Fiskifréttir


Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 10

Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 10
Magne Johansen frá Simrad og Ögmundur Friðriksson. FríðrikA. Jónsson hf: „Mikill áhugi á GPS staðsetningartækjum “ Fjölbreytt úrval siglingar- og fiski- leitartækja frá Friðrik A. Jónssyni hf. var kynnt á sjávarútvegssýn- ingunni í Laugardalshöll. Að sögn Ögmundar Friðrikssonar, for- stjóra FAJ hf., tókst sýningin ein- staklega vel enda voru meðal sýn- ingargesta allir helstu lykilmenn í íslenskum sjávarútvegi í dag. Þau tæki sem helst vöktu athygli á sýningarbás FAJ hf. voru m.a. nýr sónar frá Simrad, sem m.a. hefur verið seldur í frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson II, þráð- laust veiðarfærakerfi, Simrad ITI, og loks ýmiss konar plotterar og GPS — staðsetningartæki, frá Shipmate og JMC. — Pað er greinilegt að menn eru að búa sig undir framtíðina og það er mikill áhugi á GPS — tækjun- um. GPS — kerfið tekur við af Lóran C áður en langt um líður og það er ljóst að íslenskir útgerðar- menn og skipstjórar ætla ekki að láta þá þróun fram hjá sér fara, sagði Stefán Óskarsson, sölumað- ur hjá FAJ hf. Nýi Simrad radarinn. Skiparadíó hf: Nýr dýptarmælir frá Furuno — Þessi sýning var mun markviss- ari en sýningin fyrir þremur árum. Það komu að vísu færri gestir á sýninguna nú en þeir sem komu voru góður markhópur í íslenskum sjávarútvegi. Það kom okkur einn- ig talsvert á óvart hve mikið seldist á sýningunni, því venjulega taka menn sér góðan umhugsunartíma áður en þeir gera upp hug sinn. Þetta sagði Rafn Sigurbjörnsson hjá Skiparadíói hf. er við ræddum við hann um sjávarútvegssýning- una. Að sögn Rafns voru það eink- um tvö tæki á vegum Skiparadíós hf. sem vöktu mésta athygli. — Fyrir það fyrsta þá fengum við á sýninguna alveg nýjan dýpt- armæli frá Furuno, sem við áttum alls ekki von á að yrði tilbúinn svo fljótt og í öðru lagi má nefna að stóri ARPA — radarinn frá Fur- uno vakti einnig mikla athygli. Þetta er radar sem inniheldur ARPA og videoplotter og alls er hægt að vera með sjálfvirkt plott fyrir 40 skip í einu, sagði Rafn. Nýi Furuno dýptarmælirinn er að því leyti frábrugðinn öðrum dýptarmælum að hann er tengdur veltibotnstykki sem sendir geisl- ann beint niður óháð veltingi, allt að 20 gráður sitt hvorum megin við miðju. Hægt er að velja um þrjá geisla, þar af einn beint niður, en tveir geta vísað allt að 36 gráður til hliðanna. Hægt er að fá þrjár skjá- myndir í einu og jafnvel fleiri ef dýptarmælirinn er tengdur fisksjá eða öðrum tækjum s.s. höfuðlínu- mæli. Þá er einnig hægt að láta dýptarmælinn skanna botninn eins og um sónar væri að ræða. föstudagur 28. september íslenska sjávarútvegssýningin Rótt íshúðun á rækju er stórmál — nýtt íshúðunarkerfi frá Póls tækni hf. kynnt Á sjávarútvegssýningunni kynnti Póls tækni hf. m.a. nýja gerð flæðivoga fyrir íshúðun á rækju. Þetta íshúðunarkerfi er sér- hannað til þess að mæla og stjórna íshúðunarmagni á rækju og öðru sambærilegu hráefni en með því að gæta vel að íshúðuninni er hægt að auka verðmæti hráefnisins veru- lega. Samkvæmt upplýsingum Jónas- ar Agústssonar, sölustjóra Póls tækni hf., samanstendur hið nýja íshúðunarkerfi af tveimur sam- tengdum Póls FD—125 flæðivog- um, sem vigta hráefnið fyrir og eft- ir íshúðun. Rafeindabúnaður vog- anna stýrir vatnsþrýstingi eða öðru því sem ræður magni íshúðunar og sér um að halda íshúðunarprósent stöðugri. íshúðunin er stöðugt sýnd sem hundraðshluti af heildar- þyngd hráefnisins og ef hlutfallið fer upp fyrir sett mörk, gefur kerf- ið viðvörunarmerki. Að sögn Jónasar Ágústssonar Jonas Agustsson við flæðivogirnar. hefur léleg og oft misjöfn íshúðun á rækju af og til valdið ágreiningi á milli íslenskra framleiðenda og er- lendra kaupenda. Þess eru dæmi að íshúða hafi þurft íslenska rækju að nýju erlendis. Of lítil íshúðun hefur í för með sér tap fyrir fram- leiðendur, enda er verið að selja ákveðið magn af vatni á sama verði og rækju, en of mikil íshúðun getur hins vegar valdið verðfellingu vegna lakari gæða. Kvikk karfahausskeri í Sjóla Kvikk sf. kynnti nýja vél á sjávar- útvegssýningunni, Kvikk P 210K karfahausskera. Vélin er þróuð til þess að nýta hold af karfahausum sem fellur til við vinnslu á karfa fyrir Asíumarkað. Ákveðið hefur verið að vélin verði reynd um borð í frystitogaranum Sjóla HF. Karfinn er hausaður fyrir aftan eyrugga og verður þá eftir talsvert af holdi aftan á hnakkanum sem vélin sker burt. Hausunum er rað- að inn í vélina, allt að 60 hausum á mínútu með hnakkann á undan. Vélin flytur hausinn að tveimur hnífum sem skera hnakkastykkin frá hryggnum. Síðan er stykkið endanlega skorið frá og roðflett. Afurðin sem til fellur er tveir bitar, roð- og beinlausir. Hlutfall hauss af karfa sem fer á Asíumarkað er um 45% af vigt fisksins. Fram til þessa hefur hann allur verið nýttur í fiskimjöl. Ef vélin reynist eins og til stendur skapast þarna tækifæri til að nýta hluta haussins í miklu verðmætari afurðir, enda hafa hnakkastykki gjarnan verið talin til bestu hluta fisksins. Að sögn Svans Þórs Vil- hjálmssonar aðaleiganda Kvikk sf. er karfavélin svipuð að gerð og laxavélin frá Kvikk sem reynd hef- ur verið í Alaska og miklar vonir eru bundnar við. Jósafat seldi 64 tonn af hlerum „Við erum mjög ánægðir. Við seld- um um 62 tonn af hlerum á sýning- unni sjálfri og daginn eftir,“ sagði Jósafat Hinrikssonar hleragerðar- mesitari, er Fiskifréttir ræddu við hann. Jósafat er sennilega „sýningar- kóngur“ íslenskra framleiðenda á sviði tækja til sjávarútvegs, því þetta var sextugasta sjávarútvegs- sýningin sem hann tók þátt í og sú fjórða áþessu ári. Hinar þrjár voru í Glasgow, Leningrad og Þránd- heimi. I næsta mánuði tekur hann Poly Ice hleri á útisvæði. svo þátt í fimmtu sýningunni á ár- inu en hún er í Boston. Þar er góð- ur markaður fyrir toghlera og að sögn Jósafats hefur hann selt á fimmta hundrað hlerapör þangað vestur. Annars er það norski markaður- inn sem Jósafat Hinriksson bindur ekki hvað síst vonir við og hefur hann ráðið tvo nýja umboðsmenn í Noregi. Tvö stór norsk skip pönt- uðu hlera hjá Jósafat strax eftir sýninguna og ætla þau á grálúðu- veiðar við Labrador.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.