Fiskifréttir


Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 9
föstudagur 28. september 9 íslenska sjávarútvegssýningin R. Sigmundsson hf: Sodena Turbo 2000 — plotter og veiðitölva með ýmsum tengingarmöguleikum Norfo-stykkjaskurðarvélin. Ný stykkjaskurðarvél — frá danska fyrirtækinu Norfo — Við lögðum mest upp úr því að sýna tæki fyrir stærri skip og þótt það sé ailtaf erfitt að gera upp á milli tækja, held ég að það fari ekki á milli mála að franski Sodena Turbo 2000 plotterinn og veiðitölv- an vöktu mesta athygli. Það var einnig mikið spurt um GPS — gervitunglastaðsetningartækin frá Navstar og það er greinilegt að ís- lenskir skipstjórnarmenn eru að búa sig undir GPS — byltinguna, sagði Trausti Ríkarðsson, fram- kvæmdastjóri R. Sigmundssonar hf., í samtali við Fiskifréttir. Sodena Turbo 2000 plotterinn og veiðitölvan er nýjung hjá R. Sigmundssyni hf. en þetta nýja tæki er hægt að tengja ýmsum bún- aði um borð í skipum, auk þess sem það er hægt að nota sem venjulega tölvu, tölvuplotter og veiðidagbók. Meðal tengingar- möguleika eru t.a.m. tenging við fleiri en eitt leiðsögutæki, ARPA radar, Loran C og GPS — stað- setningarkerfi, sjálfstýringu og fjarskiptatæki. — GPS — tækin vöktu einnig mikla athygli en GPS mun þegar til lengri tíma er litið leysa Loran C kerfið af hólmi. Það er mun ná- kvæmara en Loran C en reyndar er það enn ekki fullkomnað. Það er núna virkt alls 23 klukkutíma á sól- arhring en innan tíðar, þegar búið verður að koma fleiri gervitungl- um á braut, mun það virka allan sólarhringinn. Þetta kerfi er í eigu bandarískra heryfirvalda og von- andi verða sem mest not af því í framtíðinni, sagði Trausti en af öðrum tækjum sem vöktu athygli sýningargesta, nefndi hann sér- staklega nýjan Kaijo Denki sónar og höfuðlínumæli, sem leysa eldri gerðir af hólmi, og eins nýjan Kelvin Hughes radar. Danska fyrirtækið Norfo hefur ekki verið mikið þekkt hér á landi en framleiðsluvörur þess vöktu talsverða athygli á íslensku sjávar- útvegssýningunni. Fyrirtækið framleiðir m.a. vélar sem skera fiskstykki, 20 til 300 grömm að þyngd, myndgreiningartæki sem stærðarflokka saltfisk og flæðilín- ur fyrir frystihús. Að sögn Sigmars Ólafssonar, umboðsmanns Norfo hér á landi, er um eitt ár síðan stykkjaskurðar- vélin var sett á markað. Nú er komin ný og endurbætt gerð sem er frábrugðin eldri vélinni að því leyti að hún flokkar hnakkastykki á eitt færiband en sporðstykki á annað. Afskurðinum er skilað á þriðja færibandið. Afkastageta vélarinnar er um 120 skurðir á mín- útu og eru flökin skorin með hníf. Flakið er „skannað" með leysi- geisla í vélinni og tölva reiknar út hagstæðasta skurðinn út frá stærð og lögun flaksins. Að sögn Sigmars kostar þessi vél um 4 milljónir króna. Hún er mjög einföld að gerð og á hvaða rafvirki eða vél- smiður sem er að geta séð um við- hald. Ný gerð slægingarvélar keypt um borð í Arnar HU — skemmir ekki hrogn og lifur við slægingu Macsea-stjórntölvan. Radíómiðun hf: Macsea stjórn- tölvan vakti athygli Eitt af þeim tækjum, sem vöktu hvað mesta athygli á sjávarútvegs- sýningunni, var slægingarvél frá danska fyrirtækinu Iras, en hún blóðgar og slægir fískinn án þess að skemma hrogn og lifur. Skag- strendingur hf. keypti sýningarvél- ina á básnum hjá Iras og verður hún sett um borð í togarann Arnar HU. Ætlunin er að Aflanýtingar- nefnd fylgist með því hvernig vélin reynist í togaranum. Vélin er mötuð þannig, að fisk- urinn er settur í hana lóðréttur, vélin blóðgar fiskinn, síðan gengur eins konar fingur niður í kviðinn og um leið ristir hjólhnífur á kvið- inn alveg niður í gotrauf, án þess að skemma innyflin. Á eftir kemur eins konar skrapa sem hreinsar innyflin út án þess að kremja þau. Þegar vélin sleppir fiskinum á hann að vera hreinn og þveginn jafnt innan sem utan. Vélin er sögð geta slægt allt að 40 fiska á mínútu og vinni á við fjóra menn. Aðeins þurfi einn mann til þess að mata hana og annan til þess að flokka hrogn og lifur frá öðrum innyflum. Þessi nýja slægingarvél hefur verið í þróun í nokkur ár í sam- vinnu við rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins í Danmörku. Telja framleiðendurnir að hún sé nú til- búin til markaðssetningar. Vélin hefur verið um borð í dönskum báti frá áramótum og Börge Ras- mussen framkvæmdastjóri Iras tjáði Fiskifréttum, að báturinn hefði hirti hrogn fyrir 250 þús. danskra króna eða jafnvirði 2,4 milljónir króna. Vélin sjálf kostar 290 þús. d. kr. (2,8 m.ísl.kr.), þannig að hún borgaði sig næstum upp á fjórum mánuðum. Vélin mötuð. — Ég er virkilega ánægður með þessa sýningu og það er greinilegt að allir þeir sem láta sig sjávar- útveg einhverju varða hér á landi, komu á sýninguna. Menn sýndu tækjum okkar mikinn áhuga og þar standa Macsea stjórntölvan og GPS — staðsetningartækin upp úr, sagði Kristján Gíslason hjá Radíómiðun hf. er við inntum hann eftir gangi mála á sjávarút- vegssýningunni. Að sögn Kristjáns vakti Macsea stjórntölvan mikla athygli. Macsea stjórntölvan er ekki aðeins venju- legur tölvuplotter heldur er hægt að nota tölvuna til þess að safna ýmsum upplýsingum frá öðrum tækjum í skipinu s.s. siglingar- og fiskileitartækjum og staðsetning- artækjum. Að sögn Kristjáns voru teknar niður pantanir í Macsea stjórntölvuna á sýningunni og áhugi manna gæfi góðar vonir um framhaldið. — Annað sem vakti mikla at- hygli voru GPS — staðsetningar- tækin og við seldum mikið af þeim á sýningunni. Utgerðarmenn voru hins vegar hrifnastir af Dancall kortasímunum enda er símakostn- aðar víða mjög hár um borð í skip- unum, sagði Kristján Gíslason.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.