í Páfagarði í dag. Þar eru tíu manns á saka- bekk, þar á með- al einn fyrrver- andi kardínáli. Embættismenn kirkjunnar von- ast til þess að með réttarhöldunum verði sýnt að enginn sé yfir lögin hafinn og þann- ig megi eyða efasemdum um fjár- reiður kaþólsku kirkjunnar. Mest athygli beinist að Angelo Becciu, 73 ára fyrrverandi kardín- ála, en Francis páfi veitti honum lausn í fyrra vegna ásakana um frændhygli og aflétti einnig frið- helgi hans, svo draga mætti hann fyrir dóm. Málið snýst um fjárfestingar á vegum kirkjunnar, einkum kaup á byggingu í einu dýrasta hverfi Lundúna. PÁFAGARÐUR Becciu kardínáli á sakamannabekk Giovanni Angelo Becciu kardínáli Kínversk stjórn- völd voru fremur herská við upp- haf fundar þeirra með Wendy Sherman, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í borginni Tianjin í gær. Stjórnin í Peking rekur versn- andi samskipti ríkjanna alfarið til Bandaríkjanna og Xie Feng, að- stoðarutanríkisráðherra Kína, skoraði á Bandaríkin að falla frá „hættulegri stefnu“ sinni. Hann sagði Sherman að samskiptin væru í pattstöðu vegna þess að Bandarík- in hefðu skrímslavætt Kína. Sherman er æðsti embætt- ismaður Bandaríkjanna til þess að heimsækja Kína frá því Joe Biden forseti tók við völdum. Samskipti ríkjanna hafa ekki batnað síðan, öf- ugt við það sem margir töldu. BANDARÍKIN OG KÍNA Lítill sáttatónn í sáttaviðræðum Wendy Sherman Andrés Magnússon andres@mbl.is Nýjum tilfellum Covid-19 í Bretlandi fækkaði fimmta daginn í röð. Vel- flestum sóttvarnatakmörkunum í Englandi var aflétt mánudaginn 19. júlí, en síðustu smittölur endur- spegla ekki möguleg áhrif þess. Í Bretlandi eru nú um 90% fullorð- inna með mótefni við veirunni og smitum virðist vera að fækka. Sótt- varnayfirvöld segja þó of snemmt að fagna, enda virðist Delta-afbrigðið geta endursmitað fólk, sem fengið hefur sjúkdóminn eða verið bólusett. Líkurnar á endursmiti eru hins veg- ar litlar, innan við 0,5% að talið er. Af þeim, sem smitast hafa af Delta-af- brigðinu þar í landi, höfðu aðeins 1,2% fengið veiruna áður. Það þýðir að meira en 98% Delta-smita eru ný- smit, svo það er tæplega hægt að segja að þetta nýja afbrigði fari sem lok um akur ónæmrar og bólusettrar þjóðar. Þar fyrir utan bendir flest til þess að þeir sem smitast eftir bólusetn- ingu verði miklu síður alvarlega veikir eða finni yfirhöfuð fyrir ein- kennum. Sömuleiðis bendir tölfræði Breta til þess að fólk verði miklu síð- ur alvarlega veikt við endursmit. Flestir finna einungis fyrir vægum einkennum, en aðeins einn af hverj- um þúsund endursmituðum fékk al- varleg einkenni og þannig að veiran næði að grafa um sig í þeim. Þrátt fyrir að smitum hafi tekið að fækka í Bretlandi eru þau enn býsna mörg, alveg svo að réttlætanlegt er að tala um „þriðju bylgjuna“ í smit- um. Það er hins vegar ekki hægt að benda á neina samsvarandi bylgju í spítalainnlögnum eða dauðdaga af völdum veirunnar. Þegar það er borðið saman við töl- fræðina í fyrri bylgjum blasir árang- ur bólusetningarinnar við. Á súluritinu til vinstri má sjá hve víða helstu bóluefni hafa hlotið við- urkenningu, svo ferðast megi. 80% bólusettra smita ekki Tölfræði í Ísrael bendir í sömu átt, að bólusett fólk sé mun ólíklegra til þess að bera smit í aðra á almanna- færi. Þar í landi hefur nær alfarið verið notast við bóluefni Pfizer/ BioNTech, en þrátt fyrir að það veiti ekki 100% vörn gegn kórónuveirus- miti virðist það slá verulega á smit áfram. Samkvæmt tölum heilbrigð- isráðuneytisins um bólusett fólk, sem samt sem áður smitaðist af veir- unni, smituðu 80% þeirra engan ann- an á almannafæri, um 10% smituðu einn, en 3% tvo til þrjá. Ekki var unnt að segja til um hvort 7% hefðu smitað aðra eða ekki. Augljós árangur bólusetninga - Nýsmitum fækkar áfram í Bretlandi - Fáir veikjast alvarlega og deyja í þriðju bylgjunni - Endursmit Delta-afbrigðisins fátíð - Bólusettir smita miklu síður Bólusetning og ferðir Viðurkenning landa á bóluefnum AstraZeneca Pfizer-BioNTech Sputnik V Sinopharm Moderna Janssen 0 25 50 FJÖLDI LANDA 75 100 125 Kais Saied, forseti Túnis, vék bæði varnarmálaráðherra og dóms- málaráðherra landsins úr embætti í gær, en á sunnudag hafði hann rek- ið forsætsráðherra landsins og sent þingið heim í mánuð. Það voru við- brögð við mótmælum vegna van- máttar stjórnvalda við heimsfar- aldrinum. Í gærkvöld fór forsetinn í kvöldgöngu eftir aðalgötunni í Túnisborg þar sem fylgismenn hans fögnuðu, en öðrum var haldið í skefjum af hermönnum. Saied, sem er 63 ára gamall íhaldssamur lagaprófessor, var óvænt kjörinn forseti 2019, þar sem hann þótti óflekkaður af stjórn- málaþátttöku og spillingu. Pólitísk ólga hefur verið í landinu frá „arab- íska vorinu“ 2011 og efnahagurinn bágborinn undnfarin ár. Túnis Kais Saied rekur fleiri ráðherra AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.