Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 7
föstudagur 28. september 7
Velheppnuð sjávarútvegssýning
— sýningargestir voru færri en „betri“
11.500 gestir sóttu íslensku sjávarútvegssýninguna 1990 í Laug-
ardaishöll, sem lauk um síðustu helgi. Það er talsvert færra en á
síðustu sýningu en hana skoðuðu 15.500 manns. A hinn bóginn er
það samdóma álit bæði íslensku og erlendu skipuleggjendanna,
að nú haíí sýningargestir flestir verið úr röðum manna sem starfa
í sjávarútvegi og minna borið á fólki sem sótti sýninguna eingöngy
fyrir forvitni sakir. Því segi tölur um aðsókn á svona sýningar ekki
alla söguna.
Patricia Foster framkvæmd-
stjóri sýningarinnar nefndi í sam-
tali við Fiskifréttir, að það væri
þumalputtaregla, þegar vörusýn-
ingar væru annars vegar, að viðun-
andi teldist ef hver fermetri sýn-
ingarrýmis drægi að sér einn sýn-
ingargest. Sýningarrýmið í
Laugardalshöll hefði verið rúmir
5.000 fermetrar en gestirnir hefðu
orðið rúmlega helmingi fleiri.
„Annars skiptir ekki höfuðmáli
hversu margir gestir koma á svona
sýningar, heldur hvort það er rétta
fólkið og mér heyrist á sýnendum
að svo hafi verið að þessu sinni,“
sagði Patricia Foster.
Bjarni Pór Jónsson skrifstofust-
jóri Félags íslenskra iðnrekenda
tók undir þessi orð og sagði að
markvisst hefði verið unnið að því
að fá fagmenn á sýninguna fremur
en almenning, m.a. með því að
auglýsa hana nær eingöngu í fag-
blöðum sjávarútvegsins en ekki
t.d. í sjónvarpi. Bjarni Þór sagði,
að íslensku sýnendurnir væru al-
mennt mjög ánægðir með hvernig
til hefði tekist og væntu sér góðs af
framhaldinu, því árangurinn af
svona sýningu kæmi ekki allur í
ljós í einu.
Þar sem sýningin var stærri en
svo að hún rúmaðist í Laugardals-
höllinni voru reistir tveir sýningar-
skálar við hlið hallarinnar og dúki
Patricia Foster.
tjaldað yfir. í óveðrinu í síðustu
viku losnaði þakið af öðrum skál-
anna á kafla og litlu munaði að illa
færi. Patricia Foster kvað einsýnt
að útvega þyrfti betri skála fyrir
næstu sýningu eftir þrjú ár. Hins
vegar leist henni ekki á að flytja
sýninguna í nýju handboltahöllina
í Kópavogi, sem til stendur að
reisa. Sýninguna þyrfti að hafa í
Reykjavík í nálægð við hótel og
aðra þjónustu.
Sigurjón Óskarsson skipstjóri úr Vestmannaeyjum ásamt starfsmanni
Slippstöðvarinnar.
Forseti íslands, ráðherrar og skipuleggjendur sýningarinnar skála við opnunina (Mynd R.Th.S.)
Samherjamenn, Þorsetinn Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Jón Magnússon útgerðarmaður á
Patreksfirði.