Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 16
FRETTIR
36. tbl. föstudagur 28. september
Með kælibílum okkar
kemur þú fískinum
ferskum á markaö!
í hverri viku flytjum við ferskan fisk beint til
kaupenda í Evrópu. Brottför á hverjum
miðvikudegi. Hafðu samband og kynntu þér
þessa þörfu þjónustu.
HAFNARBAKKI
Hvaleyrarbraut 23. Sími 65 27 33. Fax 65 27 35
Heiðrún EA:
Keypt á
105 m. kr.
— seldá
48 m.kr.
— með 50 tonna
kvóta
Kaupverð Heiðrúnar EA, sem
Söltunarfélag Dalvíkinga keypti
frá Árskógsströnd á dögunum,
nam 105 milljónum króna.
Skipið stansaði stutt á Dalvík,
því það var selt aftur skömmu síðar
til Háness hf. á Patreksfirði, en að-
aleigendur þess eru Guðfinnur
Pálsson og Ólafur Steingrímsson.
Samkvæmt heimildum Fiskifrétta
var söluverðið 48 milljónir króna
en með bátnum fylgdi 50 tonna
botnfiskkvóti í þorskígildum.
Megnið af botnfiskkvóta Heiðrún-
ar EA, svo og rækju- og síldarkvóti
bátsins, varð eftir hjá Söltunarfé-
lagi Dalvíkur og Samherja hf. á
Akureyri. Heildarkvóti Heiðrúnar
var 395 tonn í þorskígildum, fullur
sfldarkvóti og 89 tonna rækju-
kvóti.
200 farsímar
Landssamband smábátaeigenda
samdi nýverið, fyrir hönd umbjóð-
enda sinna, um kaup á a.m.k. 200
farsímum með tilheyrandi búnaði frá
Pósti og síma. Um er að ræða farsíma
af Storno— og Cetelcogerð. Það var
smábátafélagið Nökkvi í Neskaupsst-
að sem hafði forgöngu um þetta mál í
kjölfar erfiðleika sem upp komu í
fjarskiptamálum á Austurlandi eftir
að farið var að fjarstýra fjarskiptast-
öðinni á Dalatanga frá Reykjavík.
Að sögn Arnar Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra LS, var leitað til allra
innflytjenda farsíma um tilboð en til-
boð bárust frá fimm aðilum. Ákveð-
ið var að taka tilboði Pósts og síma
en samkvæmt tilboðinu skuldbundu
trillukarlar sig til þess að kaupa
a.m.k. 200 Storno eða Cetelco fars-
íma. Tilboðið stendur a.m.k. til ára-
móta og er þegar búið að selja um 100
síma. Verðið á Storno símunum með
vsk. er tæpar 89 þús. kr en Cetelco
símarnir kosta tæpar 112 þús. kr. með
tilheyrandi loftnetum og tengingum
fyrir bát og bfl.
— Það er verulegur afsláttur sem
fæst fram með svona magninnkaup-
um og svo er þess að gæta að flestir
trillukarlarnir hafa það mikil umsvif
að þeir ættu að geta dregið virðis-
aukaskattinn frá, sagði Örn Pálsson.
|
jiÍíiliÍiÍiiiÍiÍiÍiÍiÍijijiSiiÍiÍiiiÍiÍiiiÍÍ
VOLVO PENTA
Besti vinur sjómannsins!
TAMD 61: LD 225 kW/306 hö við 2800 sn/min
MD 168 kW/228 hö við 2500 sn/min
AD 41 DP: LD 147 kW/200 hö við 3800 sn/min
2002: MD 14 kW/19 hö við 3200 sn/min
2003 SOLAS (fyrír björgunarbáta):
LD 22,8 kW/31 hö við 3200 sn/min
TMD 31: LD 74 kW/100 við 3800 sn/min
2003: MD 21,5 kW/29 hö við 3200 sn/mín
TAMD 71: MD 214 kW/292 hö við 2500 srt/min
Hjálparvél: 110 kW/150 hö við 1500 sn/min
Volvo Penta bátavélar hafa áunnið sér orðstýr fyrir áreiðanleika
og frábæra endingu í gegnum áratuga notkun hér á landi
■
BRIMBORG
Faxafeni 8
108 Reykjavík
s: 68 58 70
JíreHoÍM <$> N0RSKA LÍNAN <j$> Lojleljml
Skútuvogi 13,104 Reykjavík, sími 91-689030, Jón Eggertsson símar 985-23885 - 92-12775