Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 13
föstudagur 28. september
13
Tölvuvæðing
Fiskvísir að fara í fullan gang
— veitir upplýsingar á tölvuskjá um markaðsverð á ferskum og frystum fiski
„Frá því í maí síðastliðnum höfum
við verið með upplýsingar um verð
á ferskum fiski inni í okkar kerfi og
núna vorum við ljúka við gagna-
grunninn fyrir frystan fisk, skel-
fisk, lax og silung,“ sögðu þeir
Guðmundur Þ. Þormóðsson og
Sveinn Guðmundsson hjá upplýs-
ingabankanum Fiskvísi, en með
því að gerast áskrifandi að þjón-
ustu hans geta menn fengið inn á
tölvuskjá í eigin fyrirtæki nýjustu
upplýsingar um verð á mörkuðum
heima og erlendis.
Inni í kerfi Fiskvísis eru íslensku
fiskmarkaðirnir þrír, svo og mark-
aðirnir í Hull, Peterhead og Bill-
ingsgate í Bretlandi, auk þess sem
verið er að tengja Grimsbymark-
aðinn. Þá eru þarna markaðirnir í
Hirtshals í Danmörku, Zeebrugge
og Ostende í Belgíu, IJmuiden og
Scheveningen í Hollandi, Bou-
logne, Lorient og Rungis í Frakk-
landi. Auk þess er Fiskvísir með
verð í Bandaríkjunum, bæði fyrir
ferskan fisk, frysta fisk og skelfisk,
svo og lax. Einnig eru upplýsingar
frá Tsukiji fiskmarkaðnum í Jap-
an.
Enn sem komið er eru 40-50 að-
ilar tengdir Fisivísi, þar af 15 inn-
anlands, en áskrifendur er að finna
í fjarlægum löndum eins og Al-
aska, Chile, Japan og Nýja-Sjá-
landi, auk nálægari ríkja. Forráða-
menn Fiskvísis áætla að eftir einn
til tvo mánuði, þegar allt verður
komið í fullan gang, muni áskrif-
endum fjölga verulega. Fiskvísir
yfirtók starfsemi breska upplýs-
ingabankans Fish Net, sem hafði
Guðmundur Tulinius (t.h.) og Wolfgang Kliemann.
G.Tuliriius & Co í Þýskalanai:
Hefur aðstoðað útgerð-
ir liðlega
„Við höfum sinnt verkefnum vegna
liðlega 100 íslenskra skipa á síðustu
sjö árum,“ sagði Guðmundur Tul-
inius skipaverkfræðingur, er
Fiskifréttir hittu hann að máli á
sjávarútvegssýningunni í Laugar-
dalshöll ásamt meðeigenda sínum
Wolfgang Kliemann, en saman
reka þeir fyrirtækin G. Tulinius &
Co. og GT Consulting skammt ut-
an við Hamborg.
Annað fyrirtækið er ráðgjafa-
fyrirtæki, eins og nafnið bendir til,
og hefur það tekið að sér aðstoð
við fjölmargar íslenskar útgerðir
sem sent hafa skip sín til viðgerða
eða klössunar í Þýskalandi og
raunar víðar í Evrópu. Guðmund-
ur hefur átt samstarf við hönnun-
arskrifstofur hér heima, svo sem
Skipatækni hf., og meðal stærri
verkefna sem hann hefur komið
nærri má nefna breytingar á togar-
anum Runólfi og gamla Júlíusi
Geirmundssyni, lenginguna á
Guðbjörgu ÍS og breytingar á
Höfrungi og Heiðrúnu. Starfsemin
er ekki bundin við Þýskaland, því
hann hefur sinnt verkefnum í Eng-
100 skipa
landi, Hollandi og Póllandi, en þar
er Sunnubergið nú í breytingum.
Aðstoðin er m.a. fólgin í eftirliti,
ráðgjöf og margs konar erind-
rekstri vegna skipabreytinga og
viðgerða, svo og undirbúningi til-
boða fyrir smærri verk.
Hinn þáttur starfseminnar er
fólgin í því að útvega varahluti og
efni í skip og er sá þáttur að verða
fyrirferðarmeiri núna. „Við höfum
leitast við að útvega íslenskum út-
gerðum ódýrari búnað en hægt er
að fá eftir hefðbundnum leiðum,“
sagði Guðmundur, „og sem dæmi
má nefna, að Samherji hf. kaupir
af okkur varahluti fyrir nokkrar
milljónir króna á ári og meðal ann-
arra ágætra viðskipjavina eru
Hrönn hf. á ísafirði, ÚA á Akur-
eyri, Sfldarvinnslan I Neskaupstað
og Samtog í Vestmannaeyjum."
Guðmundur Tulinius var yfir-
verkfræðingur Slippstöðvarinnar á
Akureyri á árunum 1976-1980,
stundaði síðan skipaviðgerðir í
Afríku í 3 ár en hóf síðan starfsemi
sína í Þýskalandi.
um 500 áskrifendur. Fish Net hafði
verið rekið í fjögur ár og auk
ferskfiskverðs var búið að bæta við
upplýsingum um laxaverð (Salm-
on Net) og verð á frystum fiski
(Freeze Net). En sl. haust ákvað
blaðakóngurinn Maxwell, sem
hafði keypt bankann, að leggja
starfsemina niður þar sem rekstur-
inn borgaði sig ekki. Þeir Guð-
mundur og Sveinn segja, að
áskriftargjald Fish Net hafi verið
alltof hátt eða 20 þús. krónur mán-
uði og þar með 240 þús. kr. á ári.
Þetta hafi verið öllum smærri við-
skiptavinum ofviða. Fiskvísir
hyggst lækka gjöldin verulega og
reiknar með að þau verði um 3
þús. kr. á mánuði fyrir einn flokk
upplýsinga og síðan geti menn bætt
við fleiri flokkum fyrir 500-1.000
kr.
Að sögn þeirra Guðmundar og
Sveins er Fiskvísir að vinna að því
að tengjast beint klukkukerfi
fiskmarkaða í Evrópu, þannig að
hægt sé að fylgjast með fiskverðinu
um leið og það skapast á uppboðs-
mörkuðunum, og eins er verið að
reyna að fá stjórnendur annarra
markaða til þess að slá inn upplýs-
ingar hver frá sínum markaði. Eins
og nú er háttað er Fiskvísir með
tengiliði víða um lönd sem skrifa
niður upplýsingar og senda heim.
Hættu mkki á noitt.
Kauptu abmins mktu
Catmrpilíar varahluti
hjá vlðurkmnndum
Catmrplllar umboðsmannl. *•
•3 o
SMÁATRIDIN SKIPTA MÁLI
Caterpillar varahlutir eru framleiddir eftir
ítrustu kröfum um gæði og endingu, sem
þekkjast í vélaiönaöinum.
Gæöi Caterplllar varahluta eru árangur áratuga
langrar þróunar, sem tryggir bestu mögulega
endingu vélarinnar.
HEKLA HF
Laugavegi 170-174
105 Reykjavlk
Slmi 695500
HEKLA