Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.07.2021, Qupperneq 27
SUND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Anton Sveinn McKee keppir í dag í sinni einu grein á Ólympíuleikunum en undanrásirnar í 200 metra bringusundi karla hefjast klukkan 10.35 að íslenskum tíma. Anton er í riðli númer tvö sem á að fara af stað klukkan 10.39. Hann er skráður til leiks með 25. besta tímann af 40 keppendum og á að vera fremstur keppenda í öðrum riðli. Anton er skráður á leikana með tímann 2:10,32 mínútur en Íslands- met hans í greininni frá árinu 2015 er hinsvegar 2:10,21. Anton ætlar sér stóra hluti en eins og hann sagði í viðtali í Morg- unblaðinu síðasta fimmtudag er markmið hans að bæta Íslandsmetið í það minnsta um rúmar þrjár sek- úndur og synda að minnsta kosti á 2:07,00 mínútum. Háleitt markmið sagði hann að væri 2:06,50 og draumamarkmið 2:06,00 mínútur. Miðað við skráðan tíma keppenda þyrfti Anton að synda á um það bil 2:08,00 mínútum til að komast í und- anúrslitin en þangað fara sextán bestu í undanrásunum. Það er tals- vert innan markmiðsramma hans, en samt myndi hann bæta Íslands- metið um rúmar tvær sekúndur. Draumamarkmiðið er heimsmet Ef Anton nær því sem hann kallar háa markmiðið verður hann í bar- áttu um verðlaunasæti, hvorki meira né minna. Draumamarkmiðið er hvorki meira né minna en heimsmet en heimsmethafinn Anton Chupkov frá Rússlandi synti á 2:06,12 mín- útum fyrir tveimur árum. Ólympíu- met Ipei Watanabe frá Japan, sem hann setti í Ríó árið 2016, er 2:07,22 mínútur. Chupkov er mættur til leiks í Tókýó og með heimsmet sitt skráð sem bestan árangur keppenda í greininni. Watanabe er ekki með í Tókýó þar sem hann varð í þriðja sæti á jap- anska úrtökumótinu og tókst því ekki að vinna sér sæti í ólympíu- liðinu að þessu sinni. Þeir sem eiga bestu tímana á eftir Chupkov eru Izaac Stubblety-Cook frá Ástralíu (2:06,28), Shoma Sato frá Japan (2:06,40) og Arno Kamminga frá Hollandi (2:06,85) Íslandsmet í frumrauninni Snæfríður Sól Jórunnardóttir stóð sig með mikilli prýði í frumraun sinni á Ólympíuleikum þegar hún keppti í 200 metra skriðsundi kvenna í gær. Snæfríður bætti eigið Íslandsmet um 3/10 úr sekúndu, synti á 2:00,20 mínútum, og hafnaði í 22. sæti af 30 keppendum í greininni. Fyrra metið setti hún í Álaborg í Danmörku í mars og synti þá á 2:00,50 mínútum. Hún hefði þurft að bæta metið um rúmar tvær sekúndur og synda á 1:58,33 til að komast í hóp sextán bestu og halda áfram keppni í und- anúrslitum greinarinnar. Seinni grein Snæfríðar er á morg- un, miðvikudag, en þá keppir hún í 100 metra skriðsundi. Hún hefur synt á 56,32 sekúndum og það er 38. besti tíminn hjá þeim 52 keppendum sem skráðir eru til leiks. Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í grein- inni frá árinu 2009 er 55,66 sek- úndur. Snæfríður syndir í þriðja riðli af sjö og á að stinga sér í laugina klukkan 10.07 að íslenskum tíma. Hann stefnir á verðlaun - Anton Sveinn McKee keppir í dag og nái hann markmiðum sínum berst hann um verðlaunasæti - Snæfríður sló Íslandsmetið í 200 m skriðsundi í gær Ljósmynd/Simone Castrovillari Tókýó Snæfríður Sól Jórunnardóttir í 200 metra skriðsundinu í gær þar sem hún sló eigið Íslandsmet. Ljósmynd/Simone Castrovillari Tilbúinn Anton Sveinn McKee á æfingu í Tókýó. Hann keppir í dag. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 Það verður afar áhugavert að fylgjast með Antoni Sveini McKee þegar hann stingur sér til sunds á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Eins og fram kemur í greininni hér til hliðar, og í viðtali sem birtist í blaðinu í síðustu viku, hefur Anton lagt allt í söl- urnar til að ná sínum besta árangri á þessum leikum. Hann mætir til leiks með mikla reynslu á bakinu, er á sín- um þriðju Ólympíuleikum og hef- ur náð góðum árangri á Evr- ópumótum ásamt því að keppa sem atvinnumaður með félags- liði. Anton fer ekkert í felur með það að hann ætlar sér mjög langt í 200 metra bringusundinu, enda þótt hann mæti til leiks númer 25 í röðinni af þátttakendum, miðað við fyrri árangur. Hann segist reyndar einbeita sér að því að ná ákveðnum tím- um en horfi ekkert á keppinaut- ana. Enda geti hann engu um það ráðið hvað þeir gera. Síðan komi bara í ljós hverju það skilar. En þeir tímar sem hann stefnir á tala sínu máli eins og farið er yfir í umræddri grein. Á síðustu Ólympíuleikum í Ríó komust bæði Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gúst- afsdóttir í úrslit í sínum greinum í sundinu. Örn Arnarson náði fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Anton getur lagt sitt af mörkum til að styrkja hefð íslensks sundfólks fyrir góðum árangri á leikunum. Við eigum bara fjóra kepp- endur í Tókýó. Ásgeir hefur lokið keppni, Snæfríður setti Íslands- met og er fyrst og fremst að ná sér í reynslu og Guðni Valur kast- ar kringlu um næstu helgi. Anton og Guðni eru þeir sem eiga raun- hæfa möguleika á að gera þessa leika minnisstæða. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Elías Már Óm- arsson knatt- spyrnumaður frá Keflavík gengur að óbreyttu til liðs við franska B-deildarliðið Nimes. Sam- kvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins eru viðræður Nimes við Excelsior í Hollandi um kaup á honum á lokastigi og kaupverðið 70-80 milljónir íslenskra króna. Elí- as hefur leikið með Excelsior und- anfarin þrjú ár og varð næst- markahæsti leikmaður hollensku B-deildarinnar á síðasta tímabili með 22 mörk í 37 leikjum. Elías á leið til Frakklands Elías Már Ómarsson Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Argentína – Þýskaland....................... 25:33 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Brasilía – Frakkland ............................ 29:34 Spánn – Noregur .................................. 28:27 _ Frakkland 4, Spánn 4, Þýskaland 2, Nor- egur 2, Brasilía 0, Argentína 0. Karlar, B-riðill: Japan – Svíþjóð.................................... 26:28 - Dagur Sigurðsson þjálfari Japan. Barein – Portúgal................................ 25:26 - Aron Kristjánsson þjálfar Baraein. Egyptaland – Danmörk ....................... 27:32 _ Danmörk 4, Svíþjóð 4, Egyptaland 2, Portúgal 2, Barein 0, Japan 0. %$.62)0-# Englendingurinn Adam Peaty stóð undir væntingum í gær þegar hann sigraði í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó og varð með því fyrsti breski sundmaðurinn til að verja ólympíutitil í sundi. Peaty, sem er 26 ára gamall og kemur frá smábænum Uttoxeter í ensku Miðlöndunum, er áttfaldur heimsmeistari og hefur sett þrettán heimsmet í 50 og 100 metra bringu- sundi, tvö þeirra í boðsundi. Hann synti í gær á 57,37 sekúndum en heimsmet hans frá 2019 er 56,88 sekúndur. Peaty stóð undir væntingunum AFP Bestur Adam Peaty fagnar sigr- inum í lauginni í Tókýó í gær. Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic setti mark sitt á Ól- ympíuleikana strax í fyrsta leik í Tókýó í gær. Hann skoraði 48 stig og tók 11 fráköst þegar Slóvenar sigruðu Argentínumenn, 118:100, og hélt áfram merkilegri sigur- göngu sinni með landsliðinu en Slóvenía hefur aldrei tapað í þeim 14 leikjum sem hann hefur spilað. Doncic leiddi Slóvena til Evr- ópumeistaratitils 18 ára gamall ár- ið 2017 en hefur síðan lítið leikið með landsliðinu þar sem hann er lykilmaður Dallas í NBA-deildinni. Doncic tapar ekki landsleik AFP 48 Luka Doncic í slag við Argent- ínumenn í leiknum í gær. Þeir Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hafa verið grátlega nærri því að krækja sér í stig gegn stærri þjóðunum en þeir stýra karlalandsliðum Bareins og Japans í handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna í Tókýó. Aron og hans menn í Barein töp- uðu í gær 25:26 fyrir Portúgal eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir skömmu fyrir leikslok og töpuðu áður 31:32 fyrir Svíum þar sem markmaður Svía varði vítakast eft- ir að leiktímanum var lokið. Dagur Sigurðsson og hans menn í Japan unnu upp sex marka forskot Svía í gær en töpuðu að lokum 26:28 eftir mikla spennu í lokin. Japan og Barein eru í baráttu við Portúgal og Egyptaland um að komast í átta liða úrslit. Alfreð Gíslason fagnaði hins veg- ar fyrsta sigrinum í Tókýó í gær þegar Þýskaland, undir hans stjórn, vann Argentínu örugglega, 33:25. AFP Barein Aron Kristjánsson og hans menn hafa verið sérlega óheppnir í fyrstu tveimur leikjunum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stigalausir eftir spennuleiki í Tókýó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.