Morgunblaðið - 27.07.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kaupmáttur
hefur auk-
ist mikið á
Íslandi á undan-
förnum misserum
og mun meira en
annars staðar í álfunni. Við-
sjárverð staða í efnahags-
málum getur hins vegar stefnt
þeim árangri í hættu og ljóst að
um þessar mundir er lítið um
sóknarfæri í þessum efnum. Í
haust mun endurskoðunar-
ákvæði lífskjarasamninganna
virkjast. Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR, var spurður
í Morgunblaðinu í gær hvers
væri þá að vænta og í svari
hans kvað við óvæntan tón. „Á
þessari stundu er ekki mikil
stemning, hvorki í samfélaginu
né innan verkalýðshreyfingar-
innar, fyrir átökum eða að-
gerðum sem auka á óvissu í
þjóðfélaginu samhliða fjölgun
smita,“ sagði Ragnar Þór.
Málið er að stéttarfélögin
með Eflingu í fararbroddi hafa
teflt á tæpasta vað í kröfugerð
sinni og málflutningi. Ekki hef-
ur gætt nokkurs skilnings á því
að í erfiðu árferði þegar fyrir-
tæki berjast í bökkum geta
miklar launahækkanir riðið
rekstrinum að fullu. Kaup-
mátturinn eykst ekki hjá þeim
sem missir vinnuna. Þessi mál-
flutningur hefur einnig orðið
til þess að vekja innistæðu-
lausar væntingar hjá launþeg-
um.
Svo er önnur saga að hið
opinbera hefur látið undan
þrýstingnum af þessum mál-
flutningi í stað þess að láta
samninga í einkageiranum
ráða för. Rekstur ríkis og
sveitarfélaga byggist á blóm-
legu atvinnulífi og að einka-
geirinn dafni.
Ragnar Þór er þó ekki af
baki dottinn í viðtalinu. Hann
talar um að tekið verði tillit til
verðbólguþróunar í komandi
kröfugerð og nefnir að hækkun
fasteignaverðs gefi tilefni til að
hafa áhyggjur, þótt um leið sé
jákvætt að lægri vextir og
möguleikinn á að taka hærri
lán hafi gert fólki kleift að
kaupa sér húsnæði, sem áður
átti þess ekki kost.
Fullyrðing Ragnars Þórs um
að hagþróunin í faraldrinum
sýni þvert á hrakspár að launa-
hækkanir lífskjarasamningsins
hafi haft jákvæð áhrif á rekst-
ur fyrirtækja fær hins vegar
ekki staðist.
Ragnar segir að fyrirtæki
hafi verið að stórauka veltu.
Því til stuðnings nefnir hann
skráðu félögin í kauphöllinni.
Hann bendir að auki á að af-
koma sé umfram væntingar og
tekur til þess að verðbréfa-
vísitalan í kauphöllinni hafi
hækkað gríðarlega. „Það er því
ljóst að allt tal um að launa-
hækkanir myndu hafa neikvæð
áhrif á hagkerfið
stangast á við
raunveruleikann
og þær hagtölur
sem við höfum fyr-
ir framan okkur.“
Þetta er reyndar alls ekki
ljóst. Að nota skráð félög og
kauphöllina í þessu samhengi
er í besta falli villandi. Þar er
um að ræða stærstu og styrk-
ustu félögin í landinu, þau félög
sem auðveldast eiga með að
taka á sig launahækkanir.
Staða þorra fyrirtækja í
landinu er allt önnur og alls
ekki jafn sterk. Staðreyndin er
sú að þegar síðustu samningar
voru gerðir höfðu mörg fyrir-
tæki ekki enn náð að koma
jafnvægi á reksturinn eftir
launahækkanirnar þar á und-
an. Þeir samningar skiluðu
vissulega mikilli kaupmátt-
araukningu og það vildi svo vel
til að atvinnulífið réð við launa-
hækkanirnar, sem í þeim var
kveðið á um, án þess að það
hleypti af stað verðbólgu. Þar
spilaði margt inn í og lukkan
ekki síst.
Víst er að flestir þeir, sem
reka fyrirtæki á Íslandi, kann-
ast ekki við glansmyndina, sem
Ragnar Þór dregur í viðtalinu
upp af íslensku atvinnulífi.
Þá getur verið hæpið að
draga of miklar ályktanir af
rekstri fyrirtækja út frá hækk-
un verðbréfavísitölu. Þótt bréf
hafi hækkað í Icelandair er
langt í land að reksturinn sé
kominn á réttan kjöl og ekkert
breyttist í rekstri Íslands-
banka þótt bréfin rykju upp í
verði eftir sölu ríkisins á eign-
um í honum.
Sem betur fer hefur dregið
úr atvinnuleysi í sumar og sú
þróun var hafin áður en ferða-
þjónustan tók við sér í kjölfar
þess að landið var opnað. Það
er sennilega brýnasta við-
fangsefnið í atvinnulífinu um
þessar mundir að vinna bug á
atvinnuleysinu. Það sýnir
kannski best hvað staðan er
viðkvæm að nú skuli aftur hafa
þurft að grípa til aðhalds og
takmarkana vegna kórónu-
veirunnar þrátt fyrir að 85%
íbúa landsins yfir 16 ára aldri
hafi verið fullbólusett og fimm
prósent til viðbótar fengið fyrri
bólusetningu.
Það er örugglega rétt mat
hjá Ragnari Þór að það sé eng-
in stemning í samfélaginu fyrir
átökum á vinnumarkaði og
ljóst að atvinnulífið þarf síst á
þeim að halda. Það er mik-
ilvægt að vita hvenær á að
verjast og hvenær á að sækja.
Þá verður trúverðugleikinn
líka meiri þegar blásið er til
sóknar. Nú er tíminn til að
verja það sem hefur unnist og
átta sig á að með því að fara of-
fari er hægt að missa það úr
höndunum.
Atvinnulífið er í við-
kvæmri stöðu og má
ekki við átökum}
Tónn skynsemi
A
thygli vakti þegar Ragnar Freyr
Ingvarsson, fyrrverandi yfirmað-
ur Covid-göngudeildar Landspít-
ala, sagði að stjórnvöld hefðu
brugðist þjóðinni tvívegis. Nú
einu og hálfu ári eftir að faraldurinn skall á
þurfi ekki nema þrjár innlagnir til þess að setja
Landspítalann á hættustig.
Í viðtali við Kjarnann segir Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir að hann hefði viljað sjá
betri stjórn á landamærunum en að það „hafi
ekki verið hægt“.
Landspítalinn er á hættustigi og sótt-
varnalæknir segir að ekki hafi verið hægt að
hafa betri stjórn á landamærunum. Við hljótum
að þurfa að spyrja „af hverju?“ Af hverju er
Landspítalinn á hættustigi? Af hverju var ekki
hægt að hafa betri stjórn á landamærunum?
Eina svarið við þessum spurningum er „ríkisstjórnin“.
Mánuðum saman hefur ríkisstjórninni mistekist að bregð-
ast við álaginu á spítalann og nú er efnahagslega áætlun
ríkisstjórnarinnar að mistakast líka. Veðmálið um að
ferðaþjónustan sé lausnin er að kosta okkur enn eina
bylgjuna.
Ein fyrstu viðbrögð stjórnvalda þegar faraldurinn skall
á í fyrra var að setja þrjá milljarða í markaðsátak fyrir
ferðaþjónustuna og opna svo landamærin fyrir ferða-
mönnum. Í framhaldinu komu önnur og þriðja bylgja far-
aldursins.
Allan faraldurinn hefur þetta verið eina markmið rík-
isstjórnarinnar, að verja ferðaþjónustuna þannig að hún
taki aftur við fyrra hlutverki í íslensku efnahagslífi eftir
faraldurinn. Ekkert plan B. Þannig hefur allt
þetta kjörtímabil verið, breið pólitísk stjórn
um óbreytt ástand í stað þess að leysa þau
samfélagslegu vandamál sem blasa við okkur
öllum.
Enn skortur á húsnæði. Enn mannekla í
heilbrigðiskerfinu. Enn engar breytingar í
sjávarútvegi. Gömul stjórnarskrá. Gamlir
flokkar en samt engar lausnir fyrir gamla fólk-
ið okkar.
Stefna Pírata hefur verið skýr frá upphafi
faraldurs. Takmarkanir á landamærunum eru
besta leiðin til að tryggja hag, heilsu og frelsi
almennings í heimsfaraldri. Í atvinnumálum
höfum við alltaf lagt áherslu á nýsköpun til
þess að taka við atvinnuleysinu, það býr til
tækifæri til framtíðar og gefur okkur mögu-
leika á að vaxa úr faraldrinum.
Síðastliðnir 16 mánuðir voru fullkomið tækifæri til að
renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Tækifæri til
að hjálpa fólki að gera hugmyndir sínar að veruleika, í stað
þess að takmarka veruleikann við hugmyndir ríkisstjórn-
arinnar.
Þurfum við að þola annað kjörtímabil af gömlu geð-
þóttastjórnmálunum? Þar sem öll eggin eru sett í sömu
gömlu körfuna hjá sömu gömlu sérhagsmununum? Fram
undan eru átök við fleiri stór úrlausnarefni, eins og lofts-
lagsvá og sjálfvirknivæðingu, og miðað við þröngsýni
stjórnvalda í faraldrinum er ljóst að framtíðin getur aldrei
orðið á þeirra forsendum. Breytingar eru nauðsynlegar.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Breytingar eru eðlilegar
Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
L
jóst er að töluverðs titr-
ings gætir í viðburða- og
skemmtanabransanum
þessa dagana eftir að
stjórnvöld hertu á ný sóttvarna-
aðgerðir innanlands til þess að
sporna við dreifingu Delta-afbrigð-
isins svokallaða. Eru þetta mikil
vonbrigði fyrir landann og skipu-
leggjendur hátíðarhalda, sem
margir hverjir ætluðu að halda við-
burði á næstu dögum og vikum.
Margir hafa lýst yfir svokallaðri
„deja vu“, eða nokkurs konar end-
urupplifun, enda ástandið ekki
ósvipað því sem var fyrir akkúrat
ári er herða þurfti takmarkanir á
ný og flestum hátíðarhöldum og
viðburðum annaðhvort frestað eða
aflýst.
Tónlistarhátíðin Innipúkinn er
meðal þeirra hátíða sem hefur ver-
ið aflýst. Ásgeir Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Innipúkans,
segir mikil vonbrigði að hafa þurft
að aflýsa hátíðinni annað árið í röð.
Hann segir tekjutapið óljóst en síð-
ustu daga hafi skipuleggjendur
reynt að takmarka skaðann.
Láta þetta ekki stoppa sig
„Því miður verða Hinsegin
dagar ekki eins og skipulagt var en
dagarnir munu að sjálfsögðu fara
fram og við látum þetta ekki stoppa
okkur,“ segir Sigurður H. Starr
Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Hinsegin daga. Hann segir Hinseg-
in dagana koma til með að fara
fram á einn eða annan hátt, þrátt
fyrir að gleðigangan og útihátíð í
Hljómskálagarði verði ekki með
hefðbundnum hætti, muni verða
fundnar lausnir og unnið í takt við
takmarkanir, almannavarnir og
Reykjavíkurborg. „Við stefnum á
að halda alla þá viðburði sem við
getum haldið og vera þá með eitt-
hvað í streymi og eitthvað í per-
sónu en með tilliti til takmarkana.“
Salan hafði tekið vel við sér
Hrefna Sif Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Tix miðasölu, segir
söluna hafa tekið vel við sér í sum-
ar en nú sé verið að fresta og af-
lýsa viðburðum sem átti að halda á
næstu tveimur vikum. „Verkefnið
okkar núna er að endurgreiða miða
og færa til, láta miðakaupendur vita
af breytingum og þess háttar. Það
var náttúrulega fjöldi viðburða sem
átti að fara fram á næstu vikum en
nú verðum við bara að sjá hvernig
þetta þróast varðandi lok ágúst og
haustið.“ Hrefna segir að lausnir
sem notast var við síðasta ár séu
tilbúnar aftur til notkunar, líkt og
sala á kóðum sem virkja slóðir að
tónlistarstreymum og þess háttar,
„við erum nú þegar tilbúin ef til
þess kemur en við vonum auðvitað
bara að við höfum lifandi viðburði í
haust.“
Svanhildur Konráðsdóttir, for-
stjóri Hörpu, segir að verið sé að
meta stöðuna en það séu engir stór-
ir viðburðir skipulagðir á næstu
tveimur vikum. „Það er í rauninni
ekki fyrr en eftir þann tíma sem
allt fer af stað með stórum viburð-
um í Eldborg og svo framvegis.
Miðað við þær takmarkanir sem
núna eru í gildi, 200 manna fjölda-
takmarkanir og eins metra reglu,
kunnum við það náttúrulega mjög
vel og höfum oft og lengi unnið með
slíkar takmarkanir.“ Hún segir
jafnframt að skipuleggjendur haldi
ró sinni og taki því sem að höndum
ber. Staðan verði metin ef hertari
aðgerðir koma til. „Svo erum við
eins og allir aðrir að velta fyrir okk-
ur hvernig staðan verður á menn-
ingarnótt.“
Titrings gætir víða í
skemmtanabransanum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleðigangan Óvíst er hvernig stórir viðburðir á borð við Hinsegin daga og
menningarnótt fara fram í ár vegna nýrra samkomutakmarkana.
„Þetta var all-
an tímann
mjög skýrt í
okkar huga að
við myndum
aldrei fara af
stað ef það
væri einhvers
konar áhætta
sem myndi
fylgja þessu,“ segir Júlíus Júl-
íusson, framkvæmdastjóri Fiski-
dagsins mikla á Dalvík. Hann seg-
ir að allir skipuleggjendur hafi
verið sammála um það þann 15.
apríl, þegar tekin var sú ákvörðun
um að aflýsa hátíðinni, að um
áhættu væri að ræða. Hann segir
að það hefði verið afar slæmt ef
ákvörðunin hefði ekki verið tekin
svo snemma og að verið væri að
aflýsa henni núna. „Ég skil koll-
ega mína allflesta mjög vel, engin
hátíð er eins, fyrir suma er þetta
fjáröflun og aðra er það ekki og
rekið á núlli þannig að á bak við
hverja hátíð eru mismunandi að-
stæður.“
„Engin hátíð
er eins“
FISKIDAGURINN Á DALVÍK
Júlíus Júlíusson