Fiskifréttir


Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 1
FURUNO SlGLINGA- OG FISKILEITARTÆKI Skiparadió h.f. Fiskislóö 94,101 Reykjavík Pósthólf 146, sími 20230 Fax 620230 Hart baríst um kvótabátana: Söluverð 163% yfir mati — SkagfírðSngur M. kaupir Guðbjörgu RE á 48 mSISjónir króna Myndgreinir frá Marel: Flokkar heilan fisk inn í flök- unarvélar Ný gerð Marel — flokkara fyrir fisk, sem byggir á myndgreiningu eða svokallaðri gervigreind, verð- ur settur í tilraunavinnslu á næst- unni. Að sögn Harðar Arnarsson- ar, verkefnisstjóra hjá Marel hf., er ekki búið að ákveða í hvaða frystihús flokkarinn fer en sú ákvörðun verður tekin fljótlega. Flokkarinn, sem hér um ræðir, flokkar heilan fisk í hráefnismót- töku inn á flatningsvélar. Fiskur- inn rennur á bandi í gegnum mynd- greiningartækið og með lengdar- mælingu er stærð og þyngd fisksins ákveðin. — Við höfum einnig sýnt frum- gerð af tæki sem flokkar fiskstykki eftir því hvort um er að ræða hnakkastykki, miðstykki eða sporðstykki. Stykkin erujafnframt flokkuð eftir þyngd og það er því hægt að nota tækið til þess að velja stykki saman í pakkningar. Að auki vinnum við að gerð þriðja tækisins en það verður hægt að nota við saltfiskmat. Þar er hvort tveggja um að ræða gæða— og stærðarmat, sagði Hörður Arnar- son. Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki keypti nýlega Guðbjörgu RE 21, sem er 28 tonna eikarbátur smíð- aður árið 1972. Samkvæmt heim- ildum Fiskifrétta var kaupverðið 48 milljónir króna. Vátrygginga- verð bátsins 1. ágúst síðastliðinn var 18,2 milljónir króna, þannig að kaupverðið var 163% hærra en tryggingamatið. Kaupverðið svarar til þess að báturinn sjálfur væri keyptur á tryggingamatsverði og kvótinn sem honum fylgir, 217 þorskígildi, væru til viðbótar keypt á 140 krón- ur kílóið. Þetta er þó ekki svona einfalt, því vegamikil skýring á þessu háa kaupverði er sú, að bát- urinn er með svokallað flóaleyfi, þ.e. leyfi til dragnótaveiða í Faxa- flóa. Það er því hægt að hirða kvót- ann af bátnum og selja hann aftur kvótalausan til kolaveiða í Faxa- flóa, en eins og kunnugt er er kol- inn utan kvóta. Flóaleyfið sjálft er því mikils virði, — kunnugir hafa talað um 8-10 milljónir króna í því sambandi, og má segja að svona leyfi séu því farin að ganga kaup- um og sölum líkt og kvótar. Fiski- fréttir höfðu samband við Einar Svansson framkvæmdastjóra Skagfirðings hf. vegna þessara bátakaupa en hann vildi ekki tjá sig um þau að svo stöddu og heldur ekki um það hvort fyrirtækið hygð- ist flytja bátinn norður eða selja hann aftur syðra. Það er ekki einsdæmi að bátur sé seldur svona hátt yfir trygginga- matsverði. Svipuð sala átti sér stað í fyrra, þegar Utgerðarfélag Akur- eyringa hf. keypti Baldur KE, 40 brl. bát, fyrir 45 milljónir króna en vátryggingamat hans var 16 mill- jónir. Verð umfram tryggingamat var því 181%. Baldur var 10 árum eldri en Guðbjörg RE, en hann hafði það sér til ágætis að vera með tvöfaldan kvóta eða 507 þorsk- ígildi og flóaleyfi að auki. UA hirti kvótann af bátnum og seldi hann aftur með flóaleyfinu og báturinn er enn í rekstri, eftir því sem best er vitað. 02 tonn á rúmum mánuði Aflabrögð hafa verið mjög mis- jöfn í Breiðafírði í liaust. Sumir hafa lítiö fengið en einstaka menn hafa hins vegar fiskað mjög vel. Einn þessara manna er Sigurður Kristjónsson frá Hellissandi, sem Valdísi SH. Sigurður og félagar hans hafa verið á þorskanetum og aflinn frá 15. ágúst sl. er orðinn 92 tonn. í síöustu viku var aflinn 11 tonn af góðum þorski. — Þetta hefur gengið vonum framar en það hefur veriö rólegt síðustu daga. Kvóti bátsins er búinn og við höfum svona verið aö taka síðustu kflóín, sagði Sig- urður er Fiskifréttir ræddu við hann. Sigurður er kunnur skip- stjóri á Snæfellsnesi og þekktastur er hann fyrir sjósókn á Skarðsvík SH, sem m.a. hefur verið gerð út á loðnuveiöar. Sigurður seldi Skarðsvík um mánaðamótin apríl og maí sl. en kaupandi var Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akra- nesi. Að sögn Sigurðar er Valdís nýr, rúmlega 9 tonna plastbátur, en Sigurður er nu að fá nýjan 9.9 tonna stálbát scm verið hefur í smíðum hjá Skipabrautinni í Njarðvík. Sigurður tekur senn við þeim báti, sem er með kvóta, og mun hann róa á honum í vetur. Sigurður sagði óráðið hvort Val- dís SH yrði seld. Aðspurður um aflabrögð og gæftir nú í haust, sagði Sigurður að tíðarfarið hefði verið mjög leiðilegt en þó hefði í flestum tilvikum verið hægt að vitja um netin daglega, — Það veitir ekkert af fjórum mönnum á ef þaö á að vitja um daglega, og annað ætti ekki að líð- ast. Því miður viröist mér margir viö Faxaflóann og á Suðurnesjun- urn kærulausir í þessum efnum, segir Sigurður en í máli hans kem- ur fram að öllum aflanum er land- að til vinnslu hjá Hraðfrystíhúsi Hellisands hf. — Ég hef landað öllum bolfisk- afla hjá hraðfrystihúsinu undan- farin 40 ár og fer ekkert að hringla með það núna, sagði Sigurður Kristjónsson. Sjá einnig Innsýn bls. 4

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.