Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 15
föstudagur 28. september
15
september eftir sex daga á veiðum
og landaði 103.4 tn en þar af var
sett í tvo gáma. Aflinn var mest-
megnis þorskur. Aðeins eitt skip
landaði rækju í vikunni. Það var
Harpa sem var með tæp 9.0 tn.
Dragnótabáturinn Bára landaði
3.9 tn úr tveimur ferðum. Þrír bát-
ar lönduðu hörpudiski í vikunni:
Guðrún Jónsdóttir 7.5 tn úr þrem-
ur róðrum, Máni 5.6 tn úr fjórum
róðrum og Villi Magg 4.4 tn úr
einum róðri. Netabáturinn Dagný
landaði svo 3.5 tn úr þremur róðr-
um. Súðavík: Haffari var á trolli og
landaði um 20.0 tn af blönduðum
afla 18. september. Aðrar landanir
voru ekki í vikunni. Hólmavík:
Aðeins einn rækjubátur landaði í
vikunni. Það var Sæbjörg með tæpt
tonn af ísrækju. Drangsnes: Línu-
báturinn Svana var með 900 kg úr
einni sjóferð en færabáturinn
Hamravík 67 kg úr einni ferð.
Norðurland
Hvammstangi: Tveir bátar lönd-
uðu ísaðri úthafsrækju í vikunni:
Rauðsey með 11.0 tn og Dagfari
með 19.0 tn. Þann 21. september
landaði Sigurður Pálmason 33.0 tn
af blokkfrystri rækju og 6.0 tn af
rækju fyrir Japansmarkað.
Blönduós: Því miður náðist ekki í
heimildamenn Fiskifrétta á
Blönduósi. Skagaströnd: Togar-
inn Arnar kom til hafnar 18. sept-
ember eftir fjóra daga á veiðum og
landaði 94.0 tn auk þess sem sett
var í tvo gáma. Um 90.0 tn aflans
var þorskur. Ekki voru fleir land-
anir í vikunni. Sauðárkrókur:
Togskipið Hegranes kom til hafn-
ar 17. september eftir tólf daga á
veiðum og landaði 69.1 tn. Aflinn
skipist þannig: Þorskur 32 tn, karfi
12 tn og ufsi 21 tn. Skafti var í sigl-
ingu í síðustu viku. Rækjubáturinn
Hafrún landaði 6.1 tn af ísrækju úr
tveimur róðrum. Siglufjörður:
Togskipið Sigluvík hafði verið níu
daga á veiðum þegar það kom til
hafnar 17. september og landaði
71.9 tn. Aflinn skiptist þannig:
þorskur 51 tn, ufsi 13 tn en annað
blandað. Látravík kom til hafnar
21. september og landaði 35.0 tn.
Um 15.0 tn aflans var þorskur en
annað blandað. Þrír línubátar réru
í vikunni: Víkurberg 940 kg úr
einni ferð, Hafborg 1.5 tn úr einum
róðri og Mávur 2.9 tn úr þremur
róðrum. Fjórar handfæratrillur
lönduðu samtals 1.6 tn úr fjórum
róðrum. Rækjubáturinn Erling
landaði 18.0 tn, Helga 26.1 tn og
Ögmundur 15.1 tn úr tveimur róðr-
um. Patrekur BA landaði 9.6 tn af
frystri rækju og Vigdís landaði 11.7
tn, einnig af frystri rækju. Óla-
fsfjörður: Þrír rækjubátar lönduðu
í vikunni: Guðmundur Ólafur með
20.0 tn af rækju og 513 kg af bol-
fiski, Sæþór 7.8 tn og 774 kg af
bolfiski og Sigurfari 7.8 tn og 336
kg af bolfiski. Togskipið Sólberg
kom til hafnar 19. september eftir
átta daga á veiðum og landaði 16.7
tn til vinnslu í landi en auk þess var
sett í tvo gáma. Uppistaða aflans
var þorskur og grálúða. Dragnóta-
báturinn Arnar landaði 600 kg úr
einum róðri. Dalvík: Togarinn
Björgúlfur kom til hafnar 20. sept-
ember eftir átta daga á sjó og land-
aði 153.3 tn, en þorskur var um 150
tn af aflanum. Fjórir rækjubátar
lönduðu í vikunni: Haraldur 5.3
tn, Otur 6.0 tn, Guðmundur
Ólafur 20.0 tn og Sjöfn 10.4 tn.
Arskógsströnd: Línubáturinn Þyt-
ur réri einu sinni og landaði um 500
kg. Hjalteyri: Tveir netabátar
réru: Trausti 236 kg úr tveimur
róðrum og Jóhanna 632 kg úr fjór-
um róðrum. Tveir línubátar réru
einnig: Vísir 629 kg úr fimm róðr-
um og Selvík 36 kg. Akureyri:
Togarinn Sólbakur hafði verið í
viku á veiðum þegar hann kom til
hafnar 17. september og landaði
116.0 tn. Aflinn skiptist þannig:
karfi 81 tn, þorskur 19 tn og ufsi 10
tn. Togarinn Harðbakur kom til
hafnar 18. september eftir tíu daga
á veiðum og landaði 226.0 tn. Afl-
inn skiptist aðallega í karfa (152 tn)
og þorsk (62 tn). Svalbakur land-
aði 20. september um 106.0 tn eftir
sex daga veiðiferð. Aflinn skiptist
þannig: þorskur 66 tn, ufsi 23 tn og
karfi 14 tn. Frystitogarinn Svalbak-
ur EA 307 kom til hafnar 21. sept-
ember eftir nítján daga ferð og
landaði 134.0 tn af heilfrystum
fiski, mestmegnis karfa. Þessi afli
samsvarar um 250 tn upp úr sjó.
Grenivík: Togskipið Frosti kom til
hafnar 18. september eftir ellefu
daga á sjó og landaði um 22.0 tn,
aðallega þorsk og ýsu. Fjórir línu-
bátar réru í vikunni: Eiður 0.6 tn
úr einni ferð, Eyfjörð 0.8 tn úr
einni ferð, Hugrún 1.2 tn úr tveim-
ur ferðum og Sindri 0.3 tn úr þrem-
ur ferðum. Hrísey: Trillur á Hrísey
lönduðu aðeins tæpu tonni í vik-
unni. Togarinn Súlnafell kom til
hafnar 18. september eftir tíu daga
á veiðum og landaði 59.0 tn. Þar af
var þorskur um 48 tn an afgangur
blandaður. Grímsey: Samtals
lönduðu trillur á Grímsey um 17.5
tn úr alls átján löndunum. Bræla
var tvo daga vikunnar, sem háði
sjósókn nokkuð. Húsavík: Þrír
línubátar réru einu sinni hver: Ás-
geir 124 kg, Ási 205 kg og Vilborg
250 kg. Dragnótabáturinn Rán
BA var með 1.2 tn úr einni ferð.
Handfæratrillan Haförn var með
158 kg úr einum róðri. Þrír rækju-
bátar lönduðu: Aron 5.2 tn, Krist-
björg3.0tnog Sæborg5.0tn. Þórs-
höfn: Þrír dragnótabátar réru einu
sinni hver í vikunni: Draupnir 1.1
tn, Faldur 854 kg og Hafrún 614
kg. Raufarhöfn: Rauðinúpur kom
til hafnar 18. september eftir átta
daga á veiðum og landaði 64.3 tn.
Þorskur var uppistaða aflans, eða
um 56.3 tn. Línubáturinn Þröstur
var með 3.5 tn úr tveimur róðrum.
Austfírðir
Vopnafjörður: Togarinn Eyvindur
Vopni kom til hafnar 20. septem-
ber eftir átta daga á sjó og landaði
22.4 tn. Aflinn skiptist þannig:
þorskur 14 tn, ufsi 3 tn og ýsa 4 tn.
Sex smábátar lönduðu samtals 5.3
tn í vikunni. Bakkagerði: Gæfta-
leysi háði smábátum alla síðustu
viku og því voru engar landanir að
sögn tíðindamanns Fiskifrétta.
Neskaupstaður: Togarinn Birting-
ur kom til hafnar 18. september
eftir fimm daga á veiðum og land-
aði 22.0 tn. Um 18 tn af aflanum,
sem var grálúða, var settur í gáma
en afgangurinn var þorskur. Fimm
netabátar réru einu sinni hver:
Anna Rósa 1.7 tn, Drífa 365 kg,
Dröfn 806 kg, Siggi Villi 164 kg og
Silla 216 kg. Sex línubátar réru
einu sinni hver: Aldan 626 kg,
Bára 626 kg, Eyfell 1.8 tn, Gyllir
500 kg og Kristín 1.4 tn. Þrjár færa-
trillur réru einu sinni hver: Adda
77 kg, Elsa 217 kg og Geisli 186 kg.
Togarinn Hólmatindur kom til
hafnar 18. september eftir viku túr
og landaði 46.0 tn. Aflinn skiptist
þannig: ufsi 22 tn, þorskur 10 tn og
karfi 6.5 tn en afgangur blandaður.
Fimm línubátar réru í vikunni:
Kaganes 135 kg úr einni ferð, Guð-
mundur Þór 597 kg úr tveimur
róðrum, Dóra 845 kg úr þremur
róðrum, Rúna 150 úr einum róðri
og Berglind 2.0 tn úr tveimur róðr-
um. Færabáturinn Seila landaði
510 kg úr tveimur ferðum. Neta-
báturinn Dagný var með 120 kg úr
einni ferð. Reyðarfjörður: Líkt og
annars staðar á Austfjörðum var
engin löndun smábáta vegna brælu
í vikunni. Fáskrúðsfjörður: Tog-
arinn Hoffell kom til hafnar 19.
september eftir viku túr og landaði
65.0 tn. Aflinn skiptist þannig:
þorskur 17 tn, ýsa 2.5 tn, ufsi 34 tn
og karfi 5 tn. Smábátar réru ekki í
vikunni. Stöðvarfjörður: Aðeins
einn færabátur landaði í vikunni:
Kópur með 200 kg úr einum róðri.
Breiðdalsvík: Togskipið Hafnarey
hafði verið fimm daga á veiðum
þegar það kom til hafnar 19. sept-
ember og landaði 46.8 tn. Aflinn
skiptist þannig: þorskur 34 tn, ýsa
7 tn en afgangur blandaður. Línu-
báturinn Fiskines landaði 1.1 tn úr
tveimur róðrum. Djúpivogur:
Togarinn Sunnutindur kom til
hafnar 17. september eftir fjóra
daga á sjó og landað 41.7 tn af
blönduðum afla. Sunnutindur
landaði aftur 20. september eftir
einn dag á sjó um 14.0 tn, mest-
megnis þorski. Fjórar færatrillur
réru einu sinni hver í vikunni: Bára
169 kg, Már 345 kg, Silla 558 kg og
Bliki 48 kg. Höfn: Togarinn
Stokksnes kom til hafnar 17. sept-
ember eftir sex daga á veiðum og
landaði 33.8 tn. Aflinn skiptist
þannig: ýsa 10.7 tn, ufsi 4.2 tn,
þorskur 17.7 tn og steinbítur 1 tn.
Þórhallur Daníelsson landaði 19.
september um 9.5 tn eftir tvo daga
á sjó. Aflinn var með þorskur og
ufsi. Þrír netabátar lönduðu:
Steinunn 8.3 tn úr tveimur róðr-
um, Skinney 4.3 tn úr tveimur
róðrum og Æskan 11.4 tn úr tveim-
ur róðrum. Línubáturinn Drífa var
með 1.2 tn úr einum róðri. Tveir
bátar voru á botnvörpu: Lyngey
4.4 tn úr einum róðri og Bjarni
Gíslason 107 kg. Tveir færabátar
réru tvisvar í vikunni: Inda 1.7 tn
og Gissur hvíti 1.1 tn. Fimm færa-
trillur réru einu sinni hver: Njörð-
ur 445 kg, Mímir 125 kg, Vilberg
246 kg, Benni 217 kg og Kalli 159
kg-
HeildarafHnn
janúar - ágúst
Togarar 199« 1989
Þorskur 110.116 114.895
Ýsa 20.250 18.927
Ufsi 38.349 26.556
Karfi 51.318 50.873
Steínb, 1.375 1.605
Gráluða 28.983 50.541
Skarkoli 336 470
Annar botnf. 3.665 1.190
Loðna
Rækja 1.571 1.190
Annar afli
Samtals 255.963 268.407
Bátar 1990 1989
Þorskur 98.404 117.506
Ýsa 20.409 17.643
Ufsí 19.694 18.455
Karfi 4,411 3.044
Steínb. 6.935 7.290
Grálúða 2.260 3-801
Skarkoli 4.265 5.546
Annar botnf. 6.773 7.311
Síld 2.083 1.344
Loðna 616.295 607.323
Humar 1.392 1.646
Rækja 18.832 14.086
Hörpud. 4.812 2.815
Annar afli
Samtals 806.565 807.810
Smábátar 1990 1989
Þorskur 34,484 28.066
Ýsa 2.428 958
UfsÍ 2.231 1.409
Karfi 125 63
Steinb. 2.178 1.820
Skark. 419 260
Annar botnf. 635 297
Loðna
Annar afli 1_________-
Samtals 42.501 32.873
Öll skip 1990 1989
Þorskur 243.004 260.467
Ýsa 43.087 37.528
Ufsi 60.274 46.420
Karfi 55.854 53.980
Steinb. 10.488 10.715
Grálúða 31.243 54.342
Skarkoli 5.020 6.276
Annarbotnf. 11.073 10.958
Síld 2.083 1.344
Loðna 616,295 607.323
Humar 1.392 1.646
Rækja 20.403 15.276
Hörpud. 4.812 2.815
Annar afii_________1_________-
Samtals 1.105.029 1.109.090
„Við rétt
misstum af
mokaflanum“
— rætt við Þorstein
Vilhelmsson, skip-
stjóra á Akureyrinni
— Það er allt meinhægt að frétta.
Við erum hérna norðan við
Hampiðjutorgið og hugmyndin
er sú að eltast við karfa. Ég get nú
ekki sagt með góðri samvisku að
karfinn sé okkar fiskur. Þorskur-
inn er miklu skemmtilegri
skepna, sagði Þorsteinn Vil-
helmsson, skipstjóri á Akureyr-
inni EA, er við náðum tali af hon-
um um miðja vikuna. Akureyrin
var þá komin langleiðina út undir
miðlínu á milli íslands og Græn-
lands.
— Það kom rosalegt skot hér í
gær en því miður vorum við of
seinir á miðin. Það voru hér tog-
arar frá Akureyri og víðar af
Norðurlandi og einhverjir togar-
ar af sunnan voru hér líka. Þetta
var alveg rosalegur afli hjá þeim
eða upp í 40 tonn í holi. Það var
mjög algengt að þeir væru með
þetta 20 til 30 tonn í holi en því
miður er þetta gengið yfir í bili.
Við fáum þetta tvö til tíu tonn í
hverju holi nú og ætli það verði
ekki að teljast í þokkalegu með-
allagi, sagði Þorsteinn. Aðspurð-
ur um hugsanlegar ástæður þessa
mokafla, sagði Þorsteinn að
mjög skörp hitaskil væru í sjón-
um á þessum slóðum og fiskurinn
leitaði í þau. Slíkar aðstæður
hefðu greinilega verið til staðar á
þriðjudeginum þegar togararnir
mokuðu karfanum upp.
„Það eyðist sem af er
tekið“
Að sögn Þorsteins á Akureyr-
in þó nokkurn þorskkvóta eftir
en hugmyndin er að spara þorsk-
inn í bili en reyna að taka karfa-
kvóta skipsins á næstunni.
— Karfinn er ekki okkar fisk-
ur og við höfum ekki mikla
reynslu af þessum veiðiskap.
Þetta er allt töluverð vinna því
karfinn er hausskorinn um borð
og það fer töluverður tími í að
raða honum í bakka og íshúða
fyrir Japansmarkaðinn. Karlarn-
ir hér eru reyndar vanastir flök-
uninni en þetta er drjúg vinna
líka, sagði Þorsteinn.
Að sögn Þorsteins standa
veiðiferðir Akureyrarinnar jafn-
an í um þrjár vikur eins og al-
gengt er hjá frystitogurunum.
Ekki taldi Þorsteinn mikla hættu
á því að þeir myndu „fylla dall-
inn“ áður en þrjár vikurnar væru
liðnar.
— Það kemur ekki fyrir nema
einu sinni á tíu ára fresti að slíkt
gerist. Það mætti líka vera meira
mokið því ég gæti trúað því að við
gætum tekið um 210 til 220 tonn
af hausskornum karfa. Við get-
um hins vegar tekið allt að 270
tonn af þorskflökum, sagði Þor-
steinn Vilhelmsson að lokum.