Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 8
8
föstudagur 28. september
íslenska sjávarútvegssýningin
Svavar Ólafsson, Tim Gray og Valdimar Valdimarsson.
Kolsýrupökkunarvél frá CVP:
Verður ísun á
fiski óþörf?
Notkun á kolsýru til þess að
lengja geymsluþol matvæla hefur
lengi tíðkast en fram að þessu hef-
ur kolsýran aðallega verið notuð til
þess að lengja geymsluþol land-
búnaðarafurða. Á síðustu misser-
um hefur þessi aðferð hins vegar
verið reynd á fiski og fiskafurðum
með ágætum árangri.
Hér á landi hafa það verið
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, Rannsóknastofnun landbún-
aðarins og fyrirtækið Valdimar
Gíslason hf. sem hafa beitt sér fyrir
tilraunum á notkun kolsýru í því
skyni að lengja geymsluþol ýmiss
konar matvæla. A vegum Valdim-
ars Gíslasonar hf. hafa m.a. verið
gerðar velheppnaðar tilraunir til
þess að lengja geymsluþol heillar
ýsu og sérstök kolsýrupökkunar-
vél frá bandaríska fyrirtækinu
CVP hefur einnig verið notuð til
þess að pakka fiskflökum og eldis-
fiski.
Að sögn Svavars R. Ólafssonar
hjá Valdimar Gíslasyni hf. hefur
þessi aðferð verið notuð um nokk-
urt skeið í Noregi með góðum ár-
angri. Fiskinum er komið fyrir í
plastpoka, sem kolsýruvélin loft-
tæmir allt að því þrisvar sinnum
um leið og kolsýru er sprautað inn.
Það hefur komið í ljós að þessi að-
ferð lengir geymsluþolið verulega
ef fiskurinn, eða varan, er geymd
við hitastig sem er lægra en +4
gráður á Celsíus. Afkastageta kol-
sýruvélarinnar sem fyrirtækið
sýndi á sjávarútvegssýningunni er
um 700 til 800 kíló af flökum á
klukkustundu en verð vélarinnar
er um 1800 þúsund krónur. Að
sögn þeirra Svavars og Tim Gray,
frá CVP, voru undirtektir á sýn-
ingunni mjög góðar og mikill áhugi
er á því nýta þessa nýju tækni í
auknum mæli, ekki síst við pökkun
á eldisfiski.
Afesa 850 — sundmaga- og fisklundavélin:
Vél sem eykur
verðmætin
Það vakti talsverða athygli fyrir
um tveimur árum síðan er Fiski-
fréttir greindu frá nýrri vél sem
ætluð var til þess að hirða sund-
maga úr fískum. Á íslensku sjávar-
útvegssýningunni var kynnt endur-
bætt gerð þessarar vélar, MESA
850, en auk þess að skera sund-
maga frá dálki, skefur hún einnig
hold af fískhryggjum eftir flatn-
ingu. Afurðirnar eru hinar verð-
mætu „fisklundir“.
Að sögn Árna M. Sigurðssonar,
hönnuðar og framleiðanda MESA
850 vélarinnar, var alltaf gert ráð
fyrir því að sundmagavélin myndi
einnig skera fiskhold af hryggjum.
Meðalafköst vélarinnar eru um 20
hryggir á mínútu en þar sem
færslubúnaður MESA 850 er stig-
laus, fara afköstin eftir hraða þess
sem raðar í vélina. Á tímum
minnkandi kvóta og hækkandi
fiskverðs er nauðsynlegt að gera
sem mest verðmæti úr hráefninu
og að sögn Árna er MESA 850
vélin ekki lengi að borga sig hjá
t.d. meðalstórum saltfiskverkun-
um. Hryggurinn er u.þ.b. 6% af
þyngd hvers þorsks en þar af er
sundmaginn allt frá 10 til 25% af
þyngdinni. Um 6 til 10% eru fisk-
lundir þannig að í saltfiskverkun
sem tekur á móti 1000 tonnum af
fiski á ári, fást á milli 3.6 og 6 tonn
af fisklundum. Þá má nefna að vél-
in tekur við fiski frá bæði flökunar-
og flatningsvélum og hún hirðir
þunnildi sem verða eftir á fiskinum
við flökun.
Samkvæmt upplýsingum Árna
voru undirtektir á sjávarútvegs-
sýningunni mjög góðar. MESA
850 vélin var þar til sölu á sérstöku
kynningarverði, 805 þús. kr.
Mesa 850-vélin.
Neptúnus hf:
Síldarsöltunarkerfi
og ný roðflettivél
Ef að líkum lætur hefst sfldarvertíð
af fullum krafti fljótlega í október.
Á sjávarútvegssýningunni kynnti
fyrirtækið Neptúnus hf. sérstakt
söltunar— og mareneringskerfi
fyrir sfld, sem væntanlega mun
létta mörgum framleiðendum
vinnuna í náinni framtíð. Það er
sænska fyrirtækið Swedefish sem
er framleiðandi þessa búnaðar en
það framleiðir einnig nýja gerð
roðflettivélar sem tvö íslensk fyrir-
tæki hafa nú tekið í notkun. Það
eru Strandarsfld hf. á Seyðisfirði
og Pólarsfld hf. á Fáskrúðsfirði.
Að sögn Per Olof Lindh hjá
Swedefish samanstendur söltunar-
og mareneringskerfið af eftirtöld-
um tækjum: Roðflettivél fyrir síld,
sem hægt er að tengja öllum gerð-
um síldarflökunarvéla, niðurs-
kurðarvél, tölvustýrðri blöndunar-
vél fyrir salt eða krydd, vogum,
færiböndum, dælum og lyftum. I
stuttu máli má segja að síldarflökin
fari frá flökunarvélinni að roð-
flettivélinni, þaðan í niðurskurð og
vigtun, síðan í blandara þar sem
nákvæmt magn af salti eða kryddi
er hrært saman við og loks í tunnu.
Að sögn Per Olof Lindh getur einn
starfsmaður haft umsjón með
tveimur slíkum söltunarkerfum,
þannig að vinnusparnaður er um-
talsverður. Þess má geta að sér-
stakur viðvörunarbúnaður gerir
aðvart ef eitthvað fer úrskeiðis og
kerfið er þannig uppbyggt að um-
sjónarmaðurinn þarf að „kvitta“
fyrir hverja einustu tunnu. Þannig
stöðvast kerfið ef full tunna er ekki
fjarlægð. Samkvæmt upplýsingum
Lindh er afkastageta söltunarkerf-
isins u.þ.b. 60 tunnur af rúnnsa-
ltaðri sfld á klukkustundu, um 45
tunnur af tvöföldum flökum (butt-
erflies) og um 50 til 55 tunnur af
einföldum flökum á klst.
Verðið á roðflettivélinni er um
255 þús Skr eða sem svarar 2.5 til
2.6 millj. ísl. kr og verðið á söltun-
arkerfinu er litlu hærra eða 265
þús. Skr.
Hluti sfldarsöltunarkerfísins.
„Sarpurinn“
sér um sorpið
— eldskerinn um
logsuðuna
Máltækið „lengi tekur sjórinn
við“ hefur því miður reynst sann-
mæli á undanförnum árum. Það
hefur lengi tíðkast að áhafnir skipa
hendi rusli í sjóinn en sem betur fer
hefur átak í umhverfisvernd dregið
úr þessum ósóma. Nú hafa menn
enga afsökun lengur fyrir því að
kasta rusli í sjóinn enda er kominn
á markað ýmiss konar búnaður
sem leysir sorpvandamálin um
borð í skipunum.
Á sjávarútvegssýningunni í
Laugardalshöll kynnti fyrirtækið
Vélakaup nýja gerð sorppressu
sem væntanlega á eftir að verða
vinsæl í íslenska flotanum. Þessi
sorppressa hefur fengið nafnið
„sarpurinn" en eins og nafnið gef-
ur til kynna er hér um að ræða vél
sem hægt er að safna sorpi í. „Sarp-
urinn“ er byggður úr ryðfríu stáli
og í honum er hægt að pressa
pappakassa, málmdósir, plast-
flöskur og —brúsa, trékassa og
hvers konar sorp niður í 10% af
upphaflegu rúmmáli. Það hefur
verið reiknað út að í þriggja vikna
veiðiferð á frystitogara falli til allt
að því 10 rúmmetrar af sorpi en
hvergi um borð er gert ráð fyrir
slíkum sorphaug. Hins vegar ætti
alls staðar að vera auðvelt að
geyma 1 rúmmetra af velpökkuðu
sorpi. Verð á „sarpnum" er mis-
munandi eftir stærðum en hægt er
að fá vélar frá tæpum 370 þús. kr
og upp í rúm 560 þús. kr. Þess má
geta að „sarpur“ hefur verið um
borð í frystitogaranum Venus um
tveggja ára skeið en Venus var
fyrsta íslenska skipið sem fékk
slíkan búnað.
Auk „sarpsins“ kynnti Vélkaup
hf. einnig Petrogen eldskerann en
það er logskurðartæki sem nýtir
bensín í stað gass. Samkvæmt
heimildum forráðamanna Vél-
kaupa hf. er sambærileg orka í 10
lítra tanki Petrogen og í 7 rúm-
metrum af logsuðugasi. Súrefnis-
eyðsla er hins 30 til 50% minni en
ef própangas er notað. Petrogen
eldskerinn á að geta skorið gat í
gegnum 250 millimetra stál á 50
sekúndum og það er hæglega hægt
að nota hann neðansjávar, enda er
hitinn sem myndást við brunann
meiri en 2700 gráður á Celsíus.