Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 2
2
SKIN l SKÓRVR
Aflabrögðin
Umsjón: Ellen Ingvadóttir og Þorsteinn H. Gunnarsson
Þokkalegur togaraafíi
— en ógæftir hamla veiðum smábáta
Togaraafli var þokkalegur í vik-
unni um allt land, þó heldur í
minna lagi. Veðurskilyrði víðast
hvar á landinu hafa heft för minni
báta, til dæmis komust trillur á
Austfjörðum nánast ekkert á sjó í
vikunni.
Svipaða sögu er að segja af Suður-
landi og Suðvestur- og Vesturlandi
þar sem bátar komust aðeins í tvo
til þrjá róðra í vikunni. Rækjuver-
tíðinni fyrir vestan og norðan er
nánast lokið en nokkrir bátar eru
enn á úthafsrækju.
Eftirfarandi eru aflatölur fyrir vik-
una 16. - 22. september:
V estmannaeyj ar
Togarinn Breki landaði þann
20. september 91 tn af karfa, 22.6
tn af ufsa og í þrjá gáma. Togarinn
Bergey landaði þann 21. septem-
ber 82 tn og í einn gám, mest
þorski, eftir níu daga sjóferð.
Halkion landaði þann 19. septem-
ber 30 tn af blönduðum afla, þar af
2.5 tn í gám, eftir sjö daga sjóferð.
Eftirfarandi trollbátar lönduðu í
vikunni: Frigg 10.7 tn, aðallega
ufsa, en einnig þorski og karfa,
Sigurfari landaði 5.4 tn af blönd-
uðum afla, Bjarnarey landaði 26
tn, mest ýsu og þorski, eftir sex
daga ferð, Suðurey landaði 15 tn
eftir sex daga ferð, Smáey landaði
15 tn, þar af 10 tn í gám, eftir fimm
daga ferð, Huginn landaði 15 tn í
gám eftir fimm daga ferð og
Draupnir landaði 2 tn í gám eftir
einn róður. Netabáturinn Guðrún
landaði 27.5 tn, mest ufsa, eftir tvo
róðra og Gandí, sem var á dragn-
ót, landaði 5.3 tn af ufsa eftir einn
róður. Eftirfarandi trillur á línu
lönduðu í vikunni: Þórdís 850 kg af
ýsu, löngu og þorski eftir tvo
róðra, Byr 350 kg af svipuðum afla
eftir einn róður og Hlýri 300 kg
eftir tvo róðra. Ekki viðraði vel til
veiða í vikunni.
Suðvesturland
Þorlákshöfn: Þann 18. september
landaði togarinn Þorlákur 140 tn af
karfa, 14 tn af ufsa og 1 tn af blönd-
uðum afla eftir níu daga sjóferð.
Sex línubátar lönduðu ýsu og
þorskaflaívikunni: Bliki 4.2 tn eft-
ir fjóra róðra, Hafbjörg 7.5 tn eftir
fimm róðra, Brík 4.2 tn eftir fjóra
róðra, Þórdís 2.2 tn eftir þrjá
róðra, Hrímnir 1.3 tn eftir tvo
róðra og Stakkavík landaði 36.5
tn, mest keilu, eftir tvo róðra.
Netabáturinn Júlíus landaði 21.5
tn af þorski og ýsu eftir tvo róðra,
Arnar 16 tn eftir tvo róðra, Hring-
ur 27 tn eftir einn róður og Jósef
Geir 3.5 tn eftir einn róður. Eftir-
farandi dragnótarbátar lönduðu í
vikunni: Jóhann Gíslason 27.5 tn
af ýsu og kola, Höfrungur 11 tn og
frystum afla, Jón á Hofi 25 tn og
frystum afla, Friðrik Sigurðsson 11
tn, Eldeyjarboði 13 tn í gám og
Njörður 5 tn. Dragnótarbátarnir
fóru í einn róður hver. Tvær trillur
á handfærum lönduðu í vikunni:
Katrín 450 kg af þorski eftir tvo
róðra og Unnur 490 kg af þorski
eftir einn róður. Grindavík: Þann
18. september landaði togarinn
Gnúpur 14 tn af saltfiski og í einn
gám, og 12.8 tn á markað eftir 14
daga sjóferð. Togarinn Hópsnes
landaði einnig þann 18. september
42 tn af flökum í gám eftir 18 daga
sjóferð. Sjö trollbátar lönduðu í
vikunni: Hafberg 8 tn eftir einn
róður, Þröstur 12.2 tn af þorski eft-
ir tvo róðra, Albert landaði í tvo
gáma og 12.2 tn á markað eftir tvo
róðra, Þorleifur 4.3 tn eftir tvo
róðra, Jóhannes Jónsson 6.5 tn eft-
ir tvo róðra, Harpa landaði í gám
og liðlega 1 tn á markað eftir einn
róður og Sighvatur landaði í gám
eftir einn róður. Eftirfarandi neta-
bátar lönduðu í vikunni: Hafliði
700 kg, aðallega þorski en einnig
ufsa, eftir einn róður, Kópur land-
aði í tvo gáma og 7 tn í hús eftir
einn róður, Vörðufell landaði 2.1
tn eftir þrjá róðra, Hraunsvík 2.7
tn eftir þrjá róðra og Agúst
Guðmundsson 17.6 tn eftir einn
róður. Línubátar sem lönduðu í
vikunni eru Eldeyjar-Hjalti sem
landaði í einn gám og 10.3 tn á
markað eftir einn róður, Hlíf 700
kg eftir tvo róðra, Búi 700 kg eftir
tvo róðra og Gná landaði 1.2 tn
eftir einn róður. Eldhamar var á
dragnót og landaði 2.4 tn af kola
eftir fjóra róðra og Faxavík land-
aði 830 kg eftir tvo róðra,. Sex
rækjubátar lönduðu í vikunni:
Höfrungur II 1.1 tn af rækju eftir
einn róður, Sandvik 952 kg eftir
tvo róðra, Fengsæll 1.3 tn eftir tvo
róðra, Sigurþór 1.1 tn eftir tvo
róðra, Kári 1 tn eftir tvo róðra og
Ólafur 650 kg eftir einn róður. Eft-
irfarandi trillur lönduðu í vikunni,
aðallega ufsa og þorski: Þórarinn
250 kg eftir einn róður, Bjargey
475 kg eftir þrjá róðra, Lukka 395
kg eftir einn róður, Margrét 501 kg
eftir tvo róðra, íris 630 kg eftir tvo
róðra, Hófí 221 kg eftir tvo róðra,
Borgar 1.1 tn eftir tvo róðra,
Snæberg 334 kg eftir einn róður,
Freyr 1 tn eftir tvo róðra og Vigdís
Helga 438 kg eftir einn róður.
Sandgerði: Togarinn Sveinn Jóns-
son landaði þann 17. september
100 tn, aóallega karfa og ufsa, þar
af í tvo gáma, eftir níu daga sjó-
ferð. Á línu voru eftirfarandi bátar
sem lönduðu í vikunni: Barðinn
10.5 tn, mest þorski, eftir einn róð-
ur, Freyja 17.9 tn af keilu og þorski
eftir tvo róðra, Vonin II 2.2 tn eftir
tvo róðra, Bjarni 2.3 tn eftir tvo
róðra, Gaui Gísla 7.7 tn eftir tvo
róðra, Guðjón 400 kg eftir einn
róður, Jenny KE 500 kg eftir tvo
róðra, Kátur 1.2 tn eftir tvo róðra,
Kári Jóhannesson 2 tn eftir tvo
róðra, Kristín 1.2 tn eftir einn róð-
ur, María KE 800 kg eftir tvo
róðra, Sigurvin 900 kg eftir einn
róður, Sleipnir 2.9 tn eftir tvo
róðra, Sóley 2.6 tn eftir tvo róðra,
Ver 500 kg eftir einn róður, Vikar
1.5 tn eftir tvo róðra, Víðir 2.9 tn
eftir einn róður, Matti 1.6 tn eftir
tvo róðra, Sæljómi II1 tn eftir þrjá
róðra, Rósa 1.1 tn eftir tvo róðra,
Ársæll 400 kg eftir einn róður og
Reykjanes 1 tn eftir einn róður. Á
trolli voru Reynir, sem landaði 9.2
tn, og Snæbjörg, sem landaði 1.2
tn, báðir eftir einn róður. Netabát-
urinn Sæberg landaði 1.4 tn og í
gám eftir einn róður og Sigurberg
170 kg eftir einn róður. Eftirfar-
andi trillur á handfærum lönduðu í
vikunni: Áfram 250 kg eftir einn
róður, Anna 430 kg eftir einn róð-
ur, Birgir 810 kg eftir tvo róðra,
Dagsbrún 600 kg eftir tvo róðra,
Dúfa 250 kg eftir tvo róðra, Guð-
rún 750 kg eftir tvo róðra, Halla
250 kg eftir einn róður, Vinur 2.3
tn eftir tvo róðra, Æsa 120 kg eftir
einn róður, Bogga 230 kg eftir einn
róður og Stormur 130 kg eftir einn
róður. Þrír bátar lönduðu Eldeyj-
arrækju í vikunni: Guðfinnur 1.5 tn
eftir tvo róðra, Hafborg 525 kg eft-
ir einn róður og Þorsteinn 930 kg
eftir tvo róðra. Hlýri var á síldveið-
um til beitu og landaði 1.9 tn eftir
tvo róðra. Keflavík: Togarinn
Ólafur Jónsson landaði þann 20
september 110 tn af karfa eftir sex
daga ferð. Eftirfarandi dragnótar-
bátar lönduðu kola í vikunni eftir
tvo róðra hver: Arnar 9.9 tn, Bald-
ur 11.4 tn, Eyvindur 3.7 tn, Farsæll
4.9 tn, Haförn 5 tn, Reykjaborg
9.9 tn og Ægir Jóhannsson 6 tn.
Tveir stærri netabátar lönduðu í
vikunni: Njörður 1.1 tn af þorski
eftir einn róður og Happasæll 8.7
tn eftir fjóra róðra. Þuríður Hall-
dórsdóttir var á trolli og landaði
24.6 tn af blönduðum afla eftir
einn róður. Einnig lönduðu
Mummi 2,8 tn eftir einn róður og
Stafnes 20 tn af frystum fiski eftir
einn róður. Albert Ólafsson var á
línu og landaði 11 tn, aðallega
þorski, eftir tvo róðra og Hafborg
1.3 tn eftir þrjá róðra. Eftirfarandi
trillur lönduðu í vikunni: Elín II
var á netum og landaði 3.3 tn eftir
two róðra. Á línu voru eftirfarandi
trillur: Gæfan landaði 400 kg eftir
tvo róðra, Rúna 1.1 tn eftir tvo
róðra, Hegri 2.8 tn eftir tvo róðra,
Glaður 600 kg eftir tvo róðra,
Hvítingur 1.4 tn eftir einn róður,
Jaspis 3.1 tn eftir tvo róðra, Ása
600 kg eftir tvo róðra, Eyrarröst
600 kg eftir tvo róðra, Hafborg 800
kg eftir tvo róðra, Hafdís 300 kg
eftir tvo róðra, Hrólfur II 800 kg
eftir tvo róðra, Linda 700 kg eftir
tvo róðra, Nonni 800 kg eftir einn
róður, Fróni 300 kg eftir einn róð-
ur og Halldóra Þorkelsdóttir 700
kg eftir einn róður. Hafnarfjörð-
ur: Netabáturinn Margrét landaði
920 kg eftir tvo róðra og Hafaldan
landaði 470 kg eftir einn róður.
Reykjavík: Togarinn Ásbjörn
landaði þann 20. september 55 tn
af þorski, 25 tn af karfa, 9 tn af ufsa
og eitthvað af blönduðum afla eftir
sjö daga sjóferð. Þann 21. septem-
ber landaði togarinn Ottó N. Þor-
láksson 116 tn af karfa, 30 tn af
ufsa, 1.3 tn af þorski og 900 kg af
ýsu eftir sjö daga sjóferð. Togskip-
ið Húnaröst landaði þann 19. sept-
ember 30 tn afla, þar af 15 tn í gám,
eftir fjögurra daga sjóferð. Eftir-
farandi dragnótarbátar lönduðu í
vikunni: Aðalbjörg 7.8 tn, Aðal-
björg II 9.9 tn, Rúna 6.6 tn, Guð-
Framhald á bls. 14
íFaísM
FRETTIR
Útgefandi:
Fróði hf.
Reykjavík
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðjón Einarsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Eiríkur St. Eiríksson
Ljósmyndarar:
Grímur Bjarnason
Gunnar Gunnarsson
Kristján E. Einarsson
Ritstjórn og auglýsingar:
Bíldshöfða 18, sími 685380
Telefax: 689982
Auglýsingastjórar:
Guðlaug Guðmundsdóttir
Vaka Haraldsdóttir
Áskrift og innheimta:
Ármúla 18, sími 82300
Pósthólf 8820
128 Reykjavík
Prentvinnsla:
G. Ben. prentstofa hf.
Áskriftarverð: 2.160 kr.
Maí - ágúst innanlands
Hvert tölublað í áskrift: 135
Lausasöluverð: 169 kr.