Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 ✝ Sigurður Björnsson fæddist að Felli í Kollafirði, Strandasýslu, 12. september 1925. Hann lést á Hjúkr- unar- og dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi, 18. júlí 2021. Sigurður var sonur hjónanna Guðlaugar Lýðsdóttur, f. 1890, d. 1979, og Björns Finnbogasonar, f. 1890, d. 1978. Sigurður var næst- yngstur fimm bræðra, þeirra Benedikts, Lýðs, Guðmundar og Jóns. Þeir eru allir látnir. Sigurður giftist Sólveigu Sigurðardóttur frá Stóra- Lambhaga 1954. Sólveig er dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðarsonar, f. 1889, d. 1953, og Sólveigar Jóns- dóttur. Þau eiga tvo syni, a) Daða, hann á eina dóttur og b) Sigurð. Sigurður ólst upp í Hrúta- firði, á fjórtánda ári flutti hann með fjölskyldu sinni að Giljalandi í Miðfirði og tæp- lega tvítugur flutti hann til Reykjavíkur. Þar stundaði hann akstur en seinn réð hann sig á togara. Árið 1953 flutti hann að Stóra-Lambhaga þar sem hann bjó allar götur síð- an. Þar byggðu þau Sólveig nýbýli og hófu búskap. Að- alstarf Sigurðar, samhliða bú- störfum, var vörubílaakstur, fyrst á mjólkurbílum en síðar keypti hann sér vörubíl og hóf sinn eigin rekstur. Sigurður keyrði vörur fyrir bændur í sveitinni, vann í vegavinnu og fleira. Síðustu starfsárin vann Sigurður hjá Íslenska járn- blendifélaginu á Grund- artanga. Sigurður sinnti ýms- um félagsstörfum á lífsleiðinni og var meðal annars lengi for- maður hestamannafélagsins Dreyra. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 27. júlí 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. dóttur, f. 1889, d. 1975. Sigurður og Sólveig eignuðust tvo syni. 1) Sigurður, fæddur 1955, hann er í sambúð með Hrefnu Guðjóns- dóttur, hún átti fyrir soninn Val- geir Valda Val- geirsson. Sigurður á fjögur börn. a) Hallur Þór, giftur Hildigunni Ægisdóttur, eiga þau þrjú börn. b) Sigurður Valur, í sambúð með Ingu Rún Grét- arsdóttur, eiga þau tvö börn. c) Sólveig, gift Njáli Vikari Smárasyni, eiga þau þrjú börn. d) Heiðrún Anna, í sam- búð með Ragnari Má Viktors- syni, eiga þau einn son. 2) Björn fæddur 1966, hann er giftur Áslaugu Ásmunds- Við hjónin erum afar þakklát fyrir tímann sem við áttum Sigga Björns fyrir föður og tengdaföður og góðan vin. Hann var einstakur maður sem við kveðjum nú með djúpstæð- um söknuði. Það er dýrmætt að hafa deilt með honum sameiginlegu áhugamáli, hestamennskunni, og allar minningarnar um stundir varðandi hestana eru nú ómetanlegar. Þar var hann mik- ill félagi og þegar hann hætti að ríða út á níræðisaldri þá studdi hann okkur áfram með ráðum og dáð. Það var sama hvar bar niður, allt sem hann tók sér fyr- ir hendur einkenndist af dugn- aði, áhuga, starfsgleði og heil- indum. Þar verður hann okkur alltaf fyrirmynd. Pabbi/tengda- pabbi lifði tímana tvenna, til dæmis hvað varðar heyskap. Frá því að vinna hörðum hönd- um við að koma heyi í hús í bar- áttu við náttúruöflin sem ungur drengur, til þess að upplifa hey- skap unninn vélrænt á örfáum dögum. Hann gladdist mjög yfir framþróun í því mikilvæga verkefni að ná saman góðum og miklum heyforða fyrir skepnur. Hann var líka einstakur dýra- vinur og velferð þeirra skipti hann miklu máli. Það er ekki hægt að minnast pabba/tengdapabba án þess að nefna í sömu andrá hversu sam- hent hjón þau voru, Solla og Siggi Björns í Stóra-Lambhaga. Þau voru heild, foreldrar, amma og afi, ekki einungis fyrir sína afkomendur heldur fyrir svo marga aðra, enda er heimilið gestkvæmt. Siggi Björns var fé- lagslyndur og viðræðugóður, hafði mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar og það breyttist ekki þó að árin færðust yfir. Margt var rætt við eldhúsborð- ið en svo voru líka verkin látin tala, hann var ekki mikið fyrir að hangsa lengi þegar eitthvert verkefni var fyrirliggjandi. Komið er að kveðjustund. Það verður aldrei eins að koma heim í Stóra-Lambhaga 3 og heyra ekki pabba/tengdapabba heilsa okkur með því að spyrja með stríðnisbrosi: „Hvert eruð þið að villast?“, eins og hann gerði stundum. Það var stutt í grínið, lundin var einstaklega létt og lífsgleði hans smitandi. Við munum minnast hans í framtíðinni í stóru og smáu í Stóra-Lambhaga. Elsku mamma/tengda- mamma við syrgjum hann sárt með þér. Björn (Bjössi) og Áslaug. Verandi á barnsaldri og eiga ömmu og afa sem búa í sveit; sem eiga vörubíl, traktorsgröfu og aðra tvo traktora til, slatta af hestum, nokkrar kindur og hænur voru einstök hlunnindi sem ég var ófeiminn að grobba mig af við jafningja, vini og vandamenn. Margar af sterk- ustu minningum barnæskunnar eru frá því er ég sat við hliðina á afa í vörubílnum að sækja möl í malarnámur hér og þar um sveitina eða í húsinu á gröfunni að moka skurði eða snjó, að elta hann og ömmu upp á flóa að sækja hesta eða að fara í fjár- húsið á morgnana. Að ég tali nú ekki um þegar ég hafði aldur til að fara með þeim í útreiðartúra. Með afa voru engar daufar stundir, það var alltaf nóg að gera, nóg fram undan og fólk leitaði til hans með alls konar viðvik. Hvar sem hann kom voru málin brotin til mergjar og það var alltaf stemning. Afi Siggi var selskapsmaður fram á síðasta dag. Hann átti einstaklega auðvelt með að tengjast fólki og það honum. Honum var ekkert óviðkomandi og hann hafði skoðanir á flestu. Þrátt fyrir að undir það síðasta hafi heyrnin verið orðin döpur og röddin farin að bresta bar aldrei skugga á hve gaman var að ræða við hann um hvers- dagslegustu hluti. Hann hlust- aði alltaf af svo einlægum áhuga á því sem maður var að fást við þann daginn, spurði og gaf af sér. Ég var ekki hár í loftinu þeg- ar ég komst að þeirri niður- stöðu að það væri mikil upphefð í því að vera frá Stóra-Lamb- haga, ég upplifði alltaf að það væri ákveðin gæða- og upp- runavottun meðal þeirra sem þekktu til. Ég tala nú ekki um að heita í höfuðið á afa. Að vera Siggi, Sigga, Sigga Bjöss í Stóra-Lambhaga er titill sem ég bar og ber eins og kórónu. Nú er hann elsku afi Siggi farinn. Þó ég viti að hann hafi verið hvíldinni feginn og það sé ekki sjálfgefið að ná svo virðu- legum aldri, að þá breytir það því ekki að tilveran verður miklu fátæklegri án hans. Ég hugga mig þó við það að börnin mín fengu að kynnast lífinu í Stóra-Lambhaga III með lang- afa Sigga. Þau fengu að upplifa umhyggjuna og virðinguna sem einkenndi samband hans og langömmu Sollu. Þau munu geta sett þetta allt í samhengi þegar ég fer að segja þeim sög- ur af langafa Sigga. Af nægu er að taka. Takk fyrir mig og mína, elsku afi Siggi. Þinn Sigurður (Siggi) Valur. Elsku afi minn. Nú hefur þú kvatt þetta líf og eftir sitjum við, afkomendur þínir, og hugsum um allar fal- legu minningarnar. Þú varst dásamlegur maður og besti afi sem hugsast gat. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig og ömmu Sollu í mínu lífi svona lengi. Ég á bara góðar minn- ingar af öllum stundunum í sveitinni, bæði frá því að ég var sjálf barn og líka sem fullorðin kona með mín eigin börn í heimsókn hjá langömmu og langafa í sveitinni. Þar var allt- af gott að vera. Afi minn, þú varst alltaf jákvæður og hress og tókst ávallt á móti okkur með bros á vör. Þér fannst gaman að grínast og slá á létta strengi og svo varstu líka svo skemmtilega stríðinn. Samband þitt og ömmu var alltaf svo fal- legt og gott. Þið voruð frábærar fyrirmyndir og það var alltaf gaman að sitja með ykkur við eldhúsborðið í sveitinni og spjalla um allt og ekkert. Þú varst hreinn og beinn afi, og sagðir þína skoðun. Ég man vel eftir því í fyrsta skipti sem þú hittir Njál, manninn minn, þeg- ar við vorum 16 og 17 ára göm- ul og nýorðin kærustupar. Þeg- ar við kvöddum þig það kvöld sagðir þú við hann: „þú sefur svo bara heima hjá þér, væni minn“. Þú hefur alltaf reynst mér og okkur vel, haft áhuga á því sem við erum að gera og gefið góð ráð. Mér þykir svo vænt um að þú komst í heim- sókn til okkar til Svíþjóðar árið 2015, þegar þú varst að verða 90 ára. Ykkur ömmu fannst nauðsynlegt að koma og taka út aðstæður og heilsa upp á okkur í nýjum heimkynnum. Mikið var það góð ferð. Ég mun ávallt bera minn- inguna um fallega og góða afa minn með mér. Þú sem elskaðir lífið og fólkið í kringum þig. Við vorum svo lánsöm að eiga þig að. Takk fyrir allt og sofðu vært, elsku afi! Við lofum að passa vel upp á ömmu Sollu. Þín sonardóttir, Sólveig Sigurðardóttir. Hvernig lifir maður fallegu og góðu lífi? Spurningunni hef ég hef oft velt fyrir mér og lesið margar bækur, sem reyna að finna svar með einum eða öðr- um hætti. En í hvert skipti sem spurningin kemur upp verður mér hugsað til þín afi minn og ömmu Sollu, ykkar lífshlaups, ástar, daglegs lífs, umhverfis og viðmóts. Ykkur tókst að mála þetta allt þeim fegurstu litum sem ég þekki. Þið eruð besta svarið sem ég þekki. Mínar fyr- irmyndir. Það gerist margt á tæplega 96 ára lífshlaupi og vissulega er margt í lífi þínu mér hulið. Frásagnir þínar af fyrri tíð fjölluðu sjaldnast um tilfinn- ingalíf, þó augljóslega skorti ekki áskoranir og erfiðleika. Ég minnist þess til að mynda, frá unglingsárunum, þegar þú bentir mér á hvar þú hefðir al- ist upp, ásamt foreldrum og fjórum bræðrum, vestur á Ströndum. Ég varð alveg hlessa. Það var mér óskiljan- legt hvernig sjö manna fjöl- skylda gat dregið fram lífið í torfkofa í fjallshlíð yfir harða vetur. En þarna voru ræturnar þínar. Ekki alls ólíkar lifnaðar- háttum Íslendinga fyrri alda. 20. öldin fleygði þér og þinni kynslóð inn í nútímann af mikl- um krafti, með tilheyrandi róti og breytingum. En á þrítugs- aldri varstu hins vegar svo heppinn að hitta ömmu. Ást ykkar þurfti aldrei á orðum að halda. Hún var ykkur og öllum sem þekktu ykkur bæði augljós og tær. Eins og virðingin og til- litssemin sem þið sýnduð hvort öðru. Aftur, ég þykist vita að ekki hefur verið skortur á áskorun- um, harki og erfiði. Hvað væri Sigurður Björnsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín er þakk- læti. Ég er svo þakklát fyr- ir allt grínið, glensið og gamanið. Fyrir eggin, rjómann og dökku súkku- laðirúsínurnar. Fyrir köldu hendurnar og hlýja hjartað. Að við höfum alla tíð verið svona miklir vinir. Að þú hafir verið eina manneskj- an í heiminum sem hafðir trú á því að ég gæti verið atvinnukona í hvaða íþrótt sem er. Fyrir húmorinn og hláturinn, sveitina og allt það sem þið amma hafið kennt mér um ástina og líf- ið. En helst af öllu er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera afastelpan þín. Takk fyrir allt, afi minn. Heiðrún Anna Sigurðardóttir. ✝ Bjarki Þór- hallsson fædd- ist í Reykjavík 3. febrúar 1977. Hann lést á heim- ili sínu í Hafnar- firði 12. júlí 2021. Foreldrar hans voru Þorbjörg Hansdóttir, f. 8. febrúar 1939, d. 15. október 2013, og Þórhallur Ægir Þorgilsson, f. 13. september 1939. Systkini hans eru Bald- ur, f. 25.1. 1968, Ólafur Hans, f. 12.1. 1971, d. 8.5. 1971, og Ólöf, f. 23.5. 1975. Bjarki ólst fyrstu árin upp á Ægissíðu í Rangárþingi þar til hann fluttist á deild 20 á Kópavogshæli. Árið 1999 flutt- ist hann í Berjahlíð 2 í Hafnarfirði og dvaldi þar til æviloka. Hann fór alla virka daga í Hæf- ingarstöðina í Bæjarhrauni Hafnarfirði, tvisv- ar í viku í sund og sjúkraþjálfun í Endurhæfingu – þekkingarsetri Kópavogi og sótti margs konar námskeið í Fjöl- mennt yfir vetrarmánuðina. Bjarki hafði yndi af sundi og utanlands- ferðum. Hann undi sér sér- staklega vel í ýmiskonar af- þreyingu með starfsfólki Berjahlíðar eins og sumar- bústaðaferðum, tónleikum, að fara út að borða og margs konar dagsferðum. Útför Bjarka fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27. júlí 2021, klukkan 13. Það er mér í fresku minni sem barn hversu undurfagur mér fannst Bjarki bróðir minn þegar ég sá hann loks nokkurra mán- aða gamlan. Hann kom þá loks- ins heim af Landspítalanum. Ég naut þess að passa hann enda Bjarki einstaklega ljúfur og góð- ur allt frá barnsaldri. Hann gladdi okkur með nærveru sinni og lét okkur svo sannarlega vita þegar hann gladdist yfir góðum gjörningi, gjöfum eða skemmtun. Hann var rólegur að eðlisfari en gat orðið kampakátur á góðri stundu. Hann vissi nákvæmlega hvað hann vildi og lét það skýrt í ljós. Bjarki dvaldi fyrstu árin heima en þurfti oft að dvelja á spítala vegna veikinda. Hann fluttist svo á deild 20 á Kópa- vogshæli þar sem starfsfólkið hugsaði einstaklega vel um hann. Þar var ef til vill þröng á þingi en hugsað var um hann af alúð og nærgætni. Það var ávallt gott að koma á deild 20. Í Kópavogi byrjaði hann að fara reglulega í sund. Hann naut þess að synda og varð það að hans helsta áhugamáli. Rétt rúmlega tvítugur flutti hann á sambýlið í Berjahlíð í Hafnarfirði og átti þar heimili allar götur síðan. Í Berjahlíð sköpuðu hann, sambýlisfólk hans og starfsfólk dásamlegt heimili. Bjarki naut sín í Berjahlíð. Orð fá ekki lýst einstakri umhyggju og væntumþykju sem starfsfólk heimilisins í gegnum árin hefur sýnt honum. Allir lögðust á eitt að finna út hvernig Bjarki nyti sín best. Hann gat sinnt þjálfun og áhugamálum að vild. Farið var í utanlandsferðir þar sem Bjarki naut sín aldrei betur en í sól og sundi svo ekki sé nú talað um þá dýrindisveitingastaði sem sóttir voru. Flugferðirnar sjálfar voru líka í uppáhaldi. Bjarki var mikill matmaður og starfsfólkið dekraði við hann í mat og drykk. Það er ekki laust við að sumum okkar í fjölskyldunni fyndist á stundum nóg um allar kræsing- arnar sem á boðstólum voru. En það fór ekki á milli mála að Bjarki naut alls þess sem í boði var. Minnisstæð eru líka jólaboð- in, árleg vortiltekt í garðinum og garðveisla og afmæli. Fjölskyld- an í Berjahlíð tók öllum opnum örmum og eru höfðingjar heim að sækja. Bjarki náði aðdáunarverðum tengslum við þá sem hugsuðu um hann. Margt starfsfólk sem ann- aðist hann varð ekki bara hans bestu vinir heldur taldi hann til fjölskyldunnar. Í Berjahlíð býr og starfar ein stór fjölskylda sem teygir anga sína á þjónustustofn- anir þar sem Bjarki sótti þjálfun og gat sinnt áhugamálum sínum. Ég hef alla tíð dáðst að hæfi- leikum Bjarka að ná til allra þessara fjölmörgu aðila og þeim að ná að tengjast honum á ein- stakan hátt. Bjarki var nefnilega sjarmör þegar sá gállinn var á honum og hreif fólk með sér. Það er með sorg í hjarta sem við fjölskyldan kveðjum Bjarka. Jólaboðin á Túnsbergi verða ekki söm án hans. Við munum sakna heimsóknanna í Berjahlíð. En Bjarki hefur nú fengið hvíld eftir erfið veikindi undanfarin miss- eri. Við þökkum fyrir það sem við höfum fengið að njóta saman og eigum góðar minningar um Bjarka sem munu lifa með okkur um ókomna tíð. Starfsfólki Berjahlíðar og Kópavogshælis vil ég þakka einstaka umhyggju, ást og hlýju í garð Bjarka. Baldur. Bjarki, bróðir minn, er látinn. Þegar hann fæddist árið 1977 var ekki talað opinskátt um fjölfatl- aða og sú skilgreining ekki til. Ég var tæplega tveggja ára og man því ekki eftir viðbrögðunum en fyrsta orðið sem ég man eftir að notað var í samfélaginu var vangefni og því fylgdi undarleg skömm. Bjarki bjó heima fyrstu árin og mamma sinnti okkur af kostgæfni enda bæði yndisleg móðir og framúrskarandi hús- freyja. Það var ekki mikið talað um viðkvæm eða erfið mál á þessum árum og ég hafði á til- finningunni að margir vissu ekki að Bjarki væri til. Hann var oft veikur og lá iðulega á barnadeild Landspítalans. Heimsóknartími foreldra var takmarkaður og skiltið framan á hurðinni um að börn yngri en 12 ára mættu ekki koma inn á deildina er minnis- stætt. Sem betur fer hafa þessar reglur gjörbreyst. Síðar var ákveðið að Bjarki myndi dvelja á deild 20 á Kópavogshæli. Þar var vel hugsað um hann og hann hafði aðgang að bæði sjúkra- þjálfun og sundi. Enn er talað um þegar hann fór í fyrsta sinn í sund og naut þess að fljóta alger- lega óstuddur. Bjarka var sinnt af umhyggju en á deildinni voru margir saman í herbergi og oft talsverð læti. Sem barn fannst mér oft óþægilegt að koma í heimsókn en starfsfólkið var allt vingjarnlegt og lagði sig t.d. fram um að halda vegleg jólaboð fyrir fjölskyldurnar. Þegar Bjarki flutti í Berjahlíð í Hafn- arfirði fyrir um tveimur áratug- um varð gjörbylting, þar sem um var að ræða heimili fárra ein- staklinga sem allir höfðu sitt eig- ið herbergi og huggulegt sameig- inlegt rými. Orð eru til alls fyrst og það að kalla Berjahlíð heimili en ekki hæli skipti máli. Bjarka leið mjög vel og naut bæði and- legrar og líkamlegrar þjálfunar. Með tímanum áttaði ég mig á að Bjarki skildi miklu meira en ég hélt. Hæfni hans óx jafnt og þétt og hann fylgdist vel með. Síðustu árin naut ég þess að eiga hann að trúnaðarvini og á minningar þar sem hann sýndi ýmis viðbrögð við blaðrinu í mér. Síðasta hálfa árið versnaði heilsan til muna og hékk líf hans á bláþræði í nokkur skipti. Ásamt starfsfólki í Berja- hlíð og endurhæfingu, þá skipti þjónusta heilbrigðisstarfsfólks miklu máli, en Bjarki kom öllum á óvart með því að krafla sig upp úr hverjum veikindunum á fætur öðrum. Það er heilmikil lífs- reynsla fólgin í því að eiga fjöl- fatlað systkini og ég lærði óend- anlega mikið af Bjarka og öllum í Berjahlíð. Á þessum rúmu fjöru- tíu árum sem liðið hafa síðan Bjarki fæddist hefur orðið bylt- ing í umönnun fjölfatlaðra og virðingu fyrir þeim sem einstak- lingum. Þetta skynja ég alls stað- ar í þjóðfélaginu, en betur má ef duga skal. Ég veit að margir for- eldrar fatlaðra barna eiga í vand- ræðum með að fá nauðsynlegan stuðning og lág starfsmanna- velta umönnunaraðila er lykilat- riði. Bjarka var sinnt af mikilli alúð á sama tíma og honum var ýtt gætilega út fyrir þæginda- rammann til að þroskast og efl- ast. Umönnunaraðilar hans urðu vinir hans og fjölskylda. Um leið og ég minnist Bjarka hugsa ég því af hlýhug og með þakklæti til allra þeirra sem sinntu honum í gegnum tíðina. Ólöf Þórhallsdóttir. Við Bjarki, mágur minn, kynntumst fyrir rúmum 25 árum þegar ég kom inn í fjölskylduna á Ægissíðu. Hann bjó þá, 19 ára gamall, á Kópavogshæli á deild Bjarki Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.