Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SCARLETT JOHANSSON FLORENCE PUGH DAVID HARBOUR O–T FAGBENLE RAY WITHWINSTONE RACHEL ANDWEISZ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Yasiin Bey, sem áður var þekktur sem rapparinn Mos def, hefur til- kynnt að hann sé hættur við að leika píanistann og tónskáldið Thelonious Monk í kvikmyndinni Thelonious sem Jupiter Rising Film framleiðir, en tökur eiga að hefjast næsta sum- ar. Framleiðslufyrirtækið tilkynnti nýverið áform sín, sem vöktu hörð viðbrögð hjá T.S. Monk, syni The- loniousar Monks sem jafnframt er stjórnarformaður í dánarbúi tónlist- armannsins. Tónlistartímaritið Pitchfork hefur eftir T.S. Monk að myndin sé ekki gerð með leyfi dán- arbúsins sem á notkunarrétt á allri tónlist Monks. „Ef dánarbúið er ekki sátt við myndina þá er ég það ekki heldur,“ segir Bey í tilkynningu og tekur fram að framleiðendur myndar- innar hafi blekkt hann með því að telja honum trú um að dánarbúið væri sátt við gerð myndarinnar. Í tilkynningu frá Peter Lord Moreland, höfundi handritsins og einum framleiðenda, segir að mynd- inni sé ætlað beina sjónum að „vel- gengni [Monks] í tónlistinni, geðsýki hans og andlegum ástarþríhyrningi með Nellie, konu hans, og Nicu Rothschild, einni ríkustu konu heims.“ Í tilkynningu frá T.S. Monk segir hann: „Ég hata handritið.“ Yasiin Bey hættur við að leika Monk Tónskáldið Thelonious Monk. Tónlistarhátíðin í Bayreuth var sett um helgina og í fyrsta sinn í 145 ára sögu hátíðarinnar var kona í hópi hljómsveitarstjórnenda. Úkraínski hljómsveitarstjórinn Oksana Lyniv stjórnaði á sunnudag flutningi á óperunni Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner. Þessu greinir The New York Times frá. Í viðtali við blaðið seg- ir Lyniv það markmið sitt að miðla með flutningnum hugarástandi Wagners þegar hann samdi óperuna. „Á þessum tíma var hann skuldugur og vonsvikinn þar sem honum fannst enginn skilja list sína. Hann var drifinn áfram af miklum metnað og samdi óperuna til að sanna sig,“ segir Lyniv og upplýsir að vegna sóttvarnaráðstafana hafi hún aðeins mátt æfa með helmingi hljómsveitarinnar hverju sinni. Kórnum, sem telji um 140 manns, sé skipt í tvennt. Annar hlutinn leikur á sviðinu en má ekki syngja vegna smithættu meðan hinn hlutinn syngur í öðrum sal þaðan sem söngnum er varpað yfir í leikhúsið með tæknibúnaði. Fyrsta konan til að stjórna í Bayreuth Oksana Lyniv Bandaríska tónlistarkonan Pink hefur boðist til að greiða 1.500 evra sekt sem norska strandhandboltalið kvenna hlaut í síðustu viku fyrir að klæðast stuttbuxum í stað efnislítilla sundbuxna í leik liðsins gegn Spánverjum á Evrópumeistaramótinu í strandhandbolta. Það var Handknattleikssambands Evrópu (EHF) sem sektaði liðið um sem samsvarar um 224 þúsundum ísl. kr. vegna „óvið- eigandi klæðaburðar“ þar sem stuttbuxurnar standist ekki reglur Alþjóðlega handknattsleikssambandsins (IHF). „Ég er afar stolt af norska strandhandboltaliði kvenna fyrir að mótmæla þessum karlrembureglum um búning þeirra,“ skrifaði Pink á Twitter um helgina og bætti við: „Það ætti að sekta Handknattleiks- samband Evrópu fyrir karlrembu. Áfram stelpur. Ég borga með glöðu geði sektina fyrir ykkur.“ Á samfélagsmiðlum þakkaði liðið Pink fyrir stuðn- inginn. Pink býðst til að borga sekt Norðmanna Pink Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei afhjúpaði 32 metra háa járnstyttu af tré á sýningunni Ai Weiwei: Inter- twine sem opnuð var í Serralves- samtímasafninu í Porto á föstudag, en listamaðurinn býr í borginni um þessar mundir. Innihluti sýningar- innar stendur fram í febrúar, meðan útiverkin verða til sýnis fram í júlí. Weiwei hefur á ferli sínum beint sjónum sínum að umhverfismálum og dvaldi í Brasilíu fyrir fjórum ár- um þar sem hann tók afsteypu af tré af ætt Caryocar sem er í útrýming- arhættu. „Fólk ætti að horfa á þessi verk og hugsa til þess sem við gæt- um glatað í framtíðinni ef við bregð- umst ekki við,“ segir Weiwei í sam- tali við Reuters. Weiwei mun í nóvember senda frá sér ævisögu sem nefnist Þúsund ár af gleði og sorg, þar sem hann beinir sjónum ekki aðeins að eigin ævi heldur einnig að föður sínum, ljóð- skáldinu Au Qing. „Faðir minn fæddist 1910 og sonur minn 1999. Ævisaga mín mun spanna hundrað ár eða tvær kynslóðir,“ segir Weiwei í samtali við vefinn Macau Business. Hugmyndina að bókinni segist Wei- wei hafa fengið þegar hann sat í varðhaldi í 81 dag í Kína árið 2011. Þegar hann hugsaði til föður síns, sem dvaldi í útlegð í 20 ár, hafi hann verið sorgmæddur yfir því hversu lítið hann vissi um föður sinn. Wei- wei hafi ekki viljað að sonur hans þyrfti að upplifa sömu sorg og ákveðið að yrði honum sleppt úr varðhaldi myndi hann skrifa allt sem hann vissi um föður sinni og miðla því til sonar síns af eins mikilli hrein- skilni og honum væri unnt. AFP Umhverfislistamaður Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei fyrir framan listaverkið „Pequi Tree“ sem er hluti af sýningunni Ai Weiwei: Intertwine sem opnuð var í Serralves-samtímasafninu í Porto í Portúgal í liðinni viku. Tréð er áminning til fólks AFP Sóun Safngestur gengur fram hjá verkinu „Mutuophagia“ eftir Ai Weiwei. - Von á ævisögu Ai Weiwei sem spannar 100 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.