Morgunblaðið - 27.07.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021
✝
Katrín Jóns-
dóttir fæddist á
Kleifum í Ólafsfirði
6. júlí 1932. Hún lést
á Hjúkrunar-
heimilinu Grund
þann 17. júlí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Guð-
mundsson, f. 13. jan.
1905, d. 14. júní
1991, og Guðrún
Sigurhanna Péturs-
dóttir, f. 25. des. 1897, d. 30. nóv.
1985. Systur Katrínar eru, Hólm-
fríður, f. 31. maí 1930, d. 1. júlí
2009, maki Sigurður Jónsson, f.
1934 d. 2011; Jóhanna, f. 8. apríl
1934, d. 5. apríl 2005, maki Stef-
án Antonsson, f. 1927, d. 2019;
Hulda, f. 3. apríl 1937, maki
Hilmir Jóhannesson, f. 1936 d.
2020. Hálfsystkini Katrínar sam-
feðra eru; Sólrún, f. 2. sep. 1944,
maki Páll Þorgilsson, f. 1940, og
Hreinn, f. 16. des. 1946, maki
Svanhildur Þorleifsdóttir, f.
1948.
Katrín giftist 14. júli 1956
Magnúsi Ásmundssyni lækni, f.
17. júní 1927, d. 31. ág. 2015.
Börn þeirra eru: Eyrún, f. 18.
júní 1953 (fædd Gunnarsdóttir,
Gunnar Líndal Jónsson f. 6. ág.
1930 d. 2. feb. 1989). Andrés, f.
15. nóv 1956, maki Áslaug Gunn-
arsd, f. 1964, og eiga þau þrjú
börn þeirra Magnús Fannar, f.
2005, og Jóhanna Katrín, f. 2007.
Fyrir átti Magnús eiginmaður
Katrínar soninn Sæmund Þor-
berg, f. 14. jan 1956, barnsmóðir
Eirný Sæmundsd., f. 1928, d.
2012.
Katrín ólst upp á Húsavík og
lauk þar gagnfræðaprófi. Um
tvítugt fór hún að læra hjúkrun í
Reykjavík, en varð að hætta
námi þegar hún eignaðist dótt-
urina Eyrúnu. Hún vann á
sjúkraskýlinu á Hólmavík þegar
hún kynntist Magnúsi lækni og
giftist honum. Þau bjuggu
skamma hríð á Kópaskeri og á
Akureyri áður en þau fluttust til
Svíþjóðar þar sem Magnús stund-
aði framhaldsnám á árunum
1958-1964. Heimkomin settust
þau að á Akureyri þar sem þau
bjuggu í 20 ár. Þegar börnin
urðu stálpuð fór Katrín að vinna
utan heimilis og taka þátt í bæj-
armálapólitík. Hún lauk sjúkra-
liðanámi á Akureyri 1974. Hún
sat um skeið í bæjarstjórn á Ak-
ureyri fyrir Alþýðubandalagið.
1983 fluttu þau í Neskaupstað.
Þar vann hún í hlutastarfi sem
sjúkraliði og tók þátt í bæj-
armálum. Við starfslok fluttu
þau í Kópavog og síðar Reykja-
vík.
Katrín verður jarðsungin frá
Seljakirkju í dag, 27. júlí 2021,
klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni
á:
https://seljakirkja.is/.
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://mbl.is/andlat/.
börn, Gunnar, f.
1989, maki Eliza-
beth Bunin, f. 1989,
og eiga þau soninn
Benjamin Hrafn, f.
2020, Katrínu
Helgu, f. 1992, og
Eyrúnu, f. 1996, en
fyrir átti Andrés
dótturina Önnu
Töru, f. 1987, barns-
móðir Ingibjörg
Karlsd., f 1958,
maki Önnu er Oussama Achour,
f. 1986. Jón, f. 23. mars 1959,
maki Guðrún Bergþórsd, f 1960,
þeirra synir Bergþór Steinn, f.
1990, maki Þorbjörg Viðarsd, f.
1991, og eiga þau dótturina Guð-
rúnu Dóróþeu, f. 2017, og Hjört-
ur Snær, f. 1996, maki Diljá Dögg
Gunnarsdóttir, f. 1996, og eiga
þau soninn Gunnar Jökul, f. 2020,
en fyrir átti Jón soninn Magnús,
f. 1983, fv. eigink. Kristín Helga-
dóttir, f. 1961. Ásmundur, f. 7.
jan 1963, maki Ásdís Þrá Hösk-
uldsd, f. 1959, barn þeirra Katr-
ín, f. 1992, en fyrir átti Ásdís
dótturina Guðnýju Helgu Her-
bertsdóttur, f. 1978, maki Pétur
R. Pétursson, f. 1972, og eiga þau
dótturina Emmu Katrínu, f.
2013, en fyrir átti Guðný soninn
Ásmund Goða Einarsson, f. 2002.
Steinunn Sigríður, f. 21. jan 1975,
maki Jesper Madsen, f. 1976,
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast minnar kæru
tengdamóður og vinkonu, Katr-
ínar Jónsdóttur.
Ég kynntist Katrínu árið
1986 þegar leiðir okkar Jóns
lágu saman. Þá náðum við Katr-
ín strax mjög vel saman þrátt
fyrir að vera ólíkar. Katrín og
Magnús bjuggu þá í Neskaup-
stað. Vart er hægt að hugsa sér
yndislegra fólk heim að sækja
en þau hjón, Katrínu og Magn-
ús. Oft var farið í gönguferðir
út í Urðir eða kíkt til Jóns,
pabba Katrínar, sem bjó þar
nærri, en hann var þekktur fyr-
ir að vilja gera vel við gesti í
mat og drykk og var þá vissara
að skilja bílinn eftir heima.
Katrín var létt og skemmtileg
kona og gátum við oft gleymt
okkur þegar hún fór að segja
sögur af þeim systrum á Húsa-
vík þar sem þær ólust upp.
Eftir að Magnús hætti að
vinna fluttu þau Katrín í Kópa-
vog. Þau komu oft norður til
okkar, enda leið þeim vel á Ak-
ureyri, sem hafði verið þeirra
heimabær í 20 ár. Þau höfðu
mjög gaman af því að fara í
gönguferðir og að hitta gamla
vini. Katrín hélt góðu sambandi
við vinkonur sínar hér á Ak-
ureyri. Sumum hafði hún
kynnst þegar hún söng í kór og
aðrar voru æskuvinkonur henn-
ar frá Húsavík.
Skömmu eftir að Magnús lést
var Katrín greind með Alzheim-
er-sjúkdóminn. Hún tók því af
æðruleysi og var mikið hjá okk-
ur næstu árin á meðan heilsan
leyfði. Katrín hafði mjög gaman
af því að fara í leikhús, kaffihús
og síðast en ekki síst í fata-
verslanir. Hún lagði mikið upp
úr því að vera flott í tauinu, en
þótti tengdadóttirin helst til
nægjusöm þegar kom að fata-
kaupum.
Synir okkar og tengdadætur
voru henni afar kær og tengslin
enn nánari eftir því sem sjúk-
dómurinn ágerðist og hún
þurfti meiri aðstoð. Árið 2017
eignuðumst við ömmu- og afas-
telpuna Guðrúnu Dóru, sem var
mikill gleðigjafi fyrir langömmu
sína.
Mér er minnisstæð helgi í
ágúst 2018 þegar Katrín, þá 86
ára, rölti galvösk með okkur
milli húsa á súpukvöldi á fiski-
dögum á Dalvík. Kvöldið endaði
svo hjá okkur á léttri söng-
skemmtun hjá Vandræðaskáld-
um í Bergi, enda leikhúsferðir
hennar líf og yndi alla tíð. Dag-
inn eftir var svo haldið í ferða-
lag á gamlar slóðir til Neskaup-
staðar þar sem við Jón nutum
samverunnar við Katrínu og
veðurblíðunnar í nokkra daga.
Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í
friði.
Guðrún Bergþórsdóttir.
Í dag kveðjum við Katrínu
Jónsdóttur sem var besta
tengdamóðir í heimi. Aldrei
dæmandi – alltaf styðjandi.
Hún átti auðvelt með að eignast
vini og voru þeir af öllum
stærðum og gerðum og fjöl-
skylduna ræktaði hún líka vel.
Réttlæti og jafnrétti hafði hún
að leiðarljósi. Fylgdist vel með
heimsmálunum og hennar
helsta heimild var sænska blað-
ið „Vi“. Katrín hafði yndi af
góðum bókmenntum, söng,
dansi og listum. Söng sjálf með
mörgum kórum og lék með
Leikfélagi Akureyrar. Hún
sagði að þegar hún var að alast
upp og allar systur hennar voru
húslegar og annálaðar hann-
yrðakonur þá bauðst hún bara
til að skemmta þeim við störf
sín með söng, dansi, upplestri
og leikþáttum. Hún varð þó
mjög myndarleg húsmóðir og
stóð fyrir stóru heimili. Græn-
metissúpurnar hennar voru í
allra uppáhaldi og ekki síður
kanelsnúðarnir og klattarnir.
Hún sinnti móður sinni í hárri
elli en hún bjó á heimili Katr-
ínar og Magnúsar, eiginmanns
hennar, í mörg ár. Ýmsir
frændur og frænkur komu einn-
ig og dvöldu í lengri eða
skemmri tíma á heimilinu og
allir voru alltaf jafn velkomnir.
Katrín vann öll sín verk með
mikilli gleði. Kannski ekki
miklu kappi en naut þess sem
hún gerði. Þannig var það líka
þegar hún fór að vinna sem
sjúkraliði. Hún sagði að hún
hefði alltaf unnið svo hægt því
að hún hefði haft svo gaman af
að tala við gamla fólkið. Þegar
hún var innt eftir því hvort hún
þyrfti ekki að hvíla sig, svaraði
hún hlæjandi: – „ég get hvílt
mig í gröfinni“. Sjálf einsetti
Katrín sér að verða glatt gam-
almenni og það var alltaf stutt í
hláturinn. Síðustu árin fór
kraftur hennar þverrandi. Við
sem eftir erum eigum eftir að
minnast hennar með söknuði,
en þó fyrst og fremst með
þakklæti fyrir að hafa notið
samvista góðrar konu.
Áslaug Gunnarsdóttir.
Hvað er fjölskylda? Á síðustu
árum og áratugum hefur svarið
við þeirri spurningu falið í sér
meiri breytileika en áður. Besta
svarið sem ég hef fundið við
þessari spurningu er – fjöl-
skylda er hópur fólks sem er
skuldbundið hvert öðru í gagn-
kvæmri hollustu, elskar og ber
umhyggju hvert fyrir öðru. Við
Katrín erum í sömu fjölskyldu
og þar var hún amma Katrín.
Þó að ég hafi líklega hitt
ömmu Katrínu og afa Magnús
fyrr þá er sterkasta fyrsta
minning mín af þeim þegar við
mamma og Ási vörðum fyrstu
páskunum okkar sem fjölskylda
hjá þeim í Neskaupstað. Þau
tóku mér opnum örmum og ég
var eins og blómi í eggi þessa
páskahelgi. Fékk að hanga með
Steinu sem var eldri og flottari
en ég, horfði á Grease í fyrsta
skipti og lærði alla textana og
fékk um leið að kynnast þessu
fólki sem svo varð fjölskylda
mín.
Katrín og Magnús tóku alla
tíð þátt í mínu lífi af hug og
hjarta og ávallt stafaði frá þeim
elska og velvilji í minn garð.
Þegar ég eignaðist Ása yngri og
lenti í vandræðum með pössun
fyrir hann fyrsta sumarið hans
þá tók Katrín ekki annað í mál
en að hún myndi taka það að
sér. Hún gerði það svo fallega.
Heimilið var ávallt mannmargt
en einhver furðuleg ró var yfir
þessari smávöxnu og yndislegu
konu. Hún var þó alls ekki laus
við skoðanir og það var heldur
betur töggur í henni en þetta
rólega yfirbragð átti örugglega
sinn þátt í því að börn elskuðu
hana og hún elskaði þau. Þegar
fátt var eftir nema heiðarleik-
inn varð elska hennar gagnvart
börnum svo sýnileg og tær.
Við kvöddumst fyrir stuttu.
Það var mikilvæg stund fyrir
mig þar sem ég fékk tækifæri
til að þakka henni fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig og mína. Ég
kveð elsku ömmu Katrínu með
þakklæti í hjarta og hugsa til
þess hvað ég var heppin að hafa
eignast skáömmu og -afa í jafn
vönduðu og yndislegu fólki og
þeim.
Guðný Helga
Herbertsdóttir.
Tíminn flýgur. Nú sjáum við
á bak Katrínu Jónsdóttur, sex
árum eftir að eiginmaður henn-
ar Magnús Ásmundsson læknir
kvaddi árið 2015. Þau hjón
komu árið 1983 til Norðfjarðar
þar sem Magnús tók við starfi
yfirlæknis á lyflæknisdeild
Fjórðungssjúkrahússins og var
fyrstur til að gegna því mik-
ilvæga verkefni. Heimili þeirra
var í 14 ár úti á Bakkabökkum í
Neskaupstað. Þegar yngsta
barn þeirra, dóttirin Steinunn,
síðar læknir í Danmörku, var
flogin úr hreiðrinu, fór Katrín
að starfa við umönnun á sjúkra-
húsinu, enda með sjúkraliða-
menntun. Með glaðværð sinni
og hlýju létti hún mörgum þar
erfiða daga. Daglegar göngu-
ferðir lækna enduðu yfirleitt í
tedrykkju og umræðu um allt
og ekkert hjá Kötu. Hún var
söngelsk, söng í kirkjukórnum
og lét tónlistarviðburði ekki
fram hjá sér fara. Hún og
Magnús aðlöguðust vel norð-
firsku umhverfi, bæði vinstri-
sinnuð að lífsskoðun. Eftir að
þau fluttu til Reykjavíkur bar
fundum okkar stöku sinnum
saman en oftar var það síminn
sem brúaði bilið. Það er bjart
yfir minningu þeirra hjóna og
íslenskt samfélag nýtur áfram
fjölmenntaðra afkomenda
þeirra.
Kristín og Hjörleifur
Guttormsson.
Katrín
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma var þeim einstaka
hæfileika gædd að finnast
allir sem hún kynntist
óskaplega merkilegir og
spennandi. Þegar ég sé
hana fyrir mér var hún allt-
af hlæjandi, alltaf að tengj-
ast fólki og hlusta á sögur
þeirra, full af forvitni og
gleði. Ég hugsa til baka og
sé hana fyrir mér að vinna í
garðinum í Kópavogi innan
um túlípana og jarðarber.
Ég dáist að óþrjótandi þol-
inmæði hennar og jafnvel
húmor fyrir prakkaraskap
okkar barnabarnanna. Ég
heyrði hana aldrei tala illa
um nokkurn mann og eftir
því sem ég verð eldri átta
ég mig á því hvað það er
sjaldgæft og dýrmætt.
Takk fyrir allt elsku amma.
Katrín Helga
Andrésdóttir.
✝
Elín Jónsdóttir
fæddist í
Reykjavík 24. des-
ember 1940. Hún
lést 9. júlí 2021 í
faðmi fjölskyldu á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli í Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Reykja-
lín Sæmundsson
skipstjóri, f. 18.10.
1904 í Stærra-
Árskógi, Eyjafjarðarsýslu, d.
27.8. 1997, og Anna Helga Sig-
urðardóttir, húsmóðir og prjóna-
kona, f. 24.5. 1915 í Njarðvík í
Norður-Múlasýslu, d. 11.11.
2007. Systkini Elínar eru Sig-
urður Jónsson, f. 22.9. 1938, og
Unnur G. Jónsdóttir, f. 17.2.
1946.
Elín ólst upp á Seltjarnarnesi,
síðan í Lyngholti í Garðahreppi.
Hún lauk Landsprófi frá Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði, fór til
Englands í ritaranám og braut-
skráðist frá Hjúkrunarskóla Ís-
lands árið 1963.
Hinn 30.6. 1963 giftist Elín
Birni Ólafssyni, fyrrverandi for-
stjóra Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar og síðar fiskútflytjanda,
f. 26.8. 1939, d. 12.3. 2005. For-
eldrar hans voru Ólafur J. Elís-
son, forstjóri í Hafnarfirði, f. 8.9.
1913, d. 31.12. 1958, og Gyða
Björnsdóttir húsfreyja, f. 4.11.
1914, d. 18.2. 2010. Björn var við
nám og störf í Þýskalandi þegar
þau kynntust og fluttist Elín til
hans að sínu námi loknu og starf-
aði sem hjúkrunarfræðingur í
Bremerhaven. Störf
Björns leiddu þau
síðar til Húsavíkur
þar sem þau bjuggu
á árunum 1967-69
og síðar til Eng-
lands 1969-74. Eftir
heimkomu til Ís-
lands á ný bjuggu
þau á æskuheimili
Björns á Kross-
eyrarvegi 9 í
Hafnarfirði þar sem
Elín annaðist fjölskyldu og heim-
ili og starfaði síðar sem hjúkr-
unarfræðingur á Landspítal-
anum á göngudeild háþrýstings.
Börn Elínar og Björns eru: 1)
Gyða f. 3.11. 1964, maki Brynjar
Viðarsson, f. 25.4. 1964. Dóttir
þeirra er Birna, f. 20.9. 1994,
sambýlismaður Eysteinn Gunn-
laugsson, f. 21.4. 1992. Dætur
Gyðu og fyrri maka, Jónasar Jó-
hannssonar, eru Elín Anna, f.
12.10. 1987, og Anna Margrét, f.
27.3. 1990, hennar sonur og
Rebekku Huldu Gestsdóttur er
Brimir Þór, f. 26.8. 2019. 2) Jón
Reykjalín, f. 13.4. 1968. Dætur
hans og fyrrverandi maka, Auð-
ar Erlu Gunnarsdóttur, eru
Andrea Helga, f. 31.7. 1997, og
Rebekka, f. 8.8. 2003. 3) Andri
Björn, f. 23.8. 1976, í sambúð með
Lilju Rut Kristjánsdóttur, f. 10.2.
1981, sem á dótturina Sóleyju, f.
24.8. 2010. 4) Anna Helga, f.
17.10. 1984.
Útför Elínar fór fram í kyrr-
þey frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði hinn 26. júlí 2021 að ósk
hinnar látnu.
Elsku mamma hefur nú kvatt
þennan heim eftir langvarandi og
erfið veikindi. Hún var okkur
alltumvefjandi kærleikur, akker-
ið okkar og áttavitinn, og minn-
ingin um hennar fallegu sál mun
lifa með okkur um alla tíð.
Sálina engin binda bönd,
guð henni vængi létta léði
að lyfta sér á í hryggð og gleði,
dýrðlega bjó þá drottins hönd.
Þeir vængir engan þekkja lúa.
Það er sálunni hvíld að fljúga
innan um þennan undra geim,
endurminninga og vona heim.
Hún getur flogið öld frá öld
herrans að skoða handaverkin,
himnesk vísdóms og gæsku merkin,
hennar ævi á ekkert kvöld.
Henni er unun og endurnæring
eilíf starfsemi, sífelld hræring.
Ó guð! hvað er þá öndin mín?
Eilífðar stjarna dóttir þín.
(Páll Ólafsson)
Gyða, Jón Reykjalín, Andri
Björn og Anna Helga.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Elín Jónsdóttir, er látin. Þessi
fínlega, fallega, skarpgreinda og
hrausta kona, sem stundaði sund,
jóga, göngur og alhliða heilsu-
rækt, greindist á besta aldri með
bæði alzheimer og parkinsons,
erfiða taugasjúkdóma sem leiddu
til að bæði hugur og hönd gáfu
sig og tóku að lokum lífið sjálft.
Það sem reyndist henni og að-
standendum sárast var að sjúk-
dómarnir tóku snemma frá henni
orð og tjáningu. En fram á síð-
ustu stund þekkti hún sitt nán-
asta fólk og brosti með bliki í aug-
um þegar börn og barnabörn
komu í heimsókn.
Ég þakka fyrir allar mínar
góðu minningar um kæra tengda-
móður og þau bæði elskulegu
hjónin, Elínu og Björn, sem nú
eru vonandi sameinuð í eilífu góð-
viðri í útilegunum sem þau elsk-
uðu í landinu okkar fagra. Þau
tóku mér tengdasyninum frá
upphafi opnum örmum og það
var alltaf gott að koma í eldhúsið
til þeirra á Krosseyrarveginum.
Þau heimsóttu okkur Gyðu til
Madison í Bandaríkjunum þegar
við bjuggum þar og áttum við
með þeim góðar stundir. Stelp-
urnar okkar áttu alltaf öruggt og
gott skjól hjá ömmu Elínu sem
sinnti þeim öllum af mikilli ást og
alúð. Eftir heimkomu frá Amer-
íku bjuggum við hjá þeim um
tíma í kjallaranum á Krosseyr-
arveginum á meðan við vorum að
koma okkur upp húsnæði og fékk
ég þá að kynnast snilldarmat-
reiðslu Elínar. Einfaldur hvers-
dagsheimilismatur varð að
veislumat í eldhúsinu á Krosseyr-
arveginum. Elín bjó til bestu
fiskibollur í heimi, frábæra kjöt-
súpu og enginn eftirréttur komst
nálægt rjómatertunni hennar
með jarðarberjunum nema
kannski döðlutertan með banana-
rjómanum.
Hvíl í friði elsku Elín með þökk
fyrir allt.
Þinn tengdasonur,
Brynjar Viðarsson.
Elín Jónsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN EINARSSON,
fyrrverandi prófastur og sóknarprestur
á Kirkjubæjarklaustri,
andaðist á Hrafnistu aðfaranótt
föstudagsins 23. júlí.
Útförin verður tilkynnt síðar.
Ketill Sigurjónsson
Æsa Sigurjónsdóttir Daniel Beaussier
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR INDRIÐASON,
fyrrverandi forstöðumaður
Bifreiðaeftirlits ríkisins á Akureyri,
lést föstudaginn 16. júlí.
Útför hans fer fram í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 29. júlí
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri.
Steinunn Sigurðardóttir Árni Bjarnason
Jón Gunnar Sigurðsson Sigrún Sigurgeirsdóttir
Sigurður U. Sigurðsson Þórdís Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn